Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 ✝ Hrafn Sæmunds-son fæddist á Krakavöllum í Flóka- dal í Fljótum 12. júní 1933. Hann lést 10. desember sl. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Valdnýjar Þorláksdóttur hús- móður, f. 1892, d. 1980 og Sæmundar Dúasonar, bónda og síðar kennara í Fljót- um, í Grímsey og á Siglufirði, f. 1889, d. 1988. Systkini Hrafns voru: Magna, f. 1911, Þorlákur og Dúi fæddir 1913, Karl, f. 1919, og Jón, f. 1922. Uppeldissystir Hrafns var Æsa Karlsdóttir, f. 1927. Þau hanías og Fjölnir Þór. 3) Berglind Hrönn félagsráðgjafi, f. 1966. Eig- inmaður Ólafur Vignir Björnsson verkfræðingur. Börn þeirra eru Sindri Freyr, sambýliskona Krist- björg Helga Sigurbjörnsdóttir, Hrafnhildur og Ester Hulda. Hrafn starfaði sem prentari hjá Þjóðviljanum og síðar hjá Blaða- prenti. Árið 1982 söðlaði hann um og hóf störf hjá Félagsmálastofnun Kópavogs sem atvinnumálafulltrúi og síðar fulltrúi í málefnum fatl- aðra. Hrafn vann ötullega að fé- lagsmálum og áttu málefni aldr- aðra og fatlaðra hug hans allan. Störf hans náðu langt út fyrir ramma hefðbundinnar vinnu. Hrafn og Ester bjuggu alla tíð í Kópavogi. Hrafn verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, mánudaginn 21. desember og hefst athöfnin kl. 13. eru öll látin. Hinn 1. október 1960 kvæntist Hrafn Ester Huldu Tyrf- ingsdóttur, f. 13. des- ember 1932. Dætur þeirra eru: 1) Agnes Huld sálfræðingur, f. 1961. Eiginmaður Páll Breiðfjörð Páls- son verkfæðingur. Börn þeirra eru Eva María og Páll Elvar, sambýlismaður Evu er Hjalti Kristinsson, dóttir þeirra er Alma Júlía. 2) Hulda María tónlistakona, f. 1962. Eiginmaður Björn Her- steinn Herbertsson vélfræðingur. Börn þeirra eru Viktor Hrafn, Zop- Langferð er lokið og ný tekin við. Eftir sitjum við fátækari. Með pabba er farin persóna sem setti lit sinn á umhverfi sitt. Fólk minnist hans frá hinum ýmsum aðstæðum, gjarnan tengdum starfi hans og baráttu. Mál- efnin voru mörg og ekkert gefið eftir. Jafn réttur allra var meginmálið og gilti einu hver átti í hlut. Baráttan var háð á vettvangi samfélagsmála og vopnið var penni. Oft komu við- brögð og úr urðu snarpar umræður, gjarnan á síðum blaðanna. Stundum var beðið fyrir kveðju frá ókunnugu fólki og ósjálfrátt varð maður örlítið reistari af því að eiga svona merki- legan pabba. Pabbi hafði einstakt lag á að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og notaði þá gjarnan setningu eins og „ég ætla nú ekkert að skipta mér af en...“. Í kjölfarið fylgdi hugmynd, verklýsing og áætlun. Enginn þurrk- ur var í hugmyndabrunninum og fram á síðustu stundu var hann í vinnuhug. Þar sem ég sit og leyfi minningunum að streyma finn ég þakklæti fyrir að hafa fengið að vera þátttakandi í lífi pabba. Á þann hátt hafa mótast skoðanir og lífsgildi sem vert er að halda í. Hjá pabba var húmorinn aldrei langt undan enda góð leið til að koma sínu á framfæri. Alvarleiki lífsins var litaður léttari tónum með húmor sem á köflum var dökkur og hárbeittur. Þar var hann sjálfur ekki undanskil- inn og gríninu beindi hann gjarnan að sjálfum sér. Hamingju pabba með fjölskyldu sína voru lítil takmörk sett. Hvatn- ing og hrós til dætra voru með ein- dæmum og stundum á mörkum þess mögulega. Slíkt veganesti er ómet- anlegt. Gleði hans jókst eftir því sem ríkidæmið stækkaði, barnabörnum fjölgaði og brosið varð breitt þegar