Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 8
- 72 - íl AMLAÁRSDAGUR var runninn upp yfir ferðamannaborgina frægu, Palma de Mallorca, sem er um það bil þrefalt mannfleiri en Reykjavík. Árið 1959 var að telja út. Kuldanæðingur var á um morguninn og himinn hálfskýjaður. En nokkru fyrir hádegi létti til og lygndi og gerði hið fegursta veður. Nýútsprunjpxar rosir breiddu út kronur sínar moti geislum hlýrrar hádegissólar, og hunangsflugur suðuðu í garðinum framan við hús það, er sá, er þetta ritar, átti heima 'í um sinn. Dagurinn var mikill annadagur, öll útivinna í fullu fjöri, og sölubúðir voru opnar jafnlengi og aðra daga, enda mikil ös í þeim og miklu meiri innkaup gerð en venjulega daga. Um kveldið var veður yndislegt, stillt og hlýtt. Um eða fyrir náttmál tok borgin að breyta um svip, göturnar smá- fylltust af fólki, og einni stundu fyrir lágnætti voru allir skemmtistaðir orðnir þettskipaðir, þótt margir séu og marg- breytilegir. í öllum meira háttar kaffi- sölum og danssölum var stiginn dans, - að mestu leyti eftir fagurri, spænskri danshljémlist, en ekki eftir þeim hása glym, sem runninn kvað vera frá kyn- bræðrum Lumumbu Kongohöfðingja og jass nefnist. - Sá ófagri seiður heyrist að vísu stundum 'í veitingasölum spænskta gistihúsa, en helzt þeirra, er leita vilja viðskipta við Ameríkumenn, Englendinga og Norðurlandabúa. - Ekki voru hinir smærri veitingastaðir síður þéttsetnir. Þar gat að líta fólk á öllum aldri, allt frá börnum til gamalmenna. Höfðu sum- ir fengið sér matarbita, aðrir kaffibolla eða vínglas. Yfir þessum veitingum ræddu þeir fjörtega saman og vir-tust njóta lífsins í fullum mæli, þótt dýrar krásir eða íburð væri óvíða að sjá. Úti fyrir var mannþröng mikil, og marglitir flugeldar rákuðu dökkt himin- hvolfið öðru hverju, sprungu síðan og eyddust í margbreyttri litadýrð. En eitt var það, sem öðru fremur hlaut að vekja athygli ókunns ferðalangs, ekki sízt íslendings : Það var hinn glaðværi, hlýlegi, þokkafulli, en þó hlédrægi svipur, sem var yfir allri framkomu manngrú- ans. Fas og látbragð þessa mikla mannfjölda bar í fáum orðum sagt vitni um arfgenga, þrautræktaða menningu og meðfædda háttvísi. Ölvun sást lítt eða ekki, því síður áflog eða hrindingar, öskur eða óhljóð. Bölv og fúkyrði virt- ist óþekkt fyrirbæri með almenningi. Fátt sást lögregluþjóna, enda virtist þeirra lítil þörf. Með þessum hætti leið kveldið, unz klukkan nálgaðist 12. Þá var skotið úr fallbyssum strandvirkja, eimpxpur skipa þeyttar og sæg flugelda skotið, svo að litadýrð þeirra lýsti hinn dimma Suður - landahimin. Inni í veitingastöðunum hraðaði af- greiðslufólkið sér að bera champana y uvas, þ. e. kampavíns og vínber, fyrir gestina, - aðeins eitt glas og tólf vín- ber fyrir hvern. NÚ byrjuðu klukkur borgarinnar að slá. Við hvert högg létu menn eitt vínber og lítinn sopa víns hverfa inn fyrir varirnar, - eitt ber og einn sopa við hvert högg. Þegar klukk- an hafði slegið, voru berin tólf horfin og glasið tæmt. Og orðin: Feliz nuevo ano : gleðilegt nýár - fóru sem glaðvær kliður meðal mannfjöldans. Reykjavík, 1. desember 1960. Magnús Finnbogason. Viðbót við embættismannatal Þau tíðindi hafa gerzt síðan embætt- ismannatalið var skrifað, að Agla Marta Marteinsdóttir 6. -Y og ólafur Gíslason 4. -X hafa verið skipuð auglýsingastjórar Listafélagsins.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.