Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 29
Ég kynntist Hrafni vini mínum, eða Krumma, eins og við vorum vön að kalla hann, hjá Félagsmálastofn- un Kópavogs, 1986 þegar ég hóf starf þar. Á þessum vinnustað kynntist ég litríkum og afar skemmtilegum hópi fólks. Félagsþjónusta í bæjarfélag- inu var í örri þróun á þessum tíma og óvenjumikið um ýmiskonar ný- breytni og nýsköpun sem Krummi átti stóran þátt í að móta. Eitt af þeim mörgu verkefnum sem hann stofnaði ásamt Ásdísi Skúladóttur var langt á undan sinni samtíð. Þetta var Hananú en það verkefni endur- speglaði ágætlegu viðhorf hans. Krumma var umhugað um að brjóta niður ósýnilega múra milli kynslóða og milli fatlaðra og ófatlaðra og að fólk tæki sjálft þátt í að móta eigið umhverfi og hafa það skemmtilegt saman. Það var fátt sem hugsjónamaður- inn Krummi hafði ekki áhuga og skoðanir á. Um það vitnar mikill fjöldi dagblaðsgreina sem hann skrifaði í gegnum árin um hin fjöl- breyttustu þjóðarfélagsmál svo sem réttindamál aldraðra og fatlaðra, verndaða vinnustaði, fötluð ung- menni, heilbrigðismál aldraðra, at- vinnumál, atvinnuþróun, jafnréttis- mál, lífeyrissjóðsmál, efnahagsmál og stjórnmál. Síðustu æviárin dvaldi Krummi á hjúkrunarheimili aldraðra í Sunnu- hlíð og tók virkan þátt í félagsstarf- inu þar meðan heilsan entist. Hann brá ekki út af venju og átti frum- kvæði að því að setja af stað nýjung- ar. Þannig setti hann upp ljóðasýn- ingu með eigin frumsömdum ljóðum. Hann átti heiðurinn af því að koma á vikulegum samsöng íbúa og aðstand- enda þeirra. Krummi var raunar mikill tónlistaráhugamaður og vel að sér í tónlistarfræðum. Ein af ánægjulegustu stundum mínum með Krumma var þegar við fórum á tón- leika Gunnars Kvaran þar sem við fengum tækifæri til að upplifa og hugleiða hinar áhrifamiklu sellósvít- ur Bachs. Lífsviðhorf Krumma koma vel fram í þeim hugmyndum og verkefn- um sem hann mótaði, sem fólst í því að fólk ætti að taka virkan þátt í að móta samfélagið, það ætti að bjóða viðteknum viðhorfum birginn, berj- ast fyrir hagsmunum þeirra sem ættu undir högg að sækja en jafn- framt að njóta tilverunnar. Þessi við- horf endurspegluðu lífsstarf Krumma. Blessuð sé minning góðs vinar. Ég færi Ester og dætrum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ómar H. Kristmundsson. Við „Krummi garmurinn“ eins og Hrafn Sæmundsson kallaði sig stundum unnum mörg ár hjá Fé- lagsþjónustu Kópavogs. Krummi var hugmyndasmiður félagsstarfsins þar sem minn starfsvettvangur var og einnig minn ráðgjafi og styrkur á viðsjálum stundum. Hann var mað- urinn sem gat og þorði að segja það sem hann meinti og hræddist ekki gangrýni þó á stundum væri sann- leikur hans ærið beittur. Honum tókst að vekja marga sam- ferðamennina til umhugsunar hvað betur mætti fara í öldrunarmálum og reyndar samfélagsmálum. Hann trúði því og vissi að peningar eru nauðsynlegir en félagsleg heilsa er ekki síður lífsgæði. Kímni hans var við brugðið svo sem tilsvör hans um heilsuna sem var afar léleg til margra ára að hún væri „andstyggi- lega góð núna“ og í einum af mörgum skrifunum segir hann: „Staðan er sem sagt: Linnulausar kvalir. Sólar- hringsþjónusta og ég get ekki lengur setið við tölvuna nema stutta stund. Ég er samt galfrískur.Vantar bara varahluti!