fyrsta langafabarnið fæddist sl. vor. Minningarnar eru margar og engin leið að fanga þær með fátæklegum orðum. Ég kveð pabba minn með þakklæti og söknuð í huga. Berglind Hrönn Hrafnsdóttir. Hann Krummi afi var frábær mað- ur. Fyrstu minningar sem ég man af honum eru úr Bræðratungunni þar sem hann og Ester amma bjuggu svo lengi. Hann naut þess að vera lengi í vel heitu baði og lyktaði alltaf vel af rakspíra. Hann missti þefskynið þegar hann var lítill og stundum bað hann mig að segja sér hvort hann hefði sett of mikið af rakspíranum. Það var alltaf svo gott að vera í Bræðró hjá ömmu og afa. Þar var bókasafn og aðstaða þar sem afi skrifaði mikið. Þegar ég var lítil lék ég mér oft að því að leita að myndinni af honum í Mogganum, því hann hefur í gegnum tíðina sent inn óteljandi greinar. Ég er stolt af honum afa mínum fyrir að hafa verið svo hjartahlýr og góður maður. Fjölskyldan var honum alltaf efst í huga og alltaf þegar dætur hans hittust með börnin nefndi hann hversu yndislegt það væri að eiga svona flotta fjölskyldu. Hann var mjög hreykinn af dætrum sínum þremur og öllum barnabörnunum, það fór ekki á milli mála. Önnur sterk minning sem ég á um hann afa minn eru göngurnar sem hann gekk með Hana-nú, það fannst honum gaman enda var hann ofsalega fé- lagslyndur. Krummi afi söng líka mikið, við sungum stundum saman þegar ég var yngri man ég. Ég söng fyrir hann í 70 ára afmælinu hans, og var það erfitt fyrir mig því ég er svo sviðs- hrædd, en ég man hvað mig langaði að gera það fyrir hann. Hann vann á Félagsmálastofnun Kópavogs og var þar mikils metinn og man ég eftir öll- um styttunum og gripunum sem hann hefur fengið í gegnum tíðina fyrir vel unnin störf og þá sérstak- lega í málefnum fatlaðra. Krummi afi var vinstrisinnaður, skrifaði djarft um samfélagið og málefni líðandi stundar og deildi skoðunum sínum með landsmönnum í Mogganum. Það var svo ofsalega sorglegt þegar afi greindist með Parkinsonsjúkdóm- inn, hann fór þá að eiga erfitt með skrif. Skrif sem voru honum svo mik- ilvæg. Ég man að pabbi hjálpaði hon- um mikið með því að koma upp betri skrifaðstöðu og hann tölvuvæddi afa gamla svo hann gæti haldið áfram að skrifa. Ég veit að honum þótti mjög vænt um það. Það er þó nokkur tími síðan hann hætti að geta skrifað og sungið en núna er hann kominn á betri stað þar sem hann getur gert þessa hluti á ný. Krummi afi varð langafi í apríl og það lifnaði yfir honum þegar ég kom í heimsókn með litlu dóttur mína hana Ölmu Júlíu. Ég er svo ánægð að hann fékk að kynnast henni. Elsku afi minn ég sakna þín en ég er ánægð að þú sért kominn á stað þar sem þér líður vel og sjúkdómurinn nær þér ekki. Þín Eva María. „Og fuglinn stakk höfðinu undir væng- inn í ljósaskiptunum því á morgun ætlaði hann að fljúga inn í garðinn og syngja kveðjusönginn“ (Haustið, H.S.) Krumminn hefur nú sungið kveðjusönginn. Hann var hagmæltur eins og ofangreindar ljóðlínur bera með sér. Nokkur ljóða hans birtust í Mogganum en oftar fengu aðeins ná- komnir að rýna í þau. Greinar hans í dagblöðum birtust þó reglulega og yfir langt tímabil. Þær báru vott hugsjón um betra mannlíf og baráttu fyrir jöfnuði og mannréttindum. „Þetta er nú bara Krummi garmur- inn, áttu mínútu?