Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Egill í lífi okkar; við erum ekki söm en munum vissulega reyna að halda á lofti arfi hans. Við vottum Guðfinnu og börnun- um djúpa samúð okkar, og vonum að glettni og hugsjónaeldur Egils orni þeim um ókomna tíð. Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. Illa brá okkur þegar síminn gall að sunnudagsmorgni og okkur var sagt að Egill Egilsson vinur okkar væri látinn. Að vísu höfðum við vissu fyrir því að hann hefði um tíma haft gangráð til þess að stilla hjartslátt, en ekki bar á öðru en að þess utan væri hann bærilega hress og síkátur. Þannig var hann, hrókur alls fagnaðar á námsárum okkar í Kaupmannahöfn og raunar æ síðan. Höfum við það fyrir satt að hann hafi ekki dáið liggjandi. Við gerðumst vinir góðir í Kaup- mannahöfn og hélst sá vinskapur óslitinn síðan. Það var gaman að vera með Agli ekki síst vegna þess að nær alltaf gerðist eitthvað óvænt þegar hann var með í för og kemur mér þá í hug lítið ferðalag okkar tveggja á Hafnarslóð fyrir nær fjörutíu árum. Okkur sárlangaði til þess að skoða þjóðararfinn og því var stefna tekin á Árnasafn sem þá var til húsa innst í Próvíantgarði. Þar inni í skoti varð fyrir okkur mikil og þung eikarhurð og við hana hnappur eigi alllítill. Ýttum við fast á hann og upphófst þá mikið suð og hávær hvinur, en þar sem við þekkt- um ekkert til fjarstýrðra dyraopn- ara vissum við ekki að á palli inni sat maður og ýtti á annan hnapp svo upplokið yrði dyrum við minnsta átak. Biðum við í nokkurri óvissu, en samt æðrulausir þar til þögn sló á þennan dyrabúnað. Ýttum við þá aftur á hnappinn góða og slepptum ekki taki fyrr en dyrum var hrundið upp og út milli stafs og hurðar kom höfuð, frekar gráleitt á hár og hör- und og ekki mjög glaðlegt að sjá. Egill var alltaf miklu fljótari að hugsa en aðrir og miklu fljótari en sá sem þessar línur skrifar. Ávarp- aði hann strax þann sem út gægðist á ögn norðlenskri dönsku: Snakker De islandsk? Þá svaraði Jón Helga- son, sem líklega hafði betra vald á íslenskri tungu en flestir aðrir: Svo á nú að heita. Um leið færðist mikill gleðisvipur yfir ásjónu hans. Ósjald- an á hann að hafa sagt frá íslensku námsmönnunum sem komu í Árna- safn og spurðu á harðri dönsku hvort hann talaði íslensku og glaðn- aði þá jafnan yfir honum. Ekki óraði okkur fyrir því að þetta stutta ávarp Egils ætti eftir að gleðja meistara Jón svo sem raun bar vitni og stað- festir það grun okkar að ekki þurfi alltaf mikið til þess að gleðja aðra. Það tókst Agli oftar og betur en mörgum öðrum. Við sem vorum samtímis Agli í Kaupmannahöfn og annars staðar söknum hans því hann hefði mátt lifa miklu lengur. En ekki skal farið frekar út í þá sálma því enga vitum við lausn á gátu lífs og dauða. Við höfum haldið hópinn nokkrir gamlir Hafnarstúdentar ásamt mökum og höfum blótað saman þorra og hist við öll möguleg tækifæri og lagst saman í langferðir norður í Skaga- fjörð og jafnvel til framandi landa. Nú er skarð fyrir skildi, en vonandi er ekki of seint að þakka Agli sam- fylgdina. Við í Hafnarhópnum send- um Guðfinnu og börnum þeirra og öllum ættingjum og vinum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Leifur A. Símonarson. Það var árið 1988 sem Egill og Guðfinna fengu sér sumarbústað- alóð í Hellholti í landi Fossness í Gnúpverjahreppi. Fyrstu árin fóru í að gróðursetja tré og með tímanum reis myndarlegur skógur. Árið 1997 byggðu þau sumarbústað, fallegt hús með feykilegu útsýni yfir Land- sveitina og til Heklu. Allar helgar voru notaðar í sveitinni og kom Eg- ill iðulega í heimsókn í Fossnes í bláu stígvélunum með aðra skálm- ina uppúr og annað skyrtulafið upp- úr buxunum í gömlu málningaúlp- unni, moldugur upp fyrir haus, að taka upp kartöflur, og í fjárhúsið segjandi sögur. Maður kom aldrei að tómum kofanum að spyrja um eitthvað. Svo kom