Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 ✝ Guðrún J. Hjartarfæddist í Stóradal í Svínavatnshreppi í A-Húnavatnssýslu 23.11. 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 14.12. sl. Foreldrar Guð- rúnar voru hjónin Jón Jónsson bóndi og al- þingismaður í Stóra- dal f. 7.9. 1886, d. 14.12. 1939 og kona hans Sveinbjörg Brynjólfsdóttir f. 12.10. 1883, d. 2.5. 1966. Systkini Guðrúnar voru Jón f. 11.4. 1912, d. 14.10. 1965, bóndi í Stóradal og Hanna f. 26. 3. 1921 d. 30.9. 2006, húsfreyja í Stekkjardal. Guðrún giftist 21.9. 1939 Hirti Hjartar, kaupfélagsstjóra og síðar framkvæmdastjóra skipadeildar SÍS, f. 9.1. 1917, d. 14.1. 1993. Börn Guðrúnar og Hjartar: 1) Jóna Björg, f. 1941, maki Paul van Buren, synir Tómas og Páll Alex- ander. Maki Páls Alexanders er Esther Kuhry, sonur Benjamín Tómas. 2) Sigríður Kristín, f. 1943, maki Guðjón Stefán Guðbergsson, synir Hjörtur, maki Auður Ólafs- dóttir, börn Hrefna, Ingvar og Signý; Bergur, maki María Mál- fríður Magnúsdóttir, sonur þeirra Stefán Magnús; Hlynur, maki Brynja Björg Magnúsdóttir, dóttir Ásta Kristín. 3) Elín, f. 1944, maki Davíð Á. Gunnarsson, dætur Svana Margrét, sambýlismaður Skúli Ei- ríksson, dóttir Júlíana Rós; Guðrún Vala, maki Helgi Þór Logason, syn- ir Davíð og óskírður Helgason; Ásta Björg, sambýlismaður Jakob Ólafsson. 4) Egill f. 1948, fráskilinn. Börn hans Fríða, maki Bergsteinn Ólafsson, börn Guðrún Ásta og Guðmundur Egill; Sigríður Theodóra, maki Hörður Guð- mundsson, sonur þeirra Snorri Freyr ; Ívar. Guðrún ólst upp í Stóradal. Þar fengu umönnun margir ætt- ingjar af elstu kyn- slóð. Foreldrar Guð- rúnar ólu upp Sveinberg Jónsson og Þorvald Brynjólfsson, systkinasyni Svein- bjargar móður Guð- rúnar, og Ingibjörgu Hjálm- arsdóttur. Ingibjörg lifir enn háöldruð. Barnaskóli sveitarinnar var oftast í Stóradal, og Jón, faðir Guðrúnar, kenndi nemendum undir framhaldsnám. Eftir barnapróf nam Guðrún í Kvennaskólanum í Reykjavík og Kennaraskóla Ís- lands. Guðrún varð kennari árið 1936 og kenndi á Flateyri við Ön- undarfjörð í 4 ár. Nemendur Guð- rúnar frá Flateyri minnast enn áhrifa hennar sem kennara. Guð- rún og Hjörtur reistu heimili á Flat- eyri þar sem hann var kaupfélags- stjóri, en fluttust til Siglufjarðar 1945 þegar Hjörtur varð kaup- félagsstjóri þar. Árið 1952 fluttust þau til Reykjavíkur er Hjörtur varð framkvæmdastjóri skipadeildar Sambands íslenskra samvinnu- félaga. Heimilið varð starfsvett- vangur Guðrúnar eftir að börnin fæddust. Þjóðmálaáhugi Guðrúnar var mikill. Hún starfaði með Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík og sat þar lengi í stjórn, heiðursfélagi til dánardags. Lengi í stjórn Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Guðrún verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, mánudaginn 21. desember, og hefst athöfnin kl. 13. Komið er að kveðjustund. Látin er í hárri elli tengdamóðir mín, Guð- rún Jónsdóttir Hjartar. Liðin er nær hálf öld frá því ég kynntist þeirri mætu konu fyrst, því við Sig- ríður, dóttir Guðrúnar og Hjartar, kynntumst á menntaskólaárunum. Mér var vel tekið á heimilinu, nán- ast eins og einu barnanna, enda var ég í sjálfu sér einungis ómótaður unglingur þegar leiðir okkar lágu saman. Fyrstu hjúskaparárin bjuggum við Sigríður inni á heimili tengdaforeldra minna ásamt Hirti, frumburði okkar og fyrsta barna- barninu. Á þeim árum var ekkert til sem hét fæðingarorlof, en unga móðirin fékk náðarsamlega að nota þriggja vikna sumarleyfi sem