SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 37
31. janúar 2010 37
Jacqueline Picasso opnar sýningu á verkum bónda síns á Listahátíð 1986. Rúmum fjórum mánuðum síðar var hún öll.
Morgunblaðið/RAX
Fáar myndlistarsýningar hafa vakið
meiri athygli á Listahátíð í Reykjavík
en sýning á verkum Pablos Picassos
sumarið 1986. Ekkja meistarans,
Jacqueline, opnaði sýninguna sjálf.
„Fjölmargir hafa verið að biðja mig
um það úr öllum áttum,“ svaraði hún
þegar Elín Pálmadóttir, blaðamaður
Morgunblaðsins, spurði hvort ekki
væri mikil spurn eftir sýningu á téð-
um verkum. „En ég er svo heppin að
eiga rétt á að gera það sem mig langar
sjálfa. Og í þetta sinn kom það til af
því að ég settist niður með kaffibolla
með vini mínum Erro frá Íslandi, sem
stakk upp á þessu og ég féllst á það.
Nú svo vildi ég halda loforðið. Lof-
orðið við hann, við Íslendinga og mig
sjálfa. Svo einfalt er það.“
Talið barst að bónda hennar.
„Pablo vann alveg fram á síðasta dag,
þegar hann var orðinn 92ja ára gam-
all. Alltaf jafn afkastamikill og frjór,
ég held að ekki megi finna í verkum
hans seinustu tvö árin neina endur-
tekningu á því sama. Hann vann án
afláts, eins og ungur maður, og síð-
ustu árin gat hann einbeitt sér betur
en nokkru sinni. Hann hafði svo
mikla sálarró, sem gerði honum fært
að vinna svona vel og lengi. Það var
alveg ótrúlegt.“
Rúmum fjórum mánuðum eftir
komu sína á Listahátíð svipti Jacq-
ueline Picasso sig lífi.
Verkin segja allt
Einn af forsprökkum hugmyndalist-
arinnar, Lawrence Weiner, kom á
Listahátíð 2000 og notaði tækifærið
til að færa Háskólanum á Akureyri
verk að gjöf. Við þá athöfn kom fram
að yfirlýst stefna Weiners væri að
færa listina út til hins almenna
manns, út úr þeim fílabeinsturnum
þar sem henni væri oftast fundinn
staður. Það væri í fullkomnu sam-
ræmi við það meginhlutverk skólans
að veita almenningi aðgang að æðri
menntun.
Weiner sagði að stærsti kosturinn
við að nota orð í skúlptúra væri sá að
hann þyrfti þar fyrir utan ekki að
segja mikið, því verkin segðu allt.
Hann lét þess þó getið að hann hefði
ekki orðið sá maður sem hann væri
án bóka og að listaverkum á borð við
hans væri ekki ætlað að kenna fólki
eitt eða neitt, heldur einfaldlega að
vera til staðar svo það gæti lært sjálft.
Nútíma Jesús Kristur
Hinn umdeildi Jeff Koons kom á
Listahátíð 2004. Þóroddur Bjarnason
blaðamaður spurði hann m.a. um
verkið fræga „Michael Jackson og
Bubbles“, sem var á sýningunni.
„En ástæða þess að ég vann með
Michael í Hversdagsleika-sýning-
unni var að ég vildi að fólk myndi
frelsast, þ.e. verða frjálst til að við-
urkenna að þeir hlutir sem komu úr
dægurmenninguni væru góðir og
gildir sem menning og viðurkenna
fyrir sjálfum sér að allt sem þú upp-
lifir er fullkomið. Á sýningunni voru
margar aðrar höggmyndir sem voru
svona myndlíkingar, eins og til
dæmis var höggmynd af Buster Keat-
on ríðandi á smáhesti myndlíking
fyrir Jesú að ríða inn í Jerúsalem.