“ Sárþjáður er hugur hans fullur af hugsjónum og hugmyndum hvernig aldraðir megi öðlast virð- ingu og sjálfstæði. Hann þoldi ekki að það að verða aldraður samkvæmt lögum væri ávísun á útskúfun úr samfélagi manna og þá ættu allir að vera eins. Hann sá fyrir sér einstaklinga með ólíkar væntingar, hæfileika og til- finningar á meðan lífneistinn og heilsan væru til staðar. Þvílíkur frumkvöðull var þessi al- þýðuhetja að mótbyrinn sem hann fékk braut hann ekki, heldur herti hans ríku réttlætiskennd og efldi hann til dáða. Hrafn var, eins og krummi nafni hans, dökkur á brún og brá. Hann var athugull og hans sjóðnæmu gáf- ur voru á vaktinni við öll tækifæri. Hann var tilfinningavera þótt hann gæti virkað hrjúfur á stundum. Dökk, athugul augu hans voru afar næm á hnökra samfélagsins. Þessi vinur í raun var félagsmálatröll, fast- ur fyrir og náði árangri með vits- munalegri yfirvegun og þolinmæði. Krummi var mjög góður penni og hann skilur eftir sig margar athygl- isverðar blaðagreinar. Einnig var hann ljóðelskur og eftir hann liggja mörg ljóð. Hann sendi vinum sínum ljóð á jólum og er ég svo heppin að hafa varðveitt mínar jólaóskir frá Krumma. Í ljóðinu Vetrarþokan seg- ir hann: Hún grét. Og hryggð hennar lagðist yfir dalinn. Og þegar vorsólin gægðist yfir fjallsbrúnina voru örlög hennar ráðin. Þá vissu sölt tárin á nýgræðingnum að vetrarþokan elskar aðeins einu sinni. Um þennan hugsuð væri hægt að skrifa heila bók en hér var aðeins hugmyndin að kveðja hann og þakka honum alla hans handleiðslu, upp- örvun og styrk sem hann veitti mér á meðan hann gat. Hrafn Sæmundsson á ríkan þátt í því að félagsstarf aldraðra í Kópa- vogi veitir þeim er það stunda ríku- leg lífsgæði. Lífsgæði sem verða ekki metin til fjár vegna þess að þau eru ómetanleg. Ég kveð þennan vin minn með djúpri þökk og virðingu. Ég votta þér Ester mín, dætrum ykkar og fjölskyldum þeirra svo og öðrum syrgjendum mína dýpstu samúð. Góða ferð Krummi minn og ég vona að vistaskiptin verði þér bærileg. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Við kölluðum þig Krumma, sam- starfsfélagann og vininn sem með svo ómótstæðilegum og áberandi hætti mótaði vinnuumhverfi okkar, viðhorf og samskipti. Þú varst einn af þeim, sem án þess að hafa nokkuð fyrir því láta manni líða vel, þú gafst manni þessa þægilegu tilfinningu að maður skipti máli, væri jafnvel mjög mikilvægur. Ég kynntist þér árið 1991. Ég var nýr starfsmaður, þú eldri og reyndari. Þú sýndir mér áhuga og ljúfmennsku og virðing þín var sönn. Það var auðvelt að endur- gjalda slíka framkomu. Við urðum góðir vinir þar sem ekkert var svo viðkvæmt að ekki væri hægt að ræða það. Ég fann líka hversu mikilvægt það var fyrir þig að koma fram af hreinskilni. Ef eitthvað lá þér á hjarta, þá léstu vita af því. Hvort sem það var þægilegt eða ekki. Þú varst í eðli þínu rólyndur maður, ég sá þig aldrei skipta skapi. Oft varstu hugsi en þó oftast ræðinn og glettinn, orð- heppinn og skemmtilegur. Þú varst eiginlega gallalaus, svona í minning- unni. Ímyndin er ljóslifandi. Þú varst alltaf starfandi, komst til vinnu ótrú- lega snemma hvern dag, hefðir getað farið upp úr hádegi. En það var þér víðs fjarri. Starfið var þér svo kært, krafturinn óþrjótandi og hugurinn frjór. Þú komst með óteljandi frá- bærar hugmyndir sem margar hverjar urðu kveikjan að marg- breytilegri starfsemi Félagsþjónust- unnar, sem þú sýndir slíkt trygg- lyndi að eftir var tekið. Sérstaklega var þér annt um starfsemi í þágu fatlaðra einstaklinga og ekki síður þjónustu við aldraða. Þú stofnaðir Hana-nú hópinn, lagðir grunn að hugmyndafræði félagsstarfsins og samdir greinar og ljóð. Í verkum þín- um lagðir þú áherslu á nýbreytni og frelsi og hafðir illan bifur á forsjár- hyggju. Þú vildir vinna með fólki, en ekki fyrir það. Þú vildir breyta fé- lagslegri