SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Síða 27

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Síða 27
1. ágúst 2010 27 Þ riðja plata Láru Rúnarsdóttur, Surprise, kom út í fyrra og hefur slegið í gegn hjá landanum í ár, ekki síst í sumar enda hefur Lára verið iðin við að spila um land allt við lofsamlegar und- irtektir Lára er fædd 4. október 1982, næstelst fjögurra systkina. Hún er dóttir Örnu Vignisdóttur hönnuðar og textílkennara og Rúnars Þórissonar, tónlistarmanns og aðstoðarskólastjóra Do, re, mí tónlistarskólans. Systkini Láru eru þrjú; eldri er hálfbróðirinn Hilmar Snær Rúnarsson en yngri eru Margrét og Þórir Rafn- ar. Lára ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur til sjö ára aldurs og gekk í Melaskóla til að byrja með en þá fluttist fjölskyldan til Lundar í Svíþjóðar þar sem pabbi hennar var í námi. Dvölin ytra varði í fjögur ár en þegar heim kom fluttist fjölskyldan í Kópavog, þar sem Lára gekk í Kópavogsskóla og síðar Menntaskólann í Kópavogi. Að loknu stúdentsprófi reyndi Lára fyrir sér í sálfræði í Háskóla Íslands en skipti svo yfir í Kennaraháskólann þaðan sem hún útskrifaðist sem tónmenntakennari. Lára var aðeins sex ára þegar hún hóf tónlistarnám og var farin að leika á píanó sjö ára gömul. Síðar nam hún söng við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Kópavogs. Hún var 17 ára þegar hún byrjaði að semja eigin tónlist í félagi við föður sinn og fyrsta plata hennar, Standing still, kom út 2003. Önnur platan var Þögn sem kom út 2006 og sem fyrr segir kom þriðja platan, Surprise, út í fyrra. Samhliða því að semja og leika eigin tónlist starfar hún sem rekstrarstjóri hjá Skífunni. Lára á dótturina Emblu Guðríði með sambýlismanni sínum, Arnari Þór Gíslasyni, en mikið stendur til hjá þeim því þau hyggjast ganga í það heilaga snemma í haust með pomp og prakt. Það er því óhætt að segja að árið hafi verið og verði með viðburðaríkara móti hjá Láru, enda mikið að gerast, bæði í tónlistinni og einkalífinu. ben@mbl.is Í París ásamt verðandi eiginmanni Arnari Þór Gíslasyni árið 2006. „Við leigðum okkur vespu og ókum þvers og kruss um alla borgina.“ Á sviðinu. Frá tónleikum í London í sum- ar. „Við fengum frábærar viðtökur.“ Snemma beygist krókurinn. „Það eru til margar tónlistarmyndir af mér úr barnæsku enda voru hljóðfærin alltaf innan seilingar.“ Með dótturinni nýfæddri árið 2008. Nýstúdent úr Menntaskólanum í Kópavogi haustið 2001. „Ég hef alltaf verið mikil pabbastelpa og þessi mynd lýsir mínu upp- eldi vel því það var mikið um grettur og fíflagang og húmor.“ Viðburðaríkt ár á alla vegu Vinkonuhópurinn úr menntó í brúðkaupi þeirrar úr hópnum sem varð fyrst til að gifta sig. Með mömmu fyrsta skóladaginn í Melaskóla haustið 1988. „Það var mikil spenna fyrir þennan dag,“ segir Lára. Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona hefur slegið í gegn hjá landanum með þriðju plötu sinni, Surprise. Myndaalbúmið Burtfarar- tónleikarnir úr Tónlistarskóla Kópavogs 2006 Sumarið 1989 á ferðalagi fyrir vestan með foreldrunum Örnu og Rúnari og systkinunum Margréti og Þóri Rafnari. Með systur sinni Margréti á tónleika- ferðalagi í London í sumar, en Margrét syngur bakraddir í hljómsveit Láru.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.