SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 52
52 31. janúar 2010
Er ég var staddur á bókakaupstefnu í
Lundúnum fyrir nokkrum árum gerði
breskt dagblað úttekt á því hvaða ein-
staklingar í breskri bókaútgáfu væru
áhrifa- og valdamestir. Það kom ekki á
óvart að sjá að efst á blaði var sjón-
varpskona sem átti hugmyndina að
sjónvarpsklúbbnum vinsæla Richard &
Judy Book Club og á listanum voru fleiri
andlit sem maður átti svo sem von á að
sjá líka, þekktir rithöfundar og bókaút-
gefendur. Það vakti aftur á móti athygli
mína að innkaupastjóri hjá Tesco-
verslunarkeðjunni var í öðru sæti á
þessum lista.
Breskir útgefendur og bókafrömuðir
sem ég spjallaði við á kaupstefnunni
voru ekkert hissa á þessu. Víst væri það
oft svo að þeir
sem veldu bæk-
ur inn í stór-
markaðina réðu
miklu um vel-
gengni bóka
enda færi æ
stærri hluti bók-
sölu í gegnum
stórmarkaði og
þá aðallega sala
á svonefndum metsölubókum. Sumir
nefndu dæmi um að ef innkaupastjór-
anum líkaði ekki kápa á viðkomandi
bók væri henni snimmhendis breytt og
einn gekk svo langt að halda því fram
að bók og jafnvel bókum hefði verið
breytt til að falla betur að smekk tiltek-
ins innkaupastjóra ónefnds stórmark-
aðar.
Hér á landi varð mikið uppistand og
deilur þegar stórmarkaðir tóku að selja
bækur fyrir nokkrum árum. Mörgum
þótti þeir vera að grafa undan bóka-
verslunum, en öðrum sem verslun með
bækur væri að færast í nútímalegt horf.
Þær deilur eru nú hjaðnaðar að mestu
og bóksala í stórmörkuðum orðin býsna
stór hluti bóksölu almennt.
Samkvæmt lauslegri athugun má gera
má ráð fyrir því að síðustu mánuðina
fyrir jól sé sala þar hugsanlega nálægt
60% af bóksölunni og jafnvel meira á
helstu metsölubókum, en stórmarkaðir
fleyta rjómann, ef svo má segja, selja
aðeins þær bækur sem líklegar eru til
sölu.
Bækur sem líklegar eru til sölu, skrifa
ég, en stundum er erfitt að meta hvort
kom á undan, eggið eða hænan – verða
þær bækur sem valdar eru inn í stór-
markaði ekki einmitt bækurnar sem
seljast? Ef svo er má segja að sú staða að
vera innkaupstjóri bóka hjá stórmarkaði
sé orðin ansi valda- og veigamikið starf,
kannski eitt af helstu störfunum á ís-
lenskum bókamarkaði.
Væntanlega myndi maður setja for-
leggjarann Jóhann Pál Valdimarsson í
fyrsta sæti á íslenskum „valdalista“ í
bókaútgáfu, en væri þá ekki rétt að hafa
bókainnkaupastjóra Bónuss í öðru sæti?
Markaðs-
völd
og áhrif
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Verða þær
bækur sem
valdar eru inn
í stórmarkaði
ekki einmitt
bækurnar sem
seljast?
H
inn þýsk-íslenski Kristof
Magnússon ætti að koma
bókmenntafréttafíklum
kunnuglega fyrir sjónir. Þeir
hinir sömu geta líkast til tengt hann
þýðingum íslenskra skáldverka. Og þeg-
ar þetta er pikkað inn hefir hann helst
unnið sér til tekna á þýðingarvettvang-
inum að skrifa þýsku útgáfuna af Stormi
Einars Kárasonar (Sturmerpropt, 2007).
Núna vinnur hann að því að koma
nokkrum íslenskum skáldverkum í
þýskan málbúning. Ber þar helst að
nefna Íslenskan aðal og Ofsa.
Kristof sem höfundur þýðinga er þó
ekki upptök þessara skrifa heldur rit-
höfundurinn Kristof Magnússon. Á dög-
unum gaf nefnilega forlagið Kunstmann
út aðra skáldsögu Kristofs, Das war ich
nicht (Ekki ég). Fyrri skáldsöguna, hina
rómuðu Zuhause (Heima), gaf Kunst-
mann einnig út árið 2005. Sögusvið
hennar er að mestu leyti Ísland, séð með
augum íslensks sögumanns er búið hefir
lengi í útlöndum – gestsaugu Íslendings-
ins – og spilar um margt á skemmtilegan
máta með klisjur og ímynd Íslands.
