SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 53
31. janúar 2010 53
Eymundsson
1 Just Take My Heart - Mary
Higgins Clark
2 The Girl Who Played With Fire
- Stieg Larsson
3 Meltdown Iceland - Roger Bo-
yes
4 Wolf Hall - Hilary Mantel
5 The Girl Who Kicked the Hor-
net’s Nest - Stieg Larsson
6 Die For You - Lisa Unger
7 Whispers Of the Dead - Sim-
on Beckett
8 The Complaints - Ian Rankin
9 Run For Your Life - James
Patterson
10 Girl Missing - Tess Gerritsen
New York Times
1 The Help - Kathryn Stockett
2 The First Rule - Robert Crais
3 The Lost Symbol - Dan Brown
4 The Swan Thieves - Elizabeth
Kostova
5 The Last Song - Nicholas
Sparks
6 I, Alex Cross - James Patter-
son
7 Impact - Douglas Preston
8 Treasure Hunt - John Lescro-
art
9 Noah’s Compass - Anne
Tyler
10 Deeper Than the Dead - Tami
Hoag
Waterstone’s
1 The Lost Symbol - Dan Brown
2 The Girl with the Dragon
Tattoo - Stieg Larsson
3 Eclipse - Stephenie Meyer
4 New Moon - Stephenie Meyer
5 Twilight - Stephenie Meyer
6 Guinness World Records
2010
7 Breaking Dawn - Stephenie
Meyer
8 True Blood Boxed Set - Char-
laine Harris
9 The Girl Who Played with Fire
- Stieg Larsson
10 Jamie’s America - Jamie Oli-
ver
Bóksölulisti
Aðalbókin á náttborðinu hjá mér þessa stundina er
Eneasarkviða eftir Virgil í þýðingu Hauks Hannessonar.
Höfundurinn var fæddur á Ítalíu árið 70 f.Kr. og lést 19
f.Kr. Ég er í mjög skemmtilegum bókmenntaklúbbi sem
er Bókmenntaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar en í hon-
um var ákveðið að taka fyrir fornbókmenntir fram á vor-
ið, sjá nánar www.hafnarfjordur.is/bokasafn/, Lestr-
arfélagið framför. Í hverjum mánuði er lesin ein bók.
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur stýrir fundum
og fjallar um höfundinn og verkið í upphafi fundar. Síðan
er spjallað um bókina.
Eneasarkviðu munum við taka fyrir á næsta fundi. Í
janúar lásum við Ódysseifskviðu Hómers. Í þessum
tveimur bókum er lýsing á Trójustríði frá sjónarhóli sig-
urvegarans og hins sigraða. Eneasarkviða er svar Virgils
og Rómverja við Hómerskviðum Grikkja. Sagan segir frá
tilurð Rómaveldis. Hetjan Eneas, sonur Venusar, á að hafa
sloppið úr eldinum þegar Trója brann til grunna og tekist
að bjarga kjörgripum og húsgoðum Tróju til Ítalíu og
stofna þar ríki er síðar varð Rómaveldi. Eneas Trójukappi
ferðast um langan veg. Við taka ástarævintýri með Dídó
Karþagódrottningu og aðrar raunir. Við samning kvið-
unnar sótti Virgill víða fanga, auk munnmæla- og þjóð-
sagna hagnýtti hann sér óspart rit eldri höfunda, bæði
Grikkja og Rómverja. Hetjukviðan um Eneas er almennt
álitin meginrit rómverskrar ljóðlistar. Dauði, trygglyndi
og vinátta eru aðalminnin í Eneasarkviðu og samskiptum
guða og manna er lýst og þau samofin. Frægustu kvið-
urnar lýsa hruni Tróju, harmsögu Dídóar drottningar og
för Eneasar á fund föður síns í undirheima.
Virgill naut Ágústusar keisara sem gat rakið ættir sínar
til Eneasar og þar með guðanna. Af því má sjá að mark-
miðið með samningu Eneasarkviðu var hápólitískt.
