Morgunblaðið - 21.12.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.12.2009, Qupperneq 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 ÍSLENSKA þjóðin stendur á krossgötum í kjölfar bankahrunsins: Hún þarf að gera upp við sig hvort hún ætlar að halda áfram að haga sér eins og ein fjöl- skylda; þar sem gera má ráð fyrir að allir tengist öllum með fjöl- skylduböndum ef vel er að gáð; eða þá að við tökum upp hætti stærri þjóða og fórnum hvert öðru á altari hefnd- arinnar; líkt og menn gátu á Sturl- ungaöld þegar þjóðin var ennþá til- tölulega óskyldir landnámshópar. Ef fyrri kosturinn er valinn við uppgjör bankahrunsins eigum við að viður- kenna að langlíklegast sé að kjörnum stjórnmálamönnum okkar hafi geng- ið gott eitt til er þeir misreiknuðu hin- ar nýju aðstæður sem voru að skella á með alþjóðavæðingu viðskiptalífsins. Þeirra mistök hafa verið óbein fram- lenging af veikleika okkar sem smá- þjóðar í að hafa roð við miklu stærri fjármálaheimi. Þeirra kotungsháttur var kotungsháttur okkar allra. Sem þjóðarfjölskylda ættum við þá að refsa þeim líkt og fjölskyldufyrir- tæki myndi gera við höfuð fjölskyld- unnar sem sigldi því í strand: Hann hlyti mikinn álitshnekki fyrir og mikla reiði, og séð yrði til að hann yrði færður til í starfi og látinn gegna ábyrgðarlitlum hlutverkum eftir það. Bóndinn yrði t.d. gerður að fjósa- manni. Á þjóðarmælikvarða þætti mér því maklegt að stjórnmálamennirnir hyrfu af þingi og væri gert að búa eingöngu við lágmarkslaun og lágmarkseftirlaun eftir það. Svipað mætti gilda um aðra atvinnulífs- forkólfa sem hefðu gert sambærileg mistök. Ætti þetta að koma í staðinn fyrir óheyri- legar sektir, og svo möguleikann á að rétta sig við síðar meir. Öðru máli ætti að gegna um þá sem verða uppvísir að augljósum vís- vitandi þjófnaði, enda eru þeir þar með búnir að segja sig úr vinskap við þjóðarfjölskylduna sína. Þá mætti dæma til ævilangrar samfélagsþjón- ustu. Síðan yrði þjóðin að beita sig aðhaldi við að vinna í hinum nýja fjármálaveruleika hnattvæðing- arinnar, og standa og falla sem ein fjölskylda: súpa seyðið af eigin mis- tökum. Hinn valkosturinn er, að við snúum baki við ættarþjóðríkinu, og gerumst þess í stað aðilar að fjöl- þjóðabandalagi (ESB?). Þá getum við komið fram við brotamenn okkar með þeirri auknu refsigleði sem kem- ur af að dæma þá sem eru ekki fjöl- skyldumeðlimir. Þá getum við kannski frekar lokað hjörtum okkar fyrir þjáningum aðstandendanna, í skjóli þess að utanaðkomandi lög ráði þá ferðinni. En þá hættir líka ættarsamfélagið að vera mælikvarði alls fyrir okkur, líkt og verið hefur. Þá er hætta á að landið verði eins og fjölþjóðlegt sam- eignarfyrirtæki, sem geti klofnað í útibú frá mörgum Evrópulöndum; líkt og er nú með Jan Mayen. Þá get- ur lítið orðið eftir til að sameina okk- ur, annað en áhugafélög um íslensku- kennslu og um útgáfu á bókum um íslenskan skáldskap og sögu. Því segi ég: Nú er tími til kominn að fyrirgefa fjárglæframönnunum okkar. Við megum ekki láta reiðina og vonbrigð- in með þá verða til að við gefumst upp á því að verða áfram ættarþjóð- ríki! Eitt nýtt heimsmet getum við svo huggað okkur við: Þótt við höfum nú orðið að taka á okkur heimsmet í bankahruni miðað við fólksfjölda, þá hafa þeir peningar alltént að mestu leyti líklega hafnað í vösum venju- legra barnafjölskyldna, úti í hinum vestræna heimi, en þó líka í þróun- arlöndunum. Við erum því væntan- lega að fremja heimsmet í styrkveit- ingum til fólksins annars staðar í heiminum, með því að borga fyrir ófyrirséð