Morgunblaðið - 21.12.2009, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Hverri kyn-slóð ber aðleysa sín
vandamál og skila
þeim verðmætum,
sem hún hlaut í arf,
óskertum í hendur þeirrar
næstu og bæta við þau ef vel á
að vera. Engin kynslóð hefur
leyfi til að taka út á kostnað
næstu kynslóðar eða velta
vandamálum sínum yfir á hana.
Nú glímir íslenskt samfélag
við afleiðingar hruns. Vandinn
kom berlega í ljós í greinaflokki
Steinþórs Guðbjartssonar
blaðamanns í Morgunblaðinu í
liðinni viku um skólakerfi á
krossgötum. Niðurskurðurinn
er hafinn og nær að tala um að
fallöxi sé á lofti en hnífur.
Í greinaflokknum var farið
yfir öll skólastig, allt frá leik-
skóla til háskóla. Kristín
Bjarnadóttir hjá Samtökum for-
eldrafélaga leikskóla segir að
gengið hafi verið of langt í hag-
ræðingu og hún bitni á fæði,
hreinlæti, búnaði og öryggi.
Sagt er að standa eigi vörð
um gæðin í grunnskólum en það
verður erfitt þegar á að skera
niður um þrjá til þrjá og hálfan
milljarð á næsta ári. Ef til vill er
sóknarfæri í því að samkvæmt
niðurstöðu skýrslu OECD um
menntamál segir að hægt sé að
lækka útgjöld um 30% án þess
að minnka gæði og umfang
kennslu. Þetta má þó ekki mis-
skilja með þeim ætla að ætla að
við það að skera niður um þriðj-
ung haldist gæðin sjálfkrafa.
Framboð á námi í kvöld-
skólum og fjarkennslu í fram-
haldsskólum mun
dragast saman um
helming. Það þýðir
ásamt öðrum nið-
urskurði fækkun
um 820 ársnem-
endur eins og það er kallað.
Á háskólastiginu verður einn-
ig dregið saman á sama tíma og
fleiri leita í frekara nám, meðal
annars vegna þess að minni
vinnu er að hafa í samfélaginu
og fólk vill nota tækifærið til að
byggja sig upp á meðan þess er
beðið að atvinnuástandið batni.
Ekki þarf að undirstrika mik-
ilvægi menntunar í nútíma-
samfélagi. Framtíð íslensks
samfélags veltur á því að hér búi
vel menntað fólk. Góð menntun
er grunnur uppbyggingarinnar.
Hver einstaklingur á framtíð
sína að miklu leyti undir mennt-
un sinni. Í henni felst eign sem
heldur gildi sínu þótt verð
hlutabréfa og fasteigna hrynji.
Þegar að kreppir á að verja
skólakerfið og réttast væri að
bæta í. Nú er svo komið að ekki
er lengur hægt að tala bara um
hagræðingu heldur skerðingu á
grunnþjónustu.
Í greinaflokki Steinþórs kem-
ur fram að verði lenging á skóla-
árinu látin ganga til baka sé
hægt að spara í akstri, mötu-
neyti og víðar, en hjá kennurum
sé dagafjöldinn bundinn í kjara-
samninga og þar við sitji. Börn-
in hafa ef til vill ekki við neina
formlega kjarasamninga að
styðjast en til er óformleg
skuldbinding sem nú er í hættu.
Hrunið er þegar farið að bitna á
komandi kynslóðum.
Hrunið er þegar
farið að bitna á
næstu kynslóðum}
Menntun á höggstokki
Fundurinn íKaupmanna-
höfn fór fyrir lítið.
Og kom svo sem
ekki á óvart. Þótt
allir veraldlegir
leiðtogar tali einum
rómi og dragi
hvergi undan að út-
mála þá vá sem fylgi vaxandi út-
blæstri koltvísýrings gerðist
ekkert þegar þeir komu saman.
Hvernig má það vera? Það er all-
ur heimurinn búinn að kaupa
kenninguna um hlýnun and-
rúmslofts af mannavöldum. Að
minnsta kosti þorir enginn al-
vöruleiðtogi að orða gagnrýna
hugsun af ótta við að vera út-
skúfaður sem fórnarlamb afneit-
ara sem sumir eru grunaðir um
að trúa enn á flatkökumynd jarð-
ar. Og þeir voru allir þarna. „Það
gefur sérstaka von um árangur
að yfir hundrað leiðtogar ríkja
eru samankomnir í Kaupmanna-
höfn,“ sagði einhver til að yf-
irvinna eigið vonleysi. En sam-
kvæmt fréttum af fundinum voru
það bara fjórir sem funduðu.