kreppa og þá skar hann gömlu bláu stígvélin og gerði úr þeim gúmmítúttur. Hann fylgdist vel með umhverf- inu, skráði hjá sér hvenær fuglarnir komu á vorin, hvernig gróður kom undan vetri, hvenær Þveráin ruddi sig og jafnvel hvenær tófan gaggaði í Hellholtinu. Alveg var hann ómiss- andi í sleppiferðum á vorin þegar riðið var í Hólaskóg og sláturstúss á haustin, alltaf gátum við hlegið og haft gaman. Fyrir stuttu síðan hafði Egill orð á því við mig, að nú væri stutt í að hann hætti að vinna og gæti farið að njóta ellinnar í sveitinni með mikilli tilhlökkun og hefði ég gjarnan viljað að sá draumur yrði að veruleika. En svo varð ekki í þessu lífi. Þín er sárt saknað, þú settir svip á mannlífið og umhverfið. Litríkur maður er horfinn á braut. Elsku Guðfinna og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Tindrar úr Tungnajökli, Tómasarhagi þar algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. Veit eg áður hér áði einkavinurinn minn, aldrei ríður hann oftar upp í fjallhagann sinn. Spordrjúgur Sprengisandur og spölur er út í haf; hálfa leið hugurinn ber mig, það hallar norður af. (Jónas Hallgrímsson.) Sigrún, Fossnesi. Kveðja frá Menntaskólanum í Reykjavík Að morgni sunnudagsins 13. des- ember flutti Guðfinna Eydal mér þau sorgartíðindi að Egill Egilsson, eiginmaður hennar, hefði dáið þá um nóttina. Einn af reyndustu kennurum skólans er látinn jafn skjótt og hendi sé veifað, án nokkurs fyrir- vara. Þessi tíðindi eru mikið reið- arslag fyrir starfsfólk og nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Egill Egilsson hóf kennslu í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1990 og var frá þeim tíma fastráð- inn kennari í eðlisfræði. Starfsferill hans er alllangur, hann kenndi í tæpa tvo áratugi við Menntaskólann í Reykjavík, þar áður við ýmsa framhaldsskóla, m.a. MA, MH, Tækniskólann og tvo framhalds- skóla í Danmörku og auk þess kenndi hann við Háskóla Íslands. Egill var röggsamur og mikill skör- ungur. Þórarinn heitinn Guðmundsson fékk Egil til að sækja um kenn- arastöðu í eðlisfræði við Mennta- skólann í Reykjavík. Mér eru minn- isstæð mörg samtöl við þessa tvo heiðursmenn. Galsi og góðlátleg stríðni voru þar allsráðandi. Þetta smitaðist út til annarra samstarfs- manna og það var oft unun að fylgj- ast með þeim. Agli þótti afar gaman að grúska í ættfræði og hafði gaman af því að rekja ættir manna langt aftur. Sér- staklega hafði hann gaman af því að ræða um ættbogann við Eyjafjörð. Eitt sinn tók hann mjög kíminn á móti mér eftir að hafa verið að grúska í Íslendingabók. „Sæll frændi“ sagði hann eftir að hann hafði komist að því að við værum fjórmenningar. Eftir það var ég ávallt ávarpaður „frændi“. Egill var stoltur af unaðsreit sín- um í Þjórsárdal. Þar höfðu þau hjónin, Guðfinna og Egill, komið sér upp sumarbústað. Þau hjónin dvöld- ust þar eins oft og þau gátu og nutu þess mjög. Hann var mikill nátt- úruverndarsinni og tók nærri sér áform um virkjun í neðri hluta Þjórsár enda beitti hann sér mjög gegn þeim hugmyndum. Egill sinnti starfi sínu við Menntaskólann í Reykjavík af mik- illi samviskusemi og honum var mikið kappsmál að vekja áhuga nemenda sinna með margvíslegum hætti í tímum. Hann var ávallt reiðubúinn að aðstoða nemendur sína í eðlisfræðináminu. Í mörg ár bauð hann nemendum skólans upp á sérstaka þjálfunartíma til undirbún- ings eðlisfræðikeppni framhalds- skólanema og hafa nemendur hans náð afar góðum árangri í þeirri keppni. Egill var góður félagi í hópi sam- starfsmanna sinna. Hann var hrein- skiptinn og sagði skoðanir sínar um- búðalaust. Hann var glaður á góðri stund og hrókur alls fagnaðar á samkomum kennara. Egill var traustur og samvisku- samur starfsmaður. Hans er hér minnst með virðingu og þakklæti fyrir einkar vel unnin störf. Fyrir hönd starfsfólks og nemenda Menntaskólans í Reykjavík eru