SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 41
1. ágúst 2010 41 F lestir tengja Washington-ríki í Bandaríkjunum við Seattle, Kyrrahafsborg- ina við Puget-flóa, sem hefur verið ein helsta miðstöð sjávarútvegs, flug- vélasmíði, rokktónlistar og hugbúnaðarframleiðslu í Bandaríkjunum. Þeir sem koma til Seattle gætu átt erfitt með að trúa að í þessu sama ríki sé að finna einhver bestu vín Bandaríkjanna og einhvern örasta vöxt vínframleiðslu í heiminum, þrátt fyrir að svæðið sé um það bil á sömu breiddargráðu og bestu vín- gerðarsvæði Frakklands, í kringum 46 gráður norður. Loftslagið í borginni tekur mið af nálægðinni við Kyrrahafið, það getur verið napurt á veturna en á sumrin verður allt fagurgrænt á skógi vöxnu svæðinu enda úrkoma mikil. Þetta breytist allt ef flogið er í austururátt yfir Cascades-fjallgarðinn, framhjá eld- fjallinu Mt. Helena, hæsta fjalli Bandaríkjanna. Á sléttunni sem tekur við af Cascades- fjöllum er úrkoma jafnsjaldgæf og hún er algeng í Seattle. Vestan við Cascades er að finna úrkomumestu svæði Bandaríkjanna. Austur af Cascades er árleg úrkoma hins vegar einungis 15-20 cm á ári og því geta vínræktendur notað áveitukerfi til að stjórna vatnsmagni og fá hina fullkomnu útkomu. Til samanburðar má geta að úr- koma í Bordeaux í Frakklandi er meira en þrefalt meiri. Miðstöð vínræktar í Washington er einmitt þarna í suðausturhluta ríkisins, þar sem landamæri Washington, Oregon og Idaho skerast þótt sum stærri fyrirtæki séu einnig með útstöðvar skammt frá Seattle í grennd við markaðinn. Öll ræktun og næstum því öll vín- gerð fer fram á þessu svæði. Nokkur fyrirtæki flytja hins vegar þrúgur til Seattle-svæðisins og eru, af sögulegum ástæðum, með víngerð- arhús þar. Víngerð í Washington má rekja aftur til árs- ins 1825 og í kringum 1910 mátti finna vínrækt á flestum svæðum í ríkinu. Það er hins vegar ekki fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar að víngerðin tekur kipp og fer að færast í nútíma- legt horf. Árið 1981 voru víngerðarfyrirtæki 19 talsins en eru í dag hátt í sjö hundruð. Nýtt leyfi til vínframleiðslu er gefið út af yfirvöld- um á um tíu daga fresti. Washington er nú næstmikilvægasta rækt- unarsvæði Bandaríkjanna þótt ræktunin sé einungis brot af þeirri kalifornísku. Þar eru nú ræktuð um 160 þúsund tonn af þrúgum árlega á móti 3,7 milljónum tonna í Kali- forníu. Vínframleiðsla í Washington er annars vegar í höndum nokkurra mjög stórra fyrir- tækja og hins vegar fjölmargra smærri framleiðenda. Chateau St. Michelle Wine Esta- tes ber höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki en innan samsteypunnar er meðal annars að finna víngerðarhúsin Chateau St. Michelle, Columbia Crest og Snoqualmie. Í þessari þróun má segja að felist einn helsti ímyndarvandi Washington. Vínin frá St. Michelle eru það þekkt að fæstir tengja þau beint við Washington og flestir aðrir framleiðendur eru það litlir að framleiðsla þeirra fer ekki víða. Fæstir þeirra voru líka til fyrir tveimur eða þremur árum og enn er staðan sú að fleiri neytendur tengja Washington frekar við eplarækt en vínrækt. Þegar spurt er um vín frá Washington eiga því margir erfitt með að nefna nöfn ein- hverra tiltekinna framleiðenda. Vínin eru líka oft dýrari en sambærileg vín frá Kali- forníu og Evrópu sem ekki síst má rekja til þess hve litlir framleiðendurnir eru og njóta þar af leiðandi ekki stærðarhagkvæmni. Það eru því vín eins og St. Michelle sem draga vagninn og ekki spillti fyrir þegar vín frá því fyrirtæki var valið vín ársins af bandaríska víntímaritinu Wine Spectator. Washington-vínunum fjölgar stöðugt á slíkum listum og þau eru farin að velgja Kali- forníuvínunum undir uggum. Líkt og önnur víngerðarhéruð skiptist Washington í fjölda minni svæða. Einu hinu þekktasta, Walla Walla-dalnum, er best lýst sem tæplega fimmtíu kílómetra langri og þrjátíu kílómetra breiðri dæld, umluktri hæðum er hafa mikil áhrif á loftslagið. Sum svæði eru stundum borin saman við suðurhluta Rónardalsins hvað aðstæður varðar og Syrah nýtur sín einstaklega vel hér. Stíll vínanna er töluvert frábrugðinn þeim kaliforníska. Ávöxturinn er ferskari, svalari og vínin eru sýrumeiri. Maður gæti með öðrum orðum sagt evrópskari. Á Red Mountain, minnsta og yngsta víngerðarsvæði Washington, eru hins vegar kjöraðstæður fyrir Cabernet Sauvignon. Af