Skáldið treysti þar grundvöll Rómaveldis. Um aldir var
Virgill talinn meginskáld fornaldar og höfuðskáld Róm-
verja á fyrstu öld f.Kr. Kviðurnar hafa varðveist í allt-
raustum handritum frá 4.-5. öld eftir Krist. Þeir sem vilja
skilja samhengið í menningu síðustu 2500 ára ættu að lesa
bækur Hómers og Virgils því í þeim er mikil dramatík,
mikil list.
Mikil dramatík,
mikil list
Eneas flýr frá Trójuborg. Mynd eftir Federico Barocci.
Lesarinn Anna Sigríður Einarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar
B
andaríski rithöfund-
urinn J.D. Salinger
lést í vikunni, eins og
hann hefur lifað síð-
ustu hálfa öldina – hljóðlega.
Hann var 91 árs gamall.
Frægð Salingers byggðist á
fáum en afar áhrifamiklum
verkum. Skáldsögunni The
Catcher in the Rye, sem kom út
árið 1951, sagnasafninu Nine
Stories, og tveimur öðrum
bókum, en í hvorri voru tvær
langar sögur um Glass fjöl-
skylduna; Franny and Zooey og
Raise High the Roof Beam,
Carpenters and Seymour: An
Introduction.
Miklar vonir voru bundnar
við Salinger eftir að hann kom
fram á ritvöllinn, enda þótti
hann slá alveg nýjan tón í
bandarískum bókmenntum í
The Catcher in the Rye, sem
kom út hér í rómaðri þýðingu
Flosa Ólafssonar árið 1975 og
nefndist þá Bjargvætturinn í
grasinu.
Ef þið raunverulega hafið
einhvern áhuga á þessu, þá
langar ykkur kannski fyrst að
fá að vita, hvar ég fæddist,
hvaða leiðindi voru í uppvext-
inum, hvað foreldrar mínir
höfðu fyrir stafni áður en ég
fæddist og allt þetta Davíð
Kopperfíld-kjaftæði. Þetta er
fyrsta setning „Bjargvættarins“
og með henni ryðst Holden
Caulefield fram á sjónarsviðið.
Þessi kjaftfori unglingur sem
hafði verið rekinn úr skóla varð
kunnasti óknyttapiltur banda-
rískra bókmennta síðan Mark
Twain skrifaði um Stikilsberja-
Finn.
Orðræða Caulfield einkennist
af slettum og slangri þess tíma
þegar Salinger skrifaði söguna –
og tókst Flosa eftiminnilega að
færa andblæ enska frumtextans
inn í íslensku.
Sjónarhorn sögunnar vakti
gríðarlega athygli þegar hún
kom fram, skilningurinn sem
birtist á afstöðu og hug-
myndum unglingsins, og efa-
semdirnar um heim hinna full-
orðnu.
Menningarrýnir The New
York Times segir að skáldsagan
hafi „hitt á taug í andrúmslofti
kalda stríðsins og varð hún
fljótlega költ-fyrirbæri, sér-
staklega meðal ungra lesenda.
Að lesa „Bjargvættinn“ varð
einskonar manndómsvígsla.“
Skáldsagan nýtur enn mikilla
vinsælda og enn, nærri 60 árum
eftir að hún kom fyrst út, selj-
ast árlega 250.000 eintök af
henni í kilju.
Margir hafa orðið fyrir upp-
ljómun við lestur sögunnar;
sumir hafa ákveðið að verða
rithöfundar en aðrir leita á
vafasamari brautir: Mark David
Chapman sem myrti John Len-
non árið 1980, sagði að útskýr-
ingu á morðinu mætti finna á
síðum The Catcher in the Rye.
Rústaði smásögunni
Tveimur árum eftir útkomu
„Bjargvættarins“ sendi Salinger
frá sér sagnasafnið Nine Stories
og voru margir gagnrýnendur
enn hrifnari af þeirri bók en
þeirri fyrri. Sögur bókarinnar
voru lofaðar fyrir skarpa sam-
félagslega rýni, afar raunsæisleg
samtöl, og fyrir að rústa hinni
hefðbundnu uppbyggingu
„smásögu“, með upphafi, miðju
og endi, á meistaralegan hátt.