fæð- ingarfrí. Það var því ekki hlaupið að því að annast lítið barn auk þess að stunda nám í háskóla. Það kom sér einstaklega vel að eiga hjálpsama tengdamóður. Án aðstoðar tengda- foreldranna hefðum við hjónin aldr- ei lokið háskólanámi eins og við gerðum. Guðrún annaðist litla drenginn á daginn og Hjörtur afi sprellaði við nafna sinn þegar hann hafði stund frá annasömu starfi. Eftir framhaldsnám erlendis stofn- uðum við ungu hjónin eigið heimili, en ætíð var unnt að leita til Guð- rúnar og Hjartar með aðstoð, ef ein- hvers þurfti með og stundum kom sér vel að Guðrún stundaði ekki vinnu utan heimilis. Á Lynghagan- um, heimili Hjartar og Guðrúnar, var gestkvæmt. Matarboð voru tíð og Guðrún kunni þá list að taka þannig á móti vinum og vandamönn- um að hverjum og einum fannst hann vera einstakur. Guðrún og Hjörtur höfðu yndi af að ferðast, þótt starfs Hjartar vegna yrðu ferðirnar færri en hugurinn stóð til. Þau fóru stöku sinnum með okkur í stuttar ferðir innanlands og voru góðir og skemmtilegir ferða- félagar, bæði fróð um menn og mál- efni og sögu lands og þjóðar. Guðrún hafði yndi af blómum og sagði stundum að þannig birtist sveitastúlkan í sér. Hún var sömu- leiðis mjög fær í höndunum og saumaði lengi bæði á sjálfa sig og dæturnar auk þess sem hún var mikil hannyrðakona. Hún var víð- lesin og sagði vel frá. Hún kunni ógrynnin öll af vísum og ævintýrum, sem börn og barnabörn kunnu svo sannarlega að meta. Hjörtur missti heilsuna alltof snemma en Guðrún annaðist hann af kostgæfni. Þau skiptu um hús- næði, sem gerði honum kleift að vera heima mun lengur en ella hefði verið. Eftir að sjúkrahúsdvöl var óumflýjanleg heimsótti Guðrún hann á hverjum degi og var hjá hon- um í langan tíma og eins kom hann vikulega heim í stutta heimsókn. Hjörtur lést 1993, fyrir 16 árum. Guðrún bjó ein og annaðist sjálf heimilið fram yfir nírætt. Hún var sjálfri sér nóg og hafði alltaf tök á að miðla öðrum af hjartagæsku sinni. Eftir að hún fékk heilablæð- ingu fyrir tæpum þremur árum lam- aðist hún og fékk dvöl á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni þar sem hún naut mjög góðrar umönnunar. Aldrei heyrðist frá henni æðruorð þótt þrekið færi sífellt minnkandi. Það hefur verið mér mjög lærdómsríkt að kynnast og umgangast þessa merku konu og að leiðarlokum þakka ég allt. Stefán Guðbergsson. Guðrún, tengdamóðir mín, var glæsileg kona. Hún var allt í senn, heimsborgari, sveitakona og fræði- maður. Hún var jafn vel að sér í enska fótboltanum, strákunum og stelpun- um okkar í fótboltanum og hand- boltanum, formúlunni, Shakespeare og Íslendingasögunum. Heimsmálin og íslensk pólitík voru daglega kruf- in til mergjar. Eina stundina saum- aði hún listaverk, á næstu mínútu var hún lögst á gólfið í bíla- eða dúkkuleik við eitt af barnabörnun- um. Það voru forréttindi að fá að fara með ömmu Gunnu „heim“ í Húna- vatnssýslu. Þar voru hennar rætur. Hún var afkomandi stórbænda. Faðir hennar var Jón Jónsson, bóndi og alþingismaður. Hann var einn þeirra framsóknarmanna sem klufu sig frá Framsóknarflokknum vegna deilna við Jónas frá Hriflu. Afi Hjörtur var einn þeirra ungu manna sem hrifust af Jónasi sem kennara og hugmyndasmið. Þegar Guðrún og Hjörtur hittust á Flat- eyri létu þau ekki þannig smámuni hafa áhrif. Þau urðu einfaldlega ást- fangin. Þannig var það alltaf á þeirra heimili að dægurmálin, póli- tík eða annað, var allt í lagi að ræða, en það sem réð ferðinni og and- rúmsloftinu þeirra á milli, var ástin