SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 43
31. janúar 2010 43
L
öngum hefur sá leikur lokkað í samskiptum
kynjanna að bregða sér í hlutverk einhvers annars.
Þykjustuleikur getur tekið á sig ýmsar myndir og
misjafnt hversu langt fólk gengur í þeim efnum.
Sumir láta duga að leika saman maður á mann heima í
svefnherbergi á meðan aðrir fara út fyrir veggi heimilisins,
jafnvel til útlanda. Pör eiga það til að krydda sínar utanlands-
ferðir með því að skipta um nafn, starf, þjóðerni og persónu-
leika (í huganum), hittast svo eins og tveir ókunnir ein-
staklingar á ákveðnum stað og kynnast hvort öðru.
Leika leikinn alla leið.
Endar sá spuni oftar en ekki í lostafullum kynlífsathöfnum
á óvæntum stað og ekki ólíklegt að fólk uppgötvi alveg nýja
hlið á makanum. Mikil ögrun og skemmtun getur falist í því
að halda sér í karakter í slíkum leik og spinna framvinduna
jafnóðum.
Þetta er tilvalin leið til að blása nýju lífi í langtímasambönd.
Svo eru það pörin sem ganga enn lengra og sækja í myrkra-
herbergin svokölluðu, en slík lastabæli finnast um víða ver-
öld. Þá fer fólk inn í ákveðið rými sem er svo myrkvað að
engin leið er að sjá eða þekkja það fólk sem þar er fyrir.
Þá er kikkið fólgið í því að vita hvorki hver snertir þig og
kyssir, né hvern þú snertir og gælir við.
Ókunnugleikinn og nafnleysið er algjört.
Í myrkraherbergjum þessum er fólk ekki lengur persónur
heldur iðandi skrokkar.
Sjónleysið gerir það að verkum að þetta getur verið heppi-
legt fyrir þá sem vegna útlits komast sjaldan í nána líkamlega
snertingu við aðra mannveru. Þó má gera ráð fyrir að flestir
þeirra sem sækja í þennan sódómíska vettvang séu þar af öðr-
um ástæðum. Og öruggt má teljast að lítt verður þeim ágengt
í þessum ormagryfjum sem þrá að mynda djúp tilfinn-
ingatengsl við einhvern.
En það eru ekki allir að leita að því sama og margar og ólík-
ar hvatir liggja sjálfsagt að baki heimsókn fólks í myrkra-
herbergi, hvort sem það eru einhleypingar eða pör.
Ekki víst að öllum líki að renna til í sæðisslettum
ókunnugra og láta hvaða hendur sem er káfa á sér.
Sódóma-Gómorra er ekki fyrir alla.
En snúum okkur aftur að búningum og hlutverkaleikjum.
Hún er merkileg þessi þörf mannfólksins fyrir að bregða sér
í allra kvikinda líki, að máta sig við hin ýmsu hlutverk.
Vissulega finnast margar og ólíkar manneskjur í hverjum
og einum og augljóst að aðeins örfáar þeirra fá að njóta sín yfir
ævidagana.
Kannski er það bara sjálfsögð skemmtun að leyfa einni og
einni af þessum sem leynast fyrir innan skinn, að gægjast út
um stundarsakir öðru hvoru.
Margir gera sér ferð suður til hennar Ítalíu á þessum árs-
tíma, nánar tiltekið til Feneyja, til að taka þátt í árlegu karni-
vali sem þar stendur yfir í nokkra daga samfleytt í febrúar.
Þetta er mikil og litrík hátíð sem meðal annars dregur að sér
þá sem hafa unun af því að klæða sig í framandi búninga og
fela sig á bak við grímur. Skipta jafnvel um kyn. Skella sér svo
á dansleik þar sem enginn veit hver er hver og hvur er hvurs.
Í skjóli grímunnar er líka hægt að gera ýmislegt sem annars
væri alls ekki samþykkt.
Aðrir bregða sér til Brasilíu í kringum páskana til að njóta
ótal hörundsdökkra dillibossa sem spranga klæðlitlir þar um
götur á kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro.
Allt snertir þetta eitthvað inni í okkur sem tengist kynlífi á
einn eða annan hátt.
Og gleymum ekki karlmennskuímynd júníformsins sem
dátarnir klæddust á hernámsárunum. Þau klæði áttu ekki lít-
inn þátt í því að íslenskum konum hitnaði verulega að innan.
Þær lágu nánast í öngviti af sælu við það eitt að horfa.
Með eða
án grímu?
