SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 32
32 1. ágúst 2010 Ung stúlka af- greiðir í versl- un Silla og Valda árið 1976. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Í áraraðir voru tvö óleysanleg ágrein- ingsmál nánast fastir liðir á fundum borgarstjórnar Reykjavíkur. Annað var reglugerð um afgreiðslutíma verslana, og hitt var um hvort auka ætti eða minnka undanþágur frá banni við hundahaldi í borginni sem þá var í gildi, en einhverjar undanþágur höfðu verið veittar og ekki voru allir ánægðir. Ýmsar sögur gengu um undanþágurnar. Ein var um Albert Guðmundsson. Hann átti heima við Laufásveg og fullyrt var að hann hefði komið því til leiðar að Reykjavík- urflugvelli var lokað á næturnar, því und- anþágutíkin hans, hún Lady, hafði ekki svefnfrið fyrir hávaðanum í flugvélunum. Verslunum átti að loka kl. 6, nema kl. 7 á föstudögum og á laugardögum kl. 12. Töluvert var um „sjoppur“ eða söluturna í bænum sem seldu aðallega tóbak, gos- drykki og sælgæti. Sérstakt leyfisgjald þurfti að greiða fyrir rekstur þeirra. Meðfylgjandi frásögn um innheimtu kvöldsölugjalds lýsir nokkuð vel hvernig ástand þessara mála var fyrir um 40 árum. Mér barst bréf frá Sigurði Grímssyni hæstaréttarlögmanni í nóvember 1969, þar sem borgarsjóður hafði falið honum að innheimta kvöldsöluleyfisgjald vegna Sunnubúðarinnar, Mávahlíð 26. Forsendur brostnar Ég á afrit af svarbréfinu, sem hljóðar svo: Reykjavík 6. des.1969. Hr. Sigurður Grímsson, hæstaréttarlögmaður, (Stimpill Sunnu- búðarinnar) Snorrabraut 77 Rvk. Hef móttekið bréf yðar dagsett 27/11 þar sem þér fyrir hönd borgarsjóðs Reykja- víkur krefjist greiðslu kr. 10.000.00 fyrir kvöldsöluleyfi 1969 vegna verslunar minnar Sunnubúðarinnar, Mávahlíð 26. Ég hef tjáð innheimtumanni Reykjavík- urborgar, að forsendur fyrir þessari inn- heimtu séu ekki lengur fyrir hendi, enda þótt ég hafi alltaf hingað til greitt gjaldið. Til að skýra það sjónarmið mitt nánar, leyfi ég mér að taka fram eftirfarandi. Á sínum tíma úthlutaði borgarráð Reykjavíkur nokkuð mörgum aðilum kvöldsöluleyfum. Leyfi þessi voru háð ýmsum skilyrðum, sem voru meðal ann- ars. 1. Aðeins tilteknar vörutegundir mátti selja í kvöldsölustöðunum. Ef útaf var brugðið, var viðkomandi aðili sviptur kvöldsöluleyfi. 2. Kvöldsölustaður mátti engan sam- gang hafa við t.d. matvörubúð þótt hún væri sambyggð og tilheyrði sama fyr- irtæki. 3. Viðskiptavinir máttu ekki koma inn í verslunina, fengu aðeins afgreiðslu út um söluop. 4. Af allri sölu í kvöldsölustöðum varð að greiða 1½% í aðstöðugjald fram yfir aðrar matvöruverslanir. 5. Leyfisgjald kr. 10.000.00 á ári átti að greiða til borgarsjóðs. Að sjálfsögðu var óheimilt að selja vörur á hækkuðu verði á þessum stöðum. Hver voru svo réttindin? Lögreglan treysti sér ekki Leyfi til að hafa sölustaðina opna frá kl. 18-23½ á mánudögum til fimmtudaga, kl. 19-23½ á föstudögum, kl. 12-23½ á laug- ardögum og frá kl. 9-23½ á sunnudögum: Það er að segja, á þeim tímum sem allar aðrar verslanir voru lokaðar. Fyrir um það bil fjórum árum fór að bera á því að einstaka kaupmenn brutu reglur um lokunartíma sölubúða og héldu búðum sínum opnum langt fram á kvöld, einnig á laugardögum og sunnudögum. Lögreglan, sem sjá átti um að reglunum væri framfylgt, treysti sér ekki til að loka þessum verslunum með valdi, nema að fenginni heimild saksóknara ríkisins. Beð- ið var eftir svari saksóknara í marga mán- uði. Á meðan drógu þessir örfáu kaup- menn til sín mikil viðskipti frá þeim, sem enn virtu reglurnar. Þegar loks svar kom frá saksóknara, var það á þá leið að reglu- gerð um lokun sölubúða í Rvík hefði ekki þá stoð í lögum, að ráðlegt væri að beita lögregluvaldi til að fá henni framfylgt, enda giltu aðrar reglur