og umhyggjan. Það var eiginlega óskiljanlegt, þegar þessi myndarlega teinrétta kona, sem alltaf var í fínu formi, missti heilsuna fyrir tæpum þremur árum. Manni fannst einhvern veg- inn eins og amma Gunna, eins og við öll kölluðum hana, væri eilíf. Skyndilega var þessi klettur brot- inn. Í einni andrá var lokið þessum föstu venjum sem verða til í öllum fjölskyldum. Vikan tekin út yfir kaffibolla með nýbökuðum kleinum eða vöfflum með rjóma. Í staðinn komu reglulegar heimsóknir á sjúkrahús og síðastliðin tvö ár í Sól- tún, þar sem haldið er uppi heim- ilisbrag af miklum myndarskap. Þangað var gott að koma. Amma Gunna hélt virðingu sinni og glæsibrag allt til síðasta dags. Hún skildi við þennan heim með sömu reisn og hún lifði lífinu. Amma Gunna varð sú síðasta af eldri kynslóð okkar Ellu til að kveðja þennan heim. Það er mikil breyting. Nú erum við orðin elst. Jólin á Selbraut breytast mikið við andlát ömmu Gunnu. Margar venj- ur voru tengdar nærveru hennar. En lífið heldur áfram sinn vana- gang. Kynslóðir koma og fara. Það bætist ört við nýja kynslóð í fjöl- skyldunni og einhver besta ósk sem hægt er að bera fram er sú að nýir einstaklingar líkist ömmu Gunnu sem mest. Blessuð sé minning hennar. Davíð. Elskuleg amma Gunna fékk hvíldina þann 14. desember síðast- liðinn, þá 94 ára að aldri. Við kveðj- um hana með söknuði og jafnframt þakklæti fyrir allt það sem hún var okkur. Amma Gunna skipaði stórt hlutverk í lífi okkar allra. Hún amma Gunna var stórglæsi- leg og tignarleg kona, með einstak- lega mikla útgeislun. Hún var ávallt vel til höfð og framkoma hennar var einstaklega hógvær og hlýleg. Þær voru ófár stundirnar sem við systurnar áttum með ömmu Gunnu og afa Hirti meðan hann lifði, á Lynghaganum, á Flyðrugrandan- um, og nú síðast í Sóltúni. Minnisstætt er að þegar gist var uppi á lofti, undir súð, var fastur lið- ur að fá kleinu og mjólk fyrir hátt- inn. Amma sagði okkur ævintýri og sögur fyrir svefninn og svo var vaknað við söng hennar þegar hún kom upp stigann til að vekja okkur. Við fengum að aðstoða hana við að draga þvottinn í strauvélinni, rölt- um upp í Kron til að kaupa skyr og svo var spilað á spil. Enginn bjó til betri mat en amma, jafnvel hrærða skyrið smakkaðist best hjá henni. Amma var mikil hannyrðakona og eftir hana liggja fjölmörg lista- verk, hvort sem er útsaumur, hekl, prjón eða saumaskapur. Á Lyng- haganum var saumavélin iðulega í notkun, snið á gólfum og ósjaldan títiprjónar á flakki. Það lék allt í höndum hennar. Amma bjó yfir hafsjó af fróðleik og gilti þá einu hvort sem var um gamla tíma eða nútímann. Allt þar til hún veiktist árið 2007 fylgdist hún vel með fréttum af mönnum og málefnum. Hvort sem rætt var um stjórnmál, síðasta landsleikinn eða nýjustu tísku þá var aldrei komið að tómum kofanum. Amma Gunna var vel upplýst og hafði skoðanir. Hún var alltaf sjálfri sér samkvæm og ræddi um menn og málefni af hrein- skilni. Amma var alltaf mjög barngóð og hændust börn að henni. Við sáum það enn betur eftir að Davíð og Júlíana Rós bættust í hópinn og hugsa þau mjög hlýlega til lang- ömmu sinnar. Við eigum eftir að sakna þess að heyra ömmu segja: „Hér er æskan og fegurðin“ eins og hún gerði iðulega þegar hún gekk inn í hóp ungs fólks. Samband ömmu og mömmu var alla tíð mjög kært og náið. Þær nutu ávallt félagsskapar hvor ann- arrar og eftir að amma flutti í Sól- tún fór mamma þangað, nánast á hverjum degi. Amma sýndi mikla hlýju og dugnað þegar afi Hjörtur veiktist