Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 18
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009
J ó l a s ö f n u n
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
er hafin
Oft var þörf en nú er nauðsyn
Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega
hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349
eða á netfangið maedur@simnet.is.
Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur,
Hátúni 12b.
– meira fyrir áskrifendur
Skólar og
námskeið
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Í blaðinu verður fjallað um menntun og
þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir
þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika
með því að afla sér nýrrar þekkingar og
stefna því á nám og námskeið.
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um menntun, skóla og
námskeið þriðjudaginn
5. janúar 2010.
Meðal efnis verður:
Háskólanám og endurmenntun.
Fjarmenntun á háskólastigi.
Verklegt nám/iðnnám á framhalds- og
háskólastigi.
Endurmenntun.
Símenntun.
Listanám.
Sérhæft nám.
Námsráðgjöf og nám erlendis.
Kennsluefni.
Tómstundanámskeið og almenn námskeið.
Lánamöguleikar til náms.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00
mánudaginn 21. desember
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Það sem stendur upp úr hér er áhugi
stráka á dansi. 20 strákar hafa nú þegar skráð sig og það
er hæsta hlutfall stráka í íslenskum dansskóla. Ég er búin
að ráða sérstakan kennara fyrir þá, enda vil ég gera allt til
að halda þeim inni,“ sagði Ásta Bærings danskennari og
eigandi dansskólans Dans Centrum sem opnar í Reykja-
nesbæ í janúar.
Ásta hefur verið dansandi allt sitt líf, byrjaði 4 ára í
Jazzballettskóla Báru, útskrifaðist með dansaradiplómu
árið 2001 og hefur kennt við skólann undanfarin ár. Ásta
sagðist eiginlega alin upp þar. Ferilinn er því orðin langur
og dansreynslan mikil. Á árunum 2001 til 2004 kom Ásta
reglulega til Suðurnesja til þess að kenna við Jazzd-
ansskóla Emelíu sem starfræktur var í Reykjanesbæ í
mörg ár. Ásta er nú komin aftur en nú til þess að stofna
eigin dansskóla. Hún sagðist vera að svara köllun. „Þannig
er að það er svo oft búið að skora á mig að koma hingað og
stofna skóla, að ég ákvað að slá til. Fólk þekkir mig bæði af
kennslu minni hjá Emelíu Dröfn en ekki síður í kennslu
hjá fimleikastelpunum í Keflavík,“ sagði Ásta. Auk dans-
reynslunnar er Ásta viðskiptafræðingur að mennt og hef-
ur gefið vellaunað starf hjá hugbúnaðarfyrirtæki upp á
bátinn til að stofna skólann. „Það er mikil vinna að reka
dansskóla. Ég þarf að finna viðeigandi tónlist fyrir alla
aldurshópa, semja dansa og þjálfa sjálf. Þessu sinnir mað-
ur ekki í aukavinnu.“
Mikil eftirspurn frá hjónum og pörum
Ásta leggur áherslu á að um heilsárs dansskóla sé að
ræða þar sem nemendur hafa kost á því að þroskast sem
dansarar í annarskiptu námi. „Ég skipti starfsemi skólans
annars vegar upp í dansnám sem spannar heila önn og er
hugsað fyrir börn frá 4 ára aldri og til 16 ára aldurs og hins
vegar 12 vikna námskeið sem hugsuð eru fyrir framhalds-
skólanema, 16-20 ára og 20+, þar sem námskeið henta
betur fólki sem er í námi eða starfi.“ Ásta tók fram að allir
nemendur muni taka þátt í reglulegum nemendasýn-
ingum og þeim muni gefast kostur á að taka þátt í smiðj-
um. Yfir sumarið verða gestakennarar og draumurinn er,
sagði Ásta, að koma á samstarfi við aðra dansskóla, líkt og
