Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. N B Ih f. (L an d sb an ki n n) ,k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M /S ÍA /N M 39 89 1 JÓLALEGT er um að litast í Wash- ington og er garðurinn við Hvíta húsið sem kenndur er við rósir nú þakinn snjó eftir óvenjulegt fann- fergi á austurströnd Bandaríkjanna. Fregnir hafa borist af hátt í 60 sm djúpum snjó og hafa ríkisstjórar í nokkrum ríkjum og borgarstjórar lýst yfir neyðarástandi, meðal ann- ars í Virginíu þar sem 500 manns leituðu í neyðarskýli í gær. Minnst fimm hafa farist í hríðinni vestanhafs, en þetta er mesti snjó- bylur á austurströndinni í áratugi. Hætt var við 1.200 áætlunarflug vegna veðursins, meðal annars frá Reagan-alþjóðaflugvellinum í Wash- ington þar sem 40 sm af snjó féllu á laugardag. Það er mesta fannfergi á einum degi í desember frá því að mælingar hófust árið 1885. Miklar vetrarhörkur voru einnig víða í Evrópu um helgina en talið er að minnst 19 hafi týnt lífi. Þar af frusu 15 í hel í Póllandi. Þá féllu ferðir Eurostar-lestarinnar undir Ermarsund niður í dag en bilun á föstudag setti þær úr skorðum. Reuters SNJÓNUM KYNGIR NIÐUR STJÓRN Mahmouds Ah- madinejads Íransforseta er í viðbragðsstöðu vegna fyrirhug- aðra minningar- athafna vegna dauða klerksins Hoseyn Ali Montazeri, sem féll frá á laugar- dag. Montazeri gagnrýndi stjórnina opinberlega og lét meðal annars hafa eftir sér að stjórnkerfið kynni að riða til falls eftir mótmælin fjöl- mennu gegn meintu svindli í for- setakosningunum í sumar. Hann var einn að feðrum írönsku byltingarinnar árið 1979 en gerðist síðan gagnrýninn á kerfið sem hann taldi hafa þróast út í einræði í nafni íslamstrúar. Íransstjórn við öllu búin Hoseyn Ali Montazeri STERKAR vísbendingar hafa verið um að her stjórnarinnar á Srí Lanka hafi framið stríðsglæpi eftir að hann braut uppreisnarhreyfingu tamíl tígranna endanlega á bak aftur í maí eftir 26 ára blóðugt borgarastríð. Ásakanir um grimmdarverk hafa öðrum þræði snúist um meðferð hersins á sigruðum sveitum tamíla og óbreyttum borgurum en það er líklega fyrst nú sem fram er kominn vitnisburður um kerfisbundnar nauðganir á tamílskum konum. Fjallað er um ódæðin á vef breska blaðsins The Guardian en þar er haft eftir sjúkraliðanum Vany Kumar að verðir í flóttamannabúðunum í Men- ik hafi þvingað konur til að hafa við sig samfarir gegn því að fá mat. Lýst sem útrýmingarbúðum Kumar var sjálf í haldi í búðunum í fjóra mánuði og gengur svo langt að lýsa þeim sem útrýmingarbúðum. Fangar hafi verið látnir krjúpa úti við í steikjandi sólskini og konur sem grunur hafi leikið á að tengdust tígr- unum horfið sporlaust. Misþyrmdu konum óvinarins Reuters Tamílar Frá búðunum alræmdu. Nöturleg frásögn sjúkraliða bendir til grimmdarverka hersins á Srí Lanka Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is NOKKUR helstu ríki fjölmennustu álfunnar, Asíu, lýstu í gær yfir ánægju sinni með niðurstöðu loftslagsráðstefn- unnar í Kaupmannahöfn á laugardag og sagði Yang Jiechi, utanríkisráðherra Kína, útkomuna í senn mikil- væga og jákvæða. Rajendra Pachauri, formaður lofts- lagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, tók ekki jafn djúpt í árinni og sagði samkomulagið, sem felur í sér sátt um að hlýnun af mannavöldum verði ekki meiri en 2 gráður á Celsíus, ekki lokaáfanga heldur skref á langri vegferð. Dagblöð víða um heim hafa mörg hver ekki farið jafn mildum orðum um ráðstefnuna og má nefna að danska blaðið Berlingske Tidende túlkaði niðurstöðuna sem mikinn ósigur. Hið hægrisinnaða Washington Times tók í sama streng og sagði fundinn hafa mistekist. Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung gerði framgöngu nokkurra þróunarríkja að umtalsefni, með þeim orðum að hún hefði sýnt fram á hvernig þau notuðu loftslagsmál til að sækja fé til ríkra þjóða. Vísaði blaðið þar með til þess að þróuð ríki hétu háum fjárhæðum til þróunarlandanna til að aðstoða þau við að laga sig að breytingum á loftslaginu. Obama segir lendinguna „án fordæmis“ Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði niðurstöðuna „án fordæmis“ og brjóta blað í loftslagsmálum, en hann lagði sem kunnugt er verulega áherslu á þennan mála- flokk í kosningabaráttu sinni í fyrrahaust. Dagblaðið The New York Times sagði útkomuna í Kaupmannahöfn og í heilbrigðismálunum vestanhafs, þar sem gert er ráð fyrir að öldungadeildin greiði at- kvæði um heilbrigðisfrumvarpið í vikunni, hins vegar sýna að forsetinn hafi þurft að sættast á málamiðlanir eftir hástemmd loforð á hvorum tveggja vígstöðvunum. Fulltrúar nokkurra þróunarríkja voru á öndverðum meiði við forsetann og töldu samkomulagið lítils virði og ólýðræðislegt, en samningamenn nokkurra valinna ríkja komu sér saman um það fyrir hádegi á laugardag eftir stíf fundahöld á lokasprettinum. Ian Fry, fulltrúi smáeyjunnar Tuvalu í Kyrrahafi, er í hópi gagnrýnenda en að hans mati er málamiðlunin svik við bæði almenning og framtíðina. Almennt orðalag Orðalag samkomulagsins er almennt en þar segir að ríkar þjóðir skuldbindi sig til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda um leið og þróunarríki skuli stemma stigu við stigvaxandi losun. Þar er hins vegar ekki að finna skuldbindandi markmið um hversu mikill sam- drátturinn skuli verða og horfa umhverfisverndarsinnar því til næstu loftslagsráðstefnu að ári liðnu í Mexíkó. Asíuríkin fagna samkomulaginu  Umdeild útkoma í Kaupmannahöfn  Óljós markmið Reuters Törn Einn fulltrúi Kínverja fær sér hænublund aðfara- nótt laugardags eftir langa og stranga samningalotu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.