Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009
Jólagjöf fyrir þá
sem „eiga allt“
Gefðu hlýju og samveru um jólin!
Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott
frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem
er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér
hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin
er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni.
Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
0
87
7
Indriði er á skattaskónum þvískammt er nú í jól. Og þetta geng-
ur bara bærilega. Heimsmet féll í gær
þegar virðisaukaskattur náði hæðum
sem engin þjóð önnur hefur séð.
Hingað til höfum við bara unnið sigra
á smáþjóðaleikum, fengið brons og
silfur á ólympíuleikum, en nú loksins
gull.
Fjármagns-tekjuskattur
hefur verið hækk-
aður um 80 pró-
sent og það trygg-
ir að með aðstoð
verðbólgu verður
ávöxtun sparifjár-
eigenda neikvæð.
Ekki má gera lítið úr þessum áfanga.
Hagur hinna lægst launuðu vartryggður með því að lækka per-
sónuafsláttinn með lögum. Eins og
Steingrímur hefur bent á er það út-
úrsnúningur að segja að lækkunin
skili sér ekki sem hækkun, vegna þess
að hann hefði getað lækkað persónu-
afsláttinn miklu meira. Þeir sem ekki
ná þessu hefðu allir með tölu verið
óhæfir til að sitja í samninganefnd um
Icesave, sem með glæsilegum samn-
ingi tók á Íslendinga mörg hundruð
milljarða skuldbindingu án lagastoð-
ar og dómsúrlausnar. Það sér hver
maður að samninganefndin hefði leik-
andi getað tekið á sig enn meiri skuld-
bindingu, bara ef hún hefði nennt því.
Því er niðurstaðan augljóslega hreinn
ávinningur fyrir íslenska skattborg-
ara.
Ef Steingrímur og samninganefnd-armenn hans hefðu verið fyrir
okkur í landhelgisstríðinu værum við
aftur komnir með þriggja mílna land-
helgi í stað tvö hundruð, sem væri
ávinningur því Steingrímur hefði get-
að samið okkur niður í eina mílu, sem
væri aðeins þriðjungurinn af þeim ár-
angri sem náðist
Ósköp yrðu Staksteinar fegnir efmenn hættu að snúa út úr fyrir
Steingrími, hann er best fær um það
sjálfur.
Steingrímur J.
Endalausir útúrsnúningar
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík -5 léttskýjað Lúxemborg -13 skýjað Algarve 12 heiðskírt
Bolungarvík -3 heiðskírt Brussel -12 heiðskírt Madríd -1 heiðskírt
Akureyri -3 skýjað Dublin -1 léttskýjað Barcelona 1 léttskýjað
Egilsstaðir -5 snjóél Glasgow -5 léttskýjað Mallorca 6 skýjað
Kirkjubæjarkl. -5 léttskýjað London -2 léttskýjað Róm 7 léttskýjað
Nuuk -1 upplýsingar bárust ekkiParís -4 skýjað Aþena 8 léttskýjað
Þórshöfn 1 skúrir Amsterdam -6 léttskýjað Winnipeg -10 alskýjað
Ósló -18 snjókoma Hamborg -9 snjókoma Montreal -18 heiðskírt
Kaupmannahöfn -4 heiðskírt Berlín -14 skýjað New York -3 léttskýjað
Stokkhólmur -9 léttskýjað Vín -9 skýjað Chicago 1 snjókoma
Helsinki -18 heiðskírt Moskva -20 heiðskírt Orlando 16 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
20. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2.18 0,8 8.34 3,8 14.53 0,8 20.53 3,5 11:22 15:30
ÍSAFJÖRÐUR 4.08 0,5 10.19 2,0 16.55 0,4 22.36 1,7 12:09 14:53
SIGLUFJÖRÐUR 0.48 1,0 6.30 0,3 12.49 1,2 19.14 0,2 11:54 14:34
DJÚPIVOGUR 5.43 1,9 12.02 0,5 17.48 1,7 23.56 0,4 11:01 14:50
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á þriðjudag
Norðan 8-15 m/s og él eða
snjókoma norðan- og aust-
anlands, en léttskýjað annars
staðar. Frost 2 til 10 stig.
Á miðvikudag (Þorláks-
messa)
Norðlæg átt, víða 5-13 m/s
með éljum, en bjart á sunn-
anverðu landinu. Áfram kalt í
veðri.
Á fimmtudag (aðfangadagur
jóla)
Norðan- og norðaustanátt, víða
fremur hæg, með éljum á Norð-
urlandi, en heldur hvassara og
snjókoma á Vestfjörðum. Yf-
irleitt úrkomulaust og bjart í
öðrum landshlutum. Frost um
allt land.
Á föstudag (jóladagur) og
laugardag (annar í jólum)
Útlit fyrir austlæga átt með dá-
lítilli snjókomu sunnan- og
austanlands og jafnvel slyddu
syðst. Annars staðar úrkomulít-
ið. Hlýnar heldur í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðan 8-15 m/s, og sums
staðar hvassar vindhviður suð-
austanlands. Léttskýjað að
mestu á Suður- og Vesturlandi,
en annars él, einkum á norð-
austanverðu landinu. Frost 1 til
8 stig.
EINN maður slasaðist er tveir bílar
rákust saman á Moldhaugahálsi,
rétt fyrir utan Akureyri, um kvöld-
matarleytið á laugardag. Slæmt
skyggni og veður var á slysstað.
Meiðsl mannsins reyndust ekki
lífshættuleg en hann gat sjálfur
hringt í Neyðarlínuna og beðið um
hjálp. Loka þurfi veginum um tíma
svo að lögreglan gæti athafnað sig á
vettvangi. Slysið varð þannig að
pallbíll og fólksbíll komu hvor á móti
öðrum og rákust saman. Bílarnir eru
báðir talsvert mikið skemmdir.
Skullu saman við Akureyri
STÓRMEISTARINN Héðinn
Steingrímsson sigraði á Friðriks-
móti Landsbankans sem fram fór í
aðalútibúi bankans í Austurstræti í
gær. Um árlegt mót er að ræða til
heiðurs Friðriki Ólafssyni stórmeist-
ara.
Héðinn leiddi mótið allan tímann,
tapaði ekki skák, og hlaut 9,5 vinn-
inga í ellefu skákum. Mikil spenna
var fyrir lokaumferðina en þá tefldi
Héðinn við Braga Þorfinnsson úr-
slitaskák þar sem Bragi þurfti að
vinna skákina til að sigra á mótinu
en Héðni dugði jafntefli. Héðinn
hafði sigur eftir mikla baráttu.
Annar varð Jóhann Hjartarson
með 8,5 vinning. Í 3.-5. sæti, með 8
vinning, urðu Bragi, Helgi Ólafsson
og Davíð Ólafsson. Friðrik Ólafsson
var mest allt mótið meðal efstu
manna og endaði með 6,5 vinning.
Héðinn sigraði á
Friðriksmótinu í skák
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skák Friðrik Ólafsson teflir við Omar Salama. Í forgrunni eru þeir Sigur-
björn Björnsson og Arnar Gunnarsson, er kepptu síðar í úrslitum atskákmóts.