Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 16

Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 í jólaskapi kr. kg1395 FS skata kæ st kr. kg949 GLK léttsal taður þorskur kr. stk.368 Stóruvalla hangiflot kr. stk.329 Stóruvalla hamsatólg Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is MÁR Guðmundsson seðla- bankastjóri segir að Seðlabanki Ís- lands hafi átt aðild að samráðshópi, sem í voru ráðuneytisstjórar for- sætis-, fjármála- og viðskiptaráðu- neytis, sem hist hafi vikulega í tæplega ár fyrir hrun íslensku við- skiptabankanna í október í fyrra. „Í samræmi við hlutverk hópsins kynnti Seðlabankinn margvíslegt efni er varðaði stöðu og horfur á fjármálamörkuðum, þ.m.t. þróun veðlána bankans. Jafnframt gerði Seðlabankinn grein fyrir breyt- ingum á framkvæmd lánveitinga sinna. Að öðru leyti hvað varðar umræður í ofangreindum samráðs- hópi vísast til forsætisráðuneytis sem á þessum tíma hafði for- mennsku í hópnum.“ Birt á vef bankans Í skriflegu svari seðlabankastjóra við spurningum Morgunblaðsins segir hann að fjárhæð útistandandi veðlána í heild hafi verið og sé birt á vef Seðlabanka Íslands og staða í lok mánaðar komi fram í efnahags- reikningi bankans. Birst hafa frétt- ir af því að undanförnu að ráð- herrar í ríkisstjórn hafi ekki vitað af stöðu veðlána Seðlabanka Ís- lands í aðdraganda hrunsins í októ- ber á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning ársins 2008 segir, að fyrir liggi að hinir föllnu bankar hafi aflað sér lausafjár með lánum frá minni fjármálafyrirtækjum sem aftur fengu lán frá Seðlabankanum gegn ótryggum veðum. Ríkisend- urskoðun segir að spyrja megi hvers vegna Seðlabankinn hafi ekki brugðist fyrr við þessum „leik“ bankanna og hert kröfur um veð gegn lánum til minni fjármálafyr- irtækja. Að mati Ríkisendurskoð- unar hefði þetta getað dregið úr því tjóni sem ríkissjóður og Seðlabank- inn sátu uppi með eftir fall bank- anna. Már segir að reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja hafi verið end- urskoðaðar síðast fyrir hrun í ágúst 2008. „Breytingar sem urðu á reglum um viðskipti fjármálafyrir- tækja á árinu 2008 voru gerðar með það að markmiði að gefa bönk- um tækifæri til að setja að veði fleiri tegundir eigna, þ.e. erlend bréf, sérvarin bréf eða eignavarin bréf. Reglur annarra seðlabanka eru hafðar til hliðsjónar við endur- skoðun reglna Seðlabanka Íslands um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Aðallega hefur verið horft til reglna ECB og seðlabanka á Norðurlönd- unum. Reglurnar voru lagaðar að íslenskum aðstæðum og innihéldu t.d. strangari kröfur um lánshæf- ismat en reglur evrópska bankans. Reglur Seðlabanka Íslands voru einnig þrengri en reglur ECB að því leyti að þær heimiluðu ekki veð- setningu krafna sem ekki voru markaðsskráðar,“ segir Már. Öll veð í samræmi við reglur bankans – Voru veðlán Seðlabanka Ís- lands til minni fjármálastofnana í aðdraganda hrunsins, sem Ríkis- endurskoðun minnist á í skýrslu sinni og nema 345 milljörðum króna, í ósamræmi við reglur bank- ans? „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er verið að vísa í kröfur sem urðu eftir í Seðlabankanum og fluttar voru yfir til ríkisins í árslok 2008. Um 65% af 345 ma.kr. voru vegna veða minni fjármálafyrirtækja þar sem andlagið voru ótryggð skulda- bréf gefin út af stóru bönkunum þremur. Við hrun bankanna voru öll veð í samræmi við reglur bank- ans. Hinn 20. október 2008 jók Seðlabankinn frádrag ótryggðra skuldabréfa gefinna út af gömlu bönkunum í 50%. Starfandi fjár- málafyrirtæki urðu því að leggja fram frekari tryggingar. Sumar þeirra var aðeins hægt að leggja fram að fengnu sérstöku samþykki bankastjórnar.“ Stuðst við lánshæfismat – Hafði Seðlabankinn forsendur til að ætla að skuldabréf íslensku viðskiptabankanna væru ótryggari en efnahagsreikningur þeirra sagði til um (eiginfjárhlutfall í kringum 10%)? „Við mat á gæðum trygginga var fyrst og fremst stuðst við lánshæf- ismat (credit rating), en lánin voru veitt á þeirri forsendu að bankarnir uppfylltu reglur um eigið fé.“ – Urðu neyðarlögin þess valdandi að tap Seðlabanka Íslands vegna þessara lána með veði í skuldabréf- um bankanna varð meira en ella? Með þeim komust innlán fram fyrir skuldabréf í forgangsröð krafna. „Niðurstaða er ekki fengin á uppgjörum krafna í þrotabú bank- anna en það segir sig sjálft að for- gangur innlána dregur úr væntum endurheimtum vegna annarra krafna.“ Seðlabankinn kynnti ráðu- neytisstjórum stöðu veðlána Bankinn gerði strangari kröfur um lánshæfismat en Evrópubankinn í reglum um veðlán til bankanna Morgunblaðið/Ómar Veðlán Reglur Seðlabanka Íslands voru þrengri en reglur Evrópubankans að því leyti að þær heimiluðu ekki veð- setningu krafna sem ekki voru markaðsskráðar, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Í HNOTSKURN »Ráðuneytisstjórar voru ásamráðsfundum í aðdrag- anda hrunsins upplýstir um margvíslegt efni er varðaði stöðu og horfur á fjár- málamörkuðum, þ.m.t. þróun veðlána bankans. » Við hrun bankanna voruöll veð í samræmi við regl- ur Seðlabankans. » Veðlán voru veitt á þeirriforsendu að bankarnir uppfylltu reglur um eigið fé. STJÓRNVÖLD á Írlandi hafa sam- þykkt lög sem er ætlað að lokka vogunarsjóði til landsins. Sam- kvæmt breska blaðinu Fin- ancial Times þá munu lögin gera það einfaldara fyrir vogunar- sjóði að færa starfsemi sína frá skattaskjólum á borð við Cayman- eyjar til Írlands. Samkvæmt lög- unum verður auðveldara fyrir slíka sjóði að skrá starfsemi sína á Ír- landi. Tækifærið sem stjórnvöld í Dubl- in hyggjast nýta sér er tilkomið vegna þess að helstu iðnríki heims stefna að því að þrengja að þeirri fjármálastarfsemi sem er stunduð í skattaskjólum víðsvegar um heim. Það þýðir að fjárfestar þurfa í auknu mæli að skrá sjóði sína í ríkj- um sem þykja ábyrgjast fullnægj- andi eftirlit með slíkri starfsemi. Meðal þeirra breytinga sem búist er við á starfsemi vogunarsjóða er að þeir sem hyggjast selja fjármála- afurðir sínar innan Evrópusam- bandsins verða að hafa heimilisfesti í einhverju af aðildarríkjunum. Írar lokka til sín vog- unarsjóði Írar Lokka til sín fjárfesta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.