Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 21

Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Gaman Það voru ekki ræðurnar sem kættu nokkra útskriftarnemendur úr Tækniskólanum í gær heldur ljósmynd- arinn sjálfur, eða öllu heldur mandarínubörkur sem hékk á flassi myndavélarinnar, án vitundar ljósmyndarans. Árni Sæberg OKKUR Íslend- ingum hafa verið afar mislagðar hendur síð- ustu hundrað árin við að byggja upp góða stjórnsýslu í landinu. Það á bæði við um ríki og sveitarfélög. Þessar grunneiningar stjórn- skipulagsins hafa verið keyrðar sundur og saman út frá lítt skil- greindum sjónarmiðum þar sem hugtök eins og lýðræði og skipulag hafa ekki verið lögð til grundvallar heldur oft á tíðum flokkspólitísk hrossakaup og fjárhagslegir mæli- kvarðar sem sveiflast til eins og vindurinn. Með lýðræði á sveit- arstjórnarstigi er ekki síst haft í huga möguleikar fólks til áhrifa og mótunar á sitt nærumhverfi og inn í skipulagsþáttinn fléttast landfræði- legar aðstæður, samgöngur og að- gengi að daglegri þjónustu. Í tilviki ríkisins, löggjafar- og framkvæmda- valds, ætti jafnræði þegnanna fyrir lögum og ákvörðunum miðstjórnar- valdsins að skipta mestu og mögu- leikar til að hafa áhrif á þá þætti, m.a. með jöfnum atkvæðisrétti. Sveitarstjórnarstigið Lítum fyrst á sveitarstjórnar- stigið. Á fyrsta þriðjungi 20. aldar urðu miklar breytingar þar sem sveitarfélögum í landinu fjölgaði við það að mjög víða var einingum sem fyrir voru skipt upp milli þéttbýlis- kjarna og aðliggjandi strjálbýlis. Jafnframt fengu stærstu þorpin stöðu kaupstaða sem mynduðu fleyga inn í sýsluskipanina sem fyr- ir var. Þessi aðgreining gekk víða þvert á eðlileg samskipti fólks og æskilega þróun í skipulagi, sem raunar var þá á afar frumstæðu stigi hérlendis í samanburði við ná- grannalönd okkar. Á síðasta fjórð- ungi aldarinnar voru menn víða að baksa við að færa þessar breytingar til baka með því að sameina á ný sveit og þéttbýli. En þar var ekki látið við sitja, heldur upphófst mik- ill áróður fyrir sameiningu sveitar- félaga, oft langt út fyrir eðlileg landfræðileg mörk og staðbundna þjónustu við íbúana. Litið til Austurlands þar sem ég þekki best til má nefna sem dæmi um eðlilegt skref sameiningu hreppa á Héraði í áföngum í sveitarfé- laginu Fljótsdalshér- aði með þjón- ustukjarna við Lagar- fljótsbrú. Andstætt þessu er hins vegar sveitarfélagið Fjarða- byggð með sex þétt- býliskjarna, sumpart aðskilda af fjallgörðum. Fólk í Fjarðabyggð er nú að súpa seyðið af þessari mis- lukkuðu og í besta falli ótímabæru sameiningu. En í stað þess að læra af mistökum er nú til umræðu, að því er virðist í alvöru, að gera Aust- urland að einu sveitarfélagi. Fylkjaskipanin sem vantar Á tímabilinu frá um 1970-1990 var mikil umræða meðal sveit- arstjórnarmanna og innan stjórn- málaflokka um að taka upp millistig í stjórnsýslunni, ýmist kennt við héruð eða fylki, hliðstætt því sem komið hafði verið á víðast hvar á hinum Norðurlöndunum. Segja má að sýsluskipanin hafi um aldir verið slíkt millistig með sýslunefndum frá 1872 að telja. En í staðinn fyrir að koma á fylkjum voru sýslurnar af- numdar með lögum 1986-1989 og eftir stendur nafnið tómt án inni- halds. Tvennt olli mestu um að ekki varð samstaða um fylkjahugmynd- ina, valdahyggja tveggja þá stærstu stjórnmálaflokkanna, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, og tvískinn- ungur í hópi sveitarstjórnarmanna sem þó lýstu sumir hverjir yfir áhuga á málinu. Töldu margir í þeirra hópi fylkin eiga að verða framlenging á sveitarstjórnar- stiginu en ekki sjálfstætt millistig með fylkisþingum sem kosið yrði til beint í lýðræðislegum kosningum. Með þeirri skipan hefði skapast kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni, fyrst og fremst frá ríkinu, og sveitarfélögin hefðu fengið að þróast óáreitt af ut- anaðkomandi þrýstingi. Sá sem þetta skrifar flutti á Alþingi tillögu í formi frumvarps