Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Eldspýtur og kveikjarar eru ekki barna meðfæri. Staðsetjið kveikjara og eldspýtur ávallt þar sem börn ná ekki til. Til eru kveikjarar með barnalæsingum sem eiga að koma í veg fyrir að börn geti kveikt á þeim Munið að slökkva á kertunum ÞEGAR starfsfólki og heimilisfólki á Hulduhlíð, dvalarheimili aldraðra á Eskifirði, var sagt að ekkert jólatré yrði sett upp við heimilið fyrir jólin trúði það ekki sínum eig- in eyrum en uppsetning jólatrés hafði verið skemmtileg hefð und- anfarin 20 ár. Starfsfólkið ákvað þá að grípa til sinna ráða og fór svo að Skógrækt ríkisins gaf Hulduhlíð tré og BYKO á Reyðarfirði gaf öll ljós- in. Starfsfólkið sá svo um að setja upp tréð og skrautið með dyggri aðstoð maka sinna og gat heim- ilisfólkið því tekið gleði sína á ný. Björguðu jólum heim- ilisfólksins Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Jólatré Nokkrar starfskonur Hulduhlíðar, ásamt börnum, við jólatréð góða. Eftir Sigurð Aðalsteinsson Egilsstaðir | „Við vorum búin að leita að húsnæði undir starfsemina í nokkra mánuði og vorum mjög ánægð með að finna þetta og fengum það afhent 1. nóvember. Síðan hafa staðið yfir lagfæringar á húsinu og það sniðið að okkar starfi,“ sagði Peter en húsnæðið er þar sem apó- tekið var til húsa þar til það var flutt nú á haustdögum. Húsið byggðu Hjálmar Jóelsson og Erla Salómons- dóttir við Lagarás fyrir 30 árum og þar hefur verið rekið apótek allar götur síðan og apótekarinn bjó lengst af á efri hæðinni. „Það var nauðsynlegt að hafa líka stað á Egilsstöðum fyrir helgihaldið. Það er miðsvæðis auk þess sem erfitt getur verið að fara yfir Fagradalinn um vetrartímann. Við höfðum fyrir litla kirkju á Kollaleiru við Reyðar- fjörð. Þar eru þrír munkar sem einn- ig eru prestar. Hér á Egilsstöðum verða að staðaldri tvær systur, systir Selestina og systir Benedette. Það verða messur í húsinu alla sunnu- daga og suma virka daga einnig, ásamt barna- og fermingarfræðslu. Í fyrradag þegar ég kom austur var vont veður og erfitt að fara yfir Fagradalinn en Guð var með okkur og við nutum hjálpar hjálpsamra vegfarenda, svo það er gott að koma nú upp þessarri aðstöðu hér á Egils- stöðum, ferðir yfir vetrartímann geta verið torsóttar,“ sagði afmælis- barnið biskup Peter sem er á þriðja starfsári sínu hér á Íslandi en vígsl- an fór einmitt fram á afmælisdegi hans. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Gleðistund Biskupinn Peter Bürcher ásamt prestlærðu munkunum frá Kollaleiru og systrum sem dvelja munu á Egilsstöðum fyrir altarinu í kapellu kaþólskra við Lagarás á Egilsstöðum. Hús undir helgihaldið Biskup kaþólskra á Íslandi, Peter Bürcher, vígði í gær kapellu kaþólskra og nunnuklaustur á Egilsstöðum KANADÍSKI þingmaðurinn Carol- yn Bennett hefur farið þess á leit við heilbrigðisráðherra landsins að sett- ar verði reglur um hjálpartæki ástarlífsins með tilliti til þeirra efna sem notuð eru í plastinu í þeim. Áhyggjur Bennett beinast fyrst og fremst gegn efnasambandinu bisphenol A en þar fer svonefndur hormónaspillir sem rannsóknir benda til að geti haft skaðleg áhrif á hormónastarfsemi líkamans. Kanadamenn hafa þegar bannað notkun efnisins í drykkjarpelum fyr- ir ungabörn og telur Bennett rétt að sömu reglur gildi um hjálpartæki ástarlífsins og leikföng. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðið er efnið talið trufla estrógenáhrif í fólki, röskun sem talin er geta haft víðtæk áhrif. Viðkvæmasta æviskeiðið er talið vera fósturstigið og fyrsta æviárið. Varasöm hjálpartæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.