SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 44
44 1. ágúst 2010
Gítarleikarinn Ben Keith lést í vikunni eftir
að hafa fengið hjartaáfall á meðan hann var
í heimsókn hjá tónlistarmanninum Neil Yo-
ung á búgarði hans í Norður-Kaliforníu. Keith
sem var einna best þekktur fyrir kjöltugítar-
leik sinn vann með Young í nærri fjóra ára-
tugi. Þeir kynntust fyrst þegar Young fékk
Keith til að spila á kjöltugítar á plötunni
Harvest sem kom út árið 1972.
Á löngum ferli sínum vann Keith með tón-
listarfólki á borð við Patsy Cline, Ringo Starr,
Emmylou Harris, Todd Rundgren, The Band
og Warren Zevon. Hann var 73 ára.
Gítarleikarinn Ben
Keith fellur frá
Ben Keith spilaði á kjöltugítar á plötu Neils
Youngs, Harvest, árið 1972.
Fyrir tveim árum heyrðust fréttir þess efnis
að kvikmynd byggð á ævi Jerrys Garcia, for-
sprakka Grateful Dead, væri í pípunum.
Myndin sem á að fjalla að stærstum hluta
um æsku og síðari ár Garcia sem dó árið
1995 verður byggð á bókinni Dark Star: An
Oral Biography On Jerry Garcia eftir rithöf-
undinn Robert Greenfield, en hann hefur
m.a. skifað bækur um Rollings Stones og
Timothy Leary. Eftir að nýr framleiðandi tók
við myndinni lítur nú allt út fyrir að tökur á
henni fari að hefjast fljótlega. Búið er að
ráða leikstjórann Amir Bar-Lev og hefur
Topper Lilien verið fenginn til að skrifa hand-
ritið. Ekki hefur verið tilkynnt hverjir fari með
aðalhlutverkin í myndinni.
Kvikmynd byggð á
ævi Jerrys Garcia
Ekki er búið að ákveða hver leikur Jerry
Garcia í væntanlegri kvikmynd.
„Því miður, ég get það ekki, ég
er ekki með það í möppunni
minni.“ Svona svaraði tónlist-
armaðurinn Daniel Johnston
aðdáanda þegar hann kallaði og
bað um lagið „Speeding Motor-
cycle“ á tónleikum Johnstons á
Hróarskelduhátíðinni árið
2001. Það er varla hægt að lýsa Johnston,
sem hefur átt við geðræn vandamál að
stríða frá því á unglingsárunum, betur en
með þessu svari hans í Danmörku, því til
að geta spilað lögin sín þarf hann að vera
með þau skrifuð niður á blaðið fyrir
framan sig og að þessu sinni var „Speed-
ing Motorcycle“ ekki að finna í möpp-
unni.
Í septembermánuði árið 1983 tók
Johnston upp eina af sínum
þekktustu plötum á kassettuna
sem hann kallaði Hi, How Are
You og var það sjötta platan
sem hann gaf út á eigin vegum.
Johnston hefur sagt í viðtölum
að platan hafi verið það erfið í
smíðum að hann hafi verið á
barmi taugaáfalls og því hafi hann einnig
gefið henni titilinn The Unfinished Al-
bum. Vínylútgáfa af plötunni var gefin út
af Homestead Records árið 1988 og fyrir
þremur árum var hún endurútgefin af
plötufyrirtæki Johnstons, Eternal Yip Eye
Music.
Lagasmíðar 15 laga plötunnar eru langt
frá því að vera þær flóknustu í brans-
anum, en með einföldum gítargripum og
djúpum textum um allt á milli himins og
jarðar tókst Johnston að búa til plötu með
tónlist sem hefur skapað honum nafn
sem einn af virtari textasmiðum síðustu
áratuga. Það sem Johnston hefur fram
yfir aðra tónlistarmenn eru textar hans
og lífreynslan sem hann syngur um . Því
engin furða að tónlistarmenn eins og
David Bowie, Beck og Kurt Cobain heit-
inn hafi lýst yfir aðdáun sinni á tónlist
hans. Árið 2006 kom út heimild-
armyndin The Devil and Daniel Johnston
og fjallar hún um ævi sérvitringsins og þá
djöfla sem hann hefur þurft að berjarst
við. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um
þennan mikla tónlistarsnilling er hún
skylduáhorf.
Matthías Árni Ingimarsson
Poppklassík Daniel Johnston - Hi, How Are You: The Unfinished Album
Hæ, hvernig hefur þú það? Ég hef það bara …
J
ohn Anthony Gillis fæddist í Detroit í
Michigan-ríki í Bandaríkjunum inn í
kaþólska fjölskyldu en faðir hans var
húsvörður fyrir erkibiskupdæmi Detroit
og mamma hans var ritari kardínálans. Það var
því ekki fjarri drengnum sem heimurinn átti
eftir að kynnast sem Jack White, að ætla sér að
verða prestur.
