SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 28
28 31. janúar 2010 P abbi, það er síminn, einhver kall,“ hrópaði Darri sonur minn, sex ára. Halló! „Hæ Raxi, þetta er Ein- ar Falur [myndstjóri Morgunblaðsins]. Kemstu í flug á Vatnajökul? Við getum flogið með þyrlu sem við deilum með sjónvarpinu og það á að reyna að lenda ofan í gígnum. Það hefur ekki verið hægt að lenda þar vegna veð- urs.“ Já, ég skal fara, svaraði ég. Ég var að vísu í fríi og við Darri ætluðum að fara í fótbolta. Nú hófust samninga- viðræður milli okkar feðganna um það hvort við gætum farið í fótbolta þegar ég kæmi til baka, ég varð eiginlega að fljúga í eldgosið. „Já, allt í lagi ef ég má koma með,“ svaraði Darri. Nei þú ert of lítill og það getur verið hættulegt fyrir litla stráka, við þurfum að fljúga milli hárra ísveggja og lenda á eldfjallinu. „Hvað heitir eldfjallið?“ spurði hann. Það heitir ekki neitt ennþá, svaraði ég. „Viltu þá skíra það Darra?“ Já, ég skal gera það, svaraði ég. Við kvöddumst sáttir og með bros á vör, við færum bara í fótbolta í kvöld eða á morgun. Til stóð að fara á tveimur þyrlum og lenda í fyrsta sinn á eyjunni eða fjallinu sem hafði myndast í gossprungunni í jöklinum. Við Ómar Ragnarsson vorum í annarri þyrlunni og Ari Trausti Guðmundsson og Sigmundur Arthúrsson í hinni fyrir Stöð tvö. Flugmenn voru Halldór Hreinsson og Jón Björnsson eða Jón spaði eins og hann er stundum kallaður. Hann er eiginlega alltaf á flugi með spaða fyrir ofan sig. Báðir eru þeir frábærir þyrluflugmenn. Ég hafði smátíma áður en við fórum loftið og kom við í Rammagerðinni og keypti íslenska fánann úr tusku til þess að stinga í fjallið ef við næðum að lenda í gígnum. Á leiðinni að jöklinum dundaði ég mér við það að grafa nöfn allra sem voru í leiðangrinum á fánaspýtuna og skrifaði einnig á fánann „fjallið heitir Darri“, eins og ég hafði lofað syni mínum. Á leiðinni sagði Ómar mér að Ari Trausti myndi lenda á undan okkur. Það leist mér ekkert á því þótt Ari sé flottur sjónvarpsmaður sem hefur fært okkur mikinn fróðleik og skemmtun með þáttum sínum gegnum árin þá hefur Ómar gert það líka. – Ómar, ætlar þú að láta Stöð tvö segja að þeir hafi lent fyrstir á nýja fjallinu, þú sem ert búinn að brillera í gosinu, fljúga mest af öllum á svæðinu. Sérðu það ekki fyrir þér, við verðum eins og aular! Ég sat fyrir aftan Ómar í þyrl- unni og sá að honum var ekki rótt. Hann iðaði allur í sætinu. „Ég var búinn að lofa því,“ svaraði Ómar, „og get ekki svikið það.“ – Allt í lagi, ég skil það, svaraði ég, ekki búinn að gefa upp alla von um að lenda á undan. Þetta er nú einu sinni samkeppni þótt allt sé í góðu á milli okkar allra í leiðangr- inum. Við nálguðumst jökulinn og sprunguna með háum ís- veggjum og horfðum á litlu eyjuna sem hafði myndast á milli hárra ísveggja í gígnum. Við flugum nokkra hringi og mynd- uðum. Þá gerðist það að Ari og Sigmundur lentu til þess að taka „stand“ uppi á brúninni áður en þeir mundu lenda á fjallinu sjálfu. – Ómar, það er nú ekki gefins að fljúga í hringi og bíða eftir Stöð tvö. Það kostar mikið að leigja þyrlu. „Já, þetta er eiginlega ómögulegt,“ svaraði Ómar. – Ómar, við lendum bara og ég tek mynd af þér að taka