um lokunartíma í næsta nágrenni við Rvík. Hvers vegna ætti ekki kaupmaður í Reykjavík að njóta sömu réttinda við sitt starf og kollegi hans í Kópavogi? Þegar þessi málalok voru kunn, sáu menn að í rauninni var engin reglugerð um lokunartíma til lengur, eða það sem verra var, reglugerðin var til en ekki virt. Eins og fyrr segir, er verslun mín í hús- inu nr. 26 við Mávahlíð. Hinum megin við götuna nr. 25 er önnur verslun, sem versl- ar með sömu vörur og ég, þ.e. matvörur og kjötvörur. Kvöldsöluleyfi fékk hún um svipað leyti og með sömu skilyrðum. Áður en langt um leið hafði verslunar- eigandinn svo oft brotið reglurnar um þær vörutegundir sem heimilt var að selja í kvöldsölum og margsinnis opnað inn í verslunina, að borgarlæknir, sem sá um framkvæmd kvöldsölureglnanna, sá sig tilneyddan að svipta verslunina kvöld- söluleyfinu. Samdægurs (það mun hafa Innheimta kvöldsölu- gjalds fyrir árið 1969 Óskar Jóhannsson matvörukaupmaður í Sunnubúðinni. Morgunblaðið/Kristinn Öðruvísi var umhorfs í verslun og viðskiptum hér á landi um og upp úr miðri síðustu öld. Hætt er við að margt sem þá tíðkaðist komi fólki nú spánskt fyrir sjónir. Óskar Jóhannsson Árið 1951 var aðeins hægt að kaupa útvarpstæki hjá Viðtækjaverslun ríkisins. Ég keypti gamalt viðgert tæki til notkunar í Sunnubúðinni, lét skrá það á nafn búðarinnar og greiddi af- notagjald af því. Tækið var eingöngu notað í vinnuherbergi á bak við verslunina. Tuttugu og fjórum árum seinna, árið 1975, fékk ég reikning, þar sem verslunin er krafin um greiðslu STEF-gjalda (sem eru höfundarlaun tónskálda sem flytjendur og útgefendur greiða af tekjum sínum af verkum þeirra). Ég hringdi í innheimtustjóra STEFS og bað um skýringu á þessari innheimtu. Mér var sagt að eftirlitsmaður hefði komið í verslunina og heyrt tónlist fram í búðina frá útvarpstæki í bak- herbergi. Sunnubúðin hefði verið á skrá sem eigandi útvarps og ekki væri um neina tilslökun á innheimtunni að ræða. Ég sagði honum að stúlka sem ynni í búðinni, kæmi stundum með sitt eigið tæki og hlustaði eingöngu á útvarp ameríska hersins í Keflavík þegar hún var að vinna á bak við. Það var engin afsökun og bráðum yrðu reiknaðir vextir og kostnaður settur á reikninginn. Ég sendi eftirfarandi bréf til Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar: Árið 1951 keypti Sunnubúðin gamalt notað útvarpstæki og greiddi tilskilin gjöld af því í áraraðir. Ekki man ég lengur hvenær hætt var að nota tækið og greiða af því gjöldin. Nú stend ég frammi fyrir vandamáli, sem er flóknara en ég á að venjast, og verð því að óska eft- ir aðstoð ykkar til að ráða fram úr því. Stúlka sem vinnur í versluninni á útvarp, sem hún kemur stundum með í vinnuna, og hlustar á í herbergi inn af búðinni, þegar hún er að vinna þar. Hún hlustar eingöngu á útvarpsstöð ameríska hersins á Keflavíkurflugvelli og greiðir ekkert fyrir það. Síðan kemur þriðji aðili, STEF, og krefst peningagreiðslu af þeim fjórða, eig- anda verslunarinnar, sem ekkert kemur nálægt þessum samskiptum. Ég reyni að gera dæmið einfaldara og þá kemur þetta út: Jón gefur Gunnu blómvönd. Pétur heimtar að Páll borgi honum fyrir blómin. Ef þið getið sýnt mér fram á, að Páli þyki það eðlilegir viðskiptahættir og borgi með glöðu geði, er ég tilbúinn að ræða málið frekar. Með bestu kveðjum og einlægri von um góð ráð sem losa mig við þetta flókna vandamál sem allra fyrst. Óskar Jóhannsson. Ekki hef ég heyrt um þetta mál síðan. Sagan endurtekur sig Þegar ég rifja þessa sögu upp, sé ég að þetta er í raun alíslenskt þrjátíu og fimm ára gamalt Icesave-mál sem er gleymt og grafið, því ég hef ekkert verið að ónáða rukkarana. Íslenskt Icesave-mál fyrir 35 árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.