SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 47
31. janúar 2010 47
LÁRÉTT
1. Rámur fær skriffæri fyrir mikið afl rafmagns.
(8)
4. Mæður sem fá blóm? (7)
8. Lita anda vegna röksemdarfærslna. (11)
11. Svipuð föt á látna. (8)
13. Hver einasta ung verður ljúflingur. (10)
15. Niður við úthellingu í átt. (9)
16. Stórar fá sótthreinsunarefni frá yfirmönnum.
(7)
17. Fleti vill mögulega gera. (2,3,4)
19. Tré hjá báli fyrir það sem menn lifa á. (9)
22. Fá sár og hviðu við að afmarkast. (10)
25. Krydd skógardýrs? (11)
27. Fjörugrös gera hana líflega. (6)
28. Leikur sem sem hljómar eins og upphæð. (9)
29. Sést til speldisins á endanum. (7)
31. Ó, ekki gleyma tíma í góðu árferði. (8)
32. Ekki vitlausar umbætur. (11)
33. Miðaðist við að hreyfðist. (5)
LÓÐRÉTT
1. Brjálaður án hugrænnar atferlismeðferðar?
(8)
2. Frekar sáð einhvern veginn í skjali. (9)
3. Skartgripur á Snælandi. (4)
5. Maður sem rær tvisvar er margslunginn. (9)
6. Ærum með loki úr einhvers konar veðurtæki.
(11)
7. Umyrðalaust tapar taum á því sem er
óskemmt. (7)
9. Gjöri eðlu úr landsvæði. (9)
10. Eins mikið styrki jafna útkomu. (9)
12. Að slá varnagla vegna bókar frá Ásprenti. (7)
14. Kopar í leir. (3)
18. Afbrotamaður sem er alltaf í tröppum. (10)
20. Að brambolti loknu kemur uppáhald. (9)
21. Mér heyrist þekkt dýr þurfa tilbeiðslu. (6)
22. Stól látið fljóta næstum því á þessum tíma.
(10)
23. Tekur afi einhvern veginn á digrum. (8)
24. Góður staður fyrir atkvæðagreiðslu? (10)
26. Lélegur hestur er kjánalegur án þess að egna
nokkurn. (6)
30. Starf sem felst í rispu á efni. (6)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn með nafni og heimilisfangi
ásamt úrlausninni í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg-
ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu 31. janúar
rennur út föstudaginn 5. febrúar. Nafn
vinningshafans birtist í blaðinu 7. febr-
úar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í
vinning. Vinningshafi krossgátunnar 24. janúar sl. er
Ingveldur Gunnarsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina
Oliver Twist eftir Charles Dickens. JPV gefur út.
Krossgátuverðlaun
HJÖRVAR Steinn Grétarsson
bætti enn einni skrautfjöðrinni í
hatt sinn þegar hann tryggði sér
titilinn skákmeistari Reykjavík-
ur 2010 með því að leggja Hall-
dór Grétar Einarsson að velli sl.
miðvikudagskvöld. Þar með var
Hjörvar kominn með 7½ vinning
úr átta skákum og útilokað að
nokkur annar keppandi gæti náð
honum en lokaumferðin fór
fram á föstudaginn. Hjörvar
Steinn vann einnig haustmót TR
með viðlíka yfirburðum og sá
eini sem markað hefur á hann í
þessum tveimur mótum er Sig-
urbjörn Björnsson. Hann hækk-
ar um meira 30 elo-stig fyrir
frammistöðuna sem reiknast
upp á vel yfir 2.600 stig.
Skákþingið nú er vel skipað og
vel að því staðið af hálfu TR sem
nýverið landaði samstarfssamn-
ingum við leikjaframleiðandann
CCP og MP banka. Ýmsir hafa
greinilega mætt til leiks til að
hita sig upp fyrir stórmót vetr-
arins og má þar nefna þá sem
koma næstir á eftir Hjörvari í
2.-4. sæti þá Björn Þorfinnsson,
Ingvar Þ. Jóhannesson, Sig-
urbjörn Björnsson en þeir voru
allir með 6 vinninga. Bragi Þor-
finnsson var með 5½ vinning
ásamt nokkrum öðrum en fyr-
irfram mátti búast við baráttu
hans og Hjörvars um efsta sætið.