Bandaríkjaforseti, forseti Kína,
forseti Indlands og forseti Suð-
ur-Afríku. Því var
svo bætt við að þeir
fjórir hefðu viðrað
sjónarmið sín sím-
leiðis við forseta
Brasilíu. Ekki þótti
einu sinni taka því
að tala við Evrópu-
sambandið. Og leið-
togarnir hundrað sátu spenntir
úti í hinum flottu sölum og biðu
eftir alþjóðlegu samkomulagi og
veltu fyrir sér hvort það yrði
lagalega bindandi fyrir alla. Það
skýrðist þegar bandaríkjaforseti
hélt blaðamannafund með fáein-
um handvöldum bandarískum
blaðamönnum og sagði hver nið-
urstaðan hefði orðið. Hún væri
fín en ekki lagalega bindandi.
Svo fór hann út á Kastrup í álíka
góðu skapi og síðast þegar hann
var þar og gat ekki tryggt hags-
muni síns heimabæjar sem vildi
hýsa íþróttakeppni. Þegar hinir
hundrað miklu leiðtogar heyrðu
niðurstöðuna, sem enginn ræddi
við þá, sögðu þeir: „Það var og“
og fóru svo heim, væntanlega til
að útskýra málið fyrir sínum al-
menningi, þótt þess hafi ekki enn
orðið vart.
Það er ráðgáta
hvernig „alþjóða-
samfélagið“ tekur
ákvarðanir fyrir
heimsbyggðina }
Alþjóðasamfélagið fundar
V
ið lifum í samfélagi ímyndar og
tákna, samfélagi sem er á sífelldri
hreyfingu og stöðugt að birta okkur
nýja ásýnd, en sjaldnast höfum við
tök á að skyggnast undir yfirborðið.
Þessi grunna heimsmynd ímyndar og tákna er
óhjákvæmilegur fylgikvilli nútímasamfélags,
hraðans og neyslunnar. Og blaðamenn finna sár-
lega fyrir því. Einu gildir hvort fjallað er um
hlutabréfamarkaðinn sem var, stjórnmál líðandi
stundar, fjölmiðlana eða bloggið.
Eftir því sem fyrirbærin eru flóknari, þeim
mun frábrugðnari er upplifun fólks af þeim. Þess
vegna verðum við ásátt um ákveðnar stað-
almyndir í opinberri umræðu, sem oft eru ansi
fjarri raunveruleikanum og geta verið stór-
varasamar.
Við erum dæmd til þess að fjalla um veru-
leikann út frá ónógum forsendum. Og upplýsingarnar eru
orðnar svo miklar og margslungnar að við neyðumst til að
treysta orðum annarra, dómgreind þeirra og heiðarleika,
nánast í hverri röksemdafærslu sem við köstum fram.
Smám saman lærum við af reynslu, stundum biturri,
hverju má treysta.
Það var meðal annars þess vegna, sem hrunið varð
svona mikið áfall. Þegar allt í einu kom í ljós að ekkert var
sem það sýndist og hagnaður bankanna blekking; þeir
voru ekki fjármagnaðir ár fram í tímann eins og haldið
hafði verið fram og kom á daginn að hátimbruð útrásin var
byggð á sandi.
Þegar spilaborgin hrundi hafði það skelfi-
legar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf,
skuldir heimila og fyrirtækja tvöfölduðust
með falli krónunnar og hjól efnahagslífsins
stöðvuðust. En alvarlegast var að traustið
hvarf; nú getum við ekki lengur treyst orðum
annarra um veruleikann sem við deilum.
Brýrnar á milli okkar hrundu, brýrnar sem
nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að fjalla
með eðlilegum hætti um samfélagið. Eftir
stóð gjáin.
Svo hófst hrunadansinn á ný, en nú með öf-
ugum formerkjum. Og kannski sökkvum við
alveg til botns áður en viðspyrna næst.
En höfum hugfasta áminningu Jónasar
Hallgrímssonar í prófræðu í Bessastaða-
kirkju árið 1829, að það er ekki fyrr en jarð-
neska lukku þrýtur, „þegar heimurinn snýr
við blaðinu – og það mun hann gjöra oftast nær – þá vakn-
ar fyrst fyrir alvöru einhvör æðri löngun í mannsins sálu.
Þegar þú sem fyrrum varst heill þjáist af örðugum sjúk-
dómi, þú sem varst ríkur verður að líða nauð, þú sem varst
virtur verður óvirtur, þegar vondir menn umsitja þig eða
vinir þínir bregðast þér eða ástvinum þínum er burtu svipt
eða hjarta þitt kvelst af einhvörri hulinni sorg sem þú
verður að dylja fyrir heiminum – þegar þú þannig yfirgef-
inn hlýtur einmana að ganga þungan gang í lífsins eyði-
mörku – hvar er þá, ó maður! þitt athvarf?“
Lífið er stöðug leit að athvarfi. Kannski er það handan
gjárinnar? pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Hvar er þá, ó maður! þitt athvarf?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Samningur við Verne
ryður braut annarra
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Þ
eir aðilar sem hafa verið
að undirbúa uppbygg-
ingu gagnavera hér á
landi fylgjast grannt með
umræðunni á Alþingi um
frumvarp iðnaðarráðherra til stað-
festingar fjárfestingarsamnings
vegna gagnavers Verne Holdings á
Ásbrú í Reykjanesbæ. Um er að
ræða félögin Greenstone, sem er í
eigu bandarískra, hollenskra og ís-
lenskra aðila, og Titan Global, sem er
í aðaleigu Jónasar Tryggvasonar og
Arnþórs Halldórssonar.