fyrsta skrefið á tunglinu! Það er ekki hægt að bíða, við verðum bensínlausir með þessu áframhaldi. Ómar og Halldór samþykktu þetta enda vorum við í vonlausri stöðu til að gera annað. – Ómar, þegar við lendum fer ég út á undan og stend á skíðinu á þyrl- unni og svo banka ég í hurðina hjá þér, þú stígur fyrsta skrefið og ég mynda það, OK? „Já, OK,“ svaraði Ómar. Hann hefði átt að sjá glottið á mér! Halldór flaug af öryggi milli ís- veggjanna og snjórinn þyrlaðist upp fyrir framan okkur. Hann snerti varlega til að vita hvort undirlagið héldi okkur uppi. Í snarhasti opnaði ég dyrnar og gerði mig kláran til að stíga út á skíðið á þyrlunni. Í flýtinum flæktust sætisólarnar í myndavélinni og utan um lærið á mér og það skipti engum togum að ég flaug út úr þyrlunni þegar ólunum sleppti og datt á bakið. Lá þarna í svörtum vikrinum. Ég horfði upp í spaðana á þyrlunni og skíðið við hliðina á mér. Rauk síðan upp, stóð á skíðinu og bankaði í hurðina hjá Ómari eins og ekkert hefði ískorist. Ómar fór út og steig fyrsta opinbera skrefið á nýju fjalli. Fjalli sem enginn hafði stigið á áður. Ég eiginlega skammaðist mín og hef aldrei sagt Ómari frá þessu. Í Morgunblaðiðnu birtist myndin sem fyrsta skrefið á nýju fjalli. Kæri vinur, Ómar! Ég verð eiginlega að biðja þig afsökunar, ég ætlaði ekki að gera þetta. Þetta voru mannleg mistök. Myndin átti að vera þér til heiðurs. Það var eins þeg- ar Armstrong steig á tunglið í fyrsta sinn; hann átti að stíga með hægri fæti en ruglaðist á þrepunum og steig með vinstri á undan. Í spenningnum hjá þeim geimförum gleymdist að mynda fyrsta sporið á tunglinu, það var gert daginn eftir. Í sjokkinu við það að detta út gleymdi ég líka að mynda fyrsta sporið hans Ómars. Nú komu Jón spaði, Ari Trausti og Sigmundur kvik- myndatökumaður inn til lendingar. Það var magnþrungið augnablik, það mátti ekkert klikka. Það yrði erfitt að bjarga okkur ef eitthvað færi úrskeiðis. Við stoppuðum stutt, átta til níu mínútur, tókum myndir sem óðir menn, stungum fán- anum á fjallið með nafninu á fjallinu og nöfnum allra leiðangursmanna. Þá stuttu stund sem við vorum í gígnum féll jaki úr ísstálinu og flóðbylgjan sem myndaðist náði næst- um því í aðra þyrluna sem var í flæðarmálinu. Ég fyllti alla vasa og filmubox af gjalli úr fjallinu og kom með hluta af þessu nýja fjalli inn á ritstjórn. Einnig sendi ég sýnishorn á vísindamenn ef það væri nýtilegt til rannsókna. Það var mikill léttir á heimleiðinni að allt tókst vel. Þetta var 4. nóvember 1996, við höfðum lent á fjallinu klukkan hálffjögur. Um kvöldið byrjuðu jarðskjálftamælar á Gríms- fjalli að sýna óróa sem þýddi að annaðhvort væri eldgos hafið á ný eða hlaupið að brjótast niður jökulinn. Hlaupið hófst daginn eftir og það gaus þar sem við höfðum staðið daginn áður. Flugmenn sem flugu yfir lýstu því að gosstrókurinn hefði náð upp í tólf þúsund fet en staðið stutt. Á sama tíma og Kæri vinur, Ómar! Ég verð eiginlega að biðja þig afsök- unar. Þú varst ekki fyrsti maðurinn til að stíga fæti á fjallið Gjálp haustið 1996. Ég datt þangað á undan þér. Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is Gengið á Gjálp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.