SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 23
31. janúar 2010 23
S
ú skoðun okkar Íslendinga að
við séum komnir af konungum
er ekki ný af nálinni og varð
engin breyting á þótt við hætt-
um að hafa yfir okkur kónga sem flestir
voru danskir og bjuggu úti í Kaup-
mannahöfn. Þessir dönsku kóngar hétu
ýmist Friðrik eða Kristján og voru
númeraðir, fyrsti, annar, þriðji og svo
framvegis. Þetta hefur okkur kóngunum
á Íslandi aldrei tekist að læra, að núm-
era menn. Það er þá helst í gríni. Þess
er til að mynda getið að markmaðurinn
sem fékk á sig fjórtán mörk í lands-
leiknum við Dani hér um árið hafi feng-
ið viðurnefnið fjórtándi. Við höfum
varla átt seníora og júníora og alltaf átt í
vandræðum með ættarnöfn og þótt ein-
kennisbúningar hlægilegir. Til dæmis
hélt amma mín að bresku hermennirnir
sem hernámu landið í seinni heims-
styrjöldinni væru skátar með fíflalæti.
Því er jafnvel trúað að menn missi
skopskyn sitt séu þeir færðir í einkenn-
isbúning, enda hafa þeir færst mjög í
aukana eftir því sem þjóðfélag okkar
hefur glatað skopskyninu en meira lagt
upp úr hinum nýju dyggðum fégræðgi
og flottræfilshætti. Skopskyn gróða-
hyggjunnar er oft blanda af mikil-
mennskubrjálæði og áfengissýki í stíl
við: Ég á það, ég má það, eins og auð-
kýfingurinn sagði við flugfreyjuna þegar
hún taldi hann hafa drukkið of mikið og
vildi ekki láta hann fá meira að drekka,
en auðkýfingurinn hafði þá nýverið
keypt flugfélagið í skuldsettri yfirtöku,
og fékk sér einkaþotu skömmu síðar.
Eins eru hefðarfrúr sem ekkert vita um
lífskjör almennings, líkt og drottningar
okkar forðum, svo til nýjar af nálinni,
en þær er helst að finna í vinnumiðl-
uninni í kringum stjórnmálaflokkana.
En ekkert af þessu breytir þeirri stað-
reynd að við Íslendingar erum komnir
af konungum og í þeim efnum sat allt
við sama keip þótt við hættum að til-
heyra konungsríki og yrðum að lokum
lýðveldi.
Nei, þvert á móti: Við þau tímamót
fylltist landið af smákóngum, þótt auð-
vitað væri talsvert af þeim fyrir, enda
rekjum við uppruna okkar til slíkra
manna, smákónga. Við erum smákóng-
ar. Okkar kóngum hefur verið lýst á
ýmsa vegu og hlotið margvíslegar nafn-
giftir: víkingar, sjóræningjar, búhöldar,
höfðingjar og afdalakóngar. Sumir
þeirra eru sagðir „rísa tignarstórir úr
fornaldarnóttinni og spyrna enni við
himinhvelinu“, en þannig lýsir Halldór
Laxness konungunum í Heimskringlu
eftir Snorra Sturluson. Þessum for-
feðrum okkar, smákóngunum, var rutt
úr vegi þegar Noregur var sameinaður
undir einn konung, Harald hárfagra,
sem neitaði að láta klippa sig fyrr en
sameining væri í höfn, enda alltaf
teiknaður eins og hippi í sögukennslu-
bókum. Sumir gáfu sig undir vald Har-
aldar en okkar forfeður sigldu hingað til
Íslands og námu hér land. Í því ljósi
getum við þakkað Haraldi hárfagra
sagnalist okkar forna. Afkomendur
smákónganna vildu halda nafni þeirra á
lofti og gerðu sér lítið fyrir og skópu sí-
gildar bókmenntir eða voru með menn í
því. Orðstírinn, heiðurinn var þeirra
mál, en lærðir menn færðu til bókar. Í
þeim er Haraldar hárfagra getið og son-
ar hans Eiríks og ekki síst Gunnhildar,
drottningar Eiríks. Gunnhildur hélt við
marga af útrásarvíkingum fornaldar,
bæði Þórólf úr Eglissögu og Hrút úr
Njálssögu. Hún var rammgöldrótt,
enda náði hún valdi á bæði hugum
þeirra og limum. Hún gat ekki sætt sig
við að Hrútur sængaði hjá konu sinni á
Íslandi og gerði þeim ókleift að njóta
ásta. Þessar fornu sögur verða ekki frá
okkur teknar hvað sem líður skuld-
bindingum við alþjóðasamfélagið, sem
svo er nefnt. Að vísu hafa Norðmenn
stundum reynt að hnupla þeim frá okk-
ur og kallað þær norskar, en það er þá
kannski svipaður ruglingur og þegar
Gunnhildur drottning var að ruglast á
eiginmanni sínum og íslenskum mönn-
um.
