Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 JÓLAGJÖFIN Í ÁR FÆST Í MIÐASÖLUM GJAFAKORT SAMBÍÓANNA James Levine; Kathleen Kim, Anna Netrebko,Ekaterina Gubanova, Kate Lindsey, Joseph Calleja, Alan Held Gusugangur í grasinu Erla Sigurðardóttir Salka bbmnn Einn sól- skinsdag eru hagamýsnar að leika sér og rekast á gamla vatns- slöngu. Í leik- gleðinni snúa mýsnar krananum og vatnið byrjar að renna mörgum til mikillar gleði; ánamaðkarnir kíkja upp úr mold- inni, trén, blómin og grasið teygja úr sér eftir langvarandi þurrka og mýsnar njóta þess að kæla sig. En svo er komið nóg af buslugangi og skrúfað fyrir kranann, sólin sest og allir sofna ánægðir eftir góðan dag. Gusugangur í grasinu er látlaus og ágætlega skrifuð saga fyrir utan einn undarlegan kafla þar sem hlut- verki vatnsslöngunnar gömlu er lýst. Þar er textinn óþarflega flók- inn og einnig fannst mér undarlegt þegar talað er um alvöruvatn en gamla slangan flutti vatn úr fjallinu og missti hlutverk sitt þegar al- vöruvatn var tengt inn í húsið, er til gervivatn? Ég hef tekið eftir að það er í tísku núna í barnabókum að skreyta textann með ýmsum uppá- tækjum, stafirnir eru hafðir í mis- munandi stærðum, gerðum og lit- um, línurnar sveigjast og beygjast, fara í hringi og eru skreyttar á ann- an hátt. Á það stundum vel við en í þessari bók hefði mátt sleppa því. Þessi læti í hinum annars meinlausa texta draga athygli frá myndunum og eiga ekki alltaf vel við þær. Það á ekki að þurfa að draga athyglina að textanum í svona fagurlega myndskreyttri bók. Kostur Erlu sem barnabókahöf- undar er augljóslega teiknihæfileiki hennar því myndskreyting bók- arinnar er til mikillar fyrirmyndar. Myndirnar eru virkilega fallegar, lifandi og skemmtilegar og börn munu njóta þess að skoða þær. Flugvélakossar Ingibjörg Vilbergsdóttir – Nancy Myer Salka bbbbm Daníel er lítill strákur sem á heima á Íslandi en á ömmu sem býr í Ameríku. Til að hittast verða þau að fljúga yfir hafið, þeim finnst gaman að hittast og það er alltaf erfitt að kveðjast. Í eitt skipti þegar Daníel saknar ömmu sinnar mikið segir mamma hans honum frá flug- vélakossunum. Til að senda flug- vélakossa finnur maður flugvél á lofti og sendir ástarkveðju með henni, fyllir lófana af kossum og blæs þeim upp í skýin um leið og hugsað er um þann sem kossana á að fá. Flugvélin ber kossana svo til viðtakanda. Daníel og amma senda hvort öðru flugvélakossa, enda er ástin þeirra á milli einstök. Flugvélakossar er mjög falleg bók sem ætti að höfða vel til yngstu kynslóðarinnar. Sagan einkennist af einlægni og hlýju og textinn er ein- faldur og skýr og auðveldur að lesa. Myndirnar eiga vel við söguna, ljúf- ar vatnslitamyndir, sem fanga ást- ina sem býr í bókinni vel. Þetta er saga sem fær lesandann til að líða vel í hjartanu og langa til að senda einhverjum kærkomnum flug- vélakossa. Arngrímur apaskott og fiðlan Kristín Arngrímsdóttir Salka bbbbn Arngrímur apaskott býr úti í skógi. Forvitni hans er vakin þegar hann heyrir stelpuna Sólrúnu, sem er í skógarferð með ömmu sinni, leika á fiðlu. Arngrímur hrífst af tónlistinni og langar að spila á fiðlu sjálfur. Hann nær fiðlunni af Sól- rúnu sem eltir apaskottið með ömmu sinni. Arngrímur stoppar elt- ingaleikinn með því að fara að spila á fiðluna, lögin sem hafa myndast í höfðina á honum, lög sem fjalla um fuglana, lækinn og sólina. Sólrún og amma hlusta á þessu fögru tóna og í lokin eru