Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 44
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 355. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heitast -1°C | Kaldast -8°C N 8-15 m/s, og sums staðar hvassar vind- hviður SA-lands. Létt- skýjað á S- og V-landi, en annars él. »10 Myndin Old Dogs er þynnkulegir hálf- brandarar og mis- lukkaðir aulabrand- arar og lítill gleðigjafi. »38 KVIKMYNDIR» Lélegir hundar FLUGAN» Flögraði á tvenna tónleika og í bíó. »36 Sigur í tapleik eftir Einar Má er merk og vel gerð heimild- armynd sem ætti að vera til á hverju heimili. »40 KVIKMYNDIR» Vel gerð mynd TÓNLIST» Áhugaverð bossa nova- plata hjá Jussanam. »37 TÓNLIST» Seabear og múm léku í Iðnó. »40 Menning VEÐUR» 1. Brittany Murphy látin 2. Fimm barna faðir í háskólanámi 3. Handtekinn að lokinni eftirför 4. Skemmdir vegna óveðurs í Eyjum »MEST LESIÐ Á mbl.is  Miklar og heitar umræður voru á Alþingi á laugar- dagskvöld og fram eftir nóttu. Ein- hver næturgalsi var kominn í þing- heim er Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, gerði athugasemd við orða- lag Tryggva Þórs Herbertssonar alþingismanns. Talaði hann um „eitt lítið djók“ þegar hann lýsti málflutn- ingi stjórnarliðans og varaþing- mannsins Önnu Pálu Sverrisdóttur. Þingforseti minnti þingmanninn á að menn töluðu íslensku í þingsal. Þetta var raunar í annað sinn sem Ásta Ragnheiður gerði athugasemd við ræðu Tryggva Þórs. Skömmu áð- ur hafði hann sagt „hún“ þegar hann átti að segja háttvirtur þingmaður. Vissara að gæta orða sinna á þingi. STJÓRNMÁL Bannað að segja „djók“ í sölum Alþingis  „Ég er einfald- lega að þiggja boð forráðamanna Rhein-Neckar Löwen um að sjá leik með liðinu, boð sem ég fékk þegar félagið gekk frá kaupum á Snorra Steini Guðjónssyni frá GOG í haust. Boðið hef ég ekki getað þekkst fyrr sökum anna,“ seg- ir Guðmundur Þórður Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik og þjálfari danska liðsins GOG, um væntanlega heim- sókn sína til þýska stórliðsins Rhein- Neckar Löwen. Guðmundur Þórður verður gestur á heimaleik liðsins við Düsseldorf í Mannheim annað kvöld. Löwen hefur þrjá íslenska hand- knattleiksmenn á sínum snærum og gerði nýverið samning við þann fjórða fyrir næsta keppnistímabil. HANDKNATTLEIKUR Guðmundur Þórður gestur Rhein-Neckar Löwen  Milljónamæring- arnir verða með dansleik annan í jólum á Hótel Sögu. Bogomil Font verður í framlín- unni sem fyrr en hljómsveitin fær einnig til sín góða gesti; Raggi Bjarna syngur nokkur lög sem og látúnsbarkinn Bjarni Arason. Annars skipa sveitina Stein- grímur Guðmundsson sem leikur á trommur, Kjartan Valdimarsson á píanó, Birgir Bragason á bassa og blásaradúettinn Jóel Pálsson og Einar Jónsson. TÓNLIST Milljónamæringarnir taka við sér á jólunum SÓLHVÖRF vetrar verða í dag kl. 17.47 og er sól þá lengst til suðurs á himninum. Við sólhvörfin tekur hún að færast í norður og dagana lengir. Morgundagurinn verður af þessum sökum um níu sekúndum lengri en dagurinn í dag sem er stysti dagur ársins, fjórar stundir og níu mín- útur. Í framhaldinu mun daginn lengja í stærri skrefum frá degi til dags þar til hann verður rúm 21 stund við sumarsólhvörf. Vetrarsólhvörf verða klukkan 17.47 í dag Daginn tekur að lengja á ný Morgunblaðið/Árni Sæberg ARNBJÖRN Kristinsson hef- ur rekið bókaút- gáfuna Setberg í áratugi og síð- ustu sjö árin hef- ur hann einbeitt sér að útgáfu barnabóka. Ár hvert koma út 20-30 titlar hjá Setbergi og segir Arnbjörn það ganga ágætlega, barnabækur seljist allt árið um kring. Arnbjörn sat í 52 ár í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda og lenti í útistöðum við Ragnar í Smára árið 1955. | 35 Einbeitir sér að barnabókum Arnbjörn Kristinsson Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is MATTEO Wullschleger er sextán ára gamall svissneskur skiptinemi við Menntaskólann á Akureyri. Hann mun eyða jólum og áramótum á Íslandi, fjarri fjölskyldu og heima- högum í bænum Zofingen í norð- anverðu Sviss. Þrátt fyrir að hafa aðeins verið um fjóra mánuði hér á landi talar Matteo mjög góða ís- lensku en hann hafði áður lært nokkra grunnfrasa í málinu. Hann segist ánægður hér og hlakkar til að upplifa íslensk jól. „Ég er mjög spenntur að vera hérna um jólin og upplifa hvernig þau eru í öðru landi og hvernig Ís- lendingar halda jólin,“ segir Matteo og kveður jólin mun viðameiri hátíð hér en í heimalandi sínu. Hann seg- ist ekki hafa smakkað mikið af ís- lenskum jólamat ennþá en segir að sér líki hann vel. „Ég er búinn að smakka hangikjöt sem mér finnst mjög gott.“ Þá segist hann hafa bragðað hvalkjöt í fyrsta sinn hér og líkað vel. Matteo segist munu einbeita sér að því að upplifa jól á íslenska vísu og heldur ekki fast við svissneska jólasiði. Þó ætlar hann að baka svissneskar smákökur og deila með heimamönnum. „Ég sakna fjöl- skyldu minnar en það er allt í lagi, þetta er ekki svo langur tími,“ segir Matteo en hann heldur heim í júní. Hann segist gjarna vilja stunda frekara nám hér á landi og jafnvel setjast hér að í einhvern tíma. „Ég er ekki búinn að ákveða neitt en ég get vel hugsað mér að búa hérna.“ Hátíðir að heiman  Matteo er skiptinemi frá Sviss sem eyðir jólum á Íslandi  Hyggst kynna heimamönnum svissneskan jólabakstur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Matteo Jólin eru að sögn Matteos mun viðameiri hér en heima í Sviss. Í HNOTSKURN » Sem barn las Matteo bæk-ur Astridar Lindgren og kveiktu þær áhuga hans á Norðurlöndunum. Leiddi sá áhugi til þess að hann heill- aðist af Íslandi. » Matteo er hér á landi ávegum fræðslusamtak- anna AFS. Á þeirra snærum eru nú 40 erlendir skiptinem- ar hér á landi frá um 30 lönd- um og íslenskir skiptinemar erlendis eru tæplega 80 í um 25 löndum. SÍÐAN jólaverslunin hófst af full- um krafti hefur talsvert borið á þjófnaði úr verslunum eða þjófnaðartilraunum. Þótt tilkynn- ingar um búðahnupl séu ámóta margar og í fyrra hefur orðið mikil aukning frá 2007. Til að bregðast við þessu eru verslanir með meiri viðbúnað, ráða fleiri öryggisverði, bæði einkennis- og óeinkennis- klædda, og upplýsa starfsfólk sitt betur. Talið er að rýrnun í versl- unum landsins vegna þjófnaða nemi 5-6 milljörðum árlega. | 12 Búðahnupl eykst í jólaversluninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.