Klaufaskapur Braga í lykilskák-
inni við Hjörvar og síðar gegn
Sverri Þorgeirssyni hlýtur að
kenna þessum öfluga skákmanni
að stundum er betri einn fugl í
hendi en tveir í skógi. Mestri
stigahækkun meðal keppenda
fagna Örn Leó Jóhannsson og
Tinna Kristín Finnbogadóttir.
Ýmsar aðrar niðurstöður má
lesa út úr mótstöflunni. Bjarni
Jens Kristinsson virðist seint
ætla að láta af þeirri venju sinni
að sækja bróðurpart vinning-
anna á lokasprettinum. Í átt-
undu umferð mætti hann hinum
þrautreynda meistara Hrafni
Loftssyni sem hefur verið iðinn
við kolann síðustu misseri eftir
langt hlé. Sigur hans sýnir svo
ekki verður um villst hversu
margir sterkir skákmenn taka
þátt í mótinu:
Skákþing Reykjavíkur 2010; 8.
umferð:
Hrafn Loftsson – Bjarni Jens
Kristinsson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. Rc3 a6 4.
d4 cxd4 5. Rxd4 b5 6. Bd3 Bc5 7.
Rb3 Ba7 8. 0-0 Re7 9. De2 0-0
10. Be3 Rbc6 11. Bxa7 Hxa7 12. f4
Rb4 13. Df2 Hc7 14. Hfd1 Bb7 15.
Rc5 Dc8 16. Rxb7 Dxb7 17. Bf1
Hfc8 18. a3 Rbc6 19. e5 Ra5 20.
Hd2 h6 21. Bd3 Rc4 22. Bxc4
bxc4 23. Hb1 Hb8 24. g3 Rf5 25.
Dg2 Db6+ 26. Df2 Da5 27. g4 Re7
28. De3 Hcb7 29. Hbd1 Hxb2 30.
Re4 Rd5 31. Df3 c3 32. He2 Hb1
33. Hee1 Hxd1 34. Hxd1 Db6+ 35.
Kh1 De3 36. Dxe3 Rxe3 37. Hc1
Hc8 38. Rd6 Hc5 39. h3 Ha5 40.
He1 Rd5 41. f5 Hxa3 42. Hb1 f6
43. Hb8+ Kh7 44. Rf7 g6 45. Hb7
Ha1+ 46. Kh2 gxf5 47. gxf5 Hc1
48. Hxd7 Hxc2+ 49. Kg3 Hd2
50. fxe6 c2 51. exf6 Rxf6 52.
Hc7 Rd5 53. Hc6 Hd3+ 54. Kg4
Hc3 55. Hxc3 Rxc3 56. e7 c1=D
57. e8=D Dd1+ 58. Kh4 Dd4+ 59.
Kg3 Re4+ 60. Kf3 Df2+
– og hvítur gafst upp.
Kramnik efstur á Corus-mótinu
Miklar sviptingar hafa átt sér
stað á Corus-mótinu í Wijk aan
Zee og Vladimir Kramnik náði
óvænt forystunni þegar hann
sigraði Magnús Carlsen með
svörtu í 9. umferð og er nú með 7
vinninga af 10 mögulegum.
Alexei Shirov hefur misst flugið
eftir að hafa unnið fimm fyrstu
skákir sínar. Hann er þó í 2.-3.
sæti ásamt Magnúsi en síðan
koma Anand heimsmeistari, Na-
kamura, Ivantsjúk og Dom-
inguez með 5½ v. Mótinu lýkur
um helgina.
Hjörvar Steinn Grétarsson skákmeistari Reykjavíkur 2010
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang