SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Page 26
26 31. janúar 2010
S
l. miðvikudag birtist frétt á
mbl.is þar sem sagði m.a.:
„Daniel Gros, framkvæmda-
stjóri miðstöðvar um Evrópu-
rannsóknir, lýsti þeirri skoðun á mál-
þingi á vegum Norðurlandaráðs í gær að
Íslendingar ættu þegar að hefja endur-
greiðslu lána í stað þess að safna skuldum
og þá gæti hagvöxtur hafizt að fimm ár-
um liðnum …“ Ég lít svo á að þetta snúist
ekki um fjárhagslega aðstoð. Reyndar
skulda Íslendingar mikið en þeir þurfa
kannski helzt aðstoð við að endur-
fjármagna skuldirnar … Hann ítrekaði þá
skoðun, að Íslendingar ættu ekki að
þiggja fleiri lán, hvorki frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum né öðrum. Þá ættu Íslend-
ingar að draga enn frekar úr neyzlu, ekki
halda genginu óeðlilega háu og hefja taf-
arlaust endurgreiðslur á lánum í stað þess
að ýta á undan sér skuldabyrðinni.
Daniel Gros er fulltrúi Framsókn-
arflokksins í stjórn Seðlabanka Íslands og
hagfræðingur að mennt.
Eitt sinn sagði vinstrisinnaður stjórn-
málamaður frá miðbiki 20. aldarinnar við
mig af nokkrum þunga: ég er íhalds-
maður á almannafé. Með ummælum sín-
um er Daniel Gros að boða íhaldssama
stefnu í rekstri þjóðarbúsins. Hún þýðir í
raun enn frekari skerðingu á lífskjörum í
nokkur ár en boðar betri tíð að þeim ár-
um liðnum. Kjaraskerðingin, sem nú
þegar hefur komið til framkvæmda er
fólki þungbær. Hækkanir á beinum
sköttum, sem komu til framkvæmda í
byrjun árs draga enn frekar úr ráðstöf-
unarfé fólks. Boðaður niðurskurður á op-
inberum útgjöldum á næstu árum hlýtur
að leiða til verulegrar fækkunar op-
inberra starfsmanna. Honum verður ekki
náð fram með öðrum hætti.
Að ganga lengra á þessari braut yrði
þjóðinni afar þungbært en ávinningurinn
hins vegar mikill að þessum tíma lokn-
um. Þess vegna eru sjónarmið Daniel
Gros verð umræðu. Þau snúast um
grundvallaratriði í viðbrögðum þjóð-
arinnar við bankahruninu. Mismunandi
leiðir í þeim efnum hafa ekki komið til
umræðu að nokkru marki. Hugmyndir
hins erlenda hagfræðings snúast um það
að taka sársaukann út nú í stað þess að
gera það síðar.
Því er haldið fram í erlendum fjöl-
miðlum að þetta sé sú leið sem Írar hafi
valið frammi fyrir bankakreppunni, sem
komið hefur illa við fjárhag þeirra, sem
þó hefur ekki orðið með jafn af-
drifaríkum hætti og hér. Írar hafa valið
þá leið að ganga hart fram í niðurskurði
opinberra útgjalda og hafa hlotið lof
fyrir á alþjóða vettvangi. Svo virðist
sem litið sé til Írlands sem fyrirmyndar í
þessum efnum, alla vega innan evru-
svæðisins. Fyrir nokkrum vikum ráð-
lagði Lex í Financial Times (skoð-
anadálkur sem nýtur virðingar um allan
heim) Íslendingum að fara að fordæmi
Íra.
Niðurskurður ríkisútgjalda á þessu ári
nemur um eða innan við 10%. Um þenn-
an niðurskurð urðu ekki miklar svipt-
ingar við afgreiðslu fjárlaga, sem bendir
til að hann gangi ekki mjög nærri sam-
félaginu. Ríkisstjórnin vildi frekar hækka
skatta. Það er óneitanlega vísbending um
að hún víki sér undan mjög sársauka-
fullum aðgerðum. Er vit í því? Stjórn-
arandstöðuflokkarnir mæltu gegn
skattahækkunum en þeir lögðu ekki
fram róttækar tillögur um niðurskurð á
ríkisútgjöldum. Er það vísbending um að
þeir séu heldur ekki tilbúnir til að taka
nægilega fast á málum?
Það er margt sem mælir með þeirri leið
sem Daniel Gros bendir á en svo róttækri
og íhaldssamri stefnu í rekstri þjóðarbús-
ins þarf að fylgja tvennt: annars vegar
öflugra öryggisnet fyrir þá sem minnst
mega sín og hins vegar áþreifanleg von
um betri tíð en ekki bara fyrirheit.
Sterkara öryggisnet fyrir þá sem þurfa
á því að halda verður ekki búið til með
auknum fjárframlögum til almanna-
trygginga enda eru þeir peningar ekki til.
Það verður einungis gert með víðtækari
tekjutengingu, þ.e. tilfærslum frá þeim,
sem þurfa síður á því að halda til þeirra,
sem sannanlega þurfa á því að halda.
Ný uppbygging í atvinnumálum er for-
senda þess að þjóðin öðlist trú á framtíð-
ina í þessu landi. Orðin ein duga ekki í
þeim efnum. Við eigum tvær auðlindir.
Fiskinn í hafinu og orkuna í fallvötnum
og iðrum jarðar. Sjávarútvegurinn
blómstrar og á sér bjarta framtíð. Pólitísk
sjálfhelda á milli stjórnarflokkanna kem-
ur í veg fyrir að við höldum áfram við
nýtingu þeirrar orku sem við eigum.
Stjórnarflokkarnir reyna að fela þessa
óþægilegu staðreynd með því að halda
því fram að hér gerist ekkert nema Ice-
save verði samþykkt. Þetta er rangt. Hér
ríkir stöðnun í atvinnumálum og vaxandi
atvinnuleysi vegna þess að Samfylking og
Vinstri grænir koma sér ekki saman um
virkjanir og nýja stóriðju.
Nýjar virkjanir og stóriðja þeim tengd
eru forsenda fyrir því að atvinnu-
uppbygging geti hafizt á ný og ný störf
orðið til. Það er engum náttúruverðmæt-
um fórnað með því að virkja við Þeista-
reyki og í neðri hluta Þjórsár og byggja
álver á Bakka. Vilji Vinstri grænir láta
taka sig alvarlega við stjórn landsins til
frambúðar verða þeir að horfast í augu
við þennan veruleika. Þeir munu ekki
komast upp með það til lengdar að þvæl-
ast fyrir eðlilegum framkvæmdum við
nýtingu annarrar mestu auðlindar þjóð-
arinnar.
Þegar horft er til uppbyggingar sam-
félags okkar úr rústum bankahrunsins
eru grundvallarþættir hennar nokkuð
skýrir:
Íhaldssemi í meðferð almannafjár, rót-
tækari niðurskurður opinberra útgjalda
og öflug uppbygging virkjana og stóriðju.
Íhaldssemi í meðferð almannafjár
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
S
extán ára gömlum kanadískum hippa, David
Milgaard, brá heldur betur í brún þegar hann
var tekinn höndum á heimili sínu í Regina í lok
maí 1969, grunaður um morðið á tvítugum
hjúkrunarfræðinema, Gail Miller. Hann hafði aldrei
heyrt hennar getið og sór af sér glæpinn.
Lögregla taldi sig á hinn bóginn hafa skothelt mál í
höndunum. Sannað var að Milgaard hafði verið staddur í
bænum Saskatoon þegar lík Miller fannst þar í snjó-
skafli, 31. janúar 1969. Henni hafði verið nauðgað.
Milgaard hafði verið á ferðalagi um kanadísku slétt-
urnar á þessum tíma ásamt tveimur félögum sínum, Ron
Wilson og Nichol John, og í Saskatoon tóku þeir fjórða
piltinn upp í bílinn, kunningja sinn Albert Cadrain. Það
var hann sem benti lögreglunni á Milgaard. Sagði hann
hafa orðið viðskila við félaga sína þennan örlagaríka dag
og snúið aftur með blóðbletti á fötunum. Síðar við-
urkenndi Cadrain að hann hefði einkum haft áhuga á
fénu, tvö þúsund Kanadadölum, sem heitið var öllum
þeim sem gefið gætu upplýsingar í málinu. Nokkrum
mánuðum síðar var Cadrain lagður inn á geðsjúkrahús.
