SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Page 24

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Page 24
24 31. janúar 2010 „Hugmyndin að barnaþingi fæddist á Íslandi. Fyrir tveimur árum fór ég með erlenda vini mína á Þingvöll og sagði þeim frá elsta þingi í heimi. Nokkrir í hópnum eru mjög virkir í góðgerðarsamtökum víða um heim. Við fór- um að tala saman og skiptast á skoðunum og þá kom hugmyndin um barnaalþing. Við ætluðum upphaflega að hafa höfuðstöðvar þess á Íslandi en þá varð bankahrunið og áætlanir breyttust. Höfuðstöðvarnar eru í Vín og þar hef ég verið að starfa. Ég flakka mjög mikið milli London og Vínarborgar. Ég hef kynnst afar áhugaverðu fólki sem vill helga sig því að gera heiminn betri. Þarna eru meðal annarra Kerry Kennedy, dóttir Roberts Kennedy, Rabbi David Rosin frá Jerúsalem og Betty Williams, nóbelsverðlaunahafi frá Norður-Írlandi. Samtökin Kids Parliament voru stofnuð í fyrra og frá þeim tíma höfum við verið að undirbúa fyrsta barnaþingið sem haldið verður í haust. Kids Parliament er í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Kynning á því fer fram í mars eða apríl, mjög líklega líklega í Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna.“ Hvernig fer þetta þing fram? „Barn frá hverri þjóð kemur á þingið. Túlkar verða fyr- ir börnin og fullorðnir hafa umsjón með þinginu en ég er ekki gullsmiður. Þarna kom innblástur inn í líf mitt, lífsfylling og mikil ástríða. Mig langaði til að söðla alveg um og fór að hanna skartgripi. Ég tók mikla áhættu, eins og fólk gerir þegar það fer út fyrir rammann. En ég tók það skref vegna þess að ég vildi fylgja ástríðu minni og sé ekki eftir því. Það sem ég er að gera núna færir mér meiri lífsfyllingu en fyrri störf mín. En vitaskuld er þetta erf- iðara en ef ég væri starfandi fyrir stórfyrirtæki.“ Börn á þingi Hvernig skartgripir eru þetta sem þú hannar? „Ég nota mikið af stórum steinum sem eru grípandi fyrir augað og mér finnst gaman að vinna með liti. Ég er með ódýrari línu úr silfri en hún er samt mjög glamúrleg og gulllínu með eðalsteinum. Eins og staðan er í dag þá fer ég rólega og vel aðrar leiðir en ég hefði annars gert. Ég er afskaplega sátt við það.“ Þú nefndir Indland, hvernig upplifðirðu það land? „Ég er mjög hrifin af Asíu, fólkinu sem býr þar og menningarheimi þess. Ég hef áhuga á fólki, hvaðan það kemur og af hverju það er eins og það er. Mér finnst gam- an að sjá þróunina í hverju landi fyrir sig. Ég bjó í Japan um tíma og þar er yndisleg orka. Indland er líka af- skaplega fallegt land og áhugavert á svo mörgum sviðum. Þar er mikil fátækt en fólk er samt merkilega hamingju- samt.“ Ertu andlega leitandi? „Ég mundi segja að ég væri mjög andleg. Þegar ég var unglingur las ég bækur um Dalai Lama meðan vinkon- urnar lásu ástarsögurnar. Ég hef hitt Dalai Lama og hann er einn af mínum uppáhaldsmanneskjum. Heimurinn er mjög lítill og er stjórnað af mjög fáum. Við manneskjurnar erum orka en við nýtum þessa orku misvel. Maður velur sér ákveðna leið og lýtur handleiðslu æðri krafts. Heimurinn er á hraðri uppleið á tíðnibreyt- ingum, til dæmis kallar allt sem er að gerast í fjár- málaheiminum á breyttar forsendur. Út úr þessu munu koma betri hlutir, þar á meðal stöðugleiki.“ Hver átti hugmyndina að barnaþinginu sem þú ert nú að vinna að? H endrikka er lærður viðskiptafræðingur með mastersgráðu í alþjóðlegum viðskiptum en árið 2004 ákvað hún að snúa sér að hönnun skartgripa. „Ætli ég sé ekki bara of andlega sinnuð fyrir hinn harða viðskiptaheim,“ segir hún. „Mér fannst hann oft hrár og þungur, stundum leiðinlegur. Þótt það hafi verið og sé gífurlega góð reynsla að vinna í viðskiptageiranum þá vantaði mig alltaf nauðsynlegt jafnvægi við listina og hið andlega. Ég er alin upp í mikilli list, móðir mín fór mikið með mig á málverkasýningar þegar ég var barn, og ég hef alla tíð verið frekar listræn í mér.“ Fylgdi ástríðu minni Hvernig er þinn ferill í viðskiptum? „Ég byrjaði átján ára gömul að flytja inn silkiblóm frá Bandaríkjunum og ásamt móður minni rak ég silki- blómabúð í ellefu ár. Þannig byrjaði viðskiptaáhuginn og sá listræni kannski líka, því silkiblóm má vel flokka sem listmuni. Mig hafði alltaf langað til að læra og þegar ég eignaðist son minn 27 ára gömul dreif ég mig í við- skiptanám erlendis og valdi Bandaríkin. Eftir það fékk ég tilboð um að vinna sem markaðsstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Moskvu. Ég flutti þangað. Þá var mikill hagvöxtur og uppgangur í Rússlandi en svo féll rú- blan skyndilega og efnahagslífið hrundi 16. ágúst 1998. Þarna var ég í tæp þrjú ár, í mjög hörðu og erfiðu um- hverfi þar sem nær engum stökk bros. Á hverjum degi mætti ég áskorun og þurfti að takast á við þung verkefni. Stundum leið mér eins og ég væri í bíómynd og ég þurfti að klípa mig til að átta mig á að þetta líf væri raunveru- leiki. Þetta var mjög krefjandi tími sem reyndi mikið á mig en þegar ég lít til baka geri ég mér grein fyrir því að þarna voru mín bestu ár. Þessi reynsla herti mig og þroskaði, eins og erfiðleikar gera yfirleitt. Eftir dvölina í Rússlandi vann ég fyrir bandarískt tölvufyrirtæki sem var með útibú í Bretlandi og þar hef ég verið síðan. Árið 2004 var ég á ferð um Indland. Þá tók ég eftir gimsteinum. Þarna var eitthvað sem heillaði mig. Þannig að ég teiknaði nokkra hringi og lét búa þá til því Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Í morgunmat með Obama Hendrikka Waage skartgripahönnuður er forseti Kids Parliament, góðgerðarsamtaka sem eru með höfuð- stöðvar í Vín og standa að alþjóðlegu barnaþingi sem fyrirhugað er að halda á hverju ári. Hún hefur nýlokið við að skrifa barnabók til styrktar samtökunum og er auk þess framleiðandi að kvikmynd sem stendur til að gera eftir Baróninum, skáldsögu Þórarins Eldjárns. Hendrikka er á miklum ferðalögum vegna starfa sinna og í næstu viku borðar hún morgunverð með Barack Obama í Washington. ’ Hér fæddist ég og ólst upp en samt finnst mér stundum eins og ég sé ekki héðan. Sennilega er ég bara frjáls andi. En vitanlega þykir mér afar vænt um Ísland. Í sautján ár hef ég búið í nokkrum löndum en þegar erfiðleikar steðja að íslensku þjóðinni finn ég að Íslendingurinn í mér vakn- ar, ástin til landsins blossar upp og þá langar mig til að taka þátt í að færa hlutina til betri vegar.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.