SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 45
1. ágúst 2010 45 Lífsstíll A ð sofa í tjaldi er góð skemmtun. Að vakna í tjaldi er hins vegar ekki alveg jafn skemmti- legt. Annað hvort skín sólin beint á tjaldið svo að þeir sem reyna að sofa innandyra eru við að kafna. Enda hafa þeir líklegast sofnað dúðaðir kvöldinu áður í hlýjum innanundirfötum, flíspeysu og sokkum en vakna síðan upp með and- köfum þar sem þeir reyna að brjótast upp úr svefnpokanum, úr peysunni og helst út úr tjaldinu þar sem loftið hef- ur sjaldnast verið ferskara. Nú eða þá að um nóttina hefur hellirignt og tjaldbúar vakna hálfblautir og ringl- aðir þar sem sólin skein og hægur andvari vaggaði þeim í svefn kvöldinu áður. Já lítið er til að verja mann nátt- úruöflunum þar sem maður liggur nærri því á grasi með þunna hlíf yfir sér sem helst minnir á regnkápu. Þó er maður oftast til í góða útilegu og gerir þetta aftur og aft- ur. Það er nefnilega ótrúlega kósí að keyra út í sveit, grilla, syngja og tralla undir berum himni fram á nótt og sofna síðan undir morgun. Stundum bara þegar allir hinir eru sofnaðir og kominn er á svefnfriður. Hlutir eins og tjalddýna og góður svefnpoki eru líka góðir ferðafélagar og auðvitað er hreint út samt dásamlegt að taka með sér kodda að heiman. Gott teppi til að sitja á úti eða nokkrir tjaldstólar geta líka komið að góðu gagni. Nýverið hélt greinarhöfundur í útilegu og þar sem lítið var um pláss í bílnum var ákveðið að taka einungis með teppi til að setja í botninn á tjaldinu. Það dugði vissulega ágætlega en daginn eftir var þó ekki algjörlega laust við náladofa og stirðleika í hægri hendi sem þjónað hafði hlutverki kodda í gegnum nóttina. Í horninu lá hrúga af fötum sem tjaldbúi hafði kastað af sér í svitakófi morgunsins og svefnpokinn var kom- inn út um allt. Þrátt fyrir lítinn næt- ursvefn, þökk sé nágrönnunum í næsta tjaldi sem sáu um eftirpartí árla morguns, var fátt annað að gera en að koma sér út. Veltist tjaldbúi því út undir beran himinn þar sem hann lá um stund og reyndi að hrista af sér morgundrungann. Það skal tekið fram að tjaldbúi hafði ekki einungis innbyrt heitt kakó kvöldinu áður og var því það vandasama verkefni eftir að taka tjaldið niður og pakka því saman. Nokkuð sem er nærri ógerlegt í slíku ástandi í roki og rigningu en leysist auðveldlega með góðri hjálp í sól og blíðu þar sem tjaldbúi fékk að halda kyrru fyrir í grasinu meðan pakkað var niður. Síðan var bara að pakka sér, tjaldinu og öllu tilheyrandi inn í bíl og byrja að hlakka til næstu útilegu. Útilega með öllu Helgin verður ekki umflúin og innipúkar víðast hvar bann- aðir. Nú er kominn tími til að tjalda, syngja við varðeldinn og njóta lífsins í íslensku sumar- nóttinni. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það er ekkert mál að tjalda þegar sólin skín og veðrið er gott, málin vandast ekki fyrr en það fer að rigna og blása. ’ Hlutir eins og tjalddýna og góður svefnpoki eru líka góðir ferða- félagar og auðvitað er hreint út sagt dásam- legt að taka með sér kodda að heiman. Eitt það besta við útilegur er að þar ráða þægindin og kósíheitin ríkjum. Lopapeysan er besti vinurinn og þægilegur bolur undir, gallabuxur við og strigaskór eða stígvél. Síðan setur maður á sig smá dagkrem og maskara og helst fínn og sætur alla nóttina við varð- eldinn. Í útilegunni getur maður líka notað ýmsilegt sem maður brúkar ekki hversdags eins og fyndinn hatt eða húfu, skrautleg stígvél og jafnvel hafa sumir hópar þann háttinn á að klæða sig eftir ákveðnu þema. Þann- ig mætti stinga upp á fylgihlutum í anda diskótímabils- ins, kúrekaþema eða hvað svo sem fólki detttur í hug. Þægindi og kósíheit Flott og skrautleg stígvél í útileguna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í útilegu og skemmtana- höldum er ekki úr vegi að hafa eitthvað girnilegt og nærandi með sér að borða. Ef hægt er að koma kæliboxi í skottið þá er mjög gott að búa sér til hummus og pestó og taka með gott brauð. Það má líka smyrja sér góðar samlokur með heimatilbúnu rækju- eða túnfisksalati og hafa í boxi. Svo er fátt betra en að baka múffur eða góða gamaldags formköku sem hægt er að grípa í þegar tjaldbúar vakna eða áður en farið er að sofa eftir skemmtanahaldið. Slíkt snarl er nefnilega mjög mikilvægt að eiga þegar matarlystin er kannski ekki upp á sitt besta. Ef ferðast er í hóp geta líka allir komið með eitthvað gott eins og osta, pestó og ýmiss konar álegg og sett saman á veg- legt morgunverðarhlaðborð. Loks er fátt eins nauðsyn- legt og að taka með sér helling af hverju því sem fólki finnst best að drekka eftir fjör næturinnar, gos, safa eða orkudrykki. Gott í nestisboxið Sælgætið þarf ekki að verða eftir heima. Yfirleitt er tjaldferðalag fremur ódýr ferðamáti en sums staðar úti í hinum stóra heimi má finna tjaldstæði sem sprengja alla venjulega verðskala. Útsýnispallur uppi í tré Ef þig hefur alltaf langað að upplifa rómantískan ferðamáta landkönnuða á 18. öld þarftu ekki að fara lengra en á Four Seasons Tented Camp Golden Triangle í Taílandi. Hér er samt ekki um að ræða neina venjulega útilegu því gist er í litlum húsum sem útfærð eru eins og tjöld landkönnuðanna. Aðal- aðdráttarafl svæðisins er fílarnir sem þar búa og lifa í mikilli nálægð við gesti sem geta fengið að skella sér á fílsbak eða bara legið í nuddi og leti. Dvölin er ekki alveg ókeypis en þriggja nátta pakki kostar rétt um 165.000 krónur. Fínt samt fyrir þá sem vilja njóta fram- andi náttúru í fullum lúxus. Svipaða lífsreynslu má upplifa á fleiri stöðum, t.d. á Kostaríku en fljúga verður á tjaldstæðið sem er í Corco- vado-þjóðgarðinum. Þar líkt og í Taí- landi hafa verið byggð lítil gestahús sem helst minna á tjöld og standa þau á kletti með stórfenglegt útsýni yfir sjó- inn. Svæðið er vinsælt meðal mennskra fjallageita enda nálægt góð- um gönguleiðum sem liggja um þjóð- garðinn. Þarna er líka að finna útsýnis- pall lengst uppi í tré og með fyrirvara getur fólk líka fengið að tjalda þar. Lúxus í tjald- kofa könnuða Ekki ætti að væsa um neinn hér í þessum fína tjaldkofa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.