SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 15
1. ágúst 2010 15 hryðjuverkaárás þó vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. Á hinn bóginn er- um við berskjölduð fyrir því að hér verði skipulagðar slíkar árásir á nágrannaþjóð- ir okkar því að það er mun auðveldara að athafna sig á Íslandi en í löndum sem hafa sterkari lagaheimildir til þess að grípa inn í slík mál. Það er til dæmis ein hættan, en það að koma í veg fyrir að skipulögð glæpastarfsemi skjóti hér rótum og vinna gegn sífellt meiri framleiðslu fíkniefna innanlands er mun meira aðkallandi en að bregðast við herógn frá Rússum eins og á tíma kalda stríðsins þó að ef til vill megi ekki alveg gleyma þessum hefð- bundnu ógnum.“ -Er einhver raunveruleg hernaðarleg ógn sem steðjar að Íslendingum nú á tímum? Næstu ríki sem hægt væri að skilgreina sem hugsanlega óvinveitt Ís- landi eru í fleiri þúsund kílómetra fjar- lægð. „Þetta er ekki eins og í kalda stríðinu en hætturnar eru til staðar í annarri mynd. Í dag get ég eflaust fullyrt að það verði ekki stríð á Íslandi á morgun en maður sér það best í kreppunni sem hef- ur gengið yfir heiminn undanfarið hvað ástandið getur breyst hratt. Ef fjár- málakerfi heimsins myndi riðlast og þær aðstæður kæmu upp þar sem hver þjóð þyrfti að reka nokkurs konar nauðungar- pólitík og hugsa aðeins um sjálfa sig þá tekur ekki langan tíma fyrir hernaðarógn að verða raunveruleg. Við fengum for- smekk af þessu í fjármálakreppunni þar sem lönd eins og Bandaríkin og fleiri settu á verndartolla. Nú var Ögmundur Jónasson að segja að við ættum að ganga úr Atlantshafsbandalaginu (NATO). En hvað ætlum við þá að gera? Vera upp á lukkuna komin með varnarmál okkar? Það þarf að baktryggja sig og það er það sem öryggis- og varnarmál snúast að miklu leyti um. Íslendingar eru í ágætis málum varnar- lega með veru sinni í NATO og með varn- arsamningi við öflugasta herveldi í heimi, Banadaríkin, sem ég tel vera afar gott og mikið öryggi í honum fólgið. Það þarf að efla og halda sambandinu við Bandaríkin góðum enda held ég að í dag sé alveg kristaltært að þau séu eina landið sem getur varið Ísland fyrir alvöru hern- arðarógn. Ég tek það samt skýrt fram að ég tel enga hernaðarógn steðja að landinu eins og er en það þýðir þó ekki að við megum sofna á verðinum. Þróun á norð- urskautinu getur til dæmis breytt stöð- unni þar sem siglingaleiðir eru að opnast með bráðnun íss. Þá myndi hernaðarlegt og landfræðilegt mikilvægi Íslands gjör- breytast. Ég held að tilhneiging Íslendinga sé sú að vilja ekki vera hluti af hernaðarsam- starfi og bandalögum. Íslendingar hugsa lítið út í varnarmál og gera sig þannig berskjaldaða að vissu leyti. Í dag er ástand í heiminum nokkuð öruggt í sögulegu samhengi og ekki miklar líkur á að stórfelldur milliríkjahernaður eins og einkenndi síðustu öld brjótist út. Það sem ég bendi hins vegar á er að vegna hnatt- væðingarinnar geta hlutirnir breyst hratt og það er erfitt að tryggja eftir á.“ ’ Ef ég sækti um sem greinandi hjá CIA þá gæti ég til dæmis fengið afar sérhæft verkefni eins og að taka saman hvað danski herinn er að gera í Afganistan og ekkert annað. tíð haft mikið áhuga á öryggis- og utanríkismálum. Umsókn Tryggva í liðsforingjaþjálfun var óvenjuleg þar sem flestir sem hana sækja leitast eftir fá háskólanám sitt greitt af hernum. Tryggvi tók liðsforingjaþjálfun hjá bandaríska hernum samhliða náminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.