SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 35
31. janúar 2010 35
árum, bráðung og þrútin af hæfileikum.
Hún sellisti en hann píanóleikari og
hljómsveitarstjóri.
„Sellóleikarinn Jacqueline du Pré er ung
kona, ljós á húð og hár, sem fellur í mikl-
um haddi niður yfir axlirnar og hún brosir
mikið. Það er einhver póetískur blær yfir
henni, ekki síður þegar hún talar. Þetta er
sýnilega hamingjusöm ung kona, ánægð
með lífið.“
Þannig lýsir blaðamaður Morgunblaðs-
ins du Pré í upphafi samtals þeirra sem
fram fór á Hótel Sögu fyrir tónleikana á
Listahátíð. Ekki er allt sem sýnist.
Í viðtalinu lýsir du Pré meðal annars að-
dáun sinni á Íslandi. „En hér virðist allt
svo hreint og ótrúlega rólegt og kyrrlátt í
samanburði við aðrar stórborgir. Mér
finnst svo indælt að sjá svo mikið af græn-
um blettum í kringum hvert hús og loftið
er svo tært. […] Ég elska svalt loftslag,
mikla víðáttu og fjallalandslag – eða yf-
irleitt óspillt land.“
Tísku bar einnig á góma en blaðamaður
hafði áhyggjur af því að minipilsin væru
afleit fyrir sellóleikara. „Jú, en ég leik ekki
í minipilsi. Ég er alltaf í víðum og efn-
ismiklum pilsum, einmitt af þeirri ástæðu.
Annars fara pilsin langt upp um mann og
það er ekki beint fallegt að sjá framan úr
sal þessar löngu lappir og uppflett pils,“
svaraði Jacqueline du Pré og hló hjart-
anlega.
Sem kunnugt er varð ferill du Pré styttri
en til stóð. Hún greindist með MS-
sjúkdóminn árið 1973 og neyddist til að
leggja sellóið á hilluna. Hún lést árið 1987,
aðeins 42 ára að aldri.
Aldrei séð þreyttari mann
Við komuna til landsins baðst Barenboim
undan viðtali við Morgunblaðið vegna
þreytu. Hann hafði ekki sofið í sólarhring.
Lét blaðamaður þess getið að aldrei hefði
hann séð þreyttari mann, þar sem Bar-
enboim tvísteig órakaður og sljór af þreytu
framan við móttökuborðið á Hótel Sögu,
því herbergið hans var ekki tilbúið.
Barenboim sneri aftur á Listahátíð í
Reykjavík árið 1974.
Blaðamaður Morgunblaðsins hafði
ímyndað sér Itzhak Perlman grannan og
fíngerðan mann og brá því í brún þegar
hönd hans hvarf í hönd ísraelska fiðluleik-
arans þegar þeir heilsuðust. Perlman, sem
var aðeins 24 ára á þessum tíma, lýsir í
viðtalinu tildrögum þess að hann flutti til
Bandaríkjanna en það atvikaðist þannig að
sjónvarpsmaðurinn kunni Ed Sullivan
fékk hann til að koma fram í dagskrá helg-
aðri Ísrael. Eftir það afréð Perlman að
verða um kyrrt og halda áfram í tónlist-
arnámi.
Spurður um deilur Ísraela og Araba
kveðst Perlman vonast eftir friði en bætir
svo við: „Ísrael verður aldrei sigrað í styrj-
öld. Það er bara spurning um, hversu dýr-
keyptir sigrarnir verða og hversu mikið
Morgunblaðið/Emilía
„Litlu hjónin“ André Previn og Mia Farrow á Keflavíkurflugvelli 1972. Þau voru elskuleg.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndin fræga af
Herbie Hancock
á Austurvelli.
hlutanna
Djassmeistarinn Benny Goodman var hress við komuna til landsins sumarið 1976. Jacqueline du Pré var undrabarn í sellóleik.
víða. „Já, við höfum komið víða við, en satt
best að segja, þá eru þessi ferðalög farin að
verða dálítið þreytandi, sérstaklega þó í
Bandaríkjunum.“
Æstur múgurinn elti Zeppelin-menn á
röndum, fyrst á Hótel Sögu og síðan á æf-
ingu í Laugardalshöllinni. Þar þurfti ekki
minni mann en Eyjólf Jónsson, sundkappa
og lögregluþjón, til að sjá til þess að enginn
slyppi inn í helgidóminn.
Úr höllinni lá leiðin á kveðjudansleik
hljómsveitarinnar Trúbrots í Glaumbæ.
Shady Owens og Karl Sighvatsson voru að
hætta. Enn áttu Plant og félagar fótum sín-
um fjör að launa og fenginn var dyravörður til
að stjórna umferðinni framhjá borði þeirra.
„Beðið var um bjór. Því miður, ekki til,“ skrif-
ar Stefán. „Jæja þá, kampavín. Alveg sjálf-
sagt, og síðan voru kampavínsflöskur drifn-
ar á borðið. Það er mikil og merkileg list að
opna slíkar flöskur, en John Bonham,
trommarinn, var alveg eldklár í þeirri list eins
og svo mörgum öðrum. Og Led Zeppelin
skáluðu.“
Áratug síðar féll Bonham frá. Banamein
hans var áfengiseitrun.
Burðarkarlarnir gengu út
Vel lá á Zeppelin-mönnum og föruneyti
þeirra og Stefán veitti því athygli að „burð-
arkarlarnir“ voru fljótlega komnir með sína
stúlkuna hver upp á arminn.
Hljómsveitarmeðlimir sátu að sumbli um
stund, að Jones undanskildum. Hann fór
heim á hótel, örmagna eftir skriffinnskuna.
Hinir héldu sem leið lá í partí.
Greininni í Morgunblaðinu fylgir mynd af
liðsmönnum Zeppelin og fleirum fyrir framan
hús með áletruninni „rakari“. Í myndatexta
segir: „Því miður skildu hvorki Led Zeppelin
né aðstoðarmennirnir íslenzku og því gengu
þeir óklipptir framhjá rakarastofunni.“
Zeppelin-menn virðast hafa kunnað vel
við sig á Íslandi, alltént sömdu þeir síðar óð
til landsins, Immigrant Song. Sem frægt er.
Stefán Halldórsson var í hópi fimm þús-
und ungmenna á tónleikum Led Zeppelin í
Laugardalshöll kvöldið eftir. Látum þessi orð
hans um þá upplifun duga: „Þetta voru
stærstu og merkilegustu bítlatónleikar sem
haldnir hafa verið hér á landi, frá því að bítla-
hljómleikasögur hófust.“David Bowie hélt tónleika á Listahátíð 1996. Hann var brosti blítt framan í fjölmiðlafólk.
Morgunblaðið/Ásdís