Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Hollráð um eldvarnir oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Reykskynjarar bjarga mannslífum Á hverju heimili ættu að vera reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnateppi. Fleiri hollráð og netverslun með öryggisvörur er að finna á oryggi.is. PPII PPAAA RRRRRR \\\\\\\\\\\\ TTTTTTTTTTBBBBB WWWWWW AAAA •• SSÍÍ AAA • 9 2 2 5 4 5 44 9 2 2 5 9 2 2 Góðir landsmenn Bækurnar að vestan eru hvorki stórkostlegar, einstakar, frábærar, djarfar, átakamiklar, svakalega trúverðugar, meistaraverk, heillandi, ógleymanlegar né töfrandi. En þær leyna á sér! Bækurnar að vestan fást í bókaverslunum um land allt! Bækurnar að vestan Í JÚLÍ flautaði Seðlabanki Íslands til leiks í þrælskemmti- legum talnaleik milli Seðlabankans og raunveruleikans. Þeir spáðu fyrir um út- flutningsjöfnuð hag- kerfisins næstu 10 ár- in. Í dag er staðan 1-0 fyrir raun- hagkerfið. Bankinn spáði 154 milljörðum í útflutningsjöfnuð fyrir 2009, hins vegar stefnir jöfnuðurinn í 100 milljarða, 50% skekkja þrátt fyrir að sex mánuðir voru liðnir af árinu. Á móti kemur að níu ár eru eftir af leiknum, þorir einhver að veðja á Seðlabankann? Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er líka mjög klár í Excel og tók því þátt í leiknum. Hann spáði 125 milljörðum þó að níu mánuðir væru liðnir þegar þeir skiluðu inn tölunum. Ef nánar er farið í út- reikninga sjóðsins má sjá að þeir ofmátu vöruskiptajöfnuð um 40 milljarða eða 55% og vanmátu þjónustujöfnuð um 18 milljarða eða 60%. Þetta er ömurleg frammistaða hjá Washington. Þora þeir að lána með þessa skekkju í útreikningum sínum, eða ætla þeir að selja auðlindir Ís- lendinga upp í skuldir? Með útreikningum þessara tveggja stofnana hafa Steingrímur Jóhann og Jóhanna Sigurðardóttir talið okkur trú um að við getum bara fyllilega staðið undir þessu öllu. Ekkert mál. Samt míglekur Excel-skjalið með öllum þessum vandaða og vel stimplaða útreikn- ingi. Finnst þeim heiðurshjónum eðlilegt að eina leiðin til að spárn- ar gangi upp sé að lífskjör Íslend- inga verði ömurleg. Hjónin vinna hörðum höndum að því að sannfæra þjóðina um að best sé að sætta sig við fábrotinn rússneskan lífsstíl. Getum ekki borg- að samkvæmt IMF Ef kafað er djúpt í skýrslu sjóðsins, fram hjá allri froðunni sem veltur upp úr Mark Flanagan, má finna áhugaverða töflu um við- skiptajöfnuð. Viðskiptajöfnuður er allur útflutningur mínus innflutn- ingur plús vaxtatekjur mínus vaxtagreiðslur. Viðskiptajöfnuður- inn gefur vísbendingu um hvað við sem samfélag getum greitt mikið í afborganir af lánum. Þessi viðskiptajöfnuður er nei- kvæður um 50 milljarða að með- altali næstu sex árin samkvæmt vönduðum útreikningi stofnunar- innar í Washington. En sjóðurinn fullyrðir að það sé allt í lagi því í útreikningnum eru gríðarstórar skuldbindingar eins fyrirtækis, Actavis. Samkvæmt IMF ber pilluframleiðandinn ábyrgð á rúm- lega fimmtungi af heildar- skuldum. Þá skulum við bara leið- rétta samkvæmt því og draga frá fimmtung af vaxtakostnaði. Við- skiptajöfnuðurinn verður þá núll. Til hamingju með það, ekkert svigrúm til að greiða niður lánin. Óskandi væri ef fjölmiðlamaður myndi spyrja Flanagan að því hvernig við greiðum niður skuld- irnar. (Hafa ber í huga að skuldir gömlu bankanna eru ekki með í þessum útreikningi IMF.) Heilbrigð skynsemi eða Excel? Mark Flanagan var í Kastljós- inu um daginn og fullyrti að Ís- land gæti greitt allt til baka því útflutningur stórykist þegar krón- an veiktist. Miðað við áætlanir Flanna um stóraukinn útflutning næstu árin má því búast við enn frekari veikingu krónunnar. Ef- laust skapast fjölmörg skemmti- leg útflutningstengd störf þegar gengi krónunnar fer í geng- isvísitöluna 300, nú eða 500. Hattaframleiðsla sem nágranni minn á Álftanesinu telur eitt af tækifærunum til að bjarga okkur út úr kreppunni á orðið mögu- leika. Glæsileg framtíð! Rétt eins og hefði verið betra með sundlaugina á Álftanesi og tónlistarhúsið í Reykjavík þá er réttast að nota heilbrigða skyn- semi til að komast að niðurstöðu um Icesave. Lengsta rennibraut á Íslandi og öldulaug fyrir milljarð í litlu bæjarfélagi. 