SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 45

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 45
31. janúar 2010 45 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Næstu sýningar sjá á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhus.is síðustu sýningar 31. jan. og 6. og 7. feb. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ „Besta leiksýning ársins“ Mbl., GB Mbl., IÞ Uppl. um sýningar og miðasala 551 1200 www.leikhusid.is Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Endalaus - Febrúarsýning2010 (Stóra sviðið) Fim 4/2 frums. kl. 20:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Sun 21/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00 Sun 7/3 kl. 20:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Stormar og styrjaldir - Sturlunga Einars Kárasonar (Söguloftið) Sun 31/1 kl. 16:00 Brúðarræninginn (Söguloftið) Lau 30/1 kl. 20:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Ufsagrýlur (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fös 5/2 kl. 20:00 U Sun 7/2 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Hádegistónleikar Óp-hópsins með Hrólfi Sæmundssyni Þri 23/2 kl. 12:15 Miðaverð aðeins 1.000 kr. ! Hellisbúinn Lau 6/2 kl. 20:00 Vinsælasti einleikur allra tíma! Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks Lau 30/1 frums. kl. 13:00 U Lau 30/1 2. sýn. kl. 16:00 Ö Sun 31/1 3. sýn. kl. 13:00 Sun 31/1 4. sýn. kl. 16:00 Sun 7/2 5. sýn. kl. 13:00 Sun 7/2 6. sýn. kl. 16:00 Lau 13/2 7. sýn. kl. 13:00 Lau 13/2 8. sýn. kl. 16:00 Sun 14/2 9. sýn. kl. 13:00 Sun 14/2 10. sýn. kl. 16:00 Ein af skemmtilegustu fjölskyldusýningum landsins! Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, birtist lands- mönnum oft í fjölmiðlum sem álitsgjafi um pólitísk mál. Flestir kannast við að hafa lesið viðtal við hann í blöðunum eða séð hann í sjónvarpinu þar sem hann ræðir um allt frá persónukjöri til ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar um að synja Icesave- lögunum staðfestingar. Það sem færri vita er að Gunnar Helgi spilar á harmónikku með hljómsveit- inni Spöðum og hefur gert undanfarin 27 ár. Spila það sem þeim dettur í hug „Upphaflega spilaði ég á melódikku því ég átti ekki harmónikku. Melódikkan er hinsvegar ákaflega takmarkað hljóðfæri svo það var gott að skipta yfir í harmónikkuna,“ segir Gunnar Helgi. Áhuginn kviknaði á menntaskólaárunum. „Við strákarnir vorum þá stundum að spila í einhverjum hljóm- sveitum. Ég spilaði á píanó en svo voru ekki píanó alls staðar svo það var þægilegt að geta haft harm- ónikkuna, sem er auðflytjanleg. Við fengum lánaða harmónikku og svo fékk ég lánað til að kaupa harmónikku, sem bjargaði málinu fyrir mig á þess- um tíma, en maður var í námi og hafði ekki mikla peninga.“ Tónlistin sem Spaðar spila er afar fjölbreytt. „Það er varla hægt að segja að það sé heil brú í tónlistar- vali Spaða. Við spilum bara það sem okkur dettur í hug að spila þá stundina. Það getur verið allt frá blús yfir í klezmer-tónlist, kántrí, franska eða írska tónlist, og svo bara heimasmíðað efni sem er sífellt fyrirferðarmeira.“ Spaðar æfa einu sinni í viku. „Þetta er eins og vel stabilíseraður saumaklúbbur,“ segir Gunnar Helgi. Félagslegt fyrirbæri Spaðar koma sjaldan fram og hafa reynt að halda eitt stórt ball á hverju ári. „Það hefur verið vel lukkað en við viljum ekki ofnýta þessi mið. Ég veit ekki hvort fólk endist að mæta á mörg böll með okkur.