Nú finnast líka kaldhæðnir menn sem
segja að þegar fyrstu skattalögin voru
kunngerð í Noregi þá hafi allir sem
kunnu að lesa flúið til Íslands, enda
skattsvik löngum talin ein af þjóðar-
íþróttum okkar og svört vinna stunduð
um hábjartan dag. Líklega stenst þessi
söguskoðun þó ekki þá nagandi gagn-
rýni músanna sem við hér á Íslandi er-
um ofurseld þessi dægrin, nú þegar
hamfarir fjármálakreppu og spilling-
armála ríða yfir landið, en hún er góð
fyrir hláturtaugarnar og eflaust aðrar
taugar líka. Meira að segja Norðmenn
hlæja þegar ábyrgðarlaus Íslendingurinn
slengir þessu fram, enda þykir Norð-
mönnum vænt um okkur og þeir vor-
kenna okkur vegna þess hvað við erum
vitlausir og sjálfumglaðir og eigum vond
yfirvöld. Þessi kenning um hátekju-
skattsflóttamennina er eflaust af sama
meiði og sú að skortur á fögrum konum
á Englandi stafi af því að víkingar hafi á
sínum tíma numið þær allar á brott og
haft með sér hingað norður í höf svo
þeir gætu hlýjað sér og þeim fjölgað.
Gott dæmi um þetta er sagan af Mel-
korku konungsdóttur af Írlandi sem
Höskuldur Dalakollur, nafnfrægur mað-
ur bæði í Noregi og á Íslandi, eins og
segir um hann í Laxdælu, keypti á sam-
komu austur í Brenneyjum af Gilla hin-
um gerska. Höskuldur hélt að hún væri
mállaus en hún neitaði að tala af mót-
þróa við ánauð sína. Hún ól Höskuldi
son og var hann bæði mæltur á hennar
keltnesku tungu sem og norræna tungu
föðurins. Er það stórmerk saga. Hös-
kuldur var bróðir Hrúts sem Gunn-
hildur fíflaði í Njálu en í fornsögunum
er strax komin þessi nútímalega tækni
bókmenntanna að láta persónur flakka á
milli sagna. Ekki veit ég hvort rekja
megi reiði Gordons Browns í garð Ís-
lendinga til þessara fornu kvennamála,
en það er þá ekkert víst að hann geri
sér grein fyrir því sjálfur, því gera má
ráð fyrir að Gordon Brown hafi dulvit-
und eins og aðrir menn og viti ekki
alltaf nákvæmlega hvað hann er að
hugsa. Ekki alls fyrir löngu reiddist
hann sjónvarpsspyrli sem vildi vita
hvort hann væri á lyfjum og hann er
sagður henda símum í fólk.
Ég hætti mér ekki út í þá sálma hér,
jafn illa og komið er fyrir okkur Íslend-
ingum á alþjóðavettvangi. Gordon
Brown gæti sett á okkur einhver enn
önnur lög og það væru þá ekki nein
Bítlalög. Hinu má halda fram með gild-
um rökum að til séu staurblankir Bretar
vegna þess að íslenskir auðjöfrar stálu
sparifé þeirra eða réttara sagt, þeir tóku
við fé þeirra og lánuðu það til vina
sinna sem eyddu því í tóma vitleysu.
Það er þó viss sárabót fyrir Bretana að
íslensk alþýða mun þurfa að borga
brúsann, en íslensku auðjöfrarnir sem
stundum voru kallaðir útrásarvíkingar
stálu einfaldlega öllu steini léttara og
keyptu fyrir það leikföng, þotur og
snekkjur, skíðabrekkur og lúxusíbúðir,
og héldu veislur þar sem þeir leyfðu
stjórnmálamönnum að leika sér og
bankamönnum að skemmta sér og það
ekki í smáum stíl ef marka má reikn-
inga frá fylgdarkonuþjónustum og fleiri
kjaftasögur sem sagðar hafa verið eftir
að allt hrundi, en þó mun enginn þeirra
hafa komið heim með írska konungs-
dóttur eins og Höskuldur Dalakollur
forðum, enda engir kóngar á Írlandi
lengur.
Íslenskir kóngar
Skoðun
Einar Már
Guðmundsson