eig- inkonu hans, börnum og öðrum vandamönnum færðar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Egils Egilssonar. Yngvi Pétursson. Egill Egilsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN J. HJARTAR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Flyðrugranda 8, Reykjavík, sem lést mánudaginn 14. desember, verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, mánudaginn 21. desember kl. 13.00. Jóna Björg Hjartar, Paul van Buren, Sigríður Hjartar, Stefán Guðbergsson, Elín Hjartar, Davíð Á. Gunnarsson, Egill Hjartar, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÓR SIGURÐSSON frá Hnífsdal, verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti þriðjudaginn 22. desember kl. 11.00. Guðmunda Arnórsdóttir, Björn Ástmundsson, Málfríður Arnórsdóttir, Sigurður Arnórsson, Sigríður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hans AlbertKnudsen fæddist í Reykjavík 1.10. 1947. Hann lést 27.11. nóv- ember sl. Foreldrar hans voru Guðmunda Elíasdóttir söngkona, f. 23.1. 1920 og Hen- rik Knudsen gull- smiður, f. 10.8. 1919, d. 8.10. 1993. Þeim Guðmundu og Henrik varð þriggja barna auðið; auk Hans eru þau Bergþóra Lee Knudsen, f. 12.6. 1944, d. 1946 og Eileen Sif Knud- sen, f. 2.7. 1950, gift Stefáni Ás- grímssyni, þau eiga börnin Guð- mund Elías, f. 23.1. 1974 og Sigurlaugu, f. 6.10. 1978. Hans kvæntist 20.10. 1984 Lauf- eyju Ármannsdóttur, f. 15.3. 1947. Börn þeirra eru Henrik Knudsen, f. 25.7. 1984 og Helen Sif Knudsen, f. 15.11. 1987. Fjölskyldan hefur búið í Luxembourg frá 1985, lengst af að Rue de l’Eglise nr 3 í bænum Ersange. Hans fæddist í Reykjavík og ólst þar upp fyrstu árin, en síðan í New York og Danmörku. Hann lærði flug hjá Flugstöðinni í Reykjavík og starf- aði að loknu atvinnu- flugprófi sem flug- maður og flugafgreiðslumaður hjá Flugstöðinni á ár- unum 1970-1976. Ennfremur sótti hann sjó um tíma á fiski- og kaupskipum. Hann hóf störf sem flugumsjónarmaður hjá Cargolux í Lux- embourg árið 1976 og starfaði þar til ársins 1981. Þá fluttist hann aftur til Íslands og hóf að starfa hjá Arn- arflugi bæði á Íslandi og í Tripólí í Líbýu. Á þessu tímabili ævi sinnar kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Laufeyju Ármannsdóttur. Árið 1985 fluttust þau Hans og Laufey til Luxembourgar þar sem hann hóf á ný að starfa sem flug- umsjónarmaður hjá Cargolux. Þar starfaði hann svo samfleytt uns hann fór á eftirlaun fyrir rúmu ári. Útför Hans Alberts Knudsen fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 21. desember 2009, kl. 13. Það var í byrjun desember árið 1972 sem við Hans hittumst í fyrsta sinn. Við Sif, litla systir hans, höfðum komið inn í líf hvort annars eins og stormsveipir og eðlilega hafði hann áhyggjur af því að fólk sem einungis var búið að þekkjast í örfáa daga ætl- aði að fara að æða í hjónaband. Hann reyndi á yfirvegaðan hátt að kanna hug litlu systur sinnar og fá hana til að hugsa hlutina í þaula og stíga ekki í óðagoti einhver þau skref sem erfitt yrði síðar að vinda ofan af ef illa færi og mesti móðurinn væri runninn af unglingunum. Fyrir þetta hef ég alltaf metið Hans mikils – að hann skyldi elska systur sína og bera framar öllu öðru velferð hennar fyrir brjósti. Mannkostir hans urðu mér augljósir. Eftir því sem við kynntumst meir varð þetta ljósara. Hann átti auðvelt með að umgangast fólk af kurteisi og virðingu, var frábær flugmaður, Ís- landsmeistari í vélflugi var hann og hafði valið sér flugið sem starfsvett- vang. Framabrautin lá fyrir honum breið og bein þegar örlögin gripu í taumana. Sjaldgæfur sjúkdómur uppgötvaðist og hann neyddist til að gefa atvinnuflugsdrauminn upp á bátinn, einmitt í þann mund sem hann var að rætast. Þetta varð hon- um mikið áfall. Vinátta hans var ómetanleg. Um- hyggja hans fyrir systur sinni og síð- ar börnum hennar og eiginmanni