hún þekkir sjálf frá sinni dansnámstíð, þar sem nemendur
ýmissa skóla komu saman og kynntust nýjum kennurum,
ásamt því að læra hver af öðrum. „Þá mun ég að sjálfsögðu
svara eftirspurn og jafnvel þróa dansnám fyrir framhalds-
skólanema eftir því sem skólinn eflist. Þá hef ég fengið
margar fyrirspurnir frá pörum og hjónum varðandi para-
námskeið, svo sem í salsa. Draumurinn er að bjóða upp á
smiðjur fyrir þessa hópa.“
Dauði Michael Jackson áhrifavaldur
Ásta sagði viðbrögð íbúa Reykjanesbæjar við nýja
dansskólanum vera frábær, nú þegar væru 100 nemendur
búnir að skrá sig og markmið Ástu er að þeir verði fjöl-
hæfir dansarar með marga dansstíla á hreinu, svo sem
jazz, street og modern. Af þessum hópi eru 20 drengir og
Ásta er mjög hrifin af þessum dansáhuga drengja í
Reykjanesbæ. Hún er með tvær tilgátur varðandi skýr-
ingu á þessum mikla áhuga, sem hún sagði einstakan á Ís-
landi utan samkvæmisdansa. „Mér dettur fyrst í hug sjón-
varpsþátturinn „So you think you can dance“ á Stöð 2 og
svo andlát Michaels Jackson. Ég hef fengið þó nokkuð
margar fyrirspurnir þess efnis hvort ég muni ekki kenna
dansana hans.“ Ásta sagðist meðal annars ætla að svara
þessu mikla áhuga með því að hafa sérstakan strákahóp
með karlkyns kennara, en sagði stráka og stelpur yfirleitt
hafða saman í dansnámi, enda þeir í miklum minnihluta.
Hún nefndi sem dæmi að af 700 nemendum Jazzball-
ettskóla Báru væru 2 strákar. „Ég er rosalega ánægð með
þetta og mér finnst eins og þetta geti orðið magnað.“ Ásta
bætti við að reynsla hennar af sýningum hafi sýnt að dans-
reynsla stráka sé oftast of einhæf og yfirleitt bundna við
samkvæmisdansa. Þessu vilji hún breyta.
Sjálf hefur Ásta tekið þátt í fjölda sýninga, m.a. í
Grease, Hafinu Bláa og Fame á undanförnum árum. Hún
hefur starfaði sem dansari í leikhúsi í 13 ár og verið dans-
höfundur í ótal sýningum, myndböndum og auglýsingum.
Hún er félagi í FILD, Félagi íslenskra listdansara.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Dansað allt sitt líf Ásta Bærings ætlar að miðla kunn-
áttu sinni og ástríðu á dansi til ungs fólks í Dans-
Centrum í Reykjanesbæ á komandi ári.
„Rosalega ánægð með
dansáhuga drengja“
Ásta Bærings hefur verið dansandi frá fjögurra ára aldri
Opnar DansCentrum í Reykjanesbæ í næsta mánuði
Hvaða kennarar munu starfa við Dans Centrum?
Ásta Bærings verður aðalkennarinn en hún mun njóta
aðstoðar Guðríðar Hafsteinsdóttur, Óskar Björnsdóttur
og Leifs Eiríkssonar.
Munu nemendur geta náð sér í gráður?
Eftir margra ára samfellt nám munu nemendur geta
tekið próf. Ef eftirspurn verður eftir dansnámi fyrir 16
ára og eldri mun skólinn svara þeim þörfum.
Hvar er skólinn til húsa?
Fyrst um sinn verður skólinn starfræktur í Hafnargötu
31, 3. hæð, en draumurinn er að skólinn fái eigið hús-
næði eftir því sem hann dafnar og vex.
S&S
HÚN er loks
komin fram pill-
an sem fram-
lengir æsku-
blómann, ef
marka má loforð
fyrirtækja-
risanna Nestlé
og L’Oréal sem
þróuðu hana í
sameiningu.
En pillan hægir á öldrun húðar-
innar og hrukkumyndun þar með.
Galdurinn liggur í efnasambandi
sem finna má í tómötum og talið er
vernda eldri frumur gegn skemmd-
um og stuðla að aukinni nýmyndun
húðfrumna.
Rannsókn á samanburðarhópum
bendir til að pillan auki mýkt húð-
arinnar um 8,7%. Hún verður þó
dýr – mánaðarskammturinn mun
kosta sem svarar 15.000 krónum.
Töfrapillan
komin fram
Æskublómi
www.danscentrum.is