Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 1. D E S E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 338. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Sjáums t! ;) Kveðja, Gluggagægir *Nánar um skilmála á flytjandi.is PIPAA R \ TBWW A • SÍA • 918 81 Faxafeni 5 • S. 588 8477 Opið í dag kl. 10-22 Orginal heilsukoddi Kr. 15.120,- «DANSCENTRUM OPNAR Í REYKJANESBÆ MIKILL DANSÁHUGI MEÐAL DRENGJA «INGVELDUR GAGNRÝNIR BARNABÆKUR Arngrímur apaskott, Lubbi og flugvélakossar 6 Íþróttir Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik, kemur heim með bronsverðlaun frá heims- meistaramótinu en fær enga skötu á Þorláksmessu að þessu sinni. Hlaut brons á HM en fær enga skötu Ítalinn Roberto Mancini, maður sem er ekki vanur öðru en að vinna, er mættur til leiks hjá ríkasta knattspyrnufélagi heims og hefur tekið við stjórninni. Maðurinn sem kann ekki að tapa Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is REGLUR Seðlabanka Íslands um veðlánaviðskipti við fjármálafyrir- tæki tóku mið af reglum Evrópska seðlabankans (ECB) en voru samt sem áður þrengri en reglur evrópska bankans þar sem að þær heimiluðu ekki veðsetningu krafna sem ekki voru markaðsskráðar. Við hrun bankakerfisins voru öll veð í sam- ræmi við reglur bankans. Þetta kemur fram í skriflegu svari Más Guðmundssonar seðlabanka- stjóra við spurningum Morgunblaðs- ins um slík viðskipti. Í svarinu kemur einnig fram að Seðlabankinn hafi átt aðild að sam- ráðshópi sem í voru ráðuneytis- stjórar forsætis-, fjármála- og við- skiptaráðuneyta. Hópurinn hittist vikulega í tæpt ár fyrir hrun og á þeim fundum upplýstu fulltrúar Seðlabankans aðra fundarmenn um stöðu og þróun veðlána bankans. Már segir einnig að lán Seðla- bankans hafi verið veitt á þeirri for- sendu að bankarnir uppfylltu reglur um eigið fé. Aðspurður hvort að neyðarlögin hafi verið þess valdandi að tap Seðlabankans vegna lána með veð í skuldabréfum bankanna hafi verið meira en ella segir Már að það segi sig sjálft að forgangur innlána dragi úr væntum endurheimtum vegna annarra krafna. Þrengri reglur um veðlán en í Evrópu Öll veð Seðlabankans voru í samræmi við reglur bankans  Seðlabankinn kynnti | 16 FIMLEIKAFÉLAG Hafnarfjarðar, FH, bauð fólki að koma saman í Kaplakrika í gærkvöldi og senda Hrafnkeli Kristjáns- syni, íþróttafréttamanni á RÚV, styrk og hlýjar hugsanir en hann liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt bílslys á Hafnarfjarðarvegi á föstudag. Hrafn- kell er fyrrverandi leikmaður knattspyrnuliðs FH. Ólafur Kristjánsson, bróðir Hrafnkels, ávarpaði viðstadda og fólk kveikti á friðarkertum til að sýna samstöðu sína og von í verki. skulias@mbl.is FH-INGAR SENDU FÉLAGA SÍNUM STYRK OG HLÝJAR HUGSANIR Morgunblaðið/Árni Sæberg  Íbúasamtök Grafarholts hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mikilli drykkju og reykingum unglinga í hverfinu. Í bréfi, sem samtökin sendu borgaryfirvöldum, greina þau jafnframt frá óánægju sinni með lítið framboð skipulagðrar frístundastarfsemi í Grafarholti. Tafir hafi orðið á uppbyggingu íþróttaaðstöðu Fram í Úlfarsárdal en að auki er gagnrýnt að mögu- leikar Ingunnarskóla séu ekki nýtt- ir. Í nýlegri könnun Rannsóknar og greiningar kom fram að 40% nem- enda í 9. og 10. bekkjum í Grafar- holti drekki og 20% reyki. »8 Áhyggjufull vegna drykkju og reykinga unglinganna Fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu hlífa alls ekki þeim sem tekjulægri eru eins og ríkis- stjórnin heldur fram, segir Pétur H. Blöndal þing- maður. Afnám vísitölubindingar persónuafsláttarins, eins og meiri- hlutinn leggur til, muni hafa í för með sér að hinir tekjulægstu greiði 3.600 krónum meira í skatt frá ára- mótum en þeir hefðu gert miðað við núverandi lög. ASÍ gagnrýnir einnig afnám vísitölubindingar harðlega, og segir Gylfi Arnbjörnsson ríkis- stjórnina hafa leynt þjóðinni hug- myndunum. | 4 Allir greiða hærri skatt Pétur H. Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.