SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 2
2 31. janúar 2010
18 Frumkvöðlasmiðjan sótt heim
Í Frumkvöðlasmiðjunni er unnið að því að efla sjálfstraust ungs fólks
og opna augu þess fyrir eigin hæfileikum og möguleikum.
23 Íslenskir kóngar
Einar Már Guðmundsson skrifar um kónga og smákónga.
24 Árbítur með Obama
Hendrikka Waage skartgripahönnuður og forseti góðgerðarsamtaka í
Vín er á leiðinni vestur um haf að hitta forseta Bandaríkjanna.
34 Listahátíð í
Reykjavík 40 ára
Stiklað á stóru í sögu hátíðarinnar, í
máli og myndum, og rifjuð upp nokkur
af eftirminnilegustu atriðum hennar
gegnum tíðina.
40 Einfalt og gott
Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir töfrar fram uppskriftir að
þremur réttum sem allir þurfa að kunna.
Lesbók
50 Ólæknandi ferðaþrá
Foreldrar Sturlu Friðrikssonar voru á ferðalagi þegar hann fæddist fyr-
ir tæpum níutíu árum. Hann hefur verið á ferðalagi síðan.
52 Skáldsaga þýðanda
Kristof Magnússon þýðir íslensk skáldverk á þýsku en semur einnig
skáldsögur.
53 Caulfield kveður
Bandaríski rithöfundurinn J.D. Salinger fallinn frá.
16
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Arnóri Atlasyni í leik á EM.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arn-
ar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingv-
eldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
38
Augnablikið
Í
sbjörn í Þistilfirði? Ertu viss um að ekki sé
verið að gera grín að okkur? Er nema von að
maður spyrji, í ljósi reynslunnar, þegar
fréttastjórinn hringir með tíðindin.
Þjóðhátíðardagurinn 2008 fór í að fanga hvíta-
björn við Hraun á Skaga og í fyrra gekk plastbjörn
á land í Skagafirði. Þá var ég sem betur fer ekki
kominn langt þegar sannleikurinn spurðist út.
Fræg er fyrirsögnin Negri í Þistilfirði í Degi á
árum áður; þá var það svart, en nú er það hvítt.
Nokkur símtöl og svo er rokið inn á flugvöll.
Verið er að setja bensín á vélina þegar ég mæti.
Shit! Er hún svona lítil? Mér svelgist á.
„Ég er til. Drífum okkar af stað,“ segir flug-
maðurinn brosandi. Traustur maður og ég er
sannfærður um að mér er óhætt.
Enn situr þó í mér atvikið yfir Austfjörðum fyr-
ir margt löngu þegar hurð á lítilli vél – sem var þó
mun stærri en þessi! – spenntist upp á flugi og ég
fékk það verkefni, ásamt flugmanninum, að
teygja mig eftir henni og skella í lás.
Ég og pínulitlar flugvélar höfum ekki átt sérlega
vel saman síðan.
Við tökum á loft til suðurs og svo er strax beygt
til vinstri. Akureyri fjarlægist og mér finnst ég
furðu fljótt venjast aðstæðum; það er bjart og feg-
urðin blasir við hvert sem litið er.
Vélin tekur kipp. Flugmaðurinn brosir. „Smá-
vindur,“ segir hann. Allt í góðu samt. Ég kinka
kolli og þykist rólegur.
„Dásamleg tilfinning að svífa svona um,“ segir
hann en ég held aðeins fastar í sætið en áður.
Það rifjast upp fyrir mér sem fyrrverandi mág-
ur minn, flugmaður, sagði einhverju sinni; jafn-
eðlilegt er að flugvél hristist og bíll sem ekur ofan
í holu eða yfir stein.
Yfir Vaðlaheiðinni tek ég eftir því að einni
hringingu er ósvarað í símanum. Hringi til baka í
fréttastjórann sem er með þau skilaboð að búið sé
að fella dýrið.
Ansans! Mér leið loks orðið vel í loftfarinu og
finn strax fyrir vonbrigðum.
Hvað lá þeim á að drepa blessaða skepnuna?
Sessunautur minn tilkynnir flugturni að við
ætlum að koma aftur inn til lendingar.
Þannig fór um sjóferð þá. Engin ísbjarnarmynd
en ég fékk staðfestingu á því að Vaðlaheiðin er
hvít að ofan. Svo smelli ég af nokkrum myndum
til þess að ferðin verði ekki algjörlega til einskis.
