Organistablaðið - 01.12.1994, Page 30

Organistablaðið - 01.12.1994, Page 30
í samningum. Koma þarf í veg fyrir að kona á barnseignaraldri verði síður ráðin sem organisti en karlmaður. - Guðmundur Omar gagnrýndi stjórnina fyrir það að senda ekki gjaldskrána til félagsmanna um leið og hún kemur út. Hækkun á taxta við brúðkaup hafði ekki borist honum. Kjartan benti á að allar upplýsingar væru sendar söngmálastjóra. Hægt sé að afla sér upplýsinga þar en vissulega þarf líka að senda þær til félagsmanna. - Smári Ólason beindi því til stjórnar að senda nýjar gjaldskrár í pósti. VIII Stjórnarkjör Sama stjórn situr áfram að undanskilinni einni breytingu. Hilmar Örn Agnarsson var kosinn varamaður í stað Gróu Hreinsdóttur. Stjórnina skipa: Formaður: Kjartan Sigurjónsson Gjaldkeri: Kristín Jóhannesdóttir Ritari: Hörður Askelsson Meðstjórnendur: Björn Steinar Sólbergsson og Sigrún Steingrímsdóttir Varamenn: Marteinn H. Friðriksson og Hilmar Örn Agnarsson Félagskjörnir skoðendur reikninga eru: Smári Ólason og Kristján Sigtryggsson IX Onnur mál Glúmur Gylfason bar fram svohljóðandi tillögu: „Aðalfundur F.Í.O. beinir því til biskups og kirkjuráðs, að endurskoða sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar og að hún verði sem allra fyrst gefin út með nótum“. Greinargerð: Gott tilefni slíkrar ákvörðunar er 400 ára afmæli Grallarans sem var með nótum. Nótnafátækt sálmabókarinnar torveldar almennan safnaðarsöng og ýtir undir ein- hæfni í lagavali. Yngsta kynslóð kirkjusöngvara gerist nú allvel læs á nótur og er þess albúin að læra sálma ef kirkjan telur það í sínum verkahring að fá þeim lögin í hend- ur. Þessi tillaga var samþykkt. Tillaga tvö hljóðar svona: „Lagt er til að með veitingum á aðalfundi verði boðið upp á snafs hér á eftir“. Þessu var vísað til stjórnar til gaumgæfilegrar athugunar. Undir þessa tillögu rita: Helgi Bragason, Björn Steinar Sólbergsson og Hörður Áskelsson. 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.