þau orðin vinir öll þrjú. Arngrímur er heillandi api og óttalega saklaus, hann langar bara svo að spila á fiðluna sem hann heyrir svo fagra tóna úr. Sagan er einföld og skemmtileg og vekur skilningarvitin; þegar Arngrímur spilar hljóðin sem hann þekkir svo vel heyrir lesandinn þau líka. Myndir Kristínar eru litskrúðugar og líflegar svo augað getur ekki annað en dregist að þeim. Í Arngrími apaskotti skapar Kristín skemmtilegan heim fyrir augu og eyru sem allir krakkar ættu að geta glaðst yfir. Lubbi finnur málbein: Íslensku málhljóðin sýnd og sungin Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir Mál og menning bbbbb Íslensku mál- hljóðin eru tekin fyrir í Lubbi finnur málbein. Eins og segir á bókarkápunni er hvert málhljóð kynnt með stuttri sögu, vísu eftir Þórarin Eld- járn og myndum eftir Freydísi Kristjánsdóttur. Á geisladiski sem fylgir bókinni syngja börn úr Skóla- kór Kársness allar málhljóðavísur Þórarins við alþekkt lög. Bókin er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldr- inum tveggja til sjö ára og eru höf- undar hennar, Eyrún og Þóra, tal- meinafræðingar og hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. Bókin nýtist bæði börnum sem glíma við erfiðleika í máltöku og hinum sem læra málið án vandkvæða, hún leggur góðan grunn að lestrarnámi og stuðlar að auðugri orðaforða og ýtir undir skýrari framburð. Mikið er lagt í þessa bók sem er flott og fræðandi í alla staði. Snið- ugt er hvernig hvert hljóð er sett fram í vísu og texta, einnig er sýnt hvernig það er táknað með hreyf- ingu og hljóðstöðumynd þess. Myndskreytingarnar gera mikið fyrir bókina, líflegar og litaglaðar myndir sem ættu að heilla alla krakka. Á geisladiskinum sem fylgir með heyrist hvernig hljóðin eru borin fram. En það má ekki bara læra af diskinum því hann er líka skemmti- legur á að hlusta. Lubbi finnur málbein er vandað verk og glæsilegt og ætti að vekja athygli allra krakka sem og for- eldra þeirra á stöfunum og mál- hljóðunum. Þetta er bók sem á eftir að lifa lengi og vera mörgum lær- dómsfúsum unganum til gagns og gamans. Hver er sterkastur? Mario Ramos – íslensk þýðing Guðrún Vilmundardóttir Bjartur bbbmn Hver er sterkastur? er fyndin saga um hégómlegan úlf með lítið hjarta. Úlfurinn fer í göngutúr um skóginn og spyr alla sem hann mætir hver sé sterkastur og auðvitað þorir enginn að svara hon- um öðruvísi en það sé hann, því all- ir eru hræddir við úlfinn. Eða hvað? Sjálfsálitið vex hjá úlfinum með hverju jáyrði sem hann fær og lítur hann orðið á sig sem ógnvald skóg- arins, mestan og bestan. Svo hittir hann lítinn drekaunga sem er ekk- ert hræddur við úlfinn enda á hann miklu stærri og sterkari mömmu. Úlfurinn er nú ekki sáttur við það en drekaunginn stendur við sitt svar og þegar mamman birtist sér úlfurinn að hann er bara lítill ljúf- lingsúlfur. Þetta er önnur bók Ramos um úlfinn sem er þýdd yfir á íslensku og eins og fyrri bókin er þessi snið- ug og skemmtileg. Úlfurinn er svo ægilega vitlaus og ná einfaldar myndir Ramos algjörlega að fanga það. Fullorðnir geta ekki annað en skellt upp úr þegar þeir lesa um úlfinn og krakkar á öllum aldri ættu að hafa gaman af honum. Arngrímur Skemmtilegt apaskott sem heillast af fiðluleik Sólrúnar. Barnabækur Ingveldur Geirsdóttir | ingveldur@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar barnabækur, íslenskar og þýddar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.