SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 50

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 50
50 31. janúar 2010 F oreldrar mínir voru á ferðalagi í Danmörku þegar ég fæddist. Faðir minn var þar að selja hlutabréf í Títan-félaginu. Ég var tveggja mán- aða þegar ég kom heim til Íslands og það má segja að ég hafi verið á ferðalagi síðan,“ segir Sturla Frið- riksson. Eins og lesa má í nýrri og veglegri bók, Heims- hornaflakk, þá var þetta ferðalag fyrstu ævimánaðanna, fyrir nær 88 árum, upphaf á viðburðaríku lífshlaupi sem hefur leitt Sturlu til allra heimsálfa og vel á annað hundrað landa og landsvæða. Félagi hans í flestum ferð- anna hefur verið eiginkonan, Sigrún Laxdal. Sturla er doktor í erfða- og vistfræði, menntaður í Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur á langri starfsævi unnið að ýmsum rannsóknum og við kennslu en er lík- lega þekktastur fyrir að hafa leitt rannsóknir á þróun lífs í Surtsey. Sturla hefur um langt árabil verið félagi í Al- þjóðanáttúruverndarsjóðnum en margar ferða hans út um heiminn hafa verið á vegum sjóðsins. Í ferðaþáttum sínum kemur Sturla víða við: á Eldlandi, í Afríkulöndum og Krakatá í Indónesíu, hann siglir niður Yangtze-fljótið í Kína, skrifar um Kóralrifið mikla við Ástralíu, hann kemur við í Borneó og í Búrma, og segir frá leiðangri til Suðurskautslandsins með Bernharði Hol- landsprins. Meðal fjölda áfangastaða sem hann segir frá eru svæði sem Charles Darwin lýsti í hinni frægu ferða- bók sinni, The Voyage of the Beagle. Þar á meðal má nefna Asoreyjar, Galapagoseyjar, Tasmaníu og Suður- Afríku. „Þegar ég var ungur piltur fór ég til Englands og Dan- merkur að hitta frændfólk mitt og á stríðsárunum fór ég til Bandaríkjanna, í Cornell-háskólann í Íþöku. Sú ferð tók 21 dag í skipalest, með Goðafossi sem síðar var sökkt.“ Við sitjum á heimili Sturlu og Sigrúnar í Skerja- firði og ræðum um ferðalög til fjarlægra deilda jarðar. Á veggjum er margt sem minnir á ævintýralega viðkomu- staði; húðir af ísbirni, úlfi og ljóni, minjagripir frá Afríku og Suður-Ameríku, gólfmottur frá Asíu, svo ekki sé minnst á ljósmyndir af húsráðendum á ferðalögum inn- anlands og utan. Með Tenzing sem burðarmann „Þegar ég kom heim árið 1946 fékk ég ekki strax starf við mitt hæfi en skógræktarstjóri, Hákon Bjarnason, spurði hvort ég vildi fara fyrir sig til Eldlands að safna fræi,“ segir Sturla. Hákon var áhugasamur um að finna tré sem gætu vaxið á Íslandi og kæmu frá stöðum með svipað loftslag. „Ég sló til og fyrsti kafli bókarinnar segir frá þessari Eldlandsför. Ég lenti í miklum ævintýrum þarna en ég var einn á ferð á þessum afskekta stað, á hjara heims, á suðurodda Suður-Ameríku. Ég fékk lánaðan hest og reið inn í frumskóginn. Þar hitti ég tvo menn sem voru að fara með bát fullan af sauðfé að nema land á vesturhluta Eldlands. Ég slóst í för með þessum land- námsmönnum og tíndi fræ í skóginum meðan þeir voru að kanna landið. Þetta var mín fyrsta ævintýraferð.“ Ævintýri Sturlu urðu mörg, eins og lesa má. „Ég var gerður að fulltrúa Alþjóðanáttúruverndar- sjóðsins, WWF, og fékk fyrir störfin orðu frá Bernharði Hollandsprins, sem var formaður sjóðsins, og Peter Scott, sem er kunnur hér fyrir að kanna heiðargæsir í Þjórsárverum. Ég fékk að ferðast með þessum mönnum. Við fórum til dæmis saman til Indlands, Nepals og Bút- ans. Í Nepal komst ég upp í miðjar hlíðar Everestfjalls, í efstu byggð við fjallsræturnar.“ Í hópnum var fjallafarinn Tenzing Norgay, sem gekk fyrstur manna á Everest-tind með sir Edmund Hillary. „Hann hélt á töskunni minni og bakpokanum þegar ég gekk upp undir hlíðar Everest. Ég get því sagt eins og Hillary að ég hafi haft Tenzing sem burðarmann,“ segir Sturla og brosir. „Tenzing var elskulegur maður. Hann fór síðar með okkur til Suðurskautslandsins í ævintýraleiðangri sem ég segi einnig frá. Hann sagðist vel geta skilið að við yrð- um loftveik uppi í Himalajafjöllunum, því niðri við sjáv- arsíðuna yrði honum hálfbumbult.“ Í Nepal var einnig haldið í merkan þjóðgarð og voru Hollandsprins og prinsinn af Nepal báðir með í för. „Við flugum að þjóðgarðinum og þar var okkur mætt af reiðmönnum á fílum sem settu okkur á fílsbak og reiddu okkur þannig að gistiheimilinu. Um morguninn fórum við Sigrún á fílsbaki í ferðalag inn í skóga, að leita að vísundum og villisvínum. Prinsarnir voru þá að fara á þyrlu, flugu yfir og fíllinn fældist undir okkur. Það er allt í lagi að vera á hesti sem fælist, en fíll sem fælist, það er ævintýri!