Það var hins vegar eftir grunnskóla þegar
ákveða átti næstu skref í menntagöngunni sem
Jack hafði fengið nýjan magnara í svefn-
herbergið sitt en mátti ekki taka hann með í
prestaskóla. Þá hætti hann við prestaskólann.
Seinna hóf Jack sinn eigin bólstrunarrekstur
eftir þriggja ára starfsnám hjá bólstrara og kall-
aði fyrirtækið sitt Third Man Upholstery með
slagorðið „Your Furniture’s Not Dead“ með
litaþema svarts og guls, með svörtum og gulum
bíl og fötum við. Jack fékk hins vegar ávítur í
rekstrinum fyrir að vera ekki fagmannlegur en
allir reikningar voru gerðir út með vatnslitum
og innan í húsgögnunum mátti finna ljóð.
Jack spilaði sem Jack Gillis fyrir nokkrar
hljómsveitir sem gítarleikari og trymbill upp úr
1990 en árið 1996 kynntist hann Meg White sem
hann giftist og tók upp nafn hennar en áhuga
vakti að hann nefndi hana alltaf systur sína í
viðtölum og seinna eftir skilnað þeirra var hún
svo heiðursmær í brullaupi hans (árið 2005) við
breska módelið Karen Elson sem hann er enn
með í dag.
Meg fór að læra á trommur um ári eftir að hafa
kynnst Jack en hann sagði að þegar hann byrjaði
að spila með henni á trommur bara til gamans
„þá fannst mér það uppörvandi og endurnýj-
andi“ en upp úr því var hljómsveitin The White
Stripes stofnuð þar sem hjónin sem sögðust
systkini tóku stór stökk fram á við.
Árið 1999 gáfu þau út plötuna The White Stri-
pes og árið eftir De Stijl sem hefur orðið að al-
gjörri cult-plötu sem náði nýjum hæðum eftir að
frægðarsól hljómsveitarinnar fór að rísa sem
hæst. Með plötunni White Blood Cells árið 2001
varð hljómsveitin ein af þeim stóru í heiminum,
með hráum bílskúrsrokkhljóm sínum en Jack
notar m.a. Digitech Whammy WH-1 til að búa til
þá hljóma sem einkenna hljómsveitina. Seven
Nation Army er svo vinsælasta smáskífa hennar
en lagið kemur síðan fyrir á plötunni Elephant
sem kom út árið 2003. Síðan þá hefur hljóm-
sveitin sífellt fest sig í sessi sem ein þeirra stærstu
í tónlistarheiminum með plötum eins og Get
Behind Me Satan og t.d. lögum eins og „Blue
Orchid“, „The Denial Twist“ og „My Doorbell“.
Hinn sérvitri White
Áður fyllti hann húsgögn af ljóðum og reikninga með
litríkum vatnslitum. Í dag fyllir hann tónlistarmenn
andríki. Hann er ekki besti bólstrarinn eða viðskipta-
maðurinn en John Anthony Gillis úr The White Stri-
pes, hinn sérvitri Jack White, þekkir andagift.
Guðmundur Egill Árnason gea@mbl.is
Jack White er smám saman að setja mark sitt á tónlistarsöguna með hverjum smellinum á fætur öðrum.
Jack White er einn stofnenda
hljómsveitarinnar The Racon-
teurs ásamt Brendan Benson,
Jack Lawrence og Patrick
Keeler en tveir síðastnefndu
eru einnig í The Greenhornes.
Þeir voru að spila saman á
háalofti í Nashville, Tennesse
þegar þeir sömdu lag sem
„veitti okkur virkilega inn-
blástur“. Umrætt lag er
„Steady As She Goes“ sem
varð strax gífurlega vinsælt
lag. Hljómsveitin hefur gefið
út tvær vinsælar plötur, Bro-
ken Boy Soldiers sem náði
hæst öðru sæti í Bretlandi og
þriðja sæti í Bandaríkjunum og
Consolers of the Lonely sem
náði hæst þriðja sæti í Banda-
ríkjunum.
Hljómsveitin neitar því að vera of-
urgrúppa þrátt fyrir fræga meðlimi.
Steady As
She Goes
Tónlist
Nýverið höfðaði fyrirsætan Kirsten Kennis
mál gegn hljómsveitinni Vampire Weekend,
sem hún segir hafa notað ljósmynd af henni
í leyfisleysi á umslagi plötunnar Contra.
Jafnframt sakar hún sveitina og ljósmynd-
arann um að hafa falsað undirskrift hennar.
Fer Kennis fram á tvær milljónir dala í
skaðabætur. Nú hefur plötuútgáfa hljóm-
sveitarinnar, XL, sent frá sér yfirlýsingu þar
sem segir að rétt hafi verið staðið að öllum
samningum um notkun á myndinni.
Var plötuumslags mynd notuð í leyfisleysi?
Reuters
Vampire Weekend
svarar fyrir sig