SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 19
31. janúar 2010 19
Það sem áður var púkó telst nú
dyggð. Fyrir kreppu varð allt
að vera nýtt, hvort sem það
voru barnaföt eða bílar, en nú
er litið upp til hinna nýtnu,
þeirra sem nýta hlutina og
endurnýta. Í því sjá sex konur
á Akranesi tækifæri í krepp-
unni og ætla að opna barna-
fata- og baðvöruverslun.
Gangi áætlanir þeirra eftir
munu notuð barnaföt brátt
ganga í endurnýjun lífdaga. Ein kvennanna er Thelma Sjöfn
Hannesdóttir, 25 ára þriggja barna móðir, sem er í fjarnámi
að læra til sjúkraliða. „Ætlunin er að stofna verslun, sem sel-
ur vel með farin notuð barnaföt,“ segir Thelma. „Foreldrar
geti komið með föt og selt okkur eftir vigt og við seljum þau
öðrum foreldrum. Einnig ætlum við að bjóða upp á skipti á
fötum, foreldrar geta þá skipt á fötum, sem börnin þeirra eru
vaxin upp úr, og fengið föt, sem passa, í staðinn.“
Í versluninni er þó ekki ætlunin að vera aðeins með barna-
föt. Þar á að bjóða upp á baðvörur fyrir fólk á öllum aldri.
Kynning á fyrirtækinu er þegar hafin. Á mánudag var fyr-
irtækið sett upp á Facebook og eignaðist 100 aðdáendur á
tveimur dögum. Verslunin hefur hlotið nafnið Barbamamma
og er stefnt að því að opna í september.
Að framtakinu standa ásamt Thelmu þær Lilja Dögg Guð-
mundsdóttir, Eva Björk Pétursdóttir, Katrín Ösp Guðjóns-
dóttir, Vilborg Helga Ólafsdóttir og Líney Harðardóttir.
„Það kemur á óvart hvað sumt er auðvelt í sambandi við
undirbúninginn,“ segir Thelma. „En annað er flókið. Það er
erfitt að gera viðskiptaplan, en maður ætti að vera fljótur að
ná þessu. En áhuginn þarf að vera til staðar.“
Þarf að hafa áhuga
Thelma Sjöfn Hannesdóttir
Í járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga er ekki jafnmikla
vinnu að hafa og áður. Auðunn
Sigurðsson er einn þeirra, sem
nú finna fyrir samdrættinum í
járnblendinu. Í gær varð hann
tvítugur og tækifærin eru ekki á
hverju strái. „Ég er orðinn leið-
ur á að vera atvinnulaus,“ segir
hann. Þegar ekkert er að hafa
verða menn að grípa til sinna
eigin ráða.
Auðunn hefur verið í skóla og stefnir á frekara nám, en
þessa dagana er hann í frumkvöðlasmiðjunni og kominn á
skrið ásamt þremur öðrum þátttakendum í námskeiðinu,
Haraldi Má Haraldssyni, Guðjóni Jónssyni og Snædísi Mjöll
Magnúsdóttur, með að móta sína eigin viðskiptahugmynd. Á
teikniborðinu er tillaga að þjónustufyrirtæki, sem selur
fæðubótarefni og veitir ráðgjöf um notkun þeirra.
Auðunn þekkir þennan heim út og inn: „Ég hef verið í lík-
amsrækt frá því ég var 14 ára og meðal annars stundað hnefa-
leika,“ segir hann. „Það vantar svona verslun á Akranesi og
því datt okkur þetta í hug. Ég veit að það er mikill áhugi á
líkamsrækt hér.“
Hópurinn er búinn að finna húsnæði og er að kanna hvort
það borgar sig að kaupa fæðubótarefni í gegnum heildsala hér
á landi eða leita beint til framleiðenda erlendis. Nafnið hefur
ekki verið ákveðið, en tveir kostir koma til greina, Skaga-
sport eða Úthald og styrkur. Þeir sem leggja í að stofna fyr-
irtæki í þessu árferði þurfa örugglega bæði úthald og styrk,
en það þarf líka að veðja á réttan hest. Um þessar mundir
virðist áhugi á líkamsrækt fara vaxandi og það ætti að ýta
undir eftirspurn eftir fæðubótarefnum.