tap annarra hópa af of- þöndum umsvifum okkar erlendis. Þar með ætti okkur að leyfast að krefjast undanþágu frá viðmiðum Evrópusambandsins um styrki til þróunarlandanna; ef við göngum þá einhvern tímann þangað alfarið inn! Eftir Tryggva V. Líndal »Nú er tími til kominn að fyrirgefa fjárglæfra- mönnunum okkar. Tryggvi V. Líndal Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld. Ættarríkið og fyrirgefningin MIKIÐ hefur gengið á hér á Suðurnesjum á undanförnum árum og hvergi virðist vera lát þar á. Eitt af því sem við treystum á er að grunn- þjónusta sé ekki skert og að við getum búið við öryggi, eða hvað? Fæstir vilja hafa þörf fyrir þjónustu okkar en þegar mikið liggur við er hringt í 112 og óskað eft- ir aðstoð, og það er sjálfsagt og eðli- legt. En getum við treyst á það að við fáum þessa þjónustu í nánustu fram- tíð? Við skulum svara þessari spurn- ingu aðeins seinna í þessari grein. Skoðum aðeins nánar hvað liggur á bak við hvert útkall. Þegar óskað er eftir aðstoð slökkvi- liðs eða sjúkrabíls þá fær fólk heim til sín þrautþjálfað fagfólk, oft við mjög erfiðar aðstæður. Það tekur að lág- marki þrjú ár að verða fullnuma slökkviðliðs- og sjúkraflutninga- maður. Þá er reynslan ekki talin með en hún er að sjálfsögðu mikilvæg. Starfsmannavelta Brunavarna Suðurnesja (B.S.) hefur verið lítil undanfarin ár og þar starfa reynslu- miklir menn með langan starfsaldur. Þegar niðurskurður hófst með til- heyrandi látum þá var enginn undan- skilinn, hvorki við, né aðrar stofnanir, á þessu ári urðum við m.a. að láta 6 manns fara sem störfuðu við afleys- ingar og leystu af í fríum og á nám- skeiðum og var mikil eftirsjá að þeim strákum . Töldum við að þar væri nóg komið og reyndar meira til. En ríkið hefur ákveðið að ganga lengra í þessum málum og hefur ein- hliða ákveðið að lækka greiðslur til aðila sem sjá um sjúkraflutninga á Ís- landi um 7%. Þessi tala virkar kannski ekki svo há en þess má geta að sveitarfélögin Reykjanesbær, Garður og Vogar hafa borgað 50% með sjúkraflutningum undanfarin ár, þrátt fyrir að ríkið eigi að bera allan kostnað! Er þetta eðlilegt? Þegar við skoðum þetta í þessu samhengi þá getum við ekki annað en skilið að sveitarfélögin vilji spyrna við fótum. Það versta við sparnaðaráform ríkisins er að sparnaðurinn yrði innan við 5 milljónir á ári. Er það þess virði? Hvað þýðir þetta fyrir B.S.? Stjórn B.S. hefur litið á þennan einhliða niðurskurð sem uppsögn á samningi og rennur hann því út 1. júlí 2010. Eft- ir þann tíma verða sjúkrabílar ekki lengur á vegum B.S. (náist ekki nýir samingar við ríkið) og kemur því til fjöldauppsagna um áramót þar sem stöður 18 slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna verða lagðar niður á Suðurnesjum. En það er annað og verra sem hlýst af þessu. Rekstur slökkviliðs er settur í uppnám. Því spyrjum við sveitarfélögin, eins og við spyrjum ríkisvaldið: hvað ætlið þið að gera? Á að fara aftur til fortíðar þegar hér var eingöngu útkallslið? Ávinningurinn sem hlýst af því er einungis lengri út- kallstími sem aftur leiðir til þess að við eigum á hættu að stórbrunar verði hér fleiri en undanfarin ár, svo ekki sé minnst á mögulegan mann- skaða. Sveitarfélög sem eru að berj- ast fyrir því að fá stórfyrirtæki hing- að á svæðið, svo sem álver eða gagnaver, geta ekki haldið að það sé aðlaðandi fyrir þessi fyrirtæki að státa af útkallsliði sem slökkviliði? Við höldum að menn séu ekki búnir að hugsa þessa hugsun til enda og eitt er ljóst að fólkið sem stendur að baki þessum sparnaðaraðgerðum er ekki