“ Aðspurður segir Gunnar Helgi nauðsynlegt að eiga sér áhugamál sem er ólíkt vinnunni. „Það er mjög félagslegt að vera í hljómsveit. Einnig er gam- an að gera eitthvað annað en það sem maður er allt- af að gera í félagslífinu, brjóta upp tilveruna. Ánægjan er mjög tengd því, tónlistin er auðvitað partur af þessu en ekki endilega aðalatriðið.“ ylfa@mbl.is Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands er liðtækur á harmónikkuna. Morgunblaðið/Ómar Hin hliðin Á harmónikku í Spöðum I llmenni íþróttaheimsins hafa ætíð þótt áhugaverð og mikið verði skrifað um íþróttakappa á borð við O.J. Simpson og Mike Tyson. Ein frægasta konan sem hampað hef- ur illmennatitlinum er án efa skautadrottningin, nú eða norn- in, Tonya Harding. Hún steig fyrst á skauta aðeins fjögurra ára gömul og vakti fljótt athygli vegna hæfileika sinna. Að sögn Harding sætti hún ofbeldi af hálfu móður sinnar í æsku en móðirin hefur ætíð neitað þeim ásök- unum. Hún flosnaði upp úr skóla á unglingsárum og gifti sig aðeins 19 ára gömul. Hún klifraði fljótt og örugglega upp metorðastiga skautaheimsins og varð fyrst bandarískra kvenna til að ná full- komnum þreföldum Axel, sem er álitið eitt erfiðasta stökkið á list- skautum. Hún varð Bandaríkja- meistari árið 1991 og ferill hennar náði það ár hæstu hæðum. Frá og með þeim tíma virtust vand- ræðalegar fregnir af Harding verða daglegt brauð. Hún mætti of seint á stórmót, seinna hætti hún í miðri keppni og sagði skauta sinn of lausan og enn síðar kvaðst hún ekki geta keppt vegna kviðverkja. Þessar fréttir blikn- uðu þó þegar upp komst að Har- ding hefði átt í þátt í því að ráðist var á helsta keppinaut hennar, Nancy Kerrigan, á bandarísku meistaramóti á skautum. Eig- inmaður Harding og lífvörður réðu mann til að brjóta hnéskeljar Kerrigan, sem í kjölfarið þurfti að hætta keppni vegna meiðsla. Harding hylmdi yfir með eig- inmanni sínum og lífverði og hampaði sigri á þessu sama móti. Vegna þessa atburðar var Har- ding vikið úr Ólympíuliðinu og skautaferli hennar svo að segja lokið og ferill hnignunar hafinn. Ekki löngu seinna lak út kyn- lífsmyndband með Harding og fyrrverandi eiginmanni hennar, hún var „púuð“ niður af sviði þar sem hún kom fram ásamt hljóm- sveit sinni, hún keyrði á tré og hljóp af vettvangi og seinna var hún tekin fyrir að keyra undir áhrifum. Eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir til end- urkomu í skautaheiminn lagði hún skautana á hilluna og batt á sig boxhanska. Boxferillinn stóð aðeins yfir í tvö ár eftir þrjá sigra og jafnmarga ósigra. Í síðasta bardaganum var enn og aftur „púað“ þegar Harding steig inn í hringinn og virtust áhorfendur ekki geta litið fram hjá Kerrigan- atvikinu. Harding kvaðst ekki geta haldið áfram í boxinu sök- um astma, lagði boxhönskunum og tók skautana fram aftur. Í dag kennir hún börnum listir á ísn- um og kemur stöku sinnum fram sjálf. Það efast enginn um að To- nya Harding er mikil íþróttakona og gæti eflaust lagt fyrir sig hvaða íþrótt sem væri með góðum ár- angri ef tekið er mið af getu hennar í listskautum og boxi, eins ólíkar íþróttagreinar og þær eru. Þrátt fyrir það er harla ólík- legt að henni verði nokkru sinni fyrirgefið að hafa lagt á ráðin að eyðileggja feril keppinautar síns og flestir tengja enn þann dag í dag nafn skautanornarinnar við nafn Nancy Kerrigan skauta- drottningarinnar. signyg@mbl.is Tonya Harding í dag.Harding á hátindi feril síns. Hvað varð um … Tonya Harding?

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.