Morgunblaðið - 21.12.2009, Side 4

Morgunblaðið - 21.12.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 GEORG JENSEN DAMASK Àrmùla 10 108 REYKJAVIK Sími 5 68 99 50 www.duxiana.is www.damask.dk FRÉTTASKÝRING Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is TILLÖGUR ríkisstjórnarinnar í skattamálum voru ræddar á Alþingi langt fram á aðfaranótt sunnudags og voru stjórn og stjórnarandstaða eins og við var að búast á öndverðum meiði í flestum efnum. Meirihlutinn í efnahags- og skattanefnd kynnti nýja tillögu um að tengja skattþrep við launa- vísitölu. Ekki var gert ráð fyrir slíkri tengingu í upphaflega frumvarpinu en gagnrýnt hefur verið að án teng- ingar við vísitölu séu líkur á að vegna verðbólgu lendi fólk, sem raunverulega er lágtekjufólk, innan skamms í millitekjuþrepi, og milli- tekjufólk í hátekjuþrepi. Afnema vísitölubindingu Þá var einnig mikið rætt um ný- framkomnar hugmyndir meirihlut- ans um að afnema tengingu per- sónuafsláttar við breytingar á neysluverðsvísitölu. Samkvæmt til- lögunum hækkar persónuafslátt- urinn um næstu áramót um 2.000 krónur en breytist ekki í samræmi við neysluverð eins og verið hefur frá árinu 2007. Þá verður hætt við 3.000 króna hækkun persónuafsláttar um ára- mótin 2010/2011, sem var hluti af samningum ASÍ við stjórnvöld. Hugmyndir um afnám vísitölu- bindingar persónuafsláttar eru mjög umdeildar. Bent hefur verið á að hærra neysluverð valdi að öðru óbreyttu kjaraskerðingu hjá al- menningi, og því sé sanngjarnt að persónuafsláttur sé með einhverjum hætti tengdur neysluverði. „Ætlunin er að skoða í framhald- inu samspil nýja þrepakerfisins, per- sónuafsláttarins, vaxtabóta og barnabóta,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefnd- ar, um tillögur um afnám vísitölu- bindingar persónuafsláttarins. „Ég geri ráð fyrir að í þeirri vinnu verði tekin endanleg ákvörðun um fram- tíðarskipulagið á þessum málum.“ Þá eru áhöld um hvort fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu koma raunverulega hinum tekjulægstu vel, eins og ríkisstjórnin hefur haldið fram. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að verði til- lögur ríkisstjórnarinnar um afnám vísitölubindingar persónuafsláttar að verðuleika þurfi þeir sem lægstu launin hafa að greiða 3.600 krónum meira í skatta frá næstu áramótum en þeir þyrftu að greiða samkvæmt núverandi lögum. Allir greiða hærri gjöld Þá bendir hann á að hækkun ým- issa óbeinna skatta og opinberra gjalda, svo sem hækkun á bensín- gjaldi og upptaka kolefnisskatts, komi allt eins niður á lágtekjufólki og þeim sem hærri tekjur hafa. Því eigi ríkisstjórnin að vera heiðarleg með það að ætlunin sé að auka skatt- byrði allra hópa samfélagsins; ekki bara þeirri tekjuhærri. Tekjulágum hlíft?  Skattþrep tengd launavísitölu  Vísitölubinding persónu- afsláttar afnumin  Segir skattbyrði allra þyngjast „ÉG lít svo á að stjórnvöld hafi leynt Alþýðusambandið og landsmenn þessum breytingum,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti Alþýðusamband Íslands, um hug- myndir um að afnema verðtryggingu persónuafsláttar. Hann segir að ASÍ hafi staðið í þeirri trú að verðtrygg- ingu yrði aðeins frestað um ein áramót til þess að fjár- magna fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu. Á þeim forsendum hafi ASÍ stutt breytingarnar. Verðtrygging persónuafsláttar sé hins vegar afrakstur „sautján ára langrar og erfiðrar baráttu ASÍ og því bregðumst við harkalega við því ef á að afnema hana.“ Gylfi gerir einnig alvarlegar athugasemdir við hug- myndir ríkisstjórnarinnar um að hætta við sérstaka 3.000 króna hækkun persónuafsláttar, sem taka átti gildi 1. janúar 2011. „Þetta er klárt brot á núgildandi kjarasamningum sem renna út í lok nóvember á næsta ári,“ segir hann. Hætta sé á því að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir gerð kjarasamninga í framtíðinni að ríkisstjórnin gangi á bak orða sinna með þessum hætti. „Við teljum það til lítils árangurs að ríkisstjórn komi að lausn erfiðra kjarasamninga, ef við getum ekki treyst því að það sem hún leggur inn í þá lausn haldi á gildistíma samningsins. Ég óttast að þetta verði til þess að erfiðara verður á næstu árum að ná saman enda mun reyna mikið á þríhliða nálgun kjarasamninga.