Michael Jackson var þarna sem yf-
irlýsing um stórstjörnumenninguna
og hvernig við blásum stjörnurnar
upp. Hann var þarna sem einskonar
nútíma Jesú Kristur. Hann minnti
mig líka á egypska faraóinn Tut-
ankhamun, en saga hans er átakanleg
eins og saga Jacksons. Það er sorglegt
hvað við leggjum mikið upp úr dýrk-
un á fræga fólkinu en þetta hefur að
gera með hið innra og ytra sem ég
talaði um hér á undan.“
Af öðrum myndlistarmönnum sem
átt hafa verk á Listahátíð í Reykjavík
gegnum tíðina má nefna Andres
Serrano, André Masson, Andy War-
hol, Bruce Nauman, Cindy Sherman,
Donald Judd, Edward Munch,
Francisco Goya, Ilya Kabakov, Louise
Bourgeois, Marc Chagall, Matthew
Barney, Max Ernst, Miro, Richard
Serra, Roni Horn, Spencer Tunick og
Ólaf Elíasson.
Lawrence Weiner afhendir Þorsteini Gunn-
arssyni rektor HA verk eftir sig árið 2000.
Jeff Koons sumarið 2004. Í bak-
grunni eru Jackson og Bubbles.
Hafði svo mikla sálarró
Rithöfundar hafa ekki verið tíðir
gestir á Listahátíð enda hefur
Bókmenntahátíð í Reykjavík séð
um að svala þorsta bókelskra.
Stór nöfn hafa eigi að síður
heiðrað hátíðina með nærveru
sinni.
Þannig var Doris Lessing gest-
ur Listahátíðar árið 1986. Efnt
var til dagskrár Nóbelsverðlauna-
hafanum til heiðurs í Iðnó, þar
sem Kristbjörg Kjeld og Arnar Jónsson lásu úr verkum Less-
ing og Magdalena Schram talaði um verk hennar. Sjálf steig
Lessing í pontu og var „áheyrileg og skilmerkileg og vanga-
veltur hennar um skáldsöguna mjög fróðlegar svo og áhrif
upplýsingamiðla á bókmenntir síðustu ára sérstaklega“, að
dómi Jóhönnu Kristjónsdóttur sem ritaði umsögn um dag-
skrána í Morgunblaðið. Jóhönnu þótti sviðið í Iðnó á hinn bóg-
inn snautlegt og nöturlegt og umræður á eftir erindi Lessing
of langar.
Annað nóbelsskáld, Seamus Heaney, kom fram á Listahá-
tíð 2004. Pétur Blöndal, blaðamaður Morgunblaðsins, bað
hann um ráð handa ungum skáldum sem væru að byrja að
hasla sér völl.
„Lesið skáldin sem vekja ykkur til lífsins, hvort sem þau
njóta almennrar virðingar eða ekki. Lesið skáldin sem þið
virðið og vitið að eruð betri en þið. En ekki vera of hrokafull til
að lesa skáldin, sem þið vitið innst inni að eru ekki svo góð,
en veita ykkur samt innblástur. Á þann veg fáið þið ef til vill
bæði sjálfstraust og örvun. En þegar allt kemur til alls, þá
mun reynsla annarra ekki gera ykkur mikið gagn,“ svaraði
Heaney.
Í samtalinu upplýsti Heaney að hann notaði ekki tölvupóst.
„Ég hef enga þörf fyrir að heyra frá fólki sem vill ná tali af mér.
Mér skilst að með tölvupóstfang sé maður varnarlaus. Fólk
geti dælt inn skilaboðum. Ég hef engan áhuga á því að fá boð
um að fara neitt, ég vil ekki beiðnir um viðtöl, ég vil ekki fyr-
irspurnir frá nemendum. Í hvert skipti sem ég svara ekki, þá
er ég sekur. Aðferðir nítjándu aldar myndu alveg duga mér.“
Nóbelsskáldið Seamus
Heaney kom árið 2004.