um slíkt stjórn- sýslustig (54. mál á 107. löggjaf- arþingi, þingskjal 545) en sú tillaga náði ekki fram að ganga. Alþingi og jöfnun atkvæðisréttar Skipanin sem upp var tekin með stjórnarskrárbreytingu 1959 um átta kjördæmi hafði fest sig allvel í sessi á þeim rösku 40 árum sem hún hélt velli. Endurspegluðu þau allvel svæði sem áttu margt sameig- inlegt, hvert innan sinna marka, sumpart frá fornu fari. Ýmis konar samstarf náði að þróast innan þeirra, svo sem landshlutasamtök sveitarfélaga svo og þjónustuein- ingar tengdar ríkisgeiranum, m.a. á sviði menntamála, heilbrigðismála og vegagerðar. Með kjördæma- breytingunni sem innleidd var 1999- 2003 riðlaðist þetta á afar óheppi- legan hátt. Stofnuð voru þrjú mjög stór landsbyggðarkjördæmi á allt öðrum grunni en fyrir var og Reykjavík var skipt upp í tvö gervi- kjördæmi. Rökleysan að baki þessa var að hvert kjördæmi þyrfti að hafa sem jafnasta þingmannatölu. Í stað þessa hefði átt að jafna at- kvæðisrétt með breytilegri þing- mannatölu í kjördæmunum sem fyrir voru, en ella stíga skrefið til fulls og kjósa óskipt til Alþingis. Síðustu orð mín á Alþingi 1999 fólu í sér andmæli við því óheillaskrefi sem þá var stigið og hvatning um að festa í lögum nýtt stjórnsýslu- stig. Enn er það ekki um seinan. Alla þessa þætti ætti að brjóta til mergjar þegar sest verður yfir það brýna verkefni að setja landinu heildstæða stjórnarskrá. Í þeirri vinnu þarf lýðræðisleg aðkoma al- mennings að vera í fyrirrúmi við til- lögugerð. Eftir Hjörleif Guttormsson »Með fylkjaskipan hefði skapast kjör- inn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu, og sveitarfélögin fengið að þróast óáreitt. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Lýðræði, fjöldi og stærð stjórnsýslueininga FYRIR tuttugu ár- um, bauð fram- kvæmdastjórn ESB undir forystu Jacques Delors, Íslandi og öðr- um EFTA-löndum að fara „þriðju leið“ milli ESB-aðildar og þess að standa alfarið fyrir ut- an. Það boð leiddi til myndunar Evrópska efnahagssvæðisins. Finnland og Svíþjóð, lönd djarfra rallýökumanna, skrensuðu fljótt á „þriðju leiðinni“, en tóku svo stefn- una beint í átt að ESB-aðild, fyrst með umsókn og loks aðild árið 1995. Ísland og Noregur ákváðu hins veg- ar að halda áfram á „þriðju leiðinni“. Allar götur síðan hefur kastljós stækkunarmála ESB beinst að suð- austurhorni Evrópu á meðan kyrrt hefur verið um að litast í norður- hluta álfunnar. Evrópusamband byggt á hugsjónum um frið, velmeg- un, frelsi og lýðræði, nær nú til 27 ríkja og tæplega 500 milljóna manna. Það er ekki síst á tímum sem nú, í skugga alþjóðlegra efna- hagserfiðleika, að mikilvægi þess að vinna saman að lausn hnattrænna vandamála kemur í ljós. Fyrir vikið er ESB sterkari og áhrifameiri ger- andi á alþjóðavettvangi, í loftslags- málum og á sviði orkuöryggis og fjármálaregluverks, svo fátt eitt sé nefnt. Eftir snarpar umræður ákvað Ís- land að sækja um aðild að ESB í júlí á þessu ári. Einn helsti hvati þess var fjármálakreppan sem reið yfir landið. Það minnir nokkuð á að- stæður í Svíþjóð í byrjun 10. áratug- arins þegar ákvörðun var tekin að sækja um aðild að ESB. Þó svo að skuggi óvissu hafi svifið yfir ESB í tengslum við fullgildingu Lissabon-sáttmálans komust aðildarríkin fljótt að samkomulagi um að biðja framkvæmdastjórn ESB að hefja undirbúning álits- gerðar um umsókn Íslands. Hraðinn og einurðin sem einkenndi ákvarð- anatöku aðildarríkjanna sýndi að þau töldu Ísland eiga heima í ESB, ef það svo kysi. Í byrjun september lagði fram- kvæmdastjórn ESB spurningalista fyrir íslensk yfirvöld til að meta hversu vel landið væri í stakk búið fyrir aðild. Síðustu svör íslenskra stjórnvalda voru afhent 19. október, heilum mánuði á undan áætlun. Við óskum stjórnvöldum og stjórnsýslu landsins til hamingju með þann ár- angur. Mat framkvæmdastjórn- arinar er að gæði svaranna séu góð. Það hversu hratt og örugglega spurningunum var svarað segir