hef- ur alltaf snert mig djúpt. Hans var eins og systir hans, hefðarmaður fram í fingurgóma. Það er kannski ekki skrýtið því að forfeður þeirra voru háaðall í borginni Odessa við Svartahaf þar til langalangafi þeirra varð að taka sig upp og flýja reiði keisarans. Sá endaði í Danmörku og tók þar upp nafnið Knudsen. Þetta skýrir að einhverju leyti per- sónuleika systkinanna enda hleypur víst enginn frá uppruna sínum og ættarfylgjum. Allir sem þekktu Hans vita að hann var hæfileikamaður sem gat flest, ef hann á annað borð lagði sig eftir því. Hann lék á gítar betur en flestir. Á örstuttum tíma kenndi hann sér sjálfur og æfði sig í að spila erfið klassísk verk óaðfinnanlega. Börnin okkar Sifjar, þau Gummi og Silla, elskuðu hann takmarkalaust og hlökkuðu alltaf óskaplega til heim- sókna hans og heimsókna okkar til hans í Lúxemborg. Þau sakna nú sárt uppáhaldsfrænda síns sem þau unnu mjög. Góður maður er genginn sem verður sárt og lengi saknað. Stefán Ásgrímsson. Elsku mágur, það eru rúmlega 26 ár síðan við Helgi hittum þig fyrst. Við vorum í jólafríi hérna heima á Ís- landi og vorum að keyra Laufeyju heim á Unnarstíg þar sem hún bjó þegar hún sagði okkur að nú væri hún farin að vera með manni sem byggi á Stýrimannastíg, en þar sem við höfðum ekkert frétt af þessu, bú- in að vera í Danmörku allt árið, þá sögðum við bara já já og stoppuðum ekki fyrr en á Unnarstígnum, en við snerum við og skiluðum henni til þín og þar með hófust okkar kynni. Þú féllst strax inn í fjölskylduna með þinn létta og skemmtilega húm- or og það er eitt sem aldrei var hægt að vera í kringum þig og það var að vera í fýlu, þú gast fengið argasta fýlupúka til að veltast um af hlátri eins og þér einum var lagið. Sumarið 1985 þegar Henrik var að verða árs- gamall fluttuð þið til Lúxemborgar þar sem þið hafið búið alla tíð síðan, þá styttist nú vegalengdin á milli okkar og það var aldrei neitt mál að keyra yfir til Odense til að hitta okk- ur. Þetta voru yndislegir tímar, eld- aður góður matur, bóndabrids spilað af mikilli innlifun, bæði í Odense og í Lúxemborg, mikið hlegið og sérstak- lega þegar við fórum svo að spila Trivial Pursuit. Eftir að við fluttum aftur til Ís- lands hittumst við oft, þið voruð svo dugleg að koma heim og svo var stutt að fljúga til Lúx. Ógleymanlegar ferðir með alla krakkana í Euro Disney, Strumpagarðinn og ótal skemmtilegar ferðir og minningar eigum við úr þessum heimsóknum. Undanfarin sumur þegar þið hafið komið til Íslands þá höfum við farið alltaf eina helgi vestur á Snæfellsnes með útilegugræjurnar og gist í túninu á Ökrum hjá Ólínu og Kidda. þetta var orðinn fastur liður og nauð- synlegt að komast vestur í dýrðina undir Jökli og ekki mátti fara aftur í bæinn fyrr en við vorum búin að kíkja í Fjöruhúsið til Siggu og Stjána til að fá okkur fiskisúpuna. Sumarið 2008 þegar þið komuð til Íslands þá varst þú með málband sem þú klippt- ir af einn cm fyrir hvern dag sem leið (þetta hafðir þú gert í danska hern- um til að telja dagana þar til her- skyldu lauk) þar til þú færir á eft- irlaun og við samglöddumst þér því núna færir þú að komast í langþráð frí. En enginn veit sína ævi og í des- ember 2008 greindist þú með krabbamein, þú fórst í ótal meðferðir til að vinna bug á meininu og alltaf var húmorinn á sínum stað, ekki vantaði heldur lífsviljann, t.d. varst þú búinn að plana núna síðast þegar við hittumst í október að fara með Laufeyju til New York, það væri svo fallegt þar á vorin. Ferðalög voru þitt líf og yndi og ótal staðir í framandi löndum sem þið heimsóttuð. Elsku Hans, núna ert þú farinn í þitt síð- asta ferðalag, takk fyrir allt og allt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra :,:veki þig með sól að morgni:,: (Bubbi Morthens) Elsku hjartans Laufey, Henrik, Hans Albert Knudsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.