SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 15

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 15
fyrstu árin í KA. Hún er líka ung komin í kvenna- landsliðið og vonandi að hún nái að vinna sér inn fast sæti þar. Davíð Örn bróðir minn spilar fótbolta með Víking og stendur sig vel. Það er gott hjá honum að fara í fótboltann svo við höfum nú einhvern til að sjá um okkur á seinni árum!“ – Þú spilaðir líka fyrir Alfreð Gíslason hjá Magde- burg. „Ég fór til Magdeburgar þegar ég var tvítugur, en þar fékk ég í raun aldrei mikinn séns svo að skiptin til FCK voru mér lífsnauðsynleg.“ – Ég hef tekið eftir því, að á krítískum tímapunkt- um í leikjum, þá hikarðu ekkert við að taka af skarið. „Nei, ef vel gengur, þá er engin ástæða til að breyta út af, þó að það sé undir lok leiksins. Auðvitað þarf maður að hugsa betur um skotin sín og sjá til þess að þau komist í markið. En við setjum upp ákveðin leikkerfi, og ef maður verður varnarsinnaður, þá ganga þau ekki upp – sóknarleikurinn fer í kaos. Þannig að við verðum allir að spila eins og lagt er upp með.“ – Þú ert 25 ára og samt talarðu eins og þú sért hok- inn af reynslu! „Já, ég hef upplifað margt. Ég fór snemma til Magdeburgar og þetta er sjötta árið í atvinnu- mennsku. Ég hef lært mikið, tekið þátt í fullt af úr- slitaleikjum og meistaradeildarleikjum, og unnið titla með liðinu mínu í Danmörku. Svo eru lands- leikirnir farnir að nálgast hundrað. Maður lærir af þessu. Mér finnst ég njóta þess að hafa farið snemma út og þroskast snemma sem leikmaður.“ – Og ný kynslóð er farin að banka á dyrnar. „Já, við erum þrír úr okkar unglingalandsliði, ég, Ásgeir og Björgvin, sem urðum Evrópumeistarar árið 2003, og Aron og Ólafur spila með unglingalandslið- inu sem er núna að ná góðum árangri á heims- og Evrópumótum. Við spilum ekki á þessu landsliði endalaust og það er mikilvægt að nýir menn taki við keflinu og fái að kynnast þessum stórmótum. Aron hefur tekið heilmikinn þátt og það vegur þungt – maður býr að reynslunni. Ég veit það vel, því ég fór 21 árs til Túnis og þetta er fimmta stórmótið mitt.“ – Logi hefur alveg verið hvíldur. „Við eigum hann inni. Það er aldrei að vita nema hann komi sterkur inn. Það er gott að eiga einn mann sem er óþreyttur og getur hjálpað til í lokin.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss Ólympíuleikarnir í Peking 2008, Guðjón Valur og Arnór ánægðir með silfrið. Arnór byrjaði ungur að gefa samherjum sínum í KA góð ráð. Hér er hann í leik gegn Víkingi árið 2003. „Ég er að koma mér hægt og rólega í gang aftur, til dæmis hef ég næstum ekkert farið aftur fyrir miðju hjá FCK í ár. Ég hef sparað hnéð, bara spilað sókn- ina í vetur og ekki spil- að mjög mikið. Ég var þannig séð á báðum áttum um hvort ég ætti að gefa kost á mér...“ Arnór átti stórleik á móti Norðmönnum síðastliðinn fimmtudag, þar sem hann skoraði 10 mörk. 31. janúar 2010 15 Ekki gefst mikill tími til að hugsa um annað en handbolta á Evrópumótinu, en þó eiga strákarnir sínar stundir á milli stríða. „Þá er maður bara í rólegheitum, spásserar um borgina, les bók, horfir á bíómyndir í tölv- unni eða á hina leikina í sjónvarpinu,“ segir Arnór. „En umfram allt verður maður að hugsa vel um sig, næra sig almennilega, fara í nudd og til sjúkraþjálfara. Við erum með frá- bært teymi, nuddara, sjúkraþjálfara og lækni. Svo verjum við miklum tíma í fundi, að skoða andstæðinga okkar og okkur sjálfa. Það gefst því ekki mikið frí á þessum mótum.“ Hann segist hafa verið með Ásgeiri Erni í herbergi frá því þeir voru saman í unglinga- landsliðinu. „Ég hef eytt fleiri nóttum með Ásgeiri en konunni minni árið 2010!“ – Þannig að það er kært með ykkur? „Já, það skiptir miklu máli að eiga góðan herbergisfélaga. Oft þarf að drepa tímann og við erum orðnir sjóaðir í því.“ – Hvaða bók ertu að lesa? „Ævisögu Bobs Knights, körfuboltaþjálf- ara í Bandaríkjunum.“ – Ertu líka góður í körfu? „Nei, ég get ekki neitt í körfubolta. En það er gaman að lesa sér til um þessa frægu þjálfara.“ –Áttu þér önnur áhugamál? „Ég byrjaði í gítartímum með tveimur strákum í liðinu í haust! Svo nú reyni ég að spila á gítar við lítinn orðstír.“ – Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki? „Nei, í raunninni ekki. Ég var það á árum áður. Ef mér gekk vel í leiknum, þá reyndi ég að gera það sama daginn eftir, en það er liðin tíð. Og ég er ekkert alltaf í sömu sokkunum eða sömu nærbuxunum.“ Ekki alltaf í sömu sokkunum Logi og Arnór spóka sig um götur Túnisborgar á HM 2005.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.