Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÁSTANDIÐ Í HEIMINUM ANGRAR MIG ÞETTA ER BETRA KLÓR KLÓR ÞEIM SEM DETTUR Í HUG AÐ LIGGJA Á ÞAKINU Á KOFANUM SÍNUM Í ÞESSUM HITA ERU VITLEYSINGAR ÞAÐ ER EKKI SVO HEITT ALVEG FRÁ ÞVÍ ÉG VAR BARN HEF ÉG VERIÐ LÍTIÐ GEFINN FYRIR ATHYGLI FYRST VIÐ ERUM ÖLL DÆGURFLUGUR ÆTLA ÉG AÐ HAFA ÞETTA STUTT FYRSTA PARIÐ SEM VIÐ FUNDUM Á ÞESSARI SÍÐU VAR NÚ MEIRA KLÚÐRIÐ HVAÐ MEÐ ÞESSI TVÖ? ÞAU LÍTA ÚT FYRIR AÐ VERA ANSI ÁHUGAVERÐ NEIBBÞAÐ GÆTI VERIÐ ERFITT AÐ FINNA PAR SEM VIÐ EIGUM SAM- LEIÐ MEÐ HVERNIG DIRFIST JAMESON AÐ SEGJA AÐ KÓNGULÓAR- MAÐURINN STARFI MEÐ VULTURE? HANN MYNDI SEGJA AÐ ÉG VÆRI OSAMA BIN LADEN EF HONUM DITTI ÞAÐ Í HUG BÍDDU ÞAR TIL ÞÚ SÉRÐ ÞETTA ER KÓNGULÓAR- MAÐURINN OG VULTURE SAMI EINSTAKLINGURINN? HEFUR ÞÚ NOKKURN TÍMANN SÉÐ ÞÁ SAMAN? Athugasemd vegna fatahönnunar- sýningar Á SÍÐARI árum hafa íslenskir hönnuðir í æ ríkara mæli kappkost- að að standa vörð um höfundarétt sinn og sæmd á opinberum vettvangi. Því skýtur það skökku við að vin- sæll íslenskur fata- hönnuður, Steinunn Sigurðardóttir, skuli nú ganga á þennan rétt kollega sinna með því að nota verk nokk- urra þeirra sem hluta af sviðsmynd utan um eigin verk á sýningu sinni að Kjarvalsstöðum – eins konar „props,“ – án þess að geta um höfunda þeirra. Eru hús- gögn þeirra þó höfundaverk, engu síður en kjólar hennar. Hér er m.a. um að ræða stóla eftir Þórdísi Zoëga, Halldór Hjálmarsson, Sig- urð Gústafsson og legubekk eftir Guðmund Kr. Krist- insson. Á sama tíma er skilmerkilega hald- ið til haga nöfnum allra annarra sem komu að sýningunni. Þessu er hér með komið á framfæri, þar sem bæði hönnuði og sýningarstjóra var bent á þessa ávöntun meðan á undirbúningi sýningarinnar stóð, en kusu að hunsa ábend- inguna. Virðingarfyllst, Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur. Tapað/fundið LEÐURLÚFFA fannst í Þingholt- unum. Eigandi getur vitjað hennar í síma 847-1507. Ást er… … að vera á réttum tíma. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9- 16.30, útskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8-15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Jólatrésskemmtun kl. 14, handavinnustofa opin. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9-16, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbein- andi í handavinnu við til hádegis, botsía kl. 9.30 og lomber kl. 13. Skrán- ing í skötu á Þorláksmessu stendur yf- ir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 10, handa- vinna kl. 13 og félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 11, matur og kaffi. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, handavinna og tréút- skurður, spilasalur opinn frá hádegi. Gerðubergskór fer í heimsókn í Víðines kl. 14.30. Á morgun er opið kl. 9-16.30, stafaganga kl. 10.30. Opið á Þorláks- messu kl. 9-16.30, leiðsögn fellur niður. Háteigskirkja | Félagsvist í Setrinu kl. 13, síðasti spiladagur fyrir jól, kaffi. Næst verður spilað miðvikud. 6. janúar. Hraunsel | Jólafrí í Hraunseli, húsið opnar aftur 11. janúar. Áramóta- dansleikur 29. des. kl. 20.30-24, Papa Jazz leikur fyrir dansi, verð 1.000 kr. Sjá febh.is. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er opin virka daga frá 8.30-16.30. Fótaað- gerðir, hársnyrting, hádegisverður kl. 11.30, kaffi. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi kl. 9.30 í Grafarvogssundlaug og ganga í Egilshöll kl. 10. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við Hringborðið, spjallhópur kvenna kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, boccia kl. 13.30, veitingar kl. 14.30, söngstund kl. 15. Norðurbrún 1 | Jólaljósaferð eftir há- degi suður með sjó, hafið samband f.h. til að ath. með laust sæti, verð 2.400 kr. bíll, farastjórn og veitingar. Botsía kl. 10, engin handavinna og samvera í dag. Bingó á morgun og jólaskreyt- ingagerð. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15- 15.30, botsía kl. 9, leikfimi kl. 11, mat- ur, kóræfing kl. 14.30, tölvukennsla kl. 14.30, veitingar. Garnirnar hafa gaulað í þeimsem valdi vísurnar í Frétta- blað Iðunnar, nema það sé stemn- ingin sem fylgir jólunum, að til- hugsunin um svignandi veisluborð kveiki vísur hjá hagyrðingum. Að minnsta kosti yrkir Ragnar Böðv- arsson: Sannlega er sælt að geta safnað mat og mega alla ævi éta á sig gat. Og Jói í Stapa: Lykt og bragði fljótt verð feginn fái ég spikfeitt hangiket. Alltaf verð ég matarmegin meðan andann dregið get. Þá Helgi Zimsen: Nautatungu niður á brauð næfurþunna saga, svo mér þetta sjálfum bauð svangan fyllti maga. Svo yrkir hann á öðrum nótum: Gírugt soltinn gleypir flest. Göngu-móður feginn sest. Lasinn heilsu í lengir mest. Ljós í myrkri greinist best. Heiðmar Jónsson á sér ósk: Heims er geisar hríðin stíf og hriktir í þankalínum, megi inni ljós og líf ljóma í húsum mínum. Loks Guðný A. Valberg: Vinir gleðjast, hafa hátt á himni lækkar sólin. Ljóðaharpa klingir kátt koma bráðum jólin. Vísnahorn pebl@mbl.is Af jólum og hangiketi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.