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
Gatan mín
B
jörn Brynjúlfur Björnsson kvikmynda-
gerðarmaður hefur búið á Túngötu sl. 14
ár. „Þegar ég var ungur maður bjó ég
hérna neðar í götunni, raunar ekki á
Túngötu heldur hinum megin við Bræðraborg-
arstíg þar sem gatan heitir Holtsgata. Ég bjó þar
rétt við hornið þannig að ég á mér langa sögu í
götunni. Eftir að Landakotstúni sleppir sveigir
Túngatan til vinstri og niður að sjó en það er ekki
Túngata sem tekur þar við heldur fer gatan í
hlykk. Ég bý í þeim enda og það er í raun allt önn-
ur Túngata enda tengi ég hana frekar við Holtsgöt-
una sem er svo framhald hér niður úr þótt hún
heiti öðru nafni. Það er ekki alveg sama um hvora
Túngötuna maður talar. Hinum megin á Túngöt-
unni er meira af sendiráðum og þar er í raun allt
önnur stemning.“
Róleg gata
Túngatan er í grónu hverfi og því er lítið sem þar
hefur breyst síðan Björn var ungur. „Ég held að
gatan hafi á ytra byrðinu ekki breyst mikið á þess-
um tíma. Auðvitað hrörnar sumt og annað er
byggt upp og lagað. En lífið hefur náttúrlega
breyst hjá mér frá því ég var hér sem barn og
þangað til ég bý hér sem fullorðinn maður. Að því
leyti hefur auðvitað allt breyst, hvernig maður
horfir á húsin og á hlutina.“
Spurður hvað honum hafi þótt svo heillandi við
Túngötuna að hann vildi flytja þangað aftur á full-
orðinsárum nefnir Björn að uppeldið þar hafi haft
mest um það að segja. „Er það ekki einhver inn-
byggð, mannleg stilling sem við ráðum ekki við,
að vilja helst búa þar sem maður er alinn upp? Svo
er gatan nálægt bænum án þess þó að vera of ná-
lægt. Þetta er róleg gata og hér eru engin partí. Ef
maður fer í göngutúr getur maður gengið í gamla
kirkjugarðinn og Hljómskálagarðinn. Maður getur
notið þess sem miðbærinn hefur upp á að bjóða,
sem er auðvitað margt, en þetta er samt ekki ofan í
bænum,“ segir hann.
Björn segir hús í fúnkisstíl vera öðrum megin
við Túngötuna en hinum megin glæsileg og falleg
„rjómatertuhús“. Sunnanmegin, þar sem hann
býr, sé samfelld göturöð. „Götumyndin er mjög
falleg og sérstök í Reykjavík og það þarf að passa
vel upp á hana. Gráu fúnkishúsin eru nánast eins
og hamraveggir, sérstaklega séð frá götunni, en
opnast í garða sem eru töluvert lægri en húsin
hinum megin því gatan er efst í brekku. Það er
ansi skjólgott og fínt hér bak við húsin en það sést
ekki frá götunni. Í raun snúa húsin þangað en ekki
að götunni. Útsýnið er því ansi gott.“
Þessi frásögn Björns af útsýninu minnir hann á
sögu sem hann heyrði um muninn á Íslendingum
og Kínverjum þegar kemur að því að skoða hús.
„Þegar Íslendingur skoðar hús þá horfir hann á
húsið, gengur í kringum það og skoðar að innan.
Hann hefur ákveðna mynd af húsinu; það er fal-
legt, sérstakt og fínt og hann er ánægður með það.
En þegar Kínverji skoðar hús gengur hann inn í
húsið og horfir út um gluggana og athugar hvað
hann sér þar og metur húsið eftir því. Hann horfir
ekki á húsið heldur út úr húsinu. Það er auðvitað
eina rétta leiðin til að líta á málið, eða a.m.k. ann-
að sjónarhorn sem maður ætti að hafa í huga. Og
útsýnið er sérlega gott hér á Túngötunni.“
ylfa@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Á sér langa
sögu í götunni
Túngata
Su
ðu
rg
at
a
1
2
3
4 Æ
gi
sg
at
a
G
ar
ða
st
ræ
ti
Hringbraut
Hávallagata
Tryggvagata
VesturgataRánargataBárugataÖldugata
Sólvallagata
Br
æ
ðr
ab
or
ga
rst
ígu
r
Vonarstræti
1 Brávallagata, þar býr dóttir mín með tveimur
barnabörnum mínum.
2 Það er mjög skemmtilegt að ganga um í gamla
kirkjugarðinum.
3 Pétursbúð heldur uppi merki kaupmannsins á
horninu.
4 Það er fínn sparkvöllur við gamla sjómannaskól-
ann á Öldugötu. Þær eru ófáar ferðirnar sem við
feðgarnir höfum farið þangað í fótbolta í gegnum
tíðina.
Uppáhaldsstaðir
Björns í hverfinu