Organistablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 38
Þann 25. september s.l. vígði biskup Islands, Ólafur Skúlason, nýja kirkju fyrir
Digranessöfnuð í Kópavogi, helgaði muni hennar og þjónaði fyrir altari ásamt
sóknarpresti, séra Þorbergi Kristjánssyni. Það sem var óvenjulegt við þessa kirkju-
vígslu var, að um leið var vígt og tekið í notkun nýtt 19 radda íslenskt orgel. srníðað
af Björgvini Tómassyni orgelsmiði og Jóhanni Jónssyni hagleikssmið. Orgel þetta er
ntjög glæsileg smíð og einstaklega vandað og háreist sómir það sér vel í þessari fall-
egu kirkju. Húsið er úr massívri eik og þess má geta að alls eru 93 geirnegld horn í
hljóðfærinu. Hljómur þess fyllir vel rými kirkjunnar sem svarar vel og útkoman er:
Einstaklega vel heppnað orgel í góðu hljómrými. Það er ánægjulegt að sjá hvað hér
hefur tekist vel til og það má með sanni segja að með þessu orgeli hal'i Björgvin
Tómasson brotið blað í sögu íslenskra orgelsntíða. Hann sýnir hér og sannar svo ekki
verður um villst að hann stendur fyllilega jafn við allt það besta sem hér hefur verið
flutt inn frá erlendum aðilum og ef eitthvað er leggur hann meira í gerð orgelhússins
sjálfs en hér hefur áður sést. A öðrum stað í þessu blaði er raddvali orgelsins lýst, en
það ásamt röddum orgelsins (intónasjón) gerði Björgvin í samráði og samvinnu við
Dr. Reinhard Tschöckel, sem Björgvin lærði orgelsmíði hjá í Þýskalandi.
Við vígsluathöfnina voru um 550 manns í sæti í kirkjunni og safnaðarsal sem opnast
inn í sjálft kirkjuspipið. 40 manna kór söng, en það voru félagar úr Kór
Kópavogskirkju ásamt félögum úr nýstofnuðum Kór Digraneskirkju.
Orgelleik önnuðust Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri, Örn Falkner organisti
Kópavogskirkju og Smári Ólason organist Digraneskirkju. Trompetleikararnir
Jóhann Stefánsson og Einar Jónsson léku með og Guðrún Lóa Jónsdóttir, félagi úr
Kór Digraneskirkju, söng einsöng. Athöfnin tókst öll mjög vel og fór virðulega fram.
I messunni var leikið sem inngöngulag stef úr Þorlákstíðum, „Innocentem te serv-
avit“ í nýrri útsetningu Smára Ólasonar, organista kirkjunnar, fyrir tvo trompeta og
orgel, einnig var sunginn sálmurinn nr. 269, „í þennan helga Herrans sal“ í nýrri
útsetningu hans á undirleiknum. Útspilið við lokasálminn í messunni, „Nú gjaldi
Guði þökk“, gerði organistinn einnig sérstaklega í lilefni af þessari vígslu.
38 ORGANISTABLAÐIÐ