ásýnd ellinnar, hugtakið „áhyggjulaust ævikvöld“ ætti ekki að vera til sagðir þú. Aldraðir ættu að vera virkir og virtir. Þú naust þín í vinnu og samstarf þitt, Sigurbjargar Björgvinsdóttur og Ásdísar Skúla- dóttur ól af sér endalausar tilraunir sem margar hverjar urðu undirstöð- ur í framgangi félagsstarfs aldraðra og eru enn að mótast. Síðustu ár þín barðist þú við veik- indi sem nú hafa lagt þig að velli. Okkur vinnufélögum þínum leyndist ekki hversu oft þú varst sárþjáður, ekki síst þegar dró að starfslokum þínum árið 2000. En þú kvartaðir ekki, sagðir frekar að þú værir svo „helv. hamingjusamur“ að það hálfa væri nóg. Þú gafst okkur tækifæri til að njóta starfskrafta þinna miklu lengur en hægt var að ætlast til. Minn ágæti Krummi, ég vil þakka þér samstarfsár okkar, heilræðin og hvatningu og þolinmæðina sem þú sýndir þegar þér fannst málin ekki ganga eins hratt fyrir sig og þú vild- ir. Ég minnist nú með hlýju þeirrar stundar þegar Félagsþjónustunni gafst tækifæri til að heiðra þig fyrir frábær störf fyrir Kópavogsbæ. Þú hafðir svo sannarlega unnið til þess. Ég vil með þessum orðum kveðja þig fyrir hönd stofnunarinnar. Ég votta fjölskyldu Hrafns dýpstu samúð. Aðalsteinn Sigfússon. Þá er Krummi garmurinn, eins og hann gjarnan nefndi sig, allur. Eitt af gullkornum hans var: „Að eignast nýjan vinnufélaga er eins og að fá nýja bók í jólagjöf“. Þessu viðhorfi fengum við að kynnast þegar við hóf- um störf hjá Kópavogsbæ fyrir fleiri árum en við kærum okkur um að muna. Að eigin sögn var það „aldrei neitt sérstakt markmið hjá honum að vera leiðinlegur“ og hann sagði oft stundarhátt, þegar hann kom inn á kaffistofuna „þetta er nú meiri hel- vítis hamingjan“. Þetta átti sérstak- lega við ef þar voru fyrir nokkrar fóstrur (eins og leikskólakennarar kölluðust þá). Ógleymanlegt var þeg- ar hann sótti um aukaaðild að Fóstruvinafélaginu þar sem hann taldi sig vera þungt haldinn af „nega- tívri fóstrufóbíu“ og það gæti læknað hann af einkennunum. Krummi var heimspekingur af Guðs náð og mikill mannvinur. Baráttu- og hugsjóna- maður og óeigingjarn á tíma í þágu þeirra málefna sem hann tók að sér eða hafði áhuga á. Hann var róttæk- ur og mikill húmoristi. Maður verður ríkari í andanum og betri manneskja af því að kynnast sumum samferð- armönnum sínum. Hann Krummi garmurinn okkar var einn af þeim. Hann hefur gert lífið blæbrigða- ríkara í okkar augum og hann hefur kennt okkur að sjá spaugilegu hlið- arnar á því sorglega og sorglegu hliðarnar á því spaugilega. Elsku Krummi, takk fyrir að hafa verið til og verið eins og þú varst. Anna Karen Ásgeirsdóttir og Sesselja Hauksdóttir. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Umhverfi Þjórsár blasir við frá bú- staðnum sem fjölskyldan hafði reist af svo miklum myndarbrag. Bústað- urinn var annað heimili þeirra Egils og Guffýjar. Egill og fjölskyldan öll tók miklu ástfóstri við land Gnúp- verja. Það var kaldhæðni örlaganna að Egill áréttaði nokkrum klukku- stundum fyrir andlátið að þegar kallið kæmi vildi hann verða greftr- aður í kirkjugarði Stóra Núps þar í sveit. Í dag kveðjum við góðan vin með sárum söknuði. Megi Guffý, Hildur Björg, Ari og Bessi öðlast styrk til að takast á við sorgina sem býr í hjörtum þeirra. Anna Inger, Matthías og Margrét Eydal. Í dag er kvaddur Egill Egilsson, móðurbróðir minn og góður frændi, aðeins 67 ára að aldri. Egill var einn sá fyndnasti og skemmtilegasti maður sem ég hef um ævina kynnst. Ég minnist tímans þegar ég var lítil telpa hjá ömmu og afa heima í Hlé- skógum, þá