20-40 milljarða tónlistarhús (hver veit hvað það kostar) fyrir menningarelítuna. Sálarró Jóhönnu og Steingríms fyrir 600 milljarða. Þarf að reikna þetta eitthvað? Raunveruleikinn 1 – IMF 0 Eftir Örvar Guðna Arnarson » Samkvæmt IMF ber pilluframleiðandinn ábyrgð á rúmlega fimmtungi af heild- arskuldum. Þá skulum við bara leiðrétta sam- kvæmt því og draga frá fimmtung af vaxta- kostnaði. Viðskiptajöfn- uðurinn verður þá núll. Örvar Guðni Arnarson Höfundur er viðskiptafræðingur og íbúi á Álftanesi. VIÐ höfum notið hreinræktaðrar vinstristjórnar síðan í janúar 2009. Það er ekki langur tími en þó að af ýmsu höfum við nóg þá hefur tíminn sjaldan verið okkur eins dýrmætur og nú. Það verður varla sagt um þessa ein- stökustu stjórn Ís- landssögunnar að hún hafi farið vel með tíma sinn og fjár- muni. Hún hóf ferilinn á því að starta þrasi um aðild að Evrópusambandinu og lét allt annað lönd og leið vikum og mánuðum saman. Bunur af þvættingi um að hér hrykki allt í gang bara við það að sækja um aðild minntu á sak- laus börn að bíða eftir jólasveininum. En það lítur út fyrir að sveinki hafi gleymt pokanum heima. En svo kom glaðningur, langir listar frá Evrópu- sambandinu, en þar var eitthvað sem þjóðinni kom ekki við, enda hefur það verið háttur róttækra vinstristjórna alla tíð að það eru stjórnvöld sem skipta máli, ekki fólk. Enda hefur málpípa stjórnarinnar sagt að það sem öllu máli skipti sé að þessi vinstristjórn lifi sem lengst. Það má vera göfugt markmið en það hefði verið gaman fyrir heiðarlegt fólk í þrengingum ef þar með hefðu verið einhver úrræði því að gagni. Klárlega hefði mátt nota þann tíma sem fór í Evrópuþrasið í ýmislegt annað og þarfara. Evrópuþrasið hefðum við getað tekið þegar tíminn væri ódýrari og betur áraði. Samninganefnd án virðingar Það hefði varla verið mikill vandi að finna heppilegri og virðingarverð- ari fulltrúa til að gæta hagsmuna okkar gagnvart Bretum og Hollend- ingum, heldur en hinn gamla komma, sem varð svo allt í einu latur í þokka- bót. Samninganefnd sem ekki semur heldur samþykkir, veldur undrun og er ekki heppileg til að skapa traust á stjórnvöldum eða virðingu fyrir okk- ur. Á örlagatímum skipta foringjar máli, foringjar sem leiða þjóðir til frelsis. Ekki foringjar sem endalaust leita að tryggum þjónum handa sjálf- um sér. Forsætisráðherra og málpípa hans sáu ekki ástæðu til að rýna djúpt í samþykkt hins lata snillings sem þau höfðu valið til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar og kröfðust þess að al- þingi samþykkti hana ólesna. Mál- pípa stjórnarinnar lét þó tilleiðast að leyfa nokkra fyrirvara við þessa ein- stöku samþykkt, enda kom á daginn að aldrei hafði staðið til að nota þá í alvöru. Þannig er þessi stjórn, henn- ar hagsmunir skyldu settir framar hagsmunum þjóðarinnar. Og þannig verður það því þessi stjórn er ekkert á förum. Hún hefur á bak við sig meirihluta, þann meirihluta sem kaus hana og þar innanborðs skríl þann sem barði potta, brenndi jólatré og kast- aði grjóti og skít í lög- regluna okkar, á meðan núverandi málpípa stjórnarinnar öskraði, veifaði hnefum og patað fingrum inni í þinghús- inu. Það er verulega umhugsunarvert að þessum skríl þurftu nokkrir þingmenn sálar sinnar vegna að sýna samstöðu. Foringja með vit, reynslu og áræði vantar Málpípu forsætisráðherra líður aldrei betur en þegar hún finnur sér færi til að kenna Sjálfstæðis- flokknum og því hyski sem hún telur honum tilheyra um sín leiðindi. Við sjálfstæðismenn vitum að mistök voru gerð og að við eigum hlut að þeim mistökum. Vorum hugsanlega of trúaðir á ærlegheit og í raun hafð- ir að ginningarfíflum sem og allir aðrir í stjórnkerfinu af hinu æru- verðuga Evrópusambandi Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar trúarsetti. Peningaflónin sýnast ætla að vera ósnertanleg (untouchable) eins og verið hefur lengi. Dómskerfi sem þó átti aldrei í vandræðum með sann- leikann gegn vesalingum var rekið á kaf ofan í drulluna þegar kom að hin- um ósnertanlegu. Trúarsettið og lúður þess gjóa til annarra átta þegar þau mál eru rædd. Mistök eru til að lært sé af þeim. Það ætlar hinn öskrandi þing- maður fyrrverandi og núverandi lúð- ur forsætisráðherra ekki að gera. Hann þarf ekkert að læra því að hann veit allt. Og það sem hann veit best er að Sjálfstæðisflokkurinn framleiddi heimskreppuna og ekki bara það heldur magnaði hann hana sérstaklega til handa okkur Íslend- ingum. Þið sem viljið trúa þessu skuluð bara gera það því við trú er ekkert að gera. En sá dagur kemur að það þarf alvörustjórn til að koma á reglu hér aftur. Bráðasti vandinn er þó sá hvernig hægt verður að leiða Samfylkinguna og Vinstri græna hjá frekari af- glöpum, svo hér verði eitthvað að styðjast við þegar umboði þeirra í nafni þjóðarinnar lýkur. Gloríustjórn og tíminn líður Eftir Hrólf Hraundal Hrólfur Hraundal »Bunur af þvættingi um að hér hrykki allt í gang bara við það að sækja um aðild minntu á saklaus börn að bíða eftir jólasveininum. En það lítur út fyrir að sveinki hafi gleymt pokanum heima. Höfundur rekur vélsmiðju á landsbyggðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.