“ var viðkvæðið þegar hurðinni á skrifstofu minni var lokið upp árla morguns, svo að segja daglega í næstum áratug. Krummi hóf störf sem atvinnu- málafulltrúi hinn 1. sept. 1982, sama dag og ég tók við starfi félagsmála- stjóra Kópavogs. Í endurminningum sínum við starfslok árið 2000 lýsti hann þessum degi sem nýjum fæð- ingardegi sínum; endurfæðingu eftir að hafa orðið að hverfa frá iðn sinni sökum heilsubrests og við honum blöstu nú tækifærin til að hrinda hugsjónum í framkvæmd. Mínútuna fékk Krumminn ætíð, raunar eins margar og það tók okkur að brjóta málið til mergjar. Þær voru ófáar hugmyndirnar sem hann deildi með mér á morgnana, misgóðar eins og við mátti búast en nokkrar gátu tæp- lega talist annað en tær snilld. Krumminn var aldursforsetinn á Félagsmálastofnun en félagsmála- stjórinn yngstur lengi vel. Þrátt fyrir aldursmun varð samstarfið fljótt ná- ið, byggt á gagnkvæmri virðingu og hlýju – hugsun og hjörtu slógu í takt. Frumkvöðlastarf í félagsþjónustu var unnið á mörgum sviðum. Nokkur dæmi sem áttu öðru fremur rætur í eldmóði og frjórri hugsun Hrafns Sæmundssonar: Hana-nú hópurinn: hin mjúka lending á elliárin, hæfing fyrir atvinnulaus ungmenni, starfs- endurhæfingastöðin Örvi, sambýli fatlaðra í Vallargerði, tilsjónarstarf með fötluðum ungmennun, ferlimál og ferðaþjónusta fatlaðra auk stofn- unar Atvinnuþróunarfélags Kópa- vogs. Krumminn var ekki einungis fund- vís á verðug viðfangsefni í velferð- arþjónustu. Ekki síður voru starfs- aðferðir hans á undan sinni samtíð. Samstarf við félagasamtök um úr- lausnarefnin, Öryrkjabandalagið, Þroskahjálp, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, svo dæmi séu nefnd, til að efla virkni og til að tryggja að sjónarmið notenda þjón- ustunnar fengju að njóta sín. Ein- staklingsmiðuð og notendastýrð vel- ferðarþjónusta eru slagorð dagsins í dag, hugsun sem var samofin sýn Krumma á mannréttindi fólks með fötlun fyrir hartnær þremur áratug- um, svo langt var hann á undan sinni samtíð. Krummi kunni nefnilega að hlusta á fólk. Um nokkurra ára skeið vann ég ásamt góðu fólki fyrst við samningu laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og síðar laga um málefni fatlaðra. Krummi fylgdist með framvindu þessarar vinnu af lifandi áhuga og á þeim augnablikum sem þörf var á örvun og leiðbeiningu átti ég Krumma að. Ætíð lagði hann gott til mála, af lítillæti og hógværð sem jafnan einkenndi hann. Það er bjart yfir minningu Hrafns Sæmundsson- ar. Ég votta fjölskyldu hans og öðr- um ástvinum samúð mína. Bragi Guðbrandsson. Hrafn Sæmundsson ✝ Egill Egilssonfæddist á Grenivík við Eyjafjörð 25.10. 1942. Hann lést 13.12. 2009. Foreldrar: Egill Áskelsson, þá sjómað- ur þar, f. 28.2. 1907, og Sigurbjörg Guð- mundsdóttir. Áskell var smiður, bjó í Aust- ari-Krókum á Flateyj- ardalsheiði; kona Ás- kels var Laufey Jóhannsdóttir kirkju- smiðs á Skarði í Dals- mynni Bessasonar. Foreldrar Sigurbjargar voru Guð- mundur, smiður, bóndi á Lómatjörn í Höfðahverfi, Sæmundsson. Móðir Sigurbjargar var Valgerður Jó- hannesdóttir Reykjalín, bónda á Þönglabakka í Fjörðum. Systkin Eg- ils: 1) Sigurður skipasmiður, f. 1934, maki Kolbrún Daníelsdóttir, (skildu). 2) Lára sjúkraliði, f. 1935, maki Björgvin Oddgeirsson. 3 ) Bragi, f. 1937, lést í flugslysi á Öxna- dalsheiði 29.3. 1958, var við nám í læknisfræði. 4) Áskell skipasmiður, f. 1938, d. 1.9. 2002, maki Svala Hall- dórsdóttir. 5) Valgarður læknir og rithöfundur, f. 20.3. 1940, maki Katrín Fjeldsted. 