“ segir Sturla og brosir. Hann veit vel hvað hann segir því þau Sigrún áttu hesta í tvo áratugi og fóru í margar hálendisferðir, riðu yfir þvert og endilangt Ís- land. Hefur heimsótt 130 til 140 lönd og landsvæði Eitt af þeim löndum sem Sturla hefur haft mest gaman af að heimsækja er Bútan, nágrannaríki Nepals. „Þangað komst varla nokkur nema fuglinn fljúgandi. Heimamenn vilja ekki opna landið fyrir ferðamönnum því þeir segjast ekki ætla að gera sömu mistök og Nepalbúar. Þeir vilja ekki taka nein lán því þeir vilja ekki þurfa að greiða fyrir neitt með því að þurfa að höggva skógana sína. Þá myndi landið blása upp, eins og gerst hefur í Nepal og gerðist hér forðum. Á leiðinni frá Nepal flugum við áleiðis til Nýju-Delhí. Þá lentum við í mikilli lífshættu því annar mótorinn sprakk og eldur kom upp í honum. Við töldum víst að kvikna myndi í vélinni eða hún springa, en flugmönn- unum tókst að slökkva eldinn og slökkva á mótornum. Við nauðlentum í Benares á hátíðisdegi og þarna voru allir að þvo sér í Ganges-ánni, fá heilaga skírn, og við komumst í snertingu við það. Ég segi söguna hér,“ segir Sturla og bankar létt á bókina. Ævintýrin eru því mörg mili spjalda bókarinnar, ríku- lega skreytt ljósmyndum af Sturlu og Sigrúnu, ferða- félögum og áhugaverðum stöðum. Þá eru einnig í bók- inni teikningar sem Sturla hefur dregið upp í ferðunum, í umfangsmiklar dagbækur sínar. Sturla sýnir mér hillu sem í eru tugir slíkra dagbóka. „Ég hef alltaf haldið dagbók, skrái yfirleitt í hana þeg- ar ég kem heim í búðir á kvöldin, það sem ég hef upp- lifað. Þetta hef ég gert frá fornu fari.“ Sturla yrkir einnig og hefur sent frá sér átta ljóðabækur. En hvað skyldu löndin vera orðin mörg, sem Sturla hefur heimsótt? „Þetta eru 130, 140 lönd og landsvæði sem ég hef talið upp,“ segir hann. „Ég enda bókina á að segja frá píla- grímsferð og liggur leiðin þá til Egyptalands, Ísraels og í Páfagarð. Það var í sambandi við Heimskautafélagið, sem ég tengdist.“ Verndari þess var Rainier prins í Mónakó. „Kardínálar í Vatíkaninu leituðu í bókasafninu að heim- ildum og fornum íslenskum bréfum sem tengdust Græn- landi. Við fengum að sjá þessar heimildir og elstu kortin af Íslandi. Ég fór þá norður eftir Ítalíu, að litlu þorpi fyrir sunnan Genúa sem heitir Sturla. Hvernig stendur á þess- ari nafngift? Er nafnið Sturla ítalskt eða var það nefnt eftir Sturlu Sighvatssyni, sem gekk berfættur fyrir allar kirkjur, lét hýða sig í Róm, og lenti síðan í klaustri við Genúa? Það veit ég ekki. Mér þótti merkilegt að hugleiða það.“ Aldrei komið í Papey Sturla segir að minningarnar sem birtast í bókinni Heimshornaflakk séu bara brot af ferðasögunum sem hann hefur skráð í dagbækur. En skyldu einhverjir staðir standa upp úr á öllu þessu flakki? „Afskekktir staðir þyka mér merkilegir, eins og Bút- an, þar sem herramennirnir gengu í pilsum eins og Skot- ar. Það hittum við prins sem var eiginlega rekinn úr landi og varð leigubílstjóri í London. En hann komst aft- ur heim og var tekinn í sátt.“ Hefur ferðalöngunin hellst yfir Sturlu strax þegar hann er kominn heim úr löngum ferðum? „Þetta er sennilega útrásarhneigð,“ svarar hann en vitnar síðan í norskt máltæki; að gott sé að halda utan en heima sé þó best. „Það er ágætt að vera ferðamaður er- lendis en dvalarstaður fólks á að vera heima hjá því. Ég vildi ekki eiga heima í neinu af þessum löndum sem ég hef verið í. Ég er heimaríkur maður. En þetta er baktería sem býr í manni, ferðaþráin.“ Eru einhverjir staðir sem Sturla á eftir að heimsækja og lætur sig dreyma um? Hann hugsar sig lengi um. „Ég man nú ekki eftir nein- um sérstökum stað erlendis sem mig hefur langað að vera á – nema kannski Mongólíu. Þangað hef ég aldrei komið. Það væri merkilegt að sjá þessa mongólsku hjarðmenn, sem ríða á hreindýrum. Svo hef ég aldrei komið í Papey! Þangað vil ég gjarnan koma.“ Bækur Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ferðaþráin er baktería Foreldrar Sturlu Friðrikssonar voru á ferðalagi í Danmörku þegar hann fæddist, árið 1922. Síðan hefur hann ekki hætt að ferðast, innanlands sem utan, og er einn víðförlasti Íslendingur sem um getur. Í bókinni Heimshornaflakk rifjar Sturla, sem er kunnur erfða- og vistfræðingur, upp ævintýraleiðangra frá 60 árum. ’ Prinsarnir voru þá að fara á þyrlu, flugu yfir og fíllinn fæld- ist undir okkur. Það er allt í lagi að vera á hesti sem fælist, en fíll sem fælist, það er ævintýri. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.