og hlúði einstaklega vel að honum. Sama skilyrðislausa kær- leik sýndi mamma af sér við umönn- un ömmu í veikindum hennar. Hafa þau systkinin öll, Jóna, Sigga, Ella mamma okkar og Eddi, hlúð að henni af mikilli kostgæfni. Hefur amma eflaust verið þeim afar þakk- lát. Blessuð sé minning ömmu Gunnu. Svana Margrét, Guðrún Vala og Ásta Björg. Húnvetnsk bændamenning var arfleifð hennar og heimanmundur, fylgdi henni alla ævi, vestur á firði, aftur norður til Siglufjarðar og svo áratugi í Reykjavík. Það voru merkileg örlög að dóttir Jóns í Stóradal, alþingismannsins sem stofnaði Bændaflokkinn ásamt Tryggva, í uppreisn gegn Jónasi, skyldi svo ganga að eiga unga kaup- félagsstjórann frá Þingeyri sem Jónas hafði fóstrað í gamla Sam- vinnuskólanum við Sölvhólsgötu. Þessi tími er hluti af horfinni öld, saga Íslands sem nú er lesin í skól- um, en samt er svo stutt síðan að þegar Guðrún J. Hjartar andast í hárri elli leitar hugur okkar til þess sem mótaði hana unga og reyndar alla tíð. Þegar ég drenghnokki kom með afa og ömmu til Siglufjarðar, páska- ferð með Esjunni, og svo nokkru síðar á Kvisthagann, þegar þau Hjörtur voru flutt suður með barna- hópinn, skynjaði ég þótt óljóst væri hve Guðrún var sérstæð og merk, sjálfstæð en um leið kímin í alúð sinni. Hirti var falinn margvíslegur trúnaður á vettvangi samvinnu- hreyfingarinnar og lengi var hann þar í fremstu forystusveit; oft stormasamt þegar átökin voru grimm. Ætíð var Guðrún stoð hans og stytta, félagi, vinur og ráðgjafi; veitti honum það skjól sem þurfti til að ná hvíld fyrir næstu lotu. Hún var ekki aðeins húsmóðirin sem stolt ól upp hin mannvænlegu systkini heldur bjó líka að menntun sinni og áhuga á menningu og þjóð- legum fróðleik. Hún fylgdist náið með atburðum á vettvangi dagsins, var liðtæk og vel liðin í sveit fram- sóknarkvenna. Þegar flokkurinn og hreyfingin voru eitt áhrifamesta afl- ið í þjóðlífinu voru þau Hjörtur, bæði í krafti hugsjóna sinna og hæfileika, meðal helsta trúnaðar- fólks forystunnar. Við í fjölskyldunni munum Guð- rúnu þó fyrst og fremst sem hinn góða vin, glaðværa og stolta og ávallt fagnaði hún öllum sem komu í heimsókn, oft með tilvísunum í nýj- ar bækur eða orðræðu líðandi stundar. Mamma og pabbi virtu hana ætíð mikils og margar eru minningarnar sem tengjast heimili þeirra Hjartar; líka eftir að mamma dó og við pabbi vorum þar oft um helgar og á hátíð- isdögum. Það var mér því mikils virði löngu eftir að þau voru öll dáin, fólkið sem hér er nefnt, að Guðrún skyldi enn vera svo ern þótt öldruð væri að geta verið með okkur í Dómkirkj- unni og Alþingishúsinu, nokkrum sinnum við embættistöku. Þær báð- ar, hún og Margrét móðursystir sem nýlega lést, voru þar komnar sem eins konar fulltrúar alls þess góða fólks sem ól okkur frænd- systkinin upp og gaf okkur það veganesti sem best hefur dugað. Ólafur Ragnar Grímsson. Mig langar til að kveðja þig, Guð- rún, með fáum orðum. Ég man okkar fyrstu kynni, þeg- ar þú, eiginmaður og börn, fluttuð til Reykjavíkur frá Siglufirði. Ég var á sjöunda ári og varð starsýnt á þann stærsta ísskáp, sem ég hafði séð. Ég elti burðarmennina inn og stóð á eldhúsgólfinu þegar þú komst inn. Átt þú þennan ísskáp, spurði ég. Já, sagðir þú, og ég á líka fullt af krökkum, og nú skulið þið fara út að leika. Við gerðum það, og þar hófst ævivinátta mín og yngstu dóttur þinnar. Ég leit alltaf svo upp til þín, Guð- rún, gáfur þínar og mildi báru af, maður vissi að þú skildir allt, þótt orðin væru