Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1960, Side 10

Skólablaðið - 01.12.1960, Side 10
- 74 - unnt. Mer finnst þeim vera þaS vorkunn- arlaust að vera í ofurlítið meira félags- sambandi við okkur en þær eru nú. Og um fram allt ættu þær að losa sig við þennan touch-me-not-svip, sem fer þeim svo frámunalega illa. . . . . n í næsta blaðí svarar Trausti og er ekki myrkur í máli : “'Það eru til þeir menn, sem alltaf eru á öndverðum meiði við sannleikann. Einn þessara manna er Sverrir Kristj- ánsson. Hann hefur fitjað upp á því að haía endaskipti á einu af lögmálum nátt- úrunnar. Hann vill gera konuna að karl- manni. Mig furðar stórkostlega á þv'í, að nokkrum manni skuli hafa dottið slíkt í híi.g, hvað þá heldur látið það uppskátt.. . í>ví engum heílvita manni blandast hugur um, að konan sé ekki karlmaður að eðl- isfari og að gjörbreyta eðli hennar gæti orðið torvelt og æði ábyrgðarmikið verk." Sverrir svarar í sama blaði ; "T.E. hefur mál sitt á að skyra frá því, að nú sé sá maður uppi, sem Sverr- ir heitir og að þessi maöur ætli sér ekki minni hlut en þarin, að hafa enda- skipti á lögmáli náttúrunnar. Hann ætli að gera konuna að karlmanni ( sic! ). Ég eíast ekki um að T. segi það satí, að sig "furði stórkostlega" á sl'íkum býsn- um. En sem betur fer hef ég aldrei haft slíkt stórræði í huga, né heldur sagt nokkrum frá því. Þetta er ekki annað en hugarburður T. sjálfs. Hann byggir því grein sína á vitlausum forsendum og því er ekki að kynja, þótt "miðbikið sé máta- laust og endirinn afskaplegur. ". . . " í desember 1928 gerðust þau merku tíðindi í sögu blaðsins, að skólafélagið tók við rekstri þess. Fer blaðið nú að breytast nokkuð, greinar verða lengri og viðameiri. Fjörugar greinar birtast um félagslífið, ein og ein smásaga er samin og nokkuð ort af kvæðum. Sigurbjörn Einarsson kveður svo 1931: "Mér finnst það vera heldur lítið hnoss í himnaríki að klæðast rykkilíni, fái ég þar aldrei ástarkoss og aldrei dropa af hreinu brennivíni." Klausa frá 1934: "Jón Ófeigsapn yfirkennari er fluttur á Baldursgötu. Hér eftir hljota því allar kviksögur um "JÓn á Klappar stígnum" niður að falla. " Eftir 1930 fer mjög að bera á pólitík í blaðinu og 1933 er svo komið, að slíkar greinar eru næstum einraðar i blaðinu. Fjalla þessar greinar um margt, svo sem stjórnmál almennt, ástandið eystra og vestra, viðhorf menntamanna til stjórn- mála og gengur þetta svo langt, að farið er að deila um verð á kjöti og mjólk í blaðinu. Smásögur eru og margar í próletarískum stíl. Höfundar greina þessara eru yfirleitt öfgamenn til hægri og vinstri, lítið ber á öðrum. Nokkuð ber einnig á því á þessum árum, að greinar birtast um mál, sem ofarlega eru á baugi utan skólans, svo sem leik- og ritdómar. Andleg starfsemi glæðist tals- vert og skólaskaldum fjölgar. Árið 1936 yrkir G. E>. G. : "Fyrir löngju sól er setzt í sævardjup. Nottin breiðir yfir allt sinn undrahjúp. Alveg síðan dagur datt í djúpan sjó, er yfir öllu einhver friður einhver ró. Úti brosa stjörnur og allt er undur hljótt. Nu skaltu sofna og sofa lengi sætt og rótt. Hann sem ávalt vakir og allt og alla sér mun í nótt með ró og friði rugga þér. Legðu aftur litlu augun ljúfan mín. Ég skal biðja góðan guð að gæta þín. " Sama ár ber svo við, að eitt helzta skólaskáldið, Áskell Löve, haslar sér völl á hinum pólitíska ritvelli. Er hon- um þegar svarað : ""Flestar hugsanir mannsins eru bundnar maganum, " segir Áskell blessun- in í síðasta skólablaði, og styðst þar sennilega við andlega reynslu sjálfs sín. Okkur hinum, sem ekki erum gæddir hinni ljóörænu skáldskapargáfu í sama mæli og skálmæringurinn sjálfur, kemur þessi "byltingarsinnaða" sálfræðikenning Áskels nokkuð kynlega fyrir sjónir. Við höfum hingað til verið þeirrar skoðunar, að Ás- kell væri ekki í mjög verulegum atriðum frábrugðinn venjulegum mönnum og að það sem kalla mætti hugsanir hans, fædd-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.