var sko gaman að vera til og Egill frændi alltaf tilbúinn að finna upp á einhverju fyndnu, oft var uppátækjasemin með afbrigðum skemmtileg og hann ávallt tilbúinn að láta athöfn fylgja orðum. Það var einhverju sinni, þegar bú- ið var að heyja niðri á túni og verið var að keyra heysáturnar heim, að Egill ákvað að ég skyldi fá að vera við stýrið á Willysnum hans afa, fimm ára telpuhnokki sem náði ekki niður á bensíngjöfina, hvað þá nógu há í loftinu til að sjá út um fram- rúðuna á bílnum, en hann leysti það á farsælan hátt, skrúfaði niður bíl- stjórarúðuna svo ég heyrði til hans þegar hann gaf fyrirmæli um í hvaða átt skyldi beygja, sjálfur sat hann svo í heyvagninum aftan í jeppanum og hafði gaman af. Frændi tók af mér loforð, ég mátti alls ekki segja afa frá, þá fengi hann skammir, en auðvitað hljóp sú stutta beint í fangið á afa stolt og ánægð með að hafa fengið að keyra, svona voru nú prakkarastrikin í þá daga. Egill brá sér í gervi ýmissa per- sóna í sveitinni sjálfum sér og öðr- um til skemmtunar. Á ættarmótum og öðrum samkomum hreif hann alla með sér með sínum smitandi hlátri og gríni, návist hans var þægileg og án allrar tilgerðar. Egill minn, kæri frændi, nú skilur leiðir og þú hefur farið á fund ást- vina þinna sem áður kvöddu, ég þakka þér hjartahlýju og góðvild alla tíð, Guð geymi þig. Elsku Guðfinna, Egill er farinn frá okkur en hann skildi okkur ekki eftir tómhent og ein, hann skildi eft- ir minningar og fjársjóð sem er í börnunum ykkar. Kom vornótt og syng þitt barn í blund. Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund. Ég þrái þig. Breið þú húmsins mjúku vernd- arvængi, væra nótt yfir mig. Þú, draumljúfa nótt fær mér þinn frið, firr þú mig dagsins háreysti og klið, ó, kom þú fljótt. Elfur tímans áfram rennur, ennþá hjartasárið brennur. Skapanorn, ó gef mér stundargrið! Kom ljúfa nótt, sigra sorg og harm, svæf mig við þinn barm, svæf glaumsins klið og gef mér frið. Góða nótt. (Jón frá Ljárskógum) Kveðja frá frænku, Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Besti vinur okkar, Egill Egilsson, er látinn. Horfinn er óbrigðull vinur sem fylgt hefur okkur í áratugi, jafnt í gegnum erfiðleika sem á gleðistundum. Við gátum sett traust okkar á Egil hvernig sem á stóð og leitað til hans með hvað eina og fundið stuðning. Vinátta hans var alltaf einlæg, hlý og hreinskiptin. Hans verður sárt saknað og skarð það sem nú er hoggið í vinahópinn verður ekki fyllt. Egill hafði til að bera marga góða eiginleika en minningunni er næst glaðværð hans og sívökul kímni, sem hæfði vel fé- lagslyndi hans og ríkri samkennd með öllum mönnum. Egill hafði yndi af að skemmta fólki og var þá óspar á skáldgáfur sínar. Hann var mjög frumlegur maður og batt ekki hugs- un sína í fyrirfram ákveðna ferla en kom á óvart með efnistök og fram- setningu. Hann hafði auga fyrir sér- kennum í fari fólks og látbragði, hermdi græskulaust eftir hverjum sem var. Stundum hafði hann und- irbúið skemmtanir sínar, ræður, ljóð og tónlist, en hann naut sín ekki síð- ur þegar hann var óvænt beðinn að gleðja viðstadda. Hann var hafsjór sagna, en hann átti líka til að semja sögur á staðnum og lét þá oft fjúka í kviðlingum frumsömdum. Hann var hagmæltur og verða afköst hans ekki mæld í einstaka vísum heldur bálkum og ljóðaflokkum, sem hann skemmti sér við að semja, oft um- beðinn af ýmsum tilefnum. Margar tækifærisræður hans eru ógleyman- legar perlur þar sem fyndnin undir- strikaði alvarlegan undirtón. Egill var skapmaður, tilfinningaríkur en sjaldnast þungur. Hann hafði oft áhyggjur af umhverfismálum en einkum aðförinni að náttúru lands- ins. Umfjöllun um þau hjartansmál sín tókst Agli að færa í slíkan bún- ing að eftir var tekið. Egill og Guð- finna voru höfðingjar heim að sækja og dýrmætar eru minningar okkar um þær ótal samverustundir sem við höfum átt með þeim, sunnan og norðan heiða og á ferðum okkar er- lendis.Við höfum misst mikinn gleði- gjafa og tryggan vin en þeir nán- ustu sannan fjölskylduföður. Guðfinna og Egill voru ástvinir og einstakir félagar í meira en fjörutíu ár. Hennar missir er mestur. Við vottum Guðfinnu okkar, Hildi, Ara og Bessa okkar dýpstu samúð. Álfheiður og Vilhjálmur. „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld. …“ (Bólu-Hjálmar.) Við ökum upp Skeiðin í stefnu á Heklu. Þorsteinn þekkir hverja þúfu og óvíða finnst honum fallegra. Tilhlökkun er efst í huga. Ein af bestu stundum ársins er í vændum. Þegar bíllinn kemur í hlað í Hell- holti birtist rauðbirkinn maður með glettni í augum og spaugsyrði á vörum. Inni fyrir er hlýleg og bros- mild kona hans, snillingur í mat- argerð. Egill og Guðfinna, Guðfinna og Egill. En nú hefur dregið ský fyrir sólu við Heklu. Genginn er drengur góð- ur, þéttur á velli og þéttur í lund, tryggur vinur vina sinna. Missirinn minnir okkur á feigðina, en við mun- um samt áfram kankvísina í aug- unum. Dauðinn kom aftan að okkur og hreif hann burt úr fagnaði góðra vina, en þannig hefði hann kannski einmitt viljað deyja. Egill var sterkur og eftirminni- legur persónuleiki, opinn og hrein- skiptinn. Eins og títt er um slíka menn var hann ekki allra. Þorsteinn kynntist honum á námsárum þeirra. Fjölþættar gáfur hans leyndu sér ekki; hvort sem rætt var um stjórn- mál eða tónlist, kveðskap eða bú- skap, vísindi eða fræði var Egill með á nótunum. Og þegar hann bast Guðfinnu varð til öflug heild þar sem hvort um sig hélt þó fullveldi sínu. Sigrún kynntist þeim líka á þessum árum, en þær Guðfinna höfðu þekkst áður í sumarvinnu á menntaskólaárunum. Þegar við hjónin tókum saman efldist vinátta okkar fjögurra smám saman; þann- ig verða sterkustu jurtirnar til. Rúm tíu ár eru liðin síðan þau hjónin efndu til árlegra vinafunda okkar við Heklu á útmánuðum, ásamt Álfheiði og Villa. Þar var gott að sitja og dást að drottningu eld- fjallanna í vetrarskrúða eða hlusta á bylinn fyrir utan. Hlýja gestgjaf- anna yfirgnæfði allan ytri kulda; orðsnilld og sögubrunnur Egils ásamt veislumat Guðfinnu féllu í einn farveg sannrar lífsgleði, þar sem gaman og alvara tvinnaðist saman. Enn styrktust vináttuböndin þeg- ar við fórum fjögur í ferð með breska skemmtiferðaskipinu Victo- ríu um austurhluta Miðjarðarhafs haustið 2000. Varla getur þægilegri ferðafélaga en Egil og Guðfinnu. Við gengum inn í „kvöldverðarleik- rit“ Bretanna í tilheyrandi búning- um og látbragðsleik eins og við hefðum aldrei gert annað, en dag- arnir voru helgaðir því sem fyrir augun bar; um það var skrafað og skeggrætt, spaugað og spjallað. Egill Egilsson var hugsjónamað- ur. Hann elskaði land sitt, sögu þess og sögur. Á fundi íslenska hópsins í Victoríu flutti hann sagnaskemmtun og fór á kostum. Þegar Norðlend- ingurinn Egill settist að á Suður- landi tók hann strax að rækta þar brennandi hugsjónir sínar. Hann hafði yfirvegaðar og rökstuddar skoðanir á umhverfi og virkjunum á Suðurlandi og var alltaf reiðubúinn að ræða alla kosti. Vitrir menn hafa sagt að vinar- missir sé eins og að missa hluta af sjálfum sér. Þess konar maður var SJÁ SÍÐU 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.