SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 43
1. ágúst 2010 43 B örn geta verið alveg afskaplega skemmtileg. Það get- ur gefið lífinu mikið gildi að eignast og umgangast börn. En þau geta líka verið þreytandi. Og foreldrar geta orðið þreyttir. Mjög þreyttir. Eftir nokkurra ára barnauppeldi eru margir foreldrar orðnir svo þreyttir að þreytan er bara orðin svona jöfn. Hún litar allt. Maður er „Jafnt-alltaf-þreyttur“. Löngunin eftir góðum og löngum svefni er orðin að þráhyggju. Það er nefnilega á „Jafnt-alltaf-þreyttur“-tímabilinu sem fólk sem á börn byrjar á mjög svo skemmtilegum leik. Og þessi leikur gerist í hjónarúminu. Mér finnst leiðinlegt að segja frá því, en þessi leikur hefur ekkert með kynlíf að gera. Í rauninni gengur hann út bara út á eitt. Sofa. Og aðalatriðið í þessum leik er að láta líta út fyrir að þú sért ekki að leika hann. Sem er mjög mikilvægt. Og þessi leikur heitir „Andskotinn hafi það, sérðu ekki að ég er sofandi?!“ Fyrir nýbakaða foreldra sem hafa aldrei leikið þennan leik má ég til með að kenna ykkur reglurnar í leiknum. Þær eru mjög mikilvægar. Par sefur. Bæði dauð af þreytu. Barnið vaknar. Byrjar aðeins að væla. Hvað gerir þú, foreldrið? Regla númer eitt: Ekkert. Vegna þess að núna ert þú að „þykjast“ vera sofandi. Og fyrir þá sem eru ekki að fatta leikinn, þá snýst hann um að komast undan því að sinna barninu. Ó, já. Gott og vel. Barnið þarf aðstoð. En núna þarft þú að koma hinu foreldrinu til þess að sinna barninu og þá komum við að reglu tvö: Pota olboganum „óvart“ í makann. En passaðu þig, gerðu þetta kæruleysislega. Vegna þess að þú ert auðvitað „steinsofandi“. Ef þetta virkar ekki, er regla þrjú hinsvegar mjög góð. Regla þrjú snýst um að: Rúlla sér. Að makanum. Best er auðvitað að láta sig bara gossa. Fast. Og hrjóta og mumla svona nokkrum sinnum á leiðinni. Sá sem dettur út úr rúminu fyrst tapar og þarf að sinna barninu. Þúsundir foreldra um allt land hafa leikið „Andskotinn hafi það, sérðu ekki að ég er sofandi“ til margra ára. Þetta er einn alvinsælasti leikur foreldra íslensku þjóðarinnar. En auðvitað sprettur maður upp ef króginn grætur. Yfirleitt er auðvitað ekkert að. Maður stendur bara þarna hálfsofandi fyrir framan rúmið eða vögguna. Barnið allt í einu þagnað og starir bara á mann. Bara svona eins og að þetta hafi verið brunaæfing. Klukkan hálffjögur. Og krakkinn frekar svona fúll yfir hvað þetta tók ofboðslega langan tíma. Kannski vakna börn bara á nóttunni vegna þess að þau eru ekki viss um að þau séu að gera allt rétt. „Ég er að sofa alveg rétt, er það ekki?“ „Þetta er bara alveg frábært hjá þér.“ „Maður sem sagt liggur bara með lokuð augun, er það ekki? Það er ekkert annað sem maður þarf að gera?“ „Nei. En maður þarf að liggja mjög lengi. Og þeir sem eru bestir í þessu hreyfa sig ekki né gefa frá sér hljóð í upp undir tíu tíma straight.“ Það er kannski vegna þessara tíðu andvökunátta sem hvert foreldri verður einstaklega hamingjusamt þegar barnið ákveður loks að lúra. Og Lúrinn verður vinur þinn. En Lúrinn getur líka snúist upp í andhverfu sína. Lúrinn getur orðið versti óvinur þinn. Sérstaklega vegna þess að börn geta tekið upp á því að leggja sig nánast hvenær sem er. Ég meina, það er ekkert verið að vara mann við. Sem þýðir oftast að þau sofna seinna en þau eiga að gera. En þeim er alveg sama. Þeim er al- veg sama þó að við þurfum að lesa allar Tuma-bækurnar og leika