SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 12
12 31. janúar 2010
L
ífið er makindalegt hjá Arnóri Atla-
syni á herbergi 525 á Marriott-
hótelinu í Linz þegar blaðamaður
nær tali af honum á háttatíma. Þetta
er að kvöldi fimmtudags eftir sætan sigur á
Norðmönnum, þar sem Arnór átti stórleik og
skoraði tíu mörk úr tólf skotum. Og fyrsta
spurningin lýtur að því, hvers vegna allt
gangi upp hjá landsliðinu, sem ekki hefur
tapað leik á Evrópumótinu.
„Eigum við ekki að segja að það sé staðfest-
ing á því að Ólympíuleikarnir voru engin
heppni,“ svarar hann glaður í bragði. „Við er-
um bara með helvíti gott lið og gaman að sjá
að við sýnum smástöðugleika.“
– Hvað myndirðu segja að hafi breyst?
„Kannski bara þetta skref sem við stigum,
að ná árangri og vita hvað þarf til þess. Það
þýðir ekkert að vera bara sáttur við að ná ár-
angri, það verður að gera það að lífsstíl – að
vera alltaf sólgnari og sólgnari, að ná í meira
og meira. Nú hefur okkur tekist það, við vit-
um hvað til þarf, og það er munurinn á okkur
og Norðmönnum; þeir hafa aldrei komist í
undanúrslit.“
– Þú hefur komið sterkur inn í landsliðið á
mótinu!
„Ég hef átt erfitt tímabil upp á síðkastið,
verið meiddur í hnénu og fór í stóra aðgerð í
mars. Það er þriðja aðgerðin á hnénu. Ég er að
koma mér hægt og rólega í gang aftur, til
dæmis hef ég næstum ekkert farið aftur fyrir
miðju hjá FCK í ár. Ég hef sparað hnéð, bara
spilað sóknina í vetur og ekki spilað mjög
mikið. Ég var þannig séð á báðum áttum um
hvort ég ætti að gefa kost á mér, var ekki viss
um að hnéð myndi halda. En það er frábært
að ég hef ekkert fundið til í hnénu, þó að ég
Verður
lífsstíll að
ná árangri
Arnór Atlason hefur komið inn í landsliðið af fít-
onskrafti á Evrópumótinu eftir erfið meiðsli. Hann
er markahæstur með 32 mörk og er gjarnan sá sem
tekur af skarið á ögurstundu, en var á báðum átt-
um fyrir mótið um hvort hann ætti að gefa kost á
sér. Nú stendur hann á krossgötum með liði sínu í
Danmörku, þarf að spýta í lófana til að ljúka BS-
námi á næstu mánuðum og svo hlakkar hann til að
fá fjölskylduna heim til Kaupmannahafnar.
Arnór Atlason er stiginn upp úr meiðslum og hefur verið í lykilhlutverki hjá Íslendingum á Evrópumótinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Handbolti
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is