Eftir að Nine Stories kom út,
árið 1963, má segja að Salinger
hafi flúið bókmenntaheiminn.
Hann bannaði að myndir af sér
birtust á bókakápum, skipaði
umboðsmanni sínum að brenna
allan póst frá aðdáendum og
flutti á stóra landareign í New
Hampshire. Eftir það dró veru-
lega úr birtum skrifum hans.
Seinni bækurnar tvær komu á
prent 1961 og 1963 og það síð-
asta sem kom frá Salinger var
sagan „Hapworth 16, 1924,“
sem fyllti næstum heilt tölublað
af The New Yorker 19. júní árið
1965.
Í 45 ár hefur J.D. Salinger því
verið lifandi en þögul goðsögn.
Ýmist kallaður vitleysingur eða
bandarískur Tolstoy.
Margra áratuga þögn
Í lokakafla „Bjargvættarins“
segist Caulfield ekki hafa neitt
meira að segja: Ef til vill gæti ég
sagt ykkur, hvað ég gerði, eftir
að ég kom heim, hvernig ég
veiktist og allt það, og hvaða
skóla ég á að fara í næsta
haust, þegar ég losna héðan,
en mig langar ekkert að segja
frá því. Svo sannarlega ekki.
Svo sannarlega var það ekki
margt sem Salinger hafði að
segja umheiminum síðustu ára-
tugi, hversu mjög sem blaða-
menn og aðdáendur reyndu að
ná af honum tali. Setið var fyrir
rithöfundinum við hálf-víggirt
heimili hans í Cornish, fólk
reyndi að sjá honum bregða
fyrir og ef það tókst mátti
stundum lesa um viðburðinn,
og af og til fóru sögur á kreik
um væntanlegt efni frá meist-
aranum. En ekkert birtist og
hann þagði. Hafði einfaldlega
ekki meira að segja.
efi@mbl.is
Caulfield kveður
Rithöfundurinn J.D. Salinger þegar
enn mátti taka af honum mynd.
Sturla
Friðriksson er
ekki bara einn
víðförlasti Ís-
lendingur
sem um get-
ur heldur
hafa fáir
komið á
jafnmarga
framandi staði
í veröldinni og hann. Hér rekur
Sturla ferðalög sín bæði á eigin veg-
um og Alþjóðanáttúruverndarsjóðs-
ins s.l. 60 ár, allt frá suðurskauti til
norðurpóls, hringinn í kringum jörð-
ina og víðast hvar milli himins og
jarðar. Í ferðalýsingum sínum veitir
Sturla lesandanum einstaka innsýn
náttúrufræðingsins í þau lífríki sem
fyrir augu hans ber, mannlíf og
þjóðlífshætti.
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N
Önnur bókin
sem kemur út í
ritröð Gunnars
Karlssonar,
Handbók í ís-
lenskri mið-
aldasögu. Hér
er safnað sam-
an vitneskju
um náttúru-
legar aðstæð-
ur Íslendinga á miðöldum. Fjallað er
um landslagsbreytingar, landkosti
og loftslag, einnig um fólksfjölda og
landnýtingu, kvikfjárrækt, jarðyrkju,
sjávarútveg, hitagjafa, saltnám, trjá-
reka, járnvinnslu, brennisteinsnám,
fálkaveiðar og verslun. Hér er þess
freistað, líklega í fyrsta sinn, að setja
fram í tölum heildaryfirlit yfir búfjár-
eign og sjávarafla landsmanna á
tímabilinu, einkum á grundvelli ný-
legra fornleifarannsókna.
Lífsbjörg Íslendinga
Frá 10. öld til 16. aldar
Gunnar Karlsson
Heimshornaflakk
Sturla Friðriksson