Ísland er landfræðilega víðsfjarri í Das
war ich nicht. Chicago og þýsk lands-
byggð er hér aðalatburðarvettvangurinn.
Sögunni vindur fram í gegnum fyrstu
persónu sjónarhorn þriggja söguper-
sóna: bankamanninn Jasper sem vinnur
í fjárfestingarbanka í Chicago, telur sig á
framabraut og hefir ekki tíma fyrir
einkalíf, heimsfræga Chicago-rithöf-
undinn Henry sem er plagaður af rit-
stíflu síðan hann boðaði tímamóta-
skáldsögu sína um 11. september og felur
sig nú á hótelherbergi, og svo er það
þýðandinn Meike, sem þýðir skáldverk
Henrys, og hefir nýverið sagt skilið við
sambýlismann sinn og flutt á þýsku
landsbyggðina.
Sá frásagnarmáti að láta sjónarhornið
flakka á milli nokkurra persóna er líkast
til undir áhrifum frá Einari Kárasyni sem
notast hefir þó nokkuð við hann í verk-
um sínum, t.a.m. Stormi og Ofsa, þótt
fleiri söguhetjur hafi orðið hjá Einari en
hjá Kristof.
Atburðarásinni er hrint af stað er
Henry sér mynd af Jasper í dagblaði og
þykist viss um að hafa fundið innblástur
sinn í honum og leitar hann uppi. Meike,
sem er orðin langþreytt á að bíða eftir
nýjustu skáldafurð Henrys, flýgur til
Chicago til að finna Henry og kynnist
Jasper í kjölfarið. Og Jasper lendir í
miklu veseni í bankanum og endar á því
að þurfa að „fjárhættuspila“ með fé
bankans. Leiðir persónanna fléttast og
þéttast smám saman uns þau sitja öll í
svipaðri súpu og lenda á flótta …
Í gegnum söguþráð, sem lætur
kannski lítið yfir sér, er, eins og Kristofs
er von og vísa, komið inn á margvísleg
svið tilveru vorrar: lífsflótta, ólík lífs-
viðhorf, ást-ástleysi, fjármálakrísuna
(komið er sterkt inn á hana), samband
skáldverka og þýðinga þeirra … Það er
einmitt það sem Kristof gerir best, skrifa
sögu sem á yfirborðinu virkar frekar
einföld en þegar lögunum er flett kemur
margvíslegt í ljós sem kallar fram ólíkar
lestrarupplifanir og kemur ritrýnendum
í skilgreiningarbobba. Kristof hefir
sannlega ekki bara þýðingu sem þýðandi
…
Kristof Magnússon. Greinarhöfundur segir frásagnarmáta nýrrar bókar hans líkast til undir áhrifum frá Einari Kárasyni.
Morgunblaðið/Sverrir
Skáldsaga þýðandans
Kristof Magnússon
þýðir íslensk skáldverk
á þýsku en semur
einnig skáldsögur. Á
dögunum kom út ný
skáldsaga hans, þar
sem kreppan og bækur
koma við sögu.
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson
olafurgudsteinn@gmail.com
Lesbók
Á þorranum eru á boðstólum
hrútspungar og sviðasulta.
Það væri ekki amalegt
væru gróðapungarnir
líka á boðstólum.
Þeir færu beint í Sorpu
á mínu heimili.
Þorramaturinn
Haraldur S MagnússonChristopher Reid varð í
vikunni fjórða ljóð-
skáldið til að hljóta
Costa-verðlaunin, sem
eru talin einhver mik-
ilvægustu bókmennta-
verðlaun sem veitt eru
árlega í Bretlandi. Áður
hafa Douglas Dunn, Ted
Hughes og Seamus Hea-
ney hlotið Costa-
verðlaunin fyrir ljóðabækur.
Bók Reid nefnist A Scattering. Auk
verðlaunafjárins, sem nemur 30.000
pundum, um sex milljónum króna, má
búast við því að bókin berist til fleiri les-
enda. Áður en tilkynnt var um verð-
launahafann höfðu innan við 1.000 ein-
tök selst.
Gagnrýnendur og veðbankar höfð spáð
því að írski skáldsagnahöfundurinn Colm
Tóibín myndi hreppa hnossið fyrir skáld-
söguna Brooklyn.
Formaður dómnefndar sagði A Scat-
tering „góða bók, næstum frábæra“.
efi@mbl.is
Costa-verðlaunin til Reid
Ljóðskáldið Chri-
stopher Reid