Doris Lessing kom á Listahátíð 1986. Hér er hún ásamt
hjónunum Birgi Sigurðssyni og Elsu Stefánsdóttur.
Lesið skáldin
sem vekja
ykkur til lífsins
mann Morgunblaðsins en lét þess getið að
sig hefði lengi langað til þess að koma til Ís-
lands og því þegið boð Listahátíðar með
þökkum.
Hápunkturinn á Listahátíð 1980 voru
tónleikar ítalska tenórsöngvarans Lucianos
Pavarottis ásamt Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. „Það var ekki aðeins að Ashkenazy
hvetti mig, hann beinlínis skipaði mér að
fara til Íslands og syngja þar,“ sagði Pav-
arotti við Morgunblaðið.
Talið barst að holdafari og Pavarotti árétt-
aði að hann væri alls ekki of feitur „og það
er útbreiddur misskilningur að söngvarar
verði að vera feitir. Þeir verða hins vegar að
vera þéttbyggðir, eins og íþróttamenn, til að
hafa eitthvað til að styðjast við“.
Og hananú!
Í samtalinu kvaðst Pavarotti eiga fimm
góð ár eftir sem söngvari. Þau urðu all-
nokkru fleiri.
Seint verður sagt að Listahátíð í Reykja-
vík hafi sniðgengið djassgeggjara gegnum
tíðina en fjöldinn allur af djasstónlist-
armönnum í fremstu röð hefur stungið við
stafni á hátíðinni.
Goodman ætlaði í lax
Elín Pálmadóttir blaðamaður lýsti Benny
Goodman sem hlýlegum og broshýrum
eldri manni en meistari sveiflunnar var
orðinn 67 ára þegar hann kom á Listahátíð
1976.
„Nú er ekki skroppið í 52. götu til að
taka lagið, eða hvað?“ spurði Elín.
„Nei, það er næstum búið að vera,“
svaraði Goodman um hæl. „Sjálfur fer ég
þangað aldrei. Það er of seint á kvöldin
fyrir mig nú orðið.“
Í samtalinu kemur fram að Goodman
var mikill áhugamaður um laxveiðar og
eftir tónleikana hugðist hann renna fyrir
lax norður í Víðidalsá með Ingimundi Sig-
fússyni.
Morgunblaðið spurði Oscar Peterson að
því á Listahátíð 1978, þegar hann lék með
Niels-Henning Ørsted Pedersen, hvaða
tilfinningar hann vildi vekja hjá áhorf-
endum. „Aðeins þær tilfinningar sem tón-
listin vekur hjá þeim hverjum og einum,
stundum gleði og stundum kannski of-
boðlitla sorg. Ef þetta tekst er ég ánægð-
ur.“
Dave Brubeck var orðinn 65 ára þegar
hann stakk við stafni á Listahátíð 1986. Í
samtali við Morgunblaðið fyrir tónleikana
gaf hann ekki upp hvað yrði leikið. „Þeir
sem ákveða slíkt fyrirfram ættu að snúa
sér að sígildri tónlist.“
Herbie Hancock, sem kom á sömu
hátíð, var ekki heldur búinn að ákveða
efnisskrána þegar Morgunblaðið hitti
hann að máli. Á tónleikunum spilaði hann
einn á órafmagnað píanó. „Það er heldur
óvanaleg reynsla fyrir mig að halda tón-
leika sem þessa, ég hef aðeins gert það
fimm sinnum áður. Ég er því mjög
spenntur sjálfur að sjá hvernig þeir
verða,“ sagði Hancock.
Meðan Hancock var staddur hér á landi
náði Morgunblaðið frægri mynd af honum
á Austurvelli.
’
Talið barst að
holdafari og
Pavarotti árétt-
aði að hann væri alls
ekki of feitur „og það
er útbreiddur mis-
skilningur að söngv-
arar verði að vera
feitir. Þeir verða hins
vegar að vera þétt-
byggðir, eins og
íþróttamenn, til að
hafa eitthvað til að
styðjast við.“