6) Drengur óskírð- fjölskyldu sinni til Íslands 1976, og bjó hún síðan í Reykjavík. Egill var fréttaritari ríkisútvarpsins í Kaup- mannahöfn meðan á dvöl hans þar stóð. Á námsárum sínum starfaði hann á sumrin við rannsóknastörf á vegum Orkustofnunar, ferðaðist hann þá víða um landið, varð hann manna kunnugastur landi sínu. Kenndi við M. A. (1966-67). Annaðist hann kennslu í eðlisfræði við Raun- vísindadeild Háskóla Íslands frá 1976 til 1997, síðar einnig við Menntaskólann við Hamrahlíð (1976-90). Frá 1990 kenndi hann eðl- isfræði við Menntaskólann í Reykja- vík og til dauðadags. Náttúruvernd var Agli mjög hugleikin. Egill var rithöfundur að öðru starfi, og hafði skrifað fjórar skáld- sögur og nú er sú fimmta væntanleg á komandi ári. Skáldverk hans eru Pabbadrengir, Karlmenn tveggja tíma, Sendiboð úr djúpunum og Spillvirkjar, sem tilnefnd var til bók- menntaverðlauna. Egill ritaði einnig fjölda greina í blöð. Þau hjón reistu sér sumarhús í landi Fossness í Þjórsárdal og undu þar löngum við skriftir og skógrækt. Egill var skemmtinn á mannamótum. Útför Egils fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, mánudaginn 21. desem- ber 2009, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður að Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi strax að lokinni athöfn í Fossvogskirkju. ur, f. 17.6. 1944, d. 4.7. 1944. 7) Laufey hjúkr- unarfræðingur, f. 5.8. 1947, maki Þorsteinn P. Gústavsson, (skildu), maki II Gunn- ar Finnsson. Egill kvæntist 29.12. 1967 Guðfinnu Ingu Eydal sálfræð- ingi, f. 27.2. 1946. Börn, a) Hildur Björg Eydal Egilsdóttir, f. 26.3. 1976, sambýlis- maður Haraldur P. Guðmundsson, b) Ari Eydal Egilsson nemi, f. 28.11. 1980, og c) Bessi Eydal Egilsson nemi, f. 28.11. 1980. Foreldrar Egils bjuggu á Greni- vík fyrstu tíu búskaparár sín en fluttu 1944 að Hléskógum í Höfð- ahverfi austan Eyjafjarðar; bjuggu þar um 20 ára skeið og þar ólst Egill upp. Hann tók landspróf frá Lauga- skóla. Egill lauk námi við Mennta- skólann á Akureyri á þrem árum með stúdentsprófi 1962. Nam eðl- isfræði við Hafnarháskóla frá 1962, lauk cand. scient. prófi. Starfaði síð- an við Nordita Institut; annaðist einnig kennslu í menntaskólum í Kaupmannahöfn. Egill flutti með Með trega kveð ég minn snjalla mág, Egil. Hann hverfur úr lífi okk- ar samferðamannanna án fyrirvara, snöggur upp á lagið eins og hans var von og vísa. Egill var þannig gerður að hann fyllti með nærveru sinni hvert það rými sem hann kom í. Við höfum lengi átt samleið eða allt frá árinu 1967. Þá kynntist ég og giftist bróður hans, Valgarði, og sama ár gengu Egill og Guðfinna í hjónaband. Við vorum reyndar ekki í brúðkaupi þeirra fyrir norðan, ekki man ég hvers vegna, en hef fyrir satt að þar hafi Egill haldið gestum ræðu og sagt að þau hefðu komizt að niðurstöðu um samkomulag í hjónabandinu. Þegar þau væru sam- mála, sem oftast yrði, þá réði hún, en ef svo ólíklega vildi til að þau yrðu ósammála, þá réði hann. Egill kom úr stórum systkinahópi sem var alinn upp í Hléskógum í Grýtubakkahreppi en sá þriðji sem fellur frá á bezta aldri. Egill kom næstur á eftir Valgarði í aldri og fylgdi honum hvert fótmál eins og vænta má af yngri bróður. Vinátta þeirra bræðra á sér þar rætur. Mik- ill harmur var það systkinunum þegar Bragi bróðir þeirra fórst í flugslysi á Öxnadalsheiði 1959, ung- ur háskólanemi sem miklar vonir voru bundnar við. Hægt var að ætl- ast til að