SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 40
40 31. janúar 2010 Íslendingar hafa lengi saltað mat, bæði kjöt og fisk, til þess að rot- verja hann í því skyni að dá- semdin geymist lengur en ella. Matarsalt er rotverjandi því salt, sem stráð er á nýjan fisk, dregur vatn úr fiskholdinu, leys- ist upp og myndar pækil sem þynnist eftir því sem hann dreg- ur meira af vatni úr fiskinum og samtímis þrýstist salt smám saman inn í fiskholdið. Þegar vatnið sogast úr fisk- inum og saltið inn í hann skreppur fiskholdið saman og verður þéttara og stífara. Hráa- bragðið hverfur en í staðinn kemur hinn eftirsótti keimur. Lykilatriði er að fiskurinn sé nýr þegar hann er saltaður, ef framleiða á góðan saltfisk. Ísaður fiskur er ekki eins góður til salt- fiskverkunar og alla jafna er forðast að salta hann ef unnt er. Það er vegna þess að límefni í fiskinum eyðileggjast við ísunina og fiskurinn missir við það hæfi- leikann til að binda vatn. Mjög mikilvægt er líka að fiskurinn sé blóðgaður lifandi og honum blæði vel út. Fiskur til söltunar er oftast flattur, en annars flakaður. Sé hann flattur er fiskurinn klofinn í sundur þar sem hann er þykk- astur og bakið heilt, þannig að saltið gengur fyrr inn í hann en annars. Þá er meginhluti beina- grindarinnar numinn á brott og úrgangur minnkar þar með til muna. - - - - Þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt salt- fiskur en ekki draumaríngl, sagði Salka Valka. Líklega er hvorki hægt að rengja hana né Laxness. skapti@mbl.is Freisting Frónbúans Lífið er saltfiskur Starfsmenn Ektafisks í vinnslusal fyrirtækisins á Hauganesi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson N anna Rögnvaldardóttir ætti að vera öllum kunn, enda annálaður matgæð- ingur og matreiðslubókahöfundur. Það var auðsótt að fá hana til að velja þrjár uppskriftir að klassískum réttum sem allir ættu að kunna að elda. Fyrir valinu urðu lauk- súpa, plokkfiskur og pönnukökur. „Ég vildi bara velja eitthvað einfalt og mjög ódýrt. Ég hugsaði líka að þetta gæti þess vegna verið þríréttuð mál- tíð ef fólk vildi. Ég lærði sjálf að gera plokkfisk og pönnukökur af mömmu þegar ég var unglingur en lauksúpuna lærði ég seinna, byrjaði sennilega að elda hana þegar ég var fátækur háskólanemi enda er laukur ódýrasta hráefni sem til er eigin- lega. Ég gerði tvær útfærslur af plokkfisknum, bæði venjulegan og gratíneraðan. Plokkfiskurinn er tilvalinn réttur til að breyta eitthvað til. Ef maður vill gera hann sparilegri eða nota leifarnar er tilvalið að setja hann bara í mót og gratínera.“ Aðspurð hvaða rétti Nanna hafi eldað mest þegar hún var að hefja búskap segir hún það um- deilt. „Börnin mín fullyrða að þau hafi aldrei fengið neitt nema pylsur þegar þau voru lítil. Það eru nú reyndar ýkjur hjá þeim, en ég var ekkert voðalega góður kokkur þegar ég var að byrja að búa. Ég hef alltaf haft áhuga á mat, en það var eiginlega ekki fyrr en ég vissi nógu mikið til að geta sleppt uppskriftunum og farið að elda svona bara upp úr mér sem ég fór að elda góðan mat. Ætli ég hafi ekki verið orðin þrítug. Þannig að þó að einhver sé að klúðra eldamennskunni núna þá er engin ástæða til að örvænta.“ Einfalt og gott Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir valdi þrjár upp- skriftir að réttum sem allir þurfa að kunna að elda. Sjálf fékk hún ekki áhuga á eldamennsku fyrr en hún gat hætt að fara eftir uppskriftum og hvetur fólk til að nýta allan mat sem best og breyta og bæta uppskriftir eftir þörfum. