SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Page 29
31. janúar 2010 29
strókurinn stóð upp úr jöklinum var ég á flugi yfir hlaupinu
niðri á Skeiðarársandi og horfði til jökulsins án þess að vita
að sprengingin var á þeim stað sem við vorum daginn áður.
Allir voru sáttir. Morgunblaðið birti myndir á forsíðu og
miðopnu blaðsins, Sjónvarpið og Stöð tvö voru líka með frá-
bærar myndir. Ég gat klárað fótboltann um kvöldið. Það var
ekkert smástoltur strákur sem átti fjall sem hét sama nafni
og hann. En það hafði verið ákveðið að nefna fjallið Gjálp eft-
ir tröllskessunni. Það er fallegt nafn og þjóðlegt. Ég er ekki
viss um að Kólumbus hefði samþykkt að einhver annar hefði
skírt eyjuna Hispaniola, sem hann fann 1492, Njólastaði eða
einhverju öðru nafni eftir að hafa verið fyrstur til að stíga
fæti á eyjuna. Kannski kemur fáninn undan jökli eftir ein-
hver hundruð ára og á eftir að verða ráðgáta sagnfræðinga og
valda rifrildi um hvað fjallið heitir. Við feðgarnir erum alveg
sáttir við nafnið Gjálp – maður rífur ekki kjaft við tröllskessu
– og hlæjum stundum að þessu uppátæki okkar, en í okkar
huga heitir fjallið samt Darri.
Ómar Ragnarsson, Sigmundur Arthúrsson
og Ari Trausti Guðmundsson á nýju fjalli.
Við fætur þeirra er fáninn með nöfnum
allra leiðangursmanna og nafni fjallsins.
Halldór Hreinsson og Jón Björnsson bíða
með þyrluna í gangi.
Þyrlan lendir á jökulbrúninni. Eyjan sem lent var á er efst til hægri.
Ómar Ragnarsson stígur fyrsta skrefið á Gjálp?