að hugsa um öryggi fólksins hér á svæðinu. Ef við snúum okkur að spurningunni sem við veltum okkur upp fyrr í greininni, þ.e. hvort hægt sé að treysta á þessa þjónustu í náinni framtíð þá sýnist okkurr svarið vera: Nei. Ágætu íbúar á Suðurnesjum, Viljum við byrja nýtt ár á enn einni fjöldauppsögninni sem þýðir að grunnþjónusta fólksins sé stórlega skert? Svarið er Nei. Því viljum við starfsmenn Bruna- varna Suðurnesja skora á heilbrigðis- ráðherra og þau sveitarfélög sem standa að Brunavörnum Suðurnesja að standa vörð um slökkviliðið og sjúkraflutninga á Suðurnesjum og þann mikla mannauð sem við teljum að Brunavarnir Suðurnesja hafi á að skipa. Eftir Eyþór Rúnar Þórarinsson og Rúnar Eyberg Árnason »Mikil óvissa ríkir nú um sjúkraflutninga og slökkvilið á Suður- nesjum á næsta ári. Eyþór Rúnar Þórarinsson Höfundar eru slökkviliðs og sjúkraflutningamenn hjá Brunavörnum Suðurnesja. Rúnar Eyberg Árnason Hvert stefna ríki og sveitarfélög í grunnþjónustu FRÁ ÞVÍ menn fóru að gefa andanum gaum hefur hugleiðslan verið til í einni eða annarri mynd. Flestar hug- leiðsluaðferðir miðast við að upplifa meðvitað hugsunarlaust ástand sem kallað hefur verið thoughtless awareness. Ekki er til gott orð yfir það heiti á íslensku en þýða mætti hið enska heiti sem vit- und án hugsunar eða hugsunarlausa meðvitund. Rannsóknir hafa reyndar sýnt mun á ýmsum búddískum hug- leiðsluaðferðum, sem beina athygl- inni að upplifunum í augnablikinu og virkja ýmsar bylgjur hinnar vitrænu hliðar hugans, (sem felur vissulega í sér afslöppun og meðvitað hugs- unarleysi) en hugleiðslutækni Sa- haja-yoga felur í sér aukna virkni lágtíðni EEG-bylgna theta- og alpha- bylgna í limbic-svæði heilans (á milli heilahvelanna tveggja) sem og í fremra svæði heilans vinstra megin, (þó mun meiri hjá þeim sem höfðu stundað Sahaja-yoga í lengri tíma heldur en hjá hinum sem höfðu stundað þessa hugleiðsluaðferð í skemmri tíma). En það sem vekur mesta athygli vísindamanna er þó ekki þetta ástand í sjálfu sér heldur hvaða áhrif það hef- ur á mannslíkamann þegar til lengri tíma er litið. Til að gera langa sögu stutta sýndu fyrrgreindar rannsóknir augljóst samband á milli meiri virkni theta- og alpha-heilabylgna og tilfinn- ingalegrar vellíðunar þátttakenda og athyglishæfni þeirra. Betri tilfinn- ingaleg líðan á meðal hinna reyndu jóga var líka meira áberandi en hjá byrjendunum og átök hinnar díalekt- ísku hugsunar eða hinnar erilsömu hugsunar, (einkum í vinstra hluta heilans) að sama skapi minni. Þessi áhrif hugleiðslunnar á starfsemi heil- ans hafa auðvitað keðjuverkandi áhrif á alla líkamsstarfsemi. Eftir því sem starf hinnar þreytandi hugsunar minnkar (í sjálfráða taugakerfinu, parasympathetic nervous system, hægra megin eða í vinstra heilahveli), þarf líkaminn ekki að erfiða jafnmikið við að umbreyta fituögnum úr kvið- arholinu í heilafrumur og getur haldið að vinna sitt starf í friði og ró, (sem lýtur m.a. að líffærum eins og lifrinni og maganum) án viðvarandi röskunar með öllum þeim hættum sem af því getur stafað. Eftir því sem slaknar meira á þessari hægri hlið hins sjálf- ráða taugakerfis líkamans næst meiri jafnvægi við vinstri hlið líkamans, þá sem nærir tilfinningar okkar og innblástur. Rannsóknir hafa og sýnt að um leið og við virkjum limbic-svæði heilans eins og fyrr seg- ir, með hugleiðslu Sa- haja-yoga eykur það framleiðslu beta- endorfíns og annarra taugahormóna sem ala á sælutilfinningu og já- kvæðum viðhorfum (líkum þeim sem við upplifum þegar við erum ást- fangin eða iðkum einhverja