Úthald og styrkur
Auðunn Sigurðsson
hanna bækling. Aðrir eiga kannski mjög
gott með að tjá sig og þeir verða þá í for-
svari. Þeir sem eiga gott með að skrifa sjá
um kynningarefnið. Síðan er að finna
hina talnaglöggu. Þannig fær hver sitt
verkefni og verkefni við sitt hæfi. Við
reynum að vinna í því að hver uppgötvi
sína sterku hlið. Allir hafa sinn styrk og
það er merkilegt hvað maður kemur oft
auga á eitthvað óvænt þar.“
Kjarninn í Frumkvöðlasmiðjunni er að
kveikja áhuga. „Þau þurfa ekki að sitja
hér undir löngum fyrirlestrum og vilja
það ekki,“ segir Ágúst. „Þetta er ekki
ítroðsla, sem er farin út daginn eftir. Þau
eiga að vinna og á milli er kennsla. Við
reynum einnig að tengja þetta út í at-
vinnulífið, fáum fólk til að koma úr at-
vinnulífinu og segja frá eigin reynslu. Það
getur verið mikilvægt að fá innlegg frum-
kvöðla, sem jafnvel hafa sjálfir þurft að
berjast gegnum lífið eins og gengur.“
Annað markmið er að slá á þá fyr-
irvara, sem krakkarnir kunna að hafa
gagnvart háskólanámi.
„Það er mjög mikilvægt þegar unnið er
með fólki, sem ef til vill hefur ekki mikla
menntun og er jafnvel hrætt við háskóla-
umhverfi, að sýna þeim hvað háskólalífið
getur verið skemmtilegt,“ segir Ágúst. „Í
Bandaríkjunum er lögð áhersla á að fara
með þátttakendur í svona námskeiðum í
háskóla og sýna þeim hvað þar getur ver-
ið gaman. Við fórum á Hvanneyri á
þriðjudag og þar talaði nemandi við þau á
þeirra máli. Þannig kviknar áhuginn.“
að fá krakkana til að koma auga á
tækifærin, sem eru í nærum-
hverfinu. Það finnst mér vera
markmiðið með verkefninu. Þau
mættu síðdegis á föstudegi, vissu
ekkert út í hvað þau voru að fara,
en voru hrist saman á fyrsta
klukkutímanum. Þau mótuðu
hugmyndir sínar yfir helgina og
voru svo áhugasöm að það var
varla hægt að koma þeim í hátt-
inn. Um miðjan dag á sunnudegi
kynntu þau hugmyndirnar og
það var frábært að sjá hvað þau
höfðu náð miklum árangri á
svona stuttum tíma. Þetta myndi
ég vilja sjá í auknum mæli inni í
virkja hvern og einn. Sumir at-
vinnuleitendur eiga að baki rofna
skólagöngu, aðrir væru í skóla en
hafa ekki efni á því. Aðstæðurnar
og ástæður fyrir því að fólk er í
þessari stöðu eru af ýmsum toga.
Í Frumkvöðlasmiðjunni fá þau
leiðsögn við að setja sér markmið
og læra að varða leiðina til að ná
þeim.
Inga Dóra: Þessu verður síðan
fylgt eftir á vegum SSV-þróunar
og ráðgjafar, sem mun aðstoða
þau, sem vilja þróa sínar hug-
myndir áfram, við að gera við-
skiptaáætlanir og fleira.
Guðrún: Vinnumálastofnun á
Vesturlandi er einnig að vinna að
verkefni með Akranesdeild RKÍ
og Fjölskyldustofu Akraneskaup-
staðar til að bregðast við auknu
atvinnuleysi. Það felst í því að
skapa ungu fólki húsnæð-
isaðstöðu, grundvöll til góðra
verka. Um er að ræða eins konar
hugmyndasetur þar sem áhuga-
samir fá aðstoð og stuðning til
þess að sinna uppbyggjandi
verkefnum og jafnvel skapa sér
eigin tækifæri. Þannig geta þeir
sem vilja vinna frekar með hug-
myndirnar í Frumkvöðlasmiðj-
unni nýtt þá aðstöðu.
Markmiðið er þó ekki að allir
stofni fyrirtæki. Það er ekki aðal-
atriðið. En hafi þau áhuga á því er
einnig hægt að sækja um styrk til
Vinnumálastofnunar til þróunar
á eigin viðskiptahugmynd. Sá
styrkur felur í sér að þau halda
atvinnuleysisbótunum í sex
mánuði og eru undanþegin ann-
arri atvinnuleit á meðan. Nokkrir
hafa þegar farið þessa leið og ekki
útilokað að einhver geri það í
þessum hópi. Þetta gefur fólki
sýn og opnar augu þess fyrir því
að það eru möguleikar.