heila þáttaröð af Prúðuleikurum áður en þau sofna um kvöldið. Það er ekki þeirra mál. Annars geta börn eins og ég sagði verið bara mjög skemmti- leg. Börn og þreyta Pistill Bjarni Haukur Þórsson ’ Þúsundir foreldra um allt land hafa leikið „And- skotinn hafi það, sérðu ekki að ég er sofandi“ til margra ára. Gatan mín É g hef búið í Hafnarfirði frá því að ég var fimm ára gamall. Svo var ég náttúrulega að þjálfa úti á landi svo ég tók mér frí frá Hafnarfirði. Síðan þegar ég hætti þessu landshornaflakki þá kom aldrei annað til greina en að flytja aftur í Hafnarfjörðinn,“ segir Ólafur Jó- hannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, um heimahaga sína sem hann hefur haldið tryggð við alla tíð. „Það er nú einu sinni þannig með mann að maður leitar á sínar æskuslóðir og vill vera þar sem maður ólst upp. Hér þekkir maður nánast alla Hafnfirðinga. Það er nú kannski þess vegna sem maður leitar hingað. Ég er eins og margir aðrir sem finnst að það sé hvergi betra að búa en í Hafn- arfirði!“ Ólafur býr við götuna Lindarberg í Setbergs- hverfinu þar sem hann byggði sér og fjölskyldu sinni hús fyrir fimmtán árum. Húsið stendur í efsta botnlanga Lindarbergsins í hlíð Setbergsins, rétt sunnan við Setbergsgolfvöllinn í Garðabæ. Lind- arbergið greinist í fjóra botnlanga en gatan liggur upp af Hlíðarbergi sem tengir hverfið við Reykja- nesbrautina. Þá er gatan aðeins steinsnar frá Urr- iðavatni. „Ég man það að þegar ég var að byggja hérna á sínum tíma þótti þetta vera úti í sveit enda svolítið langt í burtu. Þetta er alveg frábær staður til að búa á, sennilega sá besti í Hafnarfirðinum. Þetta er lokuð gata þannig að hér er friðsælt. Það eru nánast bara íbúarnir hérna sem keyra götuna þannig að það er lítil umferð. “ segir Ólafur. Nágrannarnir eru líka einstaklega góðir að sögn Ólafs. Andinn sé góður og mikill húmor í götunni. Hér áður fyrr hafi ýmislegt sameiginlegt verið gert í götunni en þessa dagana láti menn sér nægja að heilsast þegar þeir mætast í bílunum segir Ólafur kátur. Það getur hins vegar verið kostur að búa „úti í sveit“ þar sem ekki er um langan veg að fara fyrir Ólaf til að komast út í náttúruna. „Heiðmörkin er hérna rétt fyrir aftan okkur, þegar maður labbar út af lóðinni er maður kominn út í sveit. Þetta er alveg frábær staður til að vera á,“ segir Ólafur en hann fer gjarnan og leikur á golfvellinum handan holts- ins í Garðabænum. kjartan@mbl.is Morgunblaðið/Jakob Fannar Hvergi betra en í Hafnarfirði Lindarberg Hlíð arbe rg Elliðavatnsvegur Reykjan esbrau t Kaldárselsvegur Hvaleyr arvatn Helgafell 1 2  Vörðuto rg Lækjargata Hafnarfjörður 3 1. „Þegar ég var krakki fór ég oft upp að Hvaleyrarvatni og ég hef haldið því áfram á fullorðinsaldri. Vatnið hefur lengi heillað Hafnfirðinga enda ágætis útivistarparadís. Það er mjög passleg gönguferð fyrir mann eins og mig að ganga hringinn í kringum vatnið.“ 2. Helgafell er lítið fjall sem er rétt fyrir of- an Ólaf og fjölskyldu upp við Kaldársel en þar er útsýni gott yfir höfuðborg- arsvæðið og fjöllin á Reykjanesi og í kring. „Helgafellið blasir við út um gluggann hjá okkur. Þangað förum við líka gjarnan í gönguferðir.“ 3. Ólafur er mikið fyrir ís og því er ísbúðin í Snælandsvideo í Staðarbergi, rétt við Reykjanesbrautina og stutt frá Lind- arberginu, vinsæll áningarstaður hans á gönguferðum sínum um hverfið. Uppáhaldsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.