SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 34
34 31. janúar 2010 Yehudi Menuhin, eitt mesta séní tónlistarsög- unnar, á æfingu í Laugardalshöllinni 1972. M argur mun fagna því að á þessari fyrstu alþjóðlegu listahátíð Íslands eigum við ekki sjálfir að tala, né heyra aðra menn tala um list, heldur verður hér geingið beint að kjarna hlutanna sem er listsköpunin sjálf. Hér hafa þeir menn ein- ir verið til kvaddir sem munu þyrma okk- ur við ofmiklu tali. Það er hamingja okkar núna að hafa feingið hingað til okkar nokkra þá meistara heimslistarinnar, sem hvert listrænt hjarta fer að slá örar af því einu að heyra nöfn þeirra nefnd. Listin er sköpun sem gerir orð marklaus. Ég vona að hér fái listin að tala beint við sálina.“ Þannig komst Halldór Laxness að orði í ávarpi við setningu fyrstu Listahátíð- arinnar í Reykjavík árið 1970. Og nób- elsskáldið hitti naglann á höfuðið, það voru sannkallaðir meistarar heimslist- arinnar sem drápu hér niður fæti þetta sumar. Vladimir Ashkenazy bjó hér á landi á þessum tíma og lagði gjörva hönd á plóg- inn við undirbúning hátíðarinnar. Það var ekki síst honum að þakka að hingað stefndu skónum virtúósar á sviði sígildrar tónlistar, André Previn, Itzhak Perlman og hjónin Daniel Barenboim og Jacqueline du Pré. Fellur í miklum haddi Barenboim og du Pré voru eitt umtal- aðasta parið í tónlistarheiminum á þessum Oscar Peterson lék með Niels Henning Ørsted Pedersen sumarið 1978. Tenórsöngvarinn Luciano heitinn Pavarotti þenur raddböndin á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík 1980. Geingið beint að kjarna Daniel Barenboim í heimsókn hjá Þórunni og Vladimir Ashkenazy á heimili þeirra í Reykjavík. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Listahátíð í Reykjavík fagnar 40 ára afmæli sínu á árinu. Fjölmargir heimsfrægir lista- menn hafa heiðrað landann með nærveru sinni gegnum tíðina og hér eru í máli og myndum tínd til nokkur atriði sem mörk- uðu varanleg spor í sögu hátíðarinnar. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Listahátíð í Reykjavík 40 ára Listahátíð í Reykjavík hefur löngum gert dægurtónlist hátt undir höfði. Á engan við- burð er þó hallað þótt fullyrt sé að koma rokksveitarinnar goðsagnakenndu Led Zep- pelin á fyrstu hátíðina 1970 standi upp úr. Robert Plant og félagar voru þá á hátindi frægðar sinnar. Skriftir og meiri skriftir. Þannig lýsti Stefán Halldórsson, blaðamaður Morgunblaðsins, 42 klukkustunda dvöl Led Zeppelin á Íslandi sumarið 1970. Hver einasti maður sem komst í námunda við kappana freistaði þess að fá þá til að skrifa nöfnin sín á ein- hvern hlut, pappírsbleðil, mynd, skó, hand- legg, maga, kinn. Stefán var á Keflavíkurflugvelli þegar goð- in lentu og lýsir því þegar stóra stundin rann upp. „Robert Plant, söngvarinn, gekk fyrstur út, en síðan komu þeir einn af öðrum, John Bonham, Jimmy Page og John Paul Jones, eltir af umboðsmönnum og burðarkörlum.“ Page sat stuttlega fyrir svörum hjá Stefáni og var spurður hvort sveitin hefði ferðast Eyjólfur sundkappi hafði hemil á múgnum Tærnar á Robert Plant vöktu sérstaka at- hygli en þessi mynd birtist með umsögn um tónleika Led Zeppelin í Morgunblaðinu. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Robert Plant, Jimmy Page og John Paul Jones á tónleikum í Laugardalshöllinni 1970.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.