öðrum helstu svæðum má nefna Yakima og Horse Heaven Hills. Á síðustu árum hafa Cabernet-vín og þá ekki einungis Cabernet Sauvignon heldur einnig Cabernet Franc verið að sækja í sig veðrið í Washington, að ekki sé nú minnst á Syrah-þrúguna sem dafnar vel á þessum slóðum. Þróunin er hröð og stöðugt er verið að leita að nýjum svæðum og máta mismunandi þrúgur inn á ólík ræktunarsvæði. Meirihluti framleiðslunnar í Washington er raunar hvítvín eða um 52 prósent. Það eru ekki síst Riesling-vínin frá Washington sem vekja athygli. Næst: La Rioja Allt á fullu í Washington Vín 101. Nítjándi hluti Steingrímur Sigurgeirsson Washington er nú næstmikilvægasta ræktunarsvæði Bandaríkjanna þótt ræktunin sé einungis brot af þeirri kali- fornísku. boði, en mér dettur í hug, silungur, lax og selur. Selasetrið á Hvammstanga er skyldu- heimsókn eins og Verslunarminjasafnið í Galleríi Bardúsu. Potturinn og pannan á Blönduósi er skemmtilegur fjöl- skylduveitingastaður þar sem hægt er að fá selasteik með piparsósu. Kaffi- húsið Við árbakkann, er vel þekkt hjá þeim sem gefa sér tíma, stoppa og njóta á ferðalögum. Á Laugarbakka er fal- legur sveitamarkaður þar sem boðið er upp á fornt handverk og ýmislegt sem minnir á víkinga og matvæli af svæð- inu. Þarna eru mörg vötn þar sem veiddur er silungur og svæðið er þekkt fyrir laxveiði. Hvítserkur er ótrúlega tilkomumikill þegar að honum er kom- ið, og er upplifunin ennþá magnaðri ef manni tekst að sjá sel. Kollugljúfur og Vatnsnes eru algengir staðir til að skoða og náttúrlega Borgarvirki en þar hélt Regína Ósk ótrúlega skemmtilega tón- leika á Unglistahátíðinni Eldur í Húna- þingi á föstudaginn fyrir viku, sem við hjónin erum ennþá sársvekkt yfir að hafa misst af. Fjöruhlaðborðið á Vatns- nesi þar sem heimafólk leggur metnað sinn í að framreiða þjóðlegar veitingar á vestanverðu Vatnsnesi. Hátíðin var fyrst haldin 1994 og hefur vakið vin- sældir og athygli síðan er annar við- burður sem við hjónin höfum ekki enn upplifað en eigum vonandi eftir að gera það. Byggðasafnið á Reykjum er eitt af skemmtilegustu byggðasöfnum lands- ins, ég set það algjörlega með söfnum eins og Byggðasafninu í Laugum í Sæ- lingsdal og Byggðasafninu á Skógum og hvet ég allar fjölskyldur til að heim- sækja þessi söfn. Kvöldverðurinn okkar sl. laugardag á hótelinu á Laugarbakka hafði sérstaka merkingu fyrir mig þar sem hann bar upp á fer- tugsafmælið mitt og vil ég þakka öllu heimafólki og starfsfólki fyrir að gera kvöld- stundina ógleym- anlega. Að ógleymdum vinum sem lögðu lykkju á leið sína til þess að heilsa upp á okkur. Mér finnst við hæfi að gefa hér nokkrar hugmyndir um hvað hægt er að gera við silung. Þau eru mörg en örugg handtökin við matargerðina. Silungstartar í þara 3 msk. soðin grjón 50 g silungur ½ skalottlaukur 1 msk. kóríander Svartur pipar Salt 1 noriblað 4 blaðlauksræmur (soðnar og snöggkældar) Saxið í eitt lauk, koríander og bleikju. Blandið grjónum saman við og smakkið til með salti og svörtum pipar. Setjið þarablaðið á þar til gerða bambusmottu til að búa til rúllu. Setjið maukið á mitt blaðið og rúllið þaranum þétt utan um. Sker- ið í 4-6 parta og bindið upp með blaðlauksræm- unum. Hrísgrjónakoddi með silungi og noriblaði 4 msk. soðin grjón 4 silungssneiðar, örþunnar Sterk sriracha-chilisósa 1 noriblað skorið í ræmur Mótið grjónin með skeið eða í höndunum þann- ig að úr verði fjórir jafnir bitar. Setjið örlitla doppu af chilisósu á koddann og silungssneiðina ofan á, rúllið bitanum inn í noriræmuna. Hrísgrjónakoddi með silungi og papriku 4 msk. soðin grjón 4 silungssneiðaræ, skornar örþunnt 4 paprikuræmur Örlítið af vasabimauki 4 blaðlauksræmur, forsoðnar og snögg- kældar Mótið grjónin með skeið eða í höndunum þannig að úr verði fjórir jafnir bitar. Látið ör- litla doppu af vasabimauki falla á koddann áður en silungssneiðin er sett ofan á. Bindið bitann upp með blaðlauknum. Sítrusmarineraður silungur með salvíu 4 fallegir ferkantaðir silungsbitar með roði 1 sítróna, safi og börkur 1 msk. sushi-edik Salt 4 blöð fersk salvía Svartur pipar Rifið börkinn af sítrónunni og setjið í skál. Kreistið safann yfir, blandið edikinu og sax- aðri salvíu saman við og smakkið til með salt og pipar. Látið silungsbitana liggja í 20 mín. í blöndunni áður en þeir eru bornir fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.