Þegar ég sest við tölvuna seinna um daginn
sýnist mér myndirnar eitthvað skrýtnar. Nei,
gleraugun sjálfsagt skítug eða skjárinn bilaður.
Telji lesandi myndina að ofan hreyfða eða
skakka er það ekki vegna þess að ég var skelk-
aður. Lesandinn hlýtur að halda vitlaust á
blaðinu. Ætti að prófa að halla því örlítið rétt-
sælis.
Lendingin er frábær. „Takk,“ segi ég.
„Varstu í straujárninu?“ spyr kunningi minn,
starfsmaður á flugvellinum, sem ég hitti síðar
þennan sama miðvikudag.
„Já, við köllum hana það því hún er svo lítil og
alveg eins og straujárn í laginu.“
Það eru góð tæki, hugsa ég. Kannski ég læri að
strauja skyrturnar mínar sjálfur.
skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Straujárn á flugi
4. febrúar
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir „Endalaus“ eftir norskan danshöf-
und, Alan Lucien Öyen. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alan unnið til fjölda
verðlauna fyrir verk sín og hefur getið sér gott orð fyrir falleg, tilfinningarík
og ljóðræn verk. Tónlistamaðurinn Ólafur Arnalds samdi tónlistina fyrir
verkið og blandar hann saman strengjum, píanói og rafmögnuðum áhrif-
um. Sýningin er sýnd á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og byrjar kl. 20.
ÍD frumsýnir „Endalaus“
Við mælum með…
31. janúar
Á dagskrá Myrkra
músíkdaga eru
spennandi djass-
tónleikar. Sigurður
Flosason flytur nýja
frumsamda tónlist við ljóð Að-
alsteins Ásbergs Sigurðssonar í
Norræna húsinu kl. 12. Honum til
fulltingis verða Ragnheiður Grön-
dal, Egill Ólafsson, Kjartan Valde-
marsson og Matthías Hemstock.
3. febrúar
Í Þjóðmenningarhús-
inu verður opnuð sýn-
ing á ljósmyndum úr
bókinni Íslendingar,
eftir Unni Jökuls-
dóttur rithöfund og Sigurgeir Sig-
urjónsson ljósmyndara. Þau fóru
vítt og breitt um landið í tvö ár,
heimsóttu fólk, spjölluðu við það
og tóku myndir. Sýningin stendur
til 16. janúar og er opin alla dag á
milli kl. 11 og 17.
Fösturdagur
Eva María Jónsdóttir Hugmynd
sem rædd var með morg-
unkaffinu: Í upphafi var starf-
semi Sjónvarpsins skipt niður á
þrjár deildir: frétta- og fræðslu-
deild, lista- og skemmtideild og
menntunar- og menningardeild.
Hugsanlega má endurvekja
þessi hlutverk fyrir heildina RÚV,
því eitt af því sem veikir starf-
semina ósegjanlega eru innan-
hússkrytur og skilningsleysi á
þeirri heild sem RÚV þarf að
vera til að sinna öllum lands-
mönnum.
Fimmtudagur
Torfi Rafn Halldórsson hugsar til
Beddu systur og barnanna í Þist-
ilfirði. Myndi hvorki vilja hafa ís-
björn í garðinum mínum né villu-
ráfandi og forheimska
dýraverndunarsinna … gott ef
björninn væri ekki skárri kostur.
Jon Oddur Guðmundsson
er að reyna að muna hvenær
ísbirnir urðu hvítabirnir. Senni-
lega aðeins seinna en Mexíkan-
ar urðu Mexíkóar.
Miðvikudagur
Hrafn Jökulsson Fyrir þremur
nóttum dreymdi mig átta ísbirni
á vappi. Samkvæmt því eru sjö
eftir …
Ísleifur B. Þórhallsson Apple
afhjúpar loksins nýja undratæk-
ið. Ég sé núna að mig bráðvant-
ar svona tæki núna strax!
Mánudagur
Guðrún Eva Mínervudóttir Ger-
umst meðlimir í hópnum: Við vilj-
um íslenskar kvikmyndir og sjón-
varpsefni.
Sunnudagur
Inga Lind Karlsdóttir er þá búin
að jafna sig eftir hið stórkost-
lega þorrablót Stjörnunnar. Fjár-
ans fjör var þetta. Ég held að
Garðbæingar, og vinir þeirra, séu
skemmtilegasta fólk á Íslandi.
Fésbók vikunnar flett