sína sögu um gæði íslenskrar stjórn- sýslu. Það er gott veganesti inn í komandi aðildarviðræður. Við vitum vel að það er ósk stjórnvalda að álitsgerðin um um- sóknina verði samþykkt sem allra fyrst og að aðildarviðræður hefjist. Hins vegar verðum við að taka mið af aðstæðum sem hvorki við né Ís- land höfum stjórn á. Vegna tafa við fullgildingu Lissabon-sáttmálans er réttur núverandi framkvæmda- stjórnar til ákvarðanatöku takmark- aður við daglegri stjórnun. Hún hef- ur ekki ekki umboð til að taka mikilvægar ákvarðanir eins og að mæla með að hefja aðildarviðræður við nýtt umsóknarríki. Af þeim ástæðum hefur samþykkt álitsgerð- arinnar verið frestað þangað til ný framkvæmdastjórn tekur við, lík- lega í byrjun febrúar. Þó er ljóst að miklu hefur verið áorkað af hálfu allra aðila á undan- förnum sex mánuðum. Aðildarríki ESB hafa sýnt vilja til að vinna hratt og náið með Íslandi. Innan framkvæmdastjórnar ESB vinna menn nú hörðum höndum við aðildarumsókn Íslands. Vinnan við spurningalistann í haust bar vott um skilvirkni og gæði í stjórnsýslu hins aldargamla lýðræðisríkis. Aðildarríki ESB hafa brugðist já- kvætt við umsókn Íslands að ESB. Ályktun ráðherraráðs utanrík- ismála í sumar, um umsókn Íslands, bar þess glöggt vitni. Í ályktuninni kom fram að Ísland byggir á langri lýðræðishefð, hefur í fjölda ára átt í nánu samstarfi við ESB og hefur alla möguleika á að leggja mikið af mörkum til samstarfsins. Einnig kom í ljós einhugur um að veita Ís- landi aðgang að sérstökum aðlög- unarsjóði sambandsins sem veitir umsóknarríkjum tæknilega aðstoð. Aðildarríkin eru reiðubúin að taka ákvörðun um að hefja aðildar- viðræður um leið og framkvæmda- stjórnin hefur skilað áliti sínu. Ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga hafa lagt fram sannfærandi rök fyr- ir umsókninni. Það er brýnt að vinn- an haldi áfram og að rödd og rök- stuðningur Íslendinga fyrir því hvers vegna þeir sækist eftir aðild haldi áfram að heyrast í Evrópu. Að sama skapi er mikilvægt að ESB sé sýnilegt á Íslandi. Það er nauðsyn- legt að við aukum á næstu mán- uðum gagnkvæm samskipti okkar og að við hlustum vel á þjóðfélags- umræðuna. Stjórnmálamönnum í lýðræðis- ríkjum er skylt að starfa í umboði og með stuðningi ríkisborgaranna. Á sama tíma er nauðsynlegt að leið- togar séu framsýnir og að þeir hafi dug og þor til að taka erfiðar pólí- tískar ákvarðanir. Ákvörðun um að- ild er aldrei auðveld og hefur oft skipt þjóðum í tvo hópa, með eða á móti. Kosningabaráttan í aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Svíþjóð um aðild að ESB var til að mynda átakamikil. Mjótt var á mun- um og þó að meirihluti kjósenda hafi í atkvæðagreiðslunni stutt inn- göngu Svíþjóðar var stuðningur þeirra við ESB lengi á eftir í algjöru lágmarki. Stuðningurinn í Svíþjóð við ESB mælist hins vegar einn sá mesti í Evrópu í dag, samkvæmt skoðanakönnunum. Það er skoðun okkar að ESB-aðild hafi hjálpað Svíþjóð að komast upp úr þeirri sársaukafullu efnahagslægð sem landið gekk í gegnum í byrjun tí- unda áratugarins. ESB-aðildin skapaði aðstæður sem stuðluðu að stöðugleika og trúverðugleika, og juku á bjartsýni. Okkar reynsla er að Svíum hafi tekist vel að verja hagsmuni sína, einkum mikilvæga þjóðarhagsmuni. Fyrir okkur er það góð vísbending um möguleika smærri ríkja að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Brussel. Það er trú okkar að Íslendingar, á sama hátt og Svíar og fleiri þjóðir sem hafa tekið ákvörðun um að ger- ast aðilar að ESB, muni í auknum mæli koma auga á þá kosti sem fylgja því að vera aðili að ESB. Góð byrjun hjá Íslandi Eftir Olli Rehn og Carl Bildt Olli Rehn » Aðildarríkin eru reiðubúin að taka ákvörðun um að hefja aðildarviðræður um leið og framkvæmdastjórnin hefur skilað áliti sínu. Olli Rehn er framkvæmdastjóri stækkunarmála ESB – Carl Bildt er utanríkisráðherra Svíþjóðar. Carl Bildt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.