stundum fá. Einu sinni, er ég gisti hjá ykkur, sem oftar, vildum við stelpurnar endilega sofa í tjaldi. Það var nú sjálfsagt mál. Þú lést okkur búa um okkur í svefnpok- um og tjalda út í garði og færðir okkur svo nýbakaðar kleinur undir svefninn. Mörgum árum seinna, þegar Ella mín eignaðist sína fyrstu dóttur og var með hana í heimsókn hjá þér á Lynghaganum, þá kom ég til þess að sjá barnið. Ég óaði og æjaði yfir yndisleik og fegurð barnsins, eins og gengur, þá man ég svo skýrt, að þú tókst barnið í fangið og sagðir: Útlit og peningar og öll veraldleg gæði skipta litlu máli. Allt sem börn þarfnast er, að finna að þau eru elskuð! Þetta lýsir þér vel. Ég bið góðan Guð um að leiða þig á æðri leiðum og gefa eftirlifandi börnum þínum styrk. Við vissum öll að þú varst tilbúin. Hvíl í friði. Anna Herskind. Gagnmerk kona er hnigin í valinn að endaðri farsælli ævi. Guðrún var fædd og alin upp í Stóradal í Svína- vatnshreppi, sem var mikið menn- ingar- og myndarheimili og foreldr- arnir sannkallaðir sveitarhöfðingjar. Jón Jónsson faðir hennar var for- ystumaður í héraðinu. Hann var fyrst alþingismaður í Framsóknar- flokknum, en hvarf þaðan eftir snarpar deilur við Jónas Jónsson frá Hriflu og stóð að stofnun Bænda- flokksins og sat um skeið á þingi fyrir þann flokk. Sveinbjörg Brynj- ólfsdóttir móðir hennar var mikil rausnarkona. Heimilislífið í Stóradal reyndist afar gott veganesti fyrir Guðrúnu sem ætíð bar með sér höfðingsbraginn að heiman. Það varð afdrifaríkt fyrir hana að fara vestur á firði eftir að hún aflaði sér kennaramenntunar. Þar kynnist hún hinum unga efnilega kaup- félagsstjóra Hirti Hjartar. Þau hjón áttu einstaklega góða samleið og mátu hvort annað að verðleikum. Á árunum 1945-1952 bjuggu þau í Siglufirði en þar var Hjörtur einnig kaupfélagsstjóri. Síðan fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Hjörtur byggði upp og stjórnaði Skipadeild SÍS. Fyrir svo önnum kafinn mann var það ekki lítils virði að eiga slík- an bakhjarl sem Guðrún var. Sann- arlega kunni hún til verka að stýra mannmörgu rausnarheimili þar sem gestrisni ríkti. Guðrún varð fljótlega við komuna til Reykjavíkur ein traustasta konan í Félagi framsókn- arkvenna í Reykjavík og starfaði þar um hálfrar aldar skeið. Í félagsstarfinu mynduðust afar sterk tengsl meðal kvennanna sem náðu langt út fyrir flokksstarfið, þessi mikla samkennd vakti oft á tíðum undrun annarra. Fyrir utan sannfæringu okkar að samvinna og jöfnuður séu best til þess fallin að skapa farsælt þjóðfélag, þá var það tvímælalaust vinnan við jólabasar- inn sem skóp mestu samheldnina. Guðrún lá ekki á liði sínu við bas- arinn frekar en önnur störf er inna þurfti af hendi í félaginu. Ætíð var hún til reiðu og myndarskap hennar var viðbrugðið. Guðrún var óvenju glæsileg kona og stórgreind, að auki hafði hún sérstakan hugljúfan þokka sem einungis þeir einstak- lingar bera, sem hafa allt sitt á hreinu. Jafnframt hafði hún brenn- andi áhuga á stjórnmálum eins og margir í föðurætt hennar hafa löngum haft og lét til sín taka í FFK við stefnumótun framfaramála. Sannarlega hefði hún sómt sér vel á þingi, en konum af hennar kynslóð var það sennilega fjarlæg hugsun. Hún undirbjó jarðveginn fyrir kom- andi kynslóðir, fremur en að hugsa um eigin frama. Að öllum störfum gekk hún með prúðmennsku og ósérhlífni og við félagar hennar kveðjum hana með mikilli virðingu og þökk. Sigrún Magnúsdóttir. Guðrún J. Hjartar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.