eftirlifandi systkini fengju að eldast saman og halda hópinn, en Áskell féll frá 2002 og nú er Egill einnig horfinn. Egill unni átthögum sínum og ræktaði frændgarð sinn fyrir norðan. Náttúruverndaráhugi hans hefur án efa vaknað þar en sá áhugi var einlægur og sannur eins og sjá mátti nýlega þegar hann reisti níðstöng þeim sem spilla vilja með virkjunarframkvæmdum fag- urri sveit við Þjórsá þar sem hann hafði reist sér hús og undi sér bezt síðustu árin. Egill hafði lag á að orða hlutina, hann var svo vel máli farinn, glöggur og fyndinn. Hann var starfsamur og skapandi maður, skemmtilegur ræðumaður og góður höfundur. Þeir bræður voru afar nánir og treystu hvor öðrum bezt í vandmeðförnum málum, svo sem að lesa yfir texta hvor fyrir annan. Báðir á kafi í skrifum og grúski alla tíð eins og faðir þeirra forðum. Egill gaf út nokkrar bækur og vil ég sér- staklega nefna skáldsöguna Spill- virkja sem kom út 1991 og má kall- ast bezt varðveitta leyndarmál í bókaútgáfu hér á landi það ár, eins og einn gagnrýnandi komst að orði. Sú bók átti skilið að fara á flug og án efa gerir hún það þótt síðar verði. Of seint fyrir Egil að njóta þess en ný bók er til í handriti – honum gafst ekki tími til að fylgja henni á leiðarenda. Egill átti svo margt ógert, ósagt og óskrifað. Hans verður sárt saknað. Guðfinnu, börnum þeirra Hildi, Ara og Bessa býð ég alla vináttu og elsku okkar Valgarðs um ókomna tíð. Katrín Fjeldsted. Egill okkar er dáinn. Genginn á vit feðra sinna allt of snemma. Fjöl- skyldan er harmi slegin. Sárastur er missir Guðfinnu systur okkar og barna þeirra, Hildar Bjargar, Ara og Bessa. Kynni okkar Egils hófust fyrir hartnær hálfri öld þegar hann og Guffý systir tóku saman. Þau giftu sig á Akureyri árið 1967. Það er enginn vafi að hjónaband Guffýjar og Egils var óvenju farsælt. Þau voru einstaklega samhent og sýndu hvort öðru mikla ástúð og virðingu. Þeim hefur ávallt verið efst í huga umhyggja fyrir börnunum þremur. Við og fjölskyldur okkar höfum ætíð verið velkomin á heimili þeirra. Þar hefur ríkt glaumur og gleði, gest- risnin á þeim bæ ósvikin og vel veitt. Okkur systkinunum þótti gaman af og vænt um hvernig mannþekkj- arinn og rannsakandinn Egill lýsti föður okkar heitnum, Brynjari, á heimspekilegum nótum og skrifaði snilldarlega grein í minningu hans. Hann hermdi efir honum og mundi sérstæð orðatiltæki og takta jafnvel betur en við og hélt þannig minn- ingu hans stöðugt á lofti. Egill reyndist móður okkar Brynhildi vel. Hann sýndi henni umhyggju og hjálpsemi sem hún metur mikils. Ekki þarf að orðlengja að Egill var einstakur húmoristi. Húmorinn og frásagnargáfan var það sem ein- kenndi Egil í góðra vina hópi. Hann kvaddi sér gjarnan hljóðs, við góðar undirtektir viðstaddra. Snilligáfu og skilning á mannlegu eðli þarf ekki að draga í efa. Egill miklaðist ekki af eigin verkum né setti sig á háan hest gagnvart viðmælandanum. Egill þekkti landið og gæði þess, fór vítt og breitt um, vann ungur við mælingar víða á hálendinu og kunni almennt góð skil á náttúru landsins. Hann var sannur náttúruunnandi. Eitt af síðustu afrekum Egils var að vekja okkur hin til umhugsunar um réttmæti fyrirhugaðra fram- kvæmda sem munu verða til þess að sökkva fögru landi á bökkum Þjórs- ár. Þetta gerði hann með táknræn- um hætti sem vakti þjóðarathygli. Egill Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.