SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 44
44 31. janúar 2010
Í Bretlandi tala menn nú mikið um stúlkuna
Coco Sumner, sem heitir reyndar fullu nafni
Eliot Pauline Sumner. Eins og eftirnafnið gef-
ur til kynna er hún dóttir tónlistarmannsins
Stings, en móðir hennar er Trudie Styler.
Það þótti fréttnæmt þegar Coco gerði út-
gáfusamning við Island-gáfuna í hittifyrra,
enda hafði lítið heyrst til hennar á tónlist-
arsviðinu. Stúlkan hefur víst setið sveitt við
að semja lög og hljóðrita í Svíþjóð og nú loks
er fyrsta smáskífan, Caesar, væntanleg. Sú
kemur út á morgun og þá kemur í ljós hvað
Island-menn voru að kaupa.
Hver er Coco
Sumner?
Coco Sumner syngur um flugnahöfðingjann
á fyrstu smáskífu sinni.
Spiritualized á tónleikum í Svíþjóð 2008
skömu eftir að Songs in A&E kom út.
Rokkhátíðin All Tomorrows Parties verður
haldin í byrjun maí og dagskráin tekur óðum
á sig mynd, en umsjónarmaður hennar þetta
árið er Matt Groening, faðir Futurama og
Simpson-fjölskyldunnar. Nú síðast fréttist
að rokksveitin geðþekka Spiritualized myndi
flytja meistaraverk sitt, Ladies and Gentle-
men We Are Floating in Space.
Af öðrum sem þátt taka í hátíðinni má
nefna Iggy & The Stooges, Built To Spill,
Deerhunter, Daniel Johnston, The Resi-
dents, Juana Molina, Konono N°1 og
Amadou and Mariam. Ekki er uppselt á há-
tíðina, því eitthvað er enn eftir af dýrustu
miðunum.
Upprifjun hjá
Spiritualized á ATP
Það var mikið fjör í músíkinni
hjá menntaspírum Englands um
miðjan sjöunda áratuginn.
Rokkið hafði slegið í gegn meðal
verkalýðsins og lægri miðstéttar
en þeir sem menntaðri voru og
frá stöndugum heimilum leituðu
í aðra músík, hlustuðu á amer-
ískan djass og framúrstefnurokk. Þegar
þeir svo tóku til við að spila sjálfir varð til
skemmtileg blanda af súru rokki og djass-
kenndum spuna eins og til að mynda hjá
þeirri ágætu hljómsveit Soft Machine.
Margir helstu tónlistarmenn breskrar
framúrstefnu komu við í Soft Machine í
lengri eða skemmri tíma þá rúmu tvo ára-
tugi sem sveitin starfaði, en upphafsmenn
hennar voru þeir Robert Wyatt, Kevin
Ayers, Daevid Allen og Mike
Ratledge. Fyrsta skífa sveit-
arinnar er iðulega talin með
tímamótaverkum í bræðings-
djassi, en að þessu sinni beinist
athyglin að þriðju plötunni sem
hét einfaldlega Third og á fer-
tugsafmæli í vor.
Þegar upptökur hófust á Third í apríl
1970 var sveitin skipuð þeim Robert Wyatt
á trommur, Mike Ratledge á hljómborð,
Hugh Hopper á bassa og Elton Dean á
saxófón, en Dean var þá nýlega genginn til
liðs við sveitina.
Á Third eru bara fjögur lög á frumútgáf-
unni, sem var tvöföld vínylplata, eitt lag á
hverri plötuhlið, um tuttugu mínútur
hvert. Ratledge á tvö lög, Hopper eitt og
Wyatt eitt. Það lag stingur nokkur í stúf
við annað á skífunni því Wyatt syngur
talsvert í því, en þeir félagar hans, aðallega
Ratledge, voru ekki spennir fyrir söng-
músík. Þetta varð og það síðasta sem
Wyatt samdi fyrir sveitina og hann hætti
svo rúmu ári síðar eftir að næsta plata, Fo-
urth, kom út.
Eins og heyra má á Third var Soft Mach-
ine mögnuð sveit og enn magnaðri með
Elton Dean innanborðs því hann var
framúrskarandi saxófónleikari. Hann á
líka afbragðsspretti á skífunni og eins er
framlag Wyatts merkilegt, og þá ekki bara
fyrir lagið sem hann á á plötunni, heldur
er trommuleikur hans gríðarskemmti-
legur og lifandi.
arnim@mbl.is
Poppklassík Soft Machine – Third
Súr djasskenndur spuni
H
var varst þú þegar Lennon var
myrtur? Hvar varstu þegar tví-
buraturnarnir féllu? Hvar varstu
þegar þú kynntist Midlake?
Fyrir mér eru þetta spurningar af svip-
uðum meiði, þótt vitanlega séu viðburðir
þessir algjörlega ósambærilegir, að eðli og
stærð. Ég man nefnilega gjörla hvar ég var
þegar ég kynntist Midlake í fyrsta skiptið.
Þetta segir svolitla sögu um þann sess sem
þessi hljómsveit skipar í huga tónlistar-
áhugamanna. Ja, að minnsta kosti þess sem
þetta ritar.
Þetta var sumarið 2006. Á þessum tíma bjó
ég einn í tveggja herbergja íbúð á Berg-
þórugötu, fjölskyldulaus blaðamaður á Við-
skiptablaðinu. Á nóttunni horfði ég á sjón-
varpið.
Þar staðnæmdist ég gjarnan við norsku
stöðina NRK2. Á henni voru sýnd tónlistar-
myndbönd á nóttunni, oft með ferskum og
flinkum tónlistarmönnum; norskum og ekki
norskum.
Eitt alls ónorskt lag, með ónorskri hljóm-
sveit, vakti mikla forvitni mína. Þar var á
ferðinni sveit sú er hér er til umfjöllunar,
Midlake. Lagið var „Young Bride“. Ég varð
mér snarlega úti um hina ónorsku plötu
sveitarinnar, sem þá var reyndar ekki komin
formlega út, The Trials of Van Occupanther.
Platan sú heltók mig undir eins. Ég veit
ekki hversu oft ég spilaði hana á næstu mán-
uðum; líklega mörg hundruð sinnum, án þess
að fá á henni minnsta leiða. Tónlistin var
margslungin en um leið grípandi og tilfinn-
ingarík. Það fyrsta sem kom í hugann voru
tónar áttunda áratugarins – til að mynda
minnti stef lagsins Roscoe mjög á upphafslag
MASH-þáttanna gömlu og góðu.
Það er þess vegna kaldhæðni örlaganna að
Noregur skuli hafa leikið lykilhlutverk í að
færa mér þessa stórkostlegu hljómsveit. Dá-
læti mitt á Noregi er lýðum ljóst en það dálæti
er blandað þónokkru fálæti því aðdáun mín á
norskri þjóð er ekki alls kostar fölskvalaus.
Palladómur og alhæfing mín um norska þjóð
er þessi: Norðmenn eru leiðinlegir snillingar.
Hvað sem því líður kom ég tónunum sam-
stundis á framfæri við Árna Matthíasson sem
enn var auðvitað mikill vinur minn þótt ég
hefði yfirgefið Morgunblaðið um stund. Hann
kom boðskapnum snarlega á framfæri við
hina íslensku þjóð sem hafði ekki hugmynd
um lykilhlutverk hinna norsku sáttasemjara í
því afreki. Enda er hætt við því að Íslend-
ingar hefðu ekki tekið Midlake þeim opnu
örmum sem raunin varð hefðu þeir vitað af
því.
Midlake frá Noregi
Kynni af Texas-sveitinni Midlake eru ævintýri, með
hánorsku ívafi. Það vita ekki margir Íslendingar.
Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is
Eftir hina frábæru The Trials of Van Occupanther árið 2006 er nú komið meistaraverkið The Courage of Others.
Á morgun kemur þriðja stóra
plata Midlake, The Courage of
Others. Á henni taka Mið-
vatnsmenn skarpa beygju í
áttina til engilsaxneskrar
þjóðlagatónlistar, án þess þó
að glata sérkennum sínum.
Platan er nokkuð þung-
lamaleg og seintekin. Við
fyrstu hlustun virðist ekki
vera mikill munur á lagasmíð-
unum, en þegar platan hefur
fengið að rúlla nokkrum sinn-
um koma töfrarnir í ljós. Tim
Smith og félagar hafa náð hinu
óhugsandi takmarki, að gera
betur en síðast. „Winter Dies“
og „Bring Down“ eru há-
punktar þessa mikla meist-
araverks.
Hugrekki The Courage of Others.
Meistara-
verk #2
Tónlist
Margir bíða næstu plötu söngkonunnar Jo-
anna Newsome með öndina í hálsinum,
enda er komið á fjórða ár síðan platan
magnaða Ys kom út. Nú hillir loks undir út-
gáfu á nýrri skífu og það engan smáskammt
af músík því platan, Have One On Me, verður
þreföld, þ.e. þrír diskar af tónlist, nú eða
þrjár vínylskífur = sex plötuhliðar fyrir þá
sem enn hlusta á slíkt. Hægt er að heyra eitt
lag af plötunni á vefsetri Drag City, lagið 81,
en hún kemur annars út 23. febrúar.
Söngkonan snjalla Joanna Newsome.
Sex plötuhliðar af
Joanna Newsome