íþrótt af kappi). Þó það sé bæði heilbrigt og hollt að stunda íþróttir og auðvitað dásamleg tilfinning að verða ástfang- inn, þekkjum við öll dökkar hliðar íþróttameiðsla vegna óhóflegs álags á líkamann og síendurtekinna tilrauna mannsins til að verða ástfanginn á ný í formi ótölulegra sambandsslita og kynferðisóra. Aðrir leita á náðir vímuefna til að upplifa hið dýpsta sæluástand sem líkaminn sjálfur get- ur búið til í krafti hugleiðslunnar. Þeim hefur nefnilega til dæmis aldrei verið sagt að beta-framleiðsla lík- amans virðist verka sem hið besta verkjalyf og hafa jafnvel töluverð áhrif á ónæmiskerfið, sem gæti út- skýrt hvers vegna ástundun Sahaja- yoga hafi læknað krabbamein. Bein og óbein áhrif Sahaja-yoga á mannslíkamann eru annars mjög margvísleg. Þau virðist ekki aðeins fela í sér minni streitu eða kvíða held- ur og bein keðjuverkandi lækning- aráhrif á hin ýmsu mein og kvilla af ólíkum toga. Á meðal þeirra meina sem Sahaja-yoga virðist hafa læknað eða unnið á með afgerandi hætti, eða í mjög mörgum tilvikum, eru: streita og kvíði, þunglyndi, ADHD (athygl- isbrestur, bráðlæti, ofvirkni), floga- veiki (í allt að 86% tilvika), asma, of hár eða of lágur blóðþrýstingur og að lokum fíknir af ýmsum toga, eins og eiturlyfja-, áfengis- og tóbaksfíkn. Til nánari skýringar á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum Sa- haja-yoga á mannslíkamann, er vísað til faglegrar vefsíðu um þessi efni: www.meditation.co.uk . Lækningamáttur Sahaja- yoga Eftir Benedikt S. Lafleur » Bein og óbein áhrif Sahaja-yoga á mannslíkamann eru mjög margvísleg. Benedikt S. Lafleur Höfundur er listamaður, talnaspekingur og útgefandi. Í ORÐABÓKUM vítt um lönd, er orðið landráð skilgreint sem; athafnir borgara til að- stoðar erlendu ríki í skaðlegri aðgerð gegn hans eigin, þá í að steypa af stóli sitjandi þjóðhöfðingja, aðstoða við stríðsrekstur gegn eigin föðurlandi eða valda varanlegu/ torbættu tjóni á eigin ríki. Í þrem valdamestu embættum ís- lenska lýðveldisins situr fólk sem allt heyrir undir eða starfar óformlega fyrir sama stjórnmálaflokkinn; Sam- fylkinguna. Á ég við embætti Forseta Íslands, Forsætisráðherra og For- seta Alþingis. Ávarpa ég hér þá ritendur ís- lenskrar sögu er ekki hliðhyllast óstöðvanleg föðurlandssvik Sam- fylkingarinnar. Óska ég þess að þau muni hina Versalalegu Icesave- samninga, hvað þeir táknuðu fyrir íslenska skattborgara sem að- hylltust ekki rán á full- veldinu og að þau skrá- festi innlimunina (ekki inngöngu, það verður aldrei kosið um þetta) í Evrópusambandið. Fer ég þess auðmjúklega á leit, að ofangreindir sagnaritarar hafi, í nafn- gift framtíðarinnar á samningslögum þeim er Samfylkingin og kveifasveit Vinstri Grænna hafa á dagskránni að samþykkja, hliðsjón af merkingu orðsins landráð og nefni þar með lög- in Landráðalögin, eða Bak- stungulögin. Fleira var það ekki. Mér er alveg sama hvernig Samfylkingin eða for- ysta VG reynir að snúa út úr þessum ummælum mínum, þau eru búin að vinna þetta mál með óþverrabrögðum og ég og aðrir Íslendingar sem ekki kjósa að láta hagsmuni erlendra ríkja ganga fyrir okkar, erum búin að tapa. Óska ég þeim til hamingju með sig- urinn og vona að þau fái öll vel laun- aðar embættisstöður í Brussel. Eftir Arnar Þór Kristjánsson » Í þrem valdamestu embættum íslenska lýðveldisins situr fólk sem allt heyrir undir eða starfar óformlega fyrir sama stjórnmálaflokk- inn; Samfylkinguna. Arnar Þór Kristjánsson Höfundur er háskólanemi. Bakstungulög

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.