Þó að hugmyndir séu uppi um að
breyta eðli og gerð svona samninga
um erlendar fjárfestingar hér á landi
er samningurinn við Verne talinn
ryðja brautina fyrir önnur gagnaver á
Íslandi. Búið sé að skapa ákveðið for-
dæmi og tæpast verði mikil frávik í
samningum við aðra. Frumvarp iðn-
aðarráðherra á þó enn eftir að kom-
ast í gegnum þingið en miklar um-
ræður hafa sprottið upp um
eignarhald á Verne að undanförnu.
Þá þarf fjárfestingarsamningurinn að
fara fyrir Eftirlitsstofnun EFTA,
sem skoðar alla slíka samninga þegar
um ríkisstuðning á Evrópska efna-
hagssvæðinu ræðir.
„Við erum enn að vinna í okkar
málum og þá sérstaklega væntan-
legur viðskiptavinur Greenstone sem
er enn að meta verkefnið út frá fjár-
hagslegum þáttum, stöðu efnahags-
mála í heiminum og áhættumati sem
snertir fjölmarga þætti,“ segir Sveinn
Óskar Sigurðsson hjá Greenstone.
Hann reiknar með breytingu eftir
áramót á ferli fjárfestingarsamninga
ríkisins vegna erlendra fjárfestinga.
„Við teljum það ferli mjög áhuga-
vert og í raun nútímalegra en það
sem verið hefur við lýði til þessa. Iðn-
aðarráðuneytið hefur kynnt okkur
þetta ferli og við teljum það henta
Greenstone afar vel og betur en hinn
eldri ramma,“ segir Sveinn og telur
mikilvægt að gagnsæi og jafnræði
ríki í þessum málum.
Ísland alvöruvalkostur
Jónas Tryggvason segir samning-
inn við Verne Holdings gera þessum
iðnaði auðveldara með að fara af stað
hér á landi. Fylgst sé grannt með
þróun hér af erlendum aðilum. Titan
Global hyggst ekki reka sjálft gagna-
verið heldur selja það áfram í hendur
eins stórs aðila. Jónas segir stórfyr-
irtæki í upplýsingatækniheiminum
hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga. Nú
sé hægt að kynna landið sem alvöru-
valkost í gagnaversiðnaðinum.
„Við vonumst til að innan þriggja
mánaða verði komin endanleg nið-
urstaða í þetta hjá okkur,“ segir Jón-
as en Titan Global gerir sér vonir um
að fá sambærilega ívilnun og eig-
endur Verne, sá fjárfestingarsamn-
ingur hafi skapað ákveðið fordæmi.
„Ég hef skoðað samninginn við
Verne og margt lítur þarna vel út.
Það geta varla orðið mikil frávik,“
segir Jónas en þeir Arnþór hafa átt
viðræður við m.a. iðnaðarráðherra og
Fjárfestingarstofu Íslands. Þar hafa
þau svör yfirleitt fengist, að sögn Jón-
asar, að fyrst þyrfti að ljúka samn-
ingum vegna Verne áður en farið yrði
að semja við aðra aðila.
„Við höfum því setið rólegir og beð-
ið en þetta hefur tafið okkar áform
töluvert. Nú tel ég að hlutirnir geti
loksins farið að hreyfast fyrir alvöru,“
segir Jónas.
Gagnaver Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ
þar sem Bandaríkjaher hafði áður aðstöðu á Vellinum.
Önnur gagnaversfyrirtæki bíða
spennt eftir því að fjárfesting-
arsamningur við Verne Holdings
verði staðfestur á Alþingi. Sá
samningur gæti skapað fordæmi
fyrir önnur gagnaver.
ÓLJÓST er hvar gagnaver Green-
stone og Titan Global verða. Meðal
staða sem hafa komið til greina hjá
Greenstone er Blönduós. Vænt-
anlegur viðskiptavinur félagsins
mun hins vegar ákveða staðarvalið
en félagið hefur gert viljayfirlýs-
ingar um lóðir við nokkur sveit-
arfélög víða um land, m.a. Ölfus,
Þingeyjarsveit og Hafnarfjörð.
Titan Global er að hefja viðræður
við Faxaflóahafnir um lóð undir
gagnaver við Grundartanga. Félag-
ið leitar sér að hentugu skrifstofu-
húsnæði og hyggst ráða til sín
starfsfólk á næstunni. Setja á auk-
inn slagkraft í starfsemina eftir
áramót en til þessa hefur undirbún-
ingsvinnan verið hlutastarf þeirra
Jónasar Tryggvasonar, sem áður
starfaði sem framkvæmdastjóri hjá
Actavis, og Arnþórs Halldórssonar,
fv. framkvæmdastjóra Hive, IP
Fjarskipta og fleiri fyrirtækja.
ÓVISSA
UM STAÐI
››