“ Ríkisstjórnin leyndi breytingunum Morgunblaðið/Ómar Mikið rætt Hugmyndir ríkisstjórnarinnar voru ræddar langt fram á aðfaranótt sunnudags. Eins og við var að búast voru stjórn og stjórnarandstaða á öndverðum meiði í flestum efnum. Umræðum um skattana lýkur í dag. Áhöld eru um hvort fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu hlífa lágtekjufólki við hækkunum. Hugmyndir um að afnema verð- tryggingu persónuafsláttar eru harðlega gagnrýndar. Pétur Blöndal Helgi Hjörvar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í minnisblaði til utanríkismálanefnd- ar Alþingis að Bretar hafi sýnt yf- irgang í samskiptum við Íslendinga vegna Icesave-málsins og beitt sér gegn Íslendingum innan Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS). Í minnisblaðinu segir Ingibjörg að fljótlega eftir yfirtöku ríkisins á Glitni hafi verið rætt um hvort leita ætti til AGS eftir aðstoð. Ingibjörg hafi rætt við starfssystkin sín í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýska- landi og Noregi og ekkert fengið nema jákvæð viðbrögð. Í lok október, eftir að viljayfirlýs- ing ríkisstjórnar Íslands um efna- hagsáætlun með AGS lá fyrir, hafi annað hljóð verið komið í strokkinn. Ferlið teppt án viðvarana „Í stað þess að sú áætlun fengi eðlilega afgreiðslu í ljósi neyðarað- stæðna innan væntra tímamarka, var ferlið teppt án viðvarana eða hrein- skiptni í tvíhliða samskiptum við Ís- land,“ segir Ingibjörg Úr öllum áttum hafi þá fengist þau skilaboð að ef fundin væri lausn í Ice- save-deilunni myndi það greiða fyrir aðstoð frá AGS og öðrum ríkjum. Loks segir Ingibjörg að þótt fallist hafi verið á að fella inn í viljayfirlýs- ingu stjórnvalda til AGS tilvísun til Brussel-samkomulagsins vegna Ice- save-málsins, hafi hún litið svo á að í því fælist einungis pólitísk yfirlýsing. Í minnisblaði Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að með Brussel-viðmiðinu, sem m.a. fól í sér að tekið yrði tillit til efna- hagslegra aðstæðna á Íslandi við ákvörðun skuldbindinga, hafi verið lagður nýr grunnur að viðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave- málið. Geir segir sérstaklega mikilvægt að tekið var fram að stofnanir ESB og EES myndu taka áfram þátt í ferl- inu sem færi fram í samráði við þær. „Þetta atriði var að mínum dómi afar mikilvægt því með því var undirstrik- að að niðurstaðan yrði að vera póli- tísks eðlis og ekki um að ræða hefð- bundið skuldauppgjör.“ hlynurorri@mbl.is Bretar sýndu yfirgang og beittu þrýstingi Fyrrverandi ráðherrar lýsa sinni sýn Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg og Geir Hafa skilað minn- isblaði til utanríkismálanefndar. Í HNOTSKURN » Utanríkismálanefnd ósk-aði eftir minnisblaði frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur og Geir H. Haarde vegna Brussel-viðmiðanna. » Ráðherrarnir fyrrverandihafa nú skilað minn- isblöðum sínum. ÁTJÁN frumvörp til laga voru sam- þykkt á Alþingi á laugardag og föstudag. Meðal þess sem samþykkt var á laugardag er nýr umhverfis- og auðlindaskattur sem felur í sér að 2% skattur verður lagður á smá- söluverð af heitu vatni og 0,12 króna skattur á hverja kílóvattstund af seldri raforku. Auk þess leggst 2,60 til 2,90 króna kolefnisgjald á hvern lítra af dísilolíu, bensíni og þotuelds- neyti. Samþykkt var frumvarp um frest- un gildistöku ákvæðis raforkulaga um aðgreiningu samkeppnis- og sér- leyfisstarfsemi, en breytingunum var frestað vegna „aðstæðna sem nú eru á fjármálamörkuðum og við- kvæmrar stöðu orkufyrirtækja“. Á laugardag voru einnig sam- þykktar breytingar á samningi um álver í Helguvík, sem snúa að því að gildistími samningsins verði styttur í 20 ár og frávik frá stimpilgjöldum verði þrengd. Á föstudag var samþykkt frum- varp um innleiðingu fjölda gerða frá Evrópusambandinu sem snúa að matvælum og fóðri. Þá var einnig samþykkt frumvarp sem fjallar um upptöku eigna, hryðjuverk, skipu- lagða brotastarfsemi, mansal og peningaþvætti, en markmið frum- varpsins er að fullgilda annars vegar samninga Sameinuðu þjóðanna og hins vegar Evrópuráðssamning. hlynurorri@mbl.is Átján frumvörp um helgina Gylfi Arnbjörnsson BREYTINGAR á Evrópulöggjöf um ábyrgð ríkja á innistæðum í bönkum hefðu ekki áhrif á Icesave- samninginn, að því er fram kemur í áliti bresku lögmannsstofunnar As- hurst til fjárlaganefndar Alþingis. Í álitinu segir að Icesave- samningurinn sé að mestu leyti sam- bærilegur við aðra alþjóðlega lána- samninga þótt vissulega sé Icesave- málið óvenjulegt. Alþingi hafði ósk- að eftir áliti lögmannsstofunnar á því hvort breytingar Íslendingum í hag hefðu áhrif á samninginn. Álit um sama mál frá annarri breskri lögmannsstofu, Michon de Reya, hefur borist fjárlaganefnd og verður rætt í dag. Lögmannsstofan fór fram á að álit hennar yrði ekki gert opinbert, en að sögn Guðbjarts Hannessonar, formanns fjár- laganefndar, verður óskað eftir því við stofuna að aflétta megi leyndinni. Breytt löggjöf hefur ekki áhrif á Icesave Morgunblaðið/Ómar Icesave Álit beggja lögmannsstof- anna hefur borist fjárlaganefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.