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Margir vita að fátt er betra fyrst á morgnana en gott kaffi, helst espresso, nema ef vera skyldi lýsið. Kaffið er þó ekki fyrir alla að sögn, því einhvers staðar hefur því verið haldið fram að óléttum konum, hjarta- sjúklingum og fólki með magasár sé ráðlagt að forðast drykkinn. Trúi því hver sem vill. Hinir vin- samlega lesi áfram. Segja má að ítölsk kaffimenning byggist að miklu leyti á espresso-aðferðinni, sem fundin var upp á Ítalíu um aldamótin 1900. Aðferðin sú arna er þannig að þessi tvö dásamlegu hráefni, kaffibaunirnar og vatnið, eru í snertingu í mjög skamma stund en hátt hitastig og mikill þrýstingur tryggir hámarksbragðgæði. Þessi stutta „návist“ gerir það að verkum að óæskileg efnasambönd kaffis leysast síður úr læðingi. Því hefur þess vegna verið haldið fram að espresso sé hollara en annað kaffi en vísindaleg rök verða ekki birt þeirri fullyrðingu til stuðnings hér og nú. Ekki er sama hvernig espresso lítur út, en kaffilistamenn á Ítalíu telja það fullkomið – perfetto – ef efst í bollanum, ofan á kaffinu, er þykk, ljósbrún froða. Kaffið á að vera þykkt og ilmurinn sterkur og góður. Drykkinn á að bera fram í 4 cl bolla. Best er að hann sé þröngur neðst en víkki þegar ofar dregur. Sérfræðingar segja að drykkjarins eigi að njóta í þremur sopum. Sá fyrsti sé mikilvægastur og þá eigi að láta drykkinn velkjast í munni, til að meta bragðeiginleikana. Því er oft haldið fram að hálf teskeið syk- urs sé nóg til að deyfa náttúrlegan biturleika í góðu kaffi. Meira gagn geti yfirgnæft önnur bragðeinkenni. skapti@mbl.is Drykkur vikunnar Matur 600 g kartöflur 6-700 g fiskur (t.d. ýsa eða þorskur) 1 laukur 40 g smjör 3 msk. hveiti 400 ml mjólk 1 tsk dijon-sinnep, eða eftir smekk (má sleppa) hvítur pipar salt graslaukur eða vorlaukur Kartöflurnar soðnar þar til þær eru meyrar, flysjaðar og skornar í bita. Vatn hitað að suðu í potti, saltað og svo er fiskurinn settur út í. Suðan látin koma upp, hit- inn lækkaður og fiskurinn látinn sjóða rólega í 4-5 mín- útur (þunn flök) eða þar til hægt er að losa hann sund- ur í flögur. Tekinn upp með gataspaða. Laukurinn saxaður smátt. Smjörið brætt í potti og laukurinn lát- inn krauma í því í um fimm mínútur við fremur vægan hita án þess að brúnast. Hveitinu stráð yfir, hrært vel og látið krauma í um eina mínútu. Mjólkinni hellt sam- an við smátt og smátt og hrært vel á meðan. Sósan látin malla rólega í um fimm mínútur og hún krydduð með pipar, salti og sinnepi ef vill. Þá er potturinn tek- inn af hitanum, fiskurinn settur út í og hrært rösklega. Einnig má stappa sósuna með kartöflustappara til að plokkfiskurinn verði sléttari. Kartöflurnar settar út í. Ef plokkfiskurinn er mjög þykkur má bæta við aðeins meiri mjólk. Graslauk eða vorlauk e.t.v. stráð yfir og borið fram með rúgbrauði og smjöri og gjarna grænu salati. Svo má líka gratínera plokkfiskinn og gera hann að veislurétti. Þá er hann bara settur í smurt, eldfast form, rifnum osti stráð yfir og hann settur undir grillið í ofninum þar til osturinn er bráðinn og fallega gull- inbrúnn. Plokkfiskur Espresso-kaffi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.