Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Hebron-Vinnufatnaður Smiðjuvegi 1, Grá gata www.hebron.is s. 567-6000 WORKWEAR FÆST Í HEBRON KLÆDDU ÞIG VEL! Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is ÍBÚASAMTÖK Grafarholts hafa sent borgaryfirvöldum bréf, þar sem þau lýsa áhyggjum sínum af mikilli drykkju og hve margir unglingar í hverfinu reyki. Jafnframt greina þau frá óánægju sinni með það að lítið framboð sé af skipulagðri frístunda- starfsemi í Grafarholti. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður íbúasamtakanna, gagn- rýnir sérstaklega að Ingunnarskóli, „sem átti að heita fjölnotahús, er í raun venjulegur grunnskóli auk íþróttahúss.“ Möguleikar hússins séu alls ekki nýttir. Þá hefur hann áhyggjur af töfum á uppbyggingu íþróttaaðstöðu Fram í Úlfarsárdal. Í bréfi íbúasamtakanna vísa þau í könnun Rannsóknar og greiningar, þar sem fram kemur að 40% 9. og 10. bekkingja í Grafarholti drekka og 20% reykja, sem er hærra hlutfall en í öðrum hlutum borgarinnar. Jafn- framt vísa þau í rannsóknir sem benda til að samband sé á milli áhættuhegðunar unglinga og þess að lítið sé um skipulagða íþrótta- frí- stundastarfsemi í hverfum. Kjartan Magnússon, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, segir að í nýsamþykktri fjárhagsáætlun borg- arinnar komi fram ýmsar úrbætur í málefnum Grafarholts. Sem dæmi verði settar 570 milljónir í fram- kvæmdir við Sæmundarskóla, sem þýðir t.d. að hægt verður að taka íþróttahús við skólann í notkun á næsta ári. Auk þess verður íþrótta- svæði í Leirdal stækkað á næsta ári. Mikil drykkja í Grafarholti  Íbúasamtök Grafarholts hafa áhyggjur af því að lítið sé um að vera fyrir ung- linga í hverfinu  Hærra hlutfall unglinga reykir og drekkur en í öðrum hverfum Í HNOTSKURN » Íbúasamtökin vísa í tölursem sýna að fleiri ungling- ar reykja og drekka í Grafar- holti en í öðrum hverfum borgarinnar. » Einnig kvarta þau yfir þvíað lítið sé um að vera fyrir unglingana, sem geti orsakað háa tíðni áhættuhegðunar. Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is VESTMANNAEYJABÆR hefur greitt niður lán fyrir ríflega tvo millj- arða króna á síðustu þremur árum. Að sögn Elliða Vignissonar bæjar- stjóra er bærinn í sterkri stöðu til þess að takast á við samdráttarskeið í þjóðfélaginu og mun ráðast í viða- miklar framkvæmdir á komandi ári. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sam- þykkti á dögunum fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Hún miðast við að A- hluti sveitarsjóðsins muni skila rekstrarafgangi upp á 132 milljónir og að heildarfjárfestingar bæjar- félagsins verði um 890 milljónir. Ekki þarf að taka lán fyrir þessum fram- kvæmdum heldur verða þær að fullu fjármagnaðar með veltufé frá rekstri og handbæru fé sveitarfélagsins. Stærstu einstöku framkvæmdirnar verða endurgerð upptökumannvirkis hafnarinnar og bygging fjölnota íþróttahúss. Þrátt fyrir þessar fram- kvæmdir er áætlað að handbært fé bæjarsjóðs verði ríflega 3,5 milljarðar við lok næsta ár. Elliði Vignisson segir að bæjar- félagið hafi farið sterkt inn í krepp- una. Það hafi haldið að sér höndum í framkvæmdum á góðæristímanum og greitt niður skuldir, þá sérstaklega erlendar skuldir, í stað þess að stofna til nýrra. Verðmætar eignir á borð við fasteignir og hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja voru seldar og það sem ekki var notað í að greiða niður skuld- ir var ávaxtað. Sparnaður bæjarins var að mestu bundinn við innlán þeg- ar bankakerfið hrundi í fyrra. Að sögn Elliða gerir þetta að verk- um að bærinn hefur nú svigrúm og bolmagn til þess að ráðast í nauðsyn- legar framkvæmdir og að næsta ár verða ár uppbyggingar í Vestmanna- eyjum. Sterk staða þrátt fyrir kreppuna Vestmannaeyjabær hyggur á fram- kvæmdir 2010 án skuldsetningar Morgunblaðið/ÞÖK Eyjar Næsta ár verður fram- kvæmdaár í Vestmannaeyjum. ILLA viðraði víða um land um helgina og sinntu björg- unarsveitir nokkrum minniháttar útköllum. Meðal ann- ars var björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði kölluð út þegar þak fauk í heilu lagi af garðhúsi í bænum á laugardag. Á Seyðisfirði sinnti björgunarsveitin Ísólfur útkalli vegna foks og þakskyggnis sem losnaði. Í gærmorgun þurfti lögregla í Vestmannaeyjum að sinna nokkrum útköllum vegna veðurs. Fiskkar fauk á bíl í morgunsárið og braut í honum rúðu. Þá fauk vinnupallur en það olli ekki skemmdum. Einnig fauk hraðbátur af kerru og skemmdist. Voru Eyjamenn varaðir við að lausir munir gætu fokið, það gengi á með sterkum hviðum. Veðrið gekk niður þegar leið á daginn og hæglætisveður var undir kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá spádeild Veðurstofu Ís- lands er búist við að veðrið gangi lítið eitt niður á Norð- austur- og Austurlandi en þó verði áfram nokkur úr- koma og hvasst, allt að 15 metrum á sekúndu. Reiknað er með áframhaldandi hvassviðri fyrir sunnan en lítilli eða jafnvel engri úrkomu. Þá er spáð rólegu veðri á Vestfjörðum. skulias@mbl.is Fok, rok og smáútköll Áfram leiðindaveður víða um land en skánar þó Morgunblaðið/Helgi Garðarsson UNG kona vopn- uð sprautunál rændi söluturn við Bústaðaveg skömmu eftir há- degi í gær. Hót- aði hún af- greiðslustúlku um tvítugt með nálinni og hafði upp úr krafsinu um 20 þúsund krónur í peningum. Konan hafði ekki náðst í gær- kvöldi en málið er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Við leit skammt frá söluturninum fannst sprautunálin sem konan not- aði í ráninu. Hótaði með sprautunál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.