Inga Dóra: Það skiptir svo
miklu máli að hafa trú á sjálfum
sér, það byrjar allt þar.
Hekla: Af þessari ástæðu
ákváðum við að fara með hópinn
í ferð á Hvanneyri, í
Landbúnaðarháskóla Íslands
og mörg þeirra höfðu ekki áttað
sig á því að þarna er líka nám á
framhaldsskólastigi og mikið af
því er starfstengt. Háskólalífið
var kynnt fyrir þeim og hvernig
er að búa á staðnum og að það er
að mörgu leyti auðveldara til
dæmis að vera með börn þar en á
höfuðborgarsvæðinu.
Inga Dóra: Mér finnst mik-
ilvægt að svona heimsóknir séu
hluti af smiðjunni.
Margir hverjir hafa ekki komið
á Hvanneyri og vissu ekki út á
hvað skólinn gengur. Það er líka
hluti af smiðjunni að fara með
þátttakendur í fyrirtæki og tengja
þannig smiðjuna við atvinnulífið.
Ég hef miklar áhyggjur af unga
fólkinu, þessum aldurshópi, sem
hefur verið atvinnulaus mán-
uðum saman. Mér finnst mjög
brýnt að aðstoða þau við að
komast bæði inn í skólakerfið og
skapa þeim atvinnu að einhverju
marki. Við munum leggja okkar
af mörkum hér til að bregðast við
og bjóða upp á námsúrræði fyrir
þennan aldurshóp. Stjórnvöld
hafa ákveðið að verja töluverð-
um fjármunum í átakið „Ungt
fólk til athafna“ og það gerir
okkur kleift að fjármagna m.a.
fleiri frumkvöðlasmiðjur, en á
næstu vikum ætlum við að bjóða
upp á tvær til viðbótar á Akra-
nesi, eina smiðju í Borgarnesi og
eina smiðju á Snæfellsnesi.
Hekla: Það þarf einnig að eiga
sér stað ákveðin hugarfarsbreyt-
ing hjá mörgum gagnvart vinnu.
Það hefur verið svo auðvelt að fá
vinnu og því lítil áhersla oft á því
að standa sig vel í vinnu. Ef þér
leiddist í vinnunni, þá gastu bara
fengið þér aðra, en núna er
ástandið ekki þannig. Þess vegna
vantar smá aga til að halda sér að
vinnunni jafnvel þótt það sé ekki
draumavinnan. Það er meðal
annars það sem farið er í gegnum
í Frumkvöðlasmiðjunni. Nem-
endurnir hafa í mörg horn að líta
og það sem þarf að gera er ekki
allt jafnskemmtilegt en það þarf
að gera þessa hluti engu að síður.
Inga Dóra: Mér finnst líka
mikilvægt að koma því inn hjá
unga fólkinu að bera virðingu
fyrir verðmætum. Þau hafa
ákveðnum skyldum að gegna
sem þjóðfélagsþegnar en það þarf
líka að koma atvinnulífinu á
betra skrið til þess að ungt fólk
komi ekki að luktum dyrum
þegar það kemur út á vinnu-
markaðinn.
Við leggjum, í það minnsta,
okkar af mörkum til að virkja
unga fólkið okkar og fá það til að
koma auga á tækifærin sem eru
allt um kring og sýna því verk-
færin sem það getur notað til að
nýta sér þessi tækifæri.
framhaldsskólakerfinu. Ég hef
ekki fylgst með verkefninu hér
frá degi til dags, en sýnist þessi
árangur vera að nást.
Guðrún: Það sama er að gerast
hér. Það er mjög mikilvægt að
virkja þennan hóp og þau eru
fljót að taka við sér. Þau læra að
setja sér markmið, finna leiðir til
að ná þeim og sjá fleiri mögu-
leika. Fyrir utan það hafa þau
nóg að gera allan tímann og
kynnast. Félags- og trygginga-
málaráðuneytið fór af stað um
áramótin með verkefni undir
kjörorðinu „Ungt fólk til at-
hafna“ og um það snýst þetta, að
Morgunblaðið/RAX