Hann var víst sannfærður um að hann væri sonur Drott-
ins.
Wilson og John fullyrtu í fyrstu að þeir hefðu verið
með Milgaard allan þennan dag og hann væri saklaus en
breyttu framburði sínum fyrir dómi á þann veg að þeir
teldu félaga sinn hafa framið verknaðinn. Wilson dró
síðar í land, kvaðst hafa verið undir pressu þar sem sér
hefði verið tjáð að hann lægi sjálfur undir grun.
Milgaard var fundinn sekur um glæpinn og dæmdur í
lífstíðarfangelsi réttu ári eftir morðið, 31. janúar 1970.
Hann áfrýjaði til hæstaréttar Kanada sem staðfesti dóm-
inn tíu mánuðum síðar.
Móðir Milgaards, Joyce, var alla tíð sannfærð um sak-
leysi sonar síns og talaði máli hans óspart – en fyrir
daufum eyrum. Lögfræðingar fjölskyldunnar fóru
margsinnis fram á endurupptöku málsins en höfðu ekki
erindi sem erfiði. Samkvæmt kanadískum lögum átti
Milgaard möguleika á reynslulausn tíu árum eftir dóm-
inn en ekki varð af því vegna þess að hann neitaði að
iðrast gjörða sinna. Pattstaða virtist komin upp í málinu.
Það var ekki fyrr en árið 1991, 21 ári eftir að Milgaard
var dæmdur, að skriður komst á baráttu hans en þá tók
þingmaðurinn Lloyd Axworthy málið upp á kanadíska
þinginu. Sagði það afskræmingu á réttlætinu að saklaus
maður hefði verið bak við lás og slá í 21 ár.
Dómsmálaráðherra Kanada, Kim Campbell, sem síðar
gegndi embætti forsætisráðherra, þverskallaðist við.
Síðar gaf hún þá skýringu að lögfræðingar Milgaards
hefðu stöðugt verið að bæta skjölum í bunkann og fyrir
vikið hefði afgreiðsla málsins tafist. Einmitt. Á endanum
gaf Campbell þó hæstarétti fyrirmæli um að taka málið
upp að nýju. Ekki kom til nýrra réttarhalda því 14. apríl
1992 kvað hæstiréttur upp þann úrskurð að Milgaard
hefði verið dæmdur á grundvelli vafasamra sönn-
unargagna og óáreiðanlegs framburðar vitna. Eftir 23 ár
í fangelsi var David Milgaard leystur úr haldi enda þótt
hann væri ekki formlega sýknaður af glæpnum.
Hann þurfti að bíða í fimm ár eftir því en árið 1997
leiddi DNA-rannsókn sakleysi hans endanlega í ljós.
Tveimur árum síðar báðu yfirvöld í Saskatchewan-
héraði Milgaard afsökunar og féllust á að greiða honum
tíu milljónir Kanadadala í miskabætur.
Sama ár hafði lögregla hendur í hári hins raunverulega
morðingja, Larrys nokkurs Fishers, dæmds nauðgara,
sem bjó steinsnar frá staðnum þar sem Miller fannst
myrt árið 1969. DNA-rannsókn staðfesti sekt hans.
Það var ekki í fyrsta skipti sem Fisher var nefndur í
þessu samhengi en fyrrverandi eiginkona hans hafði tjáð
lögreglu árið 1980 að hún grunaði bónda sinn um morð-
ið á Gail Miller. Lögregla hafðist ekkert að í málinu.
Þrjátíu ár liðu frá morðinu á Miller þangað til Fisher
var gripinn. 23 þeirra sat hann inni fyrir ítrekaðar
nauðganir – glæpi sem koma hefði mátt í veg fyrir.
orri@mbl.is
Sat saklaus
í steininum
í rúm 20 ár
Larry Fisher náðist á endanum.
’
Það var ekki í fyrsta skipti sem Fis-
her var nefndur í þessu samhengi
en fyrrverandi eiginkona hans
hafði tjáð lögreglu árið 1980 að hún grun-
aði bónda sinn um morðið á Gail Miller.
David Milgaard árið sem hann var látinn laus úr fangelsi.
Á þessum degi
31. janúar 1969 